Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Page 1
35. árg. I 6. tbl. I Vestmannaeyjum 7. febrúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is VILBERG- KÖKUHÚS gaf öllum leikskólabörnum á Sóla og Kirkjugerði bollur á bolludaginn. Litla stúlkan á myndinni kunni sannarlega að meta góðgætið eins og önnur leikskólabörn á Sóla. ísfélagið undirritar smíðasamning um nýtt skip „Erum að endurnýja uppsjávarflota félagsins“ ✓ - segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Isfélagsins Fulltrúar ísfélagsins og skipasmíðastöðvarinnar Asmar við undirritun samningsins í Frankfurt í síðustu viku. ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur undirritað smíðasamning við skipa- smíðastöðina ASMAR í Talcahuano í Chile um smíðarétt á öðru upp- sjávarskipi en það er sams konar skip og félagið gekk frá samningum um í byrjun nóvember. „Við erum að endumýja uppsjávar- flota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þetta em öflug kæliskip sem styrkja landvinnsluna í Vestmanna- .eyjum og á Þórshöfn," sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmda- stjóri ísfélagsins, en í dag gerir Isfélagið út tvö uppsjávarfrystiskip auk þriggja skipa til uppsjávarveiða. Ægir Páll sagði að samningurinn haft verið undirritaður í Frankfurt og gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið í mars 2011. Þetta er ná- kvæmlega eins skip og við gerðum smíðasamning um í nóvember og gert ráð fyrir að það verði tilbúið í maí 2010,“ sagði Ægir Páll en um leið og gengið var frá smíðasamn- ingi um fyrra skipið fékk ísfélagið smíðarétt á öðru sams konar skipi. Skipið verður 71,1 metri að lengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta þess verður rúmlega 2,000 tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri RSW kælingu. Skipið verður útbúið til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin af gerðinni Bergen Diesel, 4.500 kw eða 6.120 hestöfl. í fréttatilkynningu frá ísfélaginu segir að þetta sé sjöunda skipið sem Asmar smíðar fyrir íslenska aðila. „Uppsjávarskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá Asmar og hafa öll reynst vel. Auk þessara skipa var haf- rannsóknarskipið Ami Friðriksson RE smíðað í stöðinni og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna. ísfélag Vest- mannaeyja hf væntir mikils af sam- starfi sínu við Asmar enda reynsla Islendinga af skipum stöðvarinnar góð,“ segir í tilkynningunni. Mengun frá Sorpu Á fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs kom fram að fyrir liggja niðurstöður mengunarmælinga í Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja unnar af www.engergy.no af þeim Bjpm Hansen og 0ystein Magerpy þann 10.10.2007. Þegar Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, var spurður út í niðurstöður mælinganna sagði hann þær sýna að enn mengar stöðin of mikið. „Umhverfis- og framkvæmdasvið réði á dögunum Friðrik Björgvinsson sem verkefnisstjóra til þess að fylgja eftir verkefni að finna lausn á þeirri mengun sem kemur frá stöðinni. Unnið er að tillögum til úrbóta í samstarfi við Islenska umhverfistækni, Umhverfis- stofnun og fleiri aðila. Beðið eftir loðnu Nú bfða allir spenntir eftir því að loðna finnist í meira mæli en verið hefur enda skiptir miklu að vel takist til á loðnuvertíðinni Þorsteinn ÞH, skip Isfélagsins, var á miðunum fyrir austan land á miðvikudag en samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Harðar- syni, útgerðarstjóra Isfélasins, eru Guðmundur VE, Þorsteinn og Júpiter ÞH búnir að fá 6000 tonn samanlagt í janúarmánuði. „Við erum búnir að frysta um 3000 tonn en þetta er loðna í smærri kantinum. Menn bíða spenntir eftir að loðna finnist í einhverju magni og gangi upp á grunnið við Hornafjörð þannig að hægt verði að hefja veiðar í grunnnót. Við erum með lítinn kvóta og auðvitað bíðum við eftir því að meira finnist svo hægt verði að mæla og gefa út viðbót," sagði Eyþór. Af öðrum skipum ísfélagsins er það að frétta að Snorri Sturluson VE landaði í síðustu viku afla að verðmæti 57 millj. króna. Von var á Guðmundi í land í dag, fimmtu- dag með 800 tonn af frystum kol- munna og 550 tonnum í bræðslu. Suðurey VE hefur landað viku- lega fyrir frystinguna. Veiðar hafa gengið þokkalega þegar veður hefur verið skaplegt. Guðni Ingvar Guðnason, út- gerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þar á bæ biðu menn frekari frétta af loðnuveiðum áður en skip félagsins færu af stað. Togskip Vinnslustöðvar- innar, Drangavík VE, Jón Vídalín og Brynjólfur VE, hafa verið á veiðum og gengið ágætlega þegar viðrað hefur til veiða. Sömuleiðis hefur gengið ágæt- lega hjá Gandí VE en hann er á netaveiðum. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.