Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 31. janúar 2008 13 Lögreglan - fiðstoð í ófazrð: Losuðu rær af hjólbarða Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið við að hjálpa fólki sem komst ekki leiðar sinnar sökum veðurs og ófærðar. Jafnframt var Björgunarfélagið lögreglu til aðstoðar við að ferja fólk á milli staða og losa bifreiðar sem sátu fastar. Skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglu í vik- unni. Rær höfðu verið skrúfaðar af hjólbarða með þeim afleiðingum að hjólbarðinn datt undan bifreiðinni og urðu skemmdir á aurhlíf sökum þess. Ekki er vitað hver þama var að verki. Hvetur lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hver losaði ræmar að hafa samband við lögreglu. Lögreglan: Stálu trommudiskum í Fiskiðjunni Þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni en um er að ræða þjófnað á trommudiskum (cymbölum) sem talið er að hafi verið stolið úr hljómsveitaraðstöðu Fiskiðjunnar um það leyti sem bruni varð þar um miðjan desember. Stolið var tveimur diskum sem eru af gerðinni Paiste, annar 17" og er letrað á diskinn „Dark ener“ en hinn 14" og er letrað á þann disk „Signature thin China“. Eru þeir sem upplýs- ingar hafa um hver stal þessum diskum beðnir um að hafa samband við lögreglu. 35 ár frá upphafi Eyjagoss Grein Sigurður Jónsson skrifar: Höfundur er sveitarstjóri í Skeiða- og Hruna- K 4 23. janúar 2008 klukkan 18:02. í dag 23. janúar eru liðin 35 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Tímamótanna verður minnst í Eyjum með blysför og þakkargjörð. Eldgos í byggðinni okkar Eyja- manna var mikil lífsreynsla. Það er einkennileg tilfinning að vera vakinn upp og sagt að það sé komið eldgos alveg í næsta ná- grenni. Ótrúlegt fyrir fjölskylduna að þurfa að yfirgefa heimabyggðina á þennan hátt. Heimaey er ekki mjög stór um sig og því hreint ótrúlegt að eldgosið skyldi koma upp austast á eyjunni þannig að hægt var að bjarga öllum íbúum. Hefði þetta skeikað nokkr- um metrum sæti ég hér ekki við tölvuna að skrifa þennan pistil. Það er eðlilegt að Eyjamenn hafi þakkargjörð þennan dag. Þrátt fyrir gífurlegt eignatjón, breytingu á landslaginu og mikilli röskun á högum Vestmannaeyinga megum við þakka Guði fyrir að allir björg- uðust. Þegar við fórum að átta okkur á því að næstu mánuðina færum við ekki til Eyja og reyndar á fyrstu mán- uðum ársins 1973 vorum við ekkert EYJAMENN minntust þess með eftirminnulegum hætti að 35 áru frá upphafi gossins 1973. viss um að til Eyja væri yfir höfuð hægt að fara í framtíðinni. Eg held að þetta óvissuástand hafi verið mjög erftitt fyrir okkur mörg. Þegar líða fór á veturinn reiknuðum við með að þurfa að setjast til fram- búðar uppi á fastalandinu. Við hjónin fengum því kennarastarf og húsnæði á Stokkseyri. Reyndar kom aldrei til þess því ákveðið var að hefja kennslu haustið 1973 í Eyjum. Það voru einkennilegir dagar þegar kennsla hófst að nýju. Örfáir nemendur voru í hverri bekkjar- deild en með viku hverri fjölgaði nemendum. Menn reyndu að gera gott úr öllu þótt þetta skapaði vissulega mikla erfíðleika í kennslunni. Mikið lifindis ósköp var þetta nú skrítið ástand í byrjun. Allt kolsvart og ef vind hreyfði var skafrenn- ingur nema að það var svart vikur- fok. Af mikilli bjartsýni og áræðni hófst svo uppbyggingin. Menn voru staðráðnir í því að láta byggð á Heimaey aftur verða að raun- veruleika. Allt var byggt upp miðað við að bærinn gæti aftur náð sinni fyrri stærð en í gosbyrjun voru Vestmannaeyingar rúmlega 5300. Af ýmsum ástæðum hefur það markmið ekki enn náðst, en mér finnst að það fólk sem stjórnar nú í Eyjum sé fullt af bjartsýni og muni á næstu árum ná að efla samfélagið enn frekar. Vestmannaeyjabær stendur nú vel fjárhagslega og á því meiri mögu- leika en áður til að gera góða hluti. Menn sjá fram á byltingu í sam- göngumálum á næstunni. Það á eftir að verða mikil vítamínsprauta fyrir Eyjasamfélagið. Þótt það hafí orðið hlutskipti minnar fjölskyldu að búa frá 1990 á fastalandinu (sem ég fer ekki frekar út í í þessu spjalli), get ég vel tekið undir með Elliða bæjarstjóra að það eru bæði kostir og gallar að búa á eyju eins og Heimaey þótt kostirnir séu fleiri. Það var gaman að taka þátt í bæjarpólitíkinni á meðal öll upp- byggingin átti sér stað. Það var allt á fullu og smátt og smátt breyttist bærinn til betri vegar. Auðvitað verður Heimaey aldrei sú sama og áður, en þrátt fyrir gosið er nátt- úrufegurðin í Eyjum alveg einstök. Eg vona svo sannarlega að Vestmannaeyjar eigi eftir að eflast mjög í framtíðinni. Það er hagur okkar allra. Spurning vikunnar: Bortar liú þorra- matP Vignir Stefánsson -Ekkert súrt, en annars er áhuginn ekki mikill. Þórgunnur Hartmannsdóttír -Ég borða engan súrmat en hangikjöt og harð- físk borða ég. Einar Friðþjófsson -Ég borða ekkert súrt en mér þykir hangikjöt og saltkjöt gott. Þórarinn Vaidimarsson -Nei, alls ekki. Sólueig Rut Magnúsdóttir -Já, ég borða harð- fisk og slátur. Frá Félagi um Tyrkjaránssetur: Blómlegt starf og fjölmargt framundan Félag um Tyrkjaránssetur í Vest- mannaeyjum heldur aðalfund sinn laugardaginn 2. febrúar nk. kl. 17 í Bókasafninu. A dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en auk þess verður horft til framtíðar og næstu skref í starfi félagsins ákveðin. Sem kunnugt er stóð félagið fyrir viðamikilli dagskrá sl. sumar í tilefni af því að á árinu 2007 voru liðin 380 ár frá Tyrkjaráninu sem markaði djúp spor í sögu Vest- mannaeyja. Settar voru upp sýn- ingar í tilefni atburðanna og síðast en ekki síst var haldin samfelld dagskrá í vikutíma um miðjan júlí þar sem boðið var m.a. upp á fyrirlestra, hljómlist, sýningar af ýmsu tagi, göngur, leikþætti og veglega lokadagskrá á Skansinum. Dagskránni þar lauk með áhrifa- mikilli kertafleytingu. Mörg- hundruð bæjarbúa og gesta tóku þátt í dagskránni sem sannarlega setti svip á bæjarlífið um miðjan júlí. Næstu verkefni félagsins eru fjölmörg. Áfram verður haldið að leggja grunn að Tyrkjaránssetri sem standa á til framtíðar fyrir alla þá fjölmörgu sem áhuga hafa á sögu og menningu Vestmannaeyja. Þá hefur verð ákveðið að halda hér í Eyjum alþjóðlega ráðstefnu í tengslum við sögu Tyrkjaránsins. Reynt verður að fá til hennar þátt- takendur víða að úr heiminum til þess að gera hana sem áhuga- verðasta og íjölbreyttasta. Er ekki að efa að slík ráðstefna getur átt sinn þátt í að gera ýmsum þáttum FÉLAGIÐ fékk Fréttapýramídann fyrir blómlegt starf á síðasta ári. Hér er Þórður Svansson að taka við viðurkenningunni ásamt Kristínu Ásmundsdóttur formanni Ránar, fimleikafélags. úr sögu Vestmannaeyja betri skil en hingað til hefur verið gert. Ymislegt annað er á döfmni í starf- semi félagsins. Fjölmargir aðilar hafa stutt við bakið á félaginu. Styrkir hafa fengist víða að. Alþingi hefur veitt fjárstyrk til starfseminnar, svo og ýmsir sjóðir og stofnanir. Þá hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum sýnt félaginu velvild og stuðning. Ollum þessum aðilum kann félagið bestu þekkir. Félag um Tyrkjaránssetur er öllum opið. Vestmannaeyingar og aðrir eru hvattir til að ganga í félagið og efla þannig starfsemi þess. Þess vegna eru allir velkomnir á aðal- fund félagsins 2. feb. nk. Fréttatilkynning frá Félagi um Tyrkjaránssetur Einn stút- ur og þrír sem stungu af Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur auk þess sem í Ijós kom að hann hafði ekki öðlast réttindi til akstur bifrciðar. Þá fengu tveir ökumenn sektir fyrir að leggja ólöglega. Þrjár tilkynningar bárust lögreglu um um árekstur þar sem sá sem tjóninu olli hafði ekki fyrir því að tilkynna um óhappið. Fimm önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en í öllum tilvikum var um minni háttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki. Flest þess- ara óhappa má rekja til þeirrar ófærðar sem verið hefur á götum bæjarins undanfarna daga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.