Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 20
f) Sun investments S.L FASTEIGNASALA Á SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 KLUKKUR Landakirkju hringdu til helgistundar eftir dagskrá í HöIIinni á miðvikudagskvöld. Sr. Kristján Björnsson og sr. Guðmundur Örn Jónsson voru báðir við athöfnina þar sem þakkað var fyrir björgun og varðveislu í gosinu á Heimaey 1973. Tónlist setti skemmtilegan svip á samkomuna en um tvöhundruð manns komu til að eiga stund í kirkjunni þetta kvöld. Mér fannst allur þessi dagur standa upp úr -segir Páll Magnússon Eyjamaður og útvarpsstjóri um heimsókn RÚV til Eyja á Þakkargjörðina 23. janúar PÁLL las fréttirnar í Kastljóssettinu sem var allt var tlutt til Eyja. „Það eru einhverjar vikur frá því að hugmyndin kom upp,“ sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, þegar hann var spurður hvort það væri ekki mikið fyrirtæki og krefðist mikils undirbúnings að senda út Fréttir og Kastljós frá Vestmanna- eyjum eins og gert var á miðviku- daginn í síðustu viku þegar þess var minnst að 35 ár eru frá því að gos hófst á Heimaey. „Kristín Jóhannsdóttir sendi okkur fyrirspurn um hvort við ætluðum að gera eitthvað af þessu tilefni og þegar við ræddum þetta var ákveðið að fara út í Eyjar og senda út beint þaðan. Það munaði litlu að þetta dytti upp fyrir þegar báðar ferðir Herjólfs féllu niður á þriðjudeg- inum en bjargaðist þegar ákveðið var að flýta ferðinni á miðvikudag. Það koma margir að svona útsend- ingu og þetta er auðvitað talsvert mál.“ Páll tók að sér að kynna dagskrá þakkargjörðar og að henni lokinni hófst dagskrá Ríkissjónvarpsins þar sem hann var í hlutverki frétta- þularins. Það hvíldi því heilmikið á Páli í tengslum við þakkargjörðina. En hvað fannst honum standa upp úr? „Mér fannst allur þessi dagur standa upp úr. Eg skoðaði stóra ljósmyndasýningu sem Helga Jónsdóttir stóð fyrir uppi í Flugstöð og það var skemmtilegt að sjá gömlu myndirnar frá því fyrir gos. Það var líka gaman að heimsækja nemendur í Hamarsskóla og fyrir mig var skemmtilegast að hitta allt þetta góða og skemmtilega fólk sem ég ólst upp með í Eyjum.“ Páll segir að auðvitað hafi verið óvenjulegt að vera með og senda út fréttir og Kastljós fyrir fullu húsi. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir hann og þegar hann er spurður hvort það hafi ekki verið stressandi að hafa allt þetta fólk í salnum segir hann það ekki vera. „Það er þó alltaf svolítil spenna í kringum þetta, sérstaklega þegar menn eru í nýju umhverfi. Ég er samt frekar rólegur í svona útsend- ingum. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og þetta er bara skemmtilegt: Og þetta gekk allt upp? „Já, þetta gekk allt upp, nema í einu innskotinu frá Skansinum. Það vantaði hljóðið en það var lagað og skilaði sér að lokum til áhorfenda. Þetta er auðvitað svolítið flókið í framkvæmd en gekk að mestu leyti upp,“ sagði Páll og tók fram að viðbrögð við útsendingunni hafi verið góð. „Það er í raun óvenjulegt að fá svona mikil viðbrögð frá ein- staklingum og ekki bara frá Vest- mannaeyingum heldpr fólki annars staðar af landinu. Ég hugsa að þessi reynsla verði hvati til þess að gera þetta oftar í framtíðinni." Þórhallur vill styrkja tengslin „ Þetta var fullkomlega þess virði,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og rit- stjóri Kastljóss þegar hann var spurður út í útsendinguna. „Það er auðvitað mikið mál að vinna svona þátt, yfir 30 manns koma að þessu auk þess sem það þarf að vinna þáttinn efnislega. Við þurfum að fara oftar út á land þar sem við erum Ríkissjónvarp og við viljum efla tengslin við fólkið á landsbyggðinni. Við viljum ekki missa tengslin við landsbyggðina og bein útsending, eins og við stóðum fyrir í Eyjum, er einn liður í að efla þau. Nánar á bls. 9. VIKUTILBOÐ 24. - 30. janúar ALLT FYRIR SPRENGIDAGINN! Búrf. nautahakk verð nú kr/ 399,- verð óður kr 525,- SS Hakkbollur í súrsætri veró nú kr 359,- verð áður kr 451,- SS Reykt folaldakjöt verð nú kr/kg 628,- verð áður kr/kg 731,- k \J íslenskar ssmem guirætur SS Saltkjit blandað eða valið Búrf.saltkjöt Búrf.bacon Jack Rabbitt gular baunir Rófur, Púrra Gulrætur..

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.