Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 1. mars 2007 Bloggheimar Eyjamaður vikunnar: Kirkjur bozjarins: Magnús Bragason: Heim á ný Eins og fram kom hjá Friðriki var pabbi að vinna í gúanó meðan á gosinu stóð. Við fluttum til Hveragerðis og bjuggum þar í Ólfusborgum ásamt Svavari, bróður pabba, Eygló og þeirra fjölskyldu. Ölfus- borgir voru flóttamannabúðir og við bömin stunduðum nám í Hveragerði með vestmanneyskum kennurum. Hermann Einarsson kenndi mér. Ekki stoppuðum við of lengi uppi á landi, því við flúðum aftur heim 28. maí 1973. Ég man vel eftir þessum tfma. Það voru ekki mörg böm hér til að byrja með. Lék mér með Hæa, en pabbi hans var líka að vinna í gúanó. Það var gaman að sjá þegar fjölskyldumar byrjuðu að flytjast aftur til Eyja. Með hverju árinu sem leið varð eyjan fallegri og fallegri. Þökk sé þeim sem höfðu trú á samfélaginu hér. Þeirri baráttu er ekki lokið og enn verður eyjan fallegri með hverju árinu. Fljótlega eftir að við vomm kom- in heim hafði ég skrifað þessi skila- boð til mömmu, sjá mynd. Strax byrjaður að blogga aðeins sjö ára. Man líka vel eftir Noregsferðinni í ágúst 1973. Þar vorum við þau yngri saman í íslandshúsinu rétt við Osló. Við Óskar Ólafs leiddum hvor annan þegar við fórum að sofa, enda kannski ekki háir í loft- inu. Með mér í þessari ferð var Adda og Bára, og var haldið upp á níu ára afmæli Öddu þar. Sigursveinn Þórðarson Hvenær flutti ég aftur norður? að tala með norð- lenskum hreim í öllum þessum snjó. Það er margt sem fslendingar setja samasemmerki við þegar talið berst að Vestmanna- eyjum. Rokið á Stórhöfða kemur þar sterkt inn, þjóðhátíðin með öllum sfnum sjarma, Árni Johnsen, lundinn og svo margt fleira. En yfirleitt dettur fólki ekki í hug snjóþyngsli enda stoppar snjórinn yfirleitt ekki lengi á Heimaey. Síðustu tvær vikur hefur allt verið á kafi í snjó. Alla vega á vest- manneyskan mælikvarða. Ég er búinn að vera að bíða eftir almenni- legri rigningu frá því í byrjun janúar. En nú neyðist ég til að fara að moka helv.... tröppumar. Maður er farinn þar á ég mínar rætur Páll Magnússon, útvarpsstjóri hafði í nógu að snúast í tengslum við þakkargjörð 23. janúar. Hann mætti til Eyja með þrjátíu manna starfslið frá Ríkisútvarpinu sem kom því til leiðar að fréttir og Kastljós voru send beint út frá Eyjum. Hann tók að sér að stýra dagskrá í Höllinni þar sem flutt voru tónlistaratriði og frásagnir frá gostímanaum og lét sig ekki muna um að lesa fréttimar þegar komið var að útsendingatíma. Páll er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni Nafn: Páll Magnússon Fæðingardagur: 17. júní 1954 Fæðingarstaður: Reykjavík (því miður) Fjöiskylda: Konan mín er Hildur Hilmarsdóttir og saman eigum við tvö böm, Eddu Sif og Pál Magnús.Ur fyrra hjónabandi á ég tvær dætur, Éir og Hlín. Draumabfllinn: Það hlýtur að vera hinn víðfrægi Audi útvarpsstjórans. Uppáhaldsmatur: Lundi, eins og Súlli heitinn eldaði hann úti í Bjamarey, og humar. Versti matur: Pasta Uppáhalds vefsíða: mv.is og Páll Magnússon er Eyjamaður vikunnar. eyjafrettir.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Oddgeir og Ási í Bæ klikka aldrei Aðaláhugamál: Mörg - en sem tómstundagaman em það alls konar veiðar og skák. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Egil Skallagrímsson. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar - og af þeim er auðvitað Bjamarey fegurst! Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ásgeir Sigurvinsson og ÍBV Ertu hjátrúarfullur: Stundum er ég ekki alveg laus við það. Stundar þú einhverja íþrótt: Það væru ýkjur að segja það. Tek samt einstaka sinnum rispur í líkams- rækt. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fréttatengt efni og svo vandaðar náttúmlífsmyndir Þú hafðir í mörgu að snúast þann 23. janúar, bæði sem kynnir dagskrár og fréttaþulur. Áttir þú von á að svo margir tækju þátt og kæmu í Höllina: Nei, ég bjóst ekki við öllum þessum fjölda og að fólk gæft sér tíma til að taka þátt í þessu allt kvöldið. Hvað var skemmtilegast við útsendinguna eða daginn: Að hitta allt þetta skemmtilega fólk. Hvaða þýðingu hafa Eyjar fyrir þig: Afar mikla. Þarna á ég mínar rætur og mína æsku og mér er alltaf að skiljast betur og betur hvað þetta tvennt skiptir miklu máli þegar allt kemur til alls. Matgazðingar vikunnar: Hörfræja- og kanilnasl og pottrénur Ég vil byrja á því að óska Frosta vini mínum og konu hans, Ingi- björgu, hjartanlega til hamingju með dóttur númer tvö. Það er búið að vera svolítið einmana fyrir okkur morgunhanana í ræktinni frá því á fyrri hluta síðasta árs og hvet ég þvf Frosta til að fara að taka sig á við mætingarnar. Við sem hugsum stöðugt um hollustu og hreyfingu leggjum ríka áherslu á góðan og hollan morgunmat. Mikilvægi morgunmatarins er stórlega van- metið og því vert að koma með einn einfaldan og bragðgóðan. Hreint jógúrt með hörfræja- og kanilnasli, fyrir einn Hörfræja- og kanilnasl er hreint frábært. Það bragðast ótrúlega vel og er sætt án þess að innihalda nokkurn sykur. Þetta hentar vel sem nasl eða músl út í hreint jógúrt, hreint skyr eða súrmjólk. Einfaldur, bragðgóður og hollur morgun- verður. 2 msk. hörfræ 1 tsk. kanill ögn af vanilludufti 1 dós af hreinni jógúrt eða 1 diskur af léttri súrmjólk ferskir ávextir ef vill Hörfræ ásamt kanil og vanilludufti blandað saman. Stráið yfir jógúrtið, setjið ávexti yfir ef vill og njótið vel. Rétturinn hans Frosta var frábær enda maðurinn kominn af þvílíkum snillingum í matseld. Ef strákurinn Matgœðingurinn er Jón Pétursson. hefði valið sömu framabraut og Siggi og Grímur, bræður hans, þá væri ég ekki hissa að sjá hann dag- lega í sjónvarpi með snillingum eins og Jamie Oliver og Gordon Ramsey. Hér kemur einn góður og léttur réttur fyrir okkur sem erum upp- tekin í vinnu og heilsuræktinni. Pottréttur með hakki, fyrir 4 8-10 kartöflur, um 800 gr 1 msk. matarolía 2 gulir laukar 2 rauðar paprikur 1 msk. fljótandi smjörlíki 500 gr kjöthakk 1 tsk. salt grófmalaður svartur pipar 4 súrsaðar gúrkur Skrælið og saxið kartöflumar smátt. Setjið kartöflurnar í eldfast mót og hellið olíu yfir. Steikið í miðjum ofni á 250°C í um 15 mínútur. Skrælið og saxið laukinn. Saxið smátt paprikuna. Steikið laukinn og paprikuna í smjörlíki í nokkar mín- útur. Setjið saman við hakkið og steikið saman. Kryddið með salti og grófmöluðum svartpipar. Skerið gúrkuna niður í teninga og blandið saman við tilbúnu kartöflumar. Berið réttinn fram beint af pönn- unni með brauði og salati. Bjóðið upp á ávexti, t.d. perur, sem eftirrétt. Sniðugt að setja eitthvað grænt yfir réttinn s.s. persilju, graslauk eða basiliku. Nóg af þessu. Til að halda mig við hollustuna þá er rétt að leita næst í smiðju Ráðhússins enda liðið þar vel skólað af Ólu Heiðu sem tók okkur öll í gegn á sínum tíma. Hún á m.a. stóran heiður af ávaxta- bökkunum í íþróttahúsinu. I kjallara Ráðhúss (nánar tiltekið í búri gamla sjúkrahússins) er ein manneskja sem ég veit að er dugleg að búa til hollan og góðan mat. Þetta er hún Sólrún Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi. Skora ég á hana sem næsta matgæðing Frétta. Um leið vil ég biðja Rut Haralds- dóttur, framkvæmdastjóra, afsök- unar á að hafa ekki valið hana að þessu sinni þrátt fyrir ítrekaða ósk um að fá tækifæri númer ftmm. Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja 30 ára: Bjóða mæl- ingu í tilefni afmælisins Kæru bæjarbúar. Þann 2 febrúar verður Sjúkraliða- deild Vestmannaeyja 30 ára og af því tilefni viljum við bjóða ykkur upp á fría blóðþrýstings- og bióðsykurmælingu í Líknarhúsinu frá kl. 14.00 til 16.00. Heitt á könnunni. Með þessu viljum við þakka fyrir frábæran stuðning. Fréttatilkynning: Sjúkraliðar í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun opnar heimasíðu: Bætt þjónusta við bæjarbúa Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum hefur opnað heimasíðu á slóðinni http://www.hsve.is Þar er að finna allar hel- stu upplýsingar um: Starfssemi og þjónustu stofnunarinnar, komur sérfræðinga, tímabókanir, neyðarþjónustu, laus störf, aðrar tilkynningar og fréttir. Það er von okkar að heimasíðan verði til að bæta þjónus- tu og upplýsingaflæði til bæjarbúa. landa- kirkja Miðvikudagur 31. janúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffi og spjall. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Föstudagur 1. febrúar Kl. 13.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, yngri hóp. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hóp. Sunnudagur 3. febrúar, Föstu- inngangur Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með lofgjörð, leik og sögum. Nýtt efni og nýjar möppur. Kl. 13.00. NTT kirkjustarf 9-10 ára krakka í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Sunnu- dagur í föstuinngangi. Sr. Guð- mundur Öm Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar, organista. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl. 16.00. ETT kirkjustarf 11 til 12 ára krakka í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.30. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju/KFUM&K í Safnaðar- heimilinu. Mánudagur 4. febrúar, Bollu- dagur Kl. 19.30. 12 spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Þriðjudagur 5. febrúar, Sprengi- dagur Kl. 14.20 og 15.10. Fermingar- fræðsla. Rætt um fermingarmótið í Vatnaskógi. Miðvikudagur 6. febrúar, Ösku- dagur Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum á upphafsdegi föstu. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 13.40 og 14.40. Fermingar- fræðsla. Rætt um fermingarmótið í Vatnaskógi. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 31. janúar Kl. 20:30 Biblíulestur - „Skipa þér í skarðið" Um bæn fyrir öðmm. Laugardagur 2. febrúar Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur 3. febrúar Kl. 13:00 SAMKOMA Lofgjörð, fyrirbænir og orð Guðs. Guðni Hjálmarsson nýkominn frá Kanada segir frá og prédikar. Bamastarf fyrir yngstu bömin meðan á sam- komu stendur. Kaffispjall eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aglowfundur í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikud. 6. feb. kl. 20.00. Kaffigjald 500 kr. Allar konur velkomnar. Aðuentkirkjan Laugardagur 2. febrúar Kl. 10:30. Við munum rannsaka saman um lærisveina Jesú.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.