Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 31. janúar 2008 15 rottins ^nsson Kaupang ofar í lóðina þannig að hann yrði ekki fyrir. Við misstum mikið af fallegum húsum í gosinu og svo hélt mannskepnan áfram að loknu gosi við að þurrka út það sem eftir var.“ Golfið byrjaði á rakara- stofunni Raggi byrjaði í golfinu um svipað leyti og hann fór að vinna hjá Einari á rakarastofunni. „Það var smáskonsa inn af stofunni og þar var Einar með eldgamla jámkylfu og kúlur og bastfötu og var að æfa sig í að vippa í fötuna ef hlé varð á klippingum. Ég þurfti auðvitað að prófa þetta lfka og þannig hófst golfferillinn." Þeim ferli er ekki lokið því að Raggi er enn á fullu í golfinu og segist vonast til að geta heldur aukið við það en hitt. nú þegar hann rekur ekki stofuna lengur. Hann segist ennþá muna eftir fyrsta golfmótinu sem hann vann. „Það var eitt af fyrstu mótum ársins, Flaggakeppni. Ég var í holli með einum besta kylfingi í Eyjum á þeim tíma, Leifi Ársælssyni, við kepptum til úrslita og ég vann. Ég man að ég hitti Magnús á Felli í Samkomuhúsinu um kvöldið, því að auðvitað var haldið upp á þessa keppni eins og venjan var. Ég held að aldrei hafi verið tekið fastar í höndina á mér en Magnús gerði, þegar hann óskaði mér til ham- ingju.“ Raggi segir að margir sérstæðir karakterar hafi verið í golfinu á þessum árum. „Þama ólst maður upp með Alla bláa og fleirum sem vissu allt um gras, eða þóttust að minnsta kosti vita það; miklu fróðari en útlærðir golfvallafræð- ingar. Og sumir golffélagamir em ógleymanlegir. Einhverju sinni voru þeir bændur í Bændaglímu, Guðlaugur Gíslason og Marteinn Guðjónsson, báðir miklir keppnis- menn. Ég var í liði Guðlaugs og við unnum nauman sigur þar sem munaði því að Guðlaugur vann Martein í þeirra viðureign. Að móti loknu var slegið upp hófi eins og alltaf er gert eftir Bændaglímu. Þar fór Marteinn að ræða við Guðlaug um það að ef hann hefði nú gert þetta svona og hitt hinsegin og púttað aðeins fastar þá hefði hann unnið. Og þá sagði Guðlaugur: „Veistu það Marteinn, ef þú hefðir spilað betur, þá hefði ég spilað enn betur.“ Oftar á völlinn í sumar Raggi segist horfa fram á öllu ró- legri daga núna þegar hann hefur selt reksturinn í hendur sonar síns þó svo að hann komi til með að verða áfram viðloðandi stofuna. Viktor varð nefnilega fyrir því óláni úti í Þrándheimi, þar sem hann var að fylgjast með Evrópumótinu í handbolta, að meiðast illa á fæti, brotna og slíta í sundur nær allt sem hægt var að slíta, eftir því sem Raggi segir. Alls gekkst hann undir sex aðgerðir á fætinum og leit ekki allt of vel út um tíma. En norskum læknum tókst að bæta svo úr að Viktor á að geta náð sér að fullu. „Ég verð því hér eins og verka- maður í víngarði drottins, þar sem ég er með alla hófa heila,“ segir rakarinn og kímir við. En ég reikna með að ég eigi fleiri ferðir á golfvöllinn í sumar en verið hefur undanfarin ár. Hringur á golf- vellinum er ekki bara heilsubæt- andi, hann er líka mannbætandi." Orlaganóttin 23. janúar kveikjan að ljóðum Jóhanna Hcrmanscn.. 23. janúar Þegar árin líða og fólk mun gleyma og sefur bara sætt og rótt, þá munu hjörtu okkar ávallt geyma minninguna um þessa nótt. Yndislega og ljúfa eyjan logar, ógurleg læti og skjálfandi jörð. Töfrandi kraftur í mann togar, til að horfa á þessa gjörð. Hvað meinar Drottinn með þessu að eyðileggja okkar æskuslóð. Eða heldur skrattinn eldmessu með ösku, hrauni og glóð. Við flúðum frá gjósandi fjalli, siglandi á fiskibátum. Yftr okkur rigndi ösku og gjalli, með óskaplegum látum. En með töfrum eyjan lokkar, okkur heim að snyrta og laga. Og aftur tökum við gleði okkar, með von um góða og bjarta daga. Jóhanna Hermansen. Höfundur erfœdd og uppalin í Eyjum. Simmi og Sæþór Vídó í Tríkot voru meðal listamanna sem tróðu upp í Höllinni. Það var Tríkot sem flutti Nornanóttina. Nornanótt Lag: Dirty old town Texti: Snorri Jónsson Ég fann að þá fylltist hugur þrótt er flúði ég burt forðum eina nótt eldur brann yfir jörð og sæ aska og hraun ógnaði bæ. í útlegð bjó en engan stað fann ég fyrr en ég frétti það að fólkið væri að flytjast heim og fullur þrár ég fylgdi þeim. Siglt var út gegnum eld og eim angist sást engin á þeim er í bæn hneigðu höfuð hljótt þá hrikalegu óhljóðanótt. Mér fannst ömurlegt að flæmast burt fá ekki að vera um kjurt. Neyð mig rak þessa næturstund það var nöturlegt á nomafund. UNGA FÓLKIÐ fékk líka sinn skammt af fróðleik um gosið 1973. Hér eru krakkarnir í Hamarsskóla að hlýða á góða gesti sem höfðu frá mörgu að segja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.