Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Þrír valkostir á stórskipahöfn skoðaðir: Út við Eiði, við Löngu og austan við SkansQöru BRIMVARNARGARÐUR utan Eiðis með kanti innan á garði KANTUR við Löngu og 270 m snúningur á Hörgeyri Framkvæmda- og hafnarráð fundaði á mánudag og þar var m.a. rætt um mögulega stórskipahöfn í Eyjum. Sigurður Sigurðsson, verkfræðingur, kynnti niðurstöður hugmyndavinnu Siglingastofnunar um hafnaskipulag fyrir stórskipahöfn í Vestmanna- eyjum en þær eru unnar af honum og Rob RM. Kamsma, tæknifræð- ingi stofnunarinnar. Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, sagði tillögurnar liggja fyrir en framkvæmda- og hafnarráð ætti eftir að taka endanlega afstöðu til þeirra. „Þetta er hugmyndavinna á mögu- legum útfærslum á stórskipahöfn. Þrír valkostir voru skoðaðir; stór- skipahöfn út við Eiði, við Löngu og austan við Skansfjöru." Hvaða hugmynd finnst þér best? „Eg persónulega er hrifnastur af tillögunni sem gerir ráð fyrir stórskipahöfn við Eiðið ásamt land- fyllingu þar sem þar skapast aukið starfssvæði og getur það gefið aukin tækifæri auk þess sem það skapar aukna möguleika fyrir þá atvinnu- starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp inni á Eiði. Ég tel að upp- bygging stórskipahafnar við Eiðið hafí mikla kosti umfram aðrar tillögur. Má þar nefna í fyrsta lagi uppbyggingu á svæði og aukið athafnarými, ekki þarf að fara með þungaflutninga í gegnum bæinn og uppbygging þar hefði engin slæm áhrif á sog eða öldufar í núverandi höfn,“ sagði Frosti og var því næst spurður hvort stórskipahöfn hafi ekki gríðarleg áhrif á ásýnd Eyjanna. „Vissulega mun stórskipahöfnin hafa áhrif á ásýnd Eyjanna, en Vest- mannaeyjahöfn hefur verið að þróast í meira en hundrað ár og hefur haft mikil áhrif á ásýnd Eyjanna og hefur uppbyggingin aðeins lcitt til góðs fyrir samfélagið og það sama tel ég vera með væntanlega stórskipahöfn við Eiðið. Hún mun væntanlega leiða til góðs fyrir Eyjamar en ég á fastlega von á því að farið verði í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast og allir þættir verða metnir inn. Ég tel að samfélagslegir hags- munir vegi þyngra en breytingin á landslaginu á Eiðinu. Þess má geta að gríðarlegar breytingar hafa verið gerðar á landslaginu þarna á undan- fömum árum og fjölmargar bygging- ar standa á uppfyllingarsvæði. Fram- kvæmda- og hafnarráð á eftir að taka afstöðu til þessara valkosta sem liggja fyrir og þá þarf Siglinga- stofnun að gera frekari rannsóknir á þeim valkostum sem ákveðið verður að halda áfram með.“ sagði Frosti. Dagur leik- skólans Miðvikudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 var fyrsta félag leik- skólakennara stofnað. Þetta er fyrsta árið sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur en verður árviss hér eftir. Þróun í leikskólamálum hefur verið mjög ör undanfarin ár. Með lögum um leikskóla frá 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu. Með því var stigið stórt skref og í framhaldinu færð- ust leikskólamál flestra sveitar- félaga frá félagsmálum yfir í skólamál. I dag hefja flest böm skóla- göngu sína í leikskólum enda fer þar fram markviss undirbúningur fyrir áframhaldandi skólagöngu þeirra, sem og undirbúningur fyrir lífið sjálft. Sá þroski sem eflist einna helst í leikskólum er félagsþroski en hann er veiga- mikill þáttur í vellíðan og vel- gengni barna í lífinu. Arið 1999 gaf menntamála- ráðuneytið út Aðalnámskrá leik- skóla sem allir leikskólar starfa eftir. Þar kemur m.a. fram að í leikskólum skuli rækta alhliða þroska bamsins. Námsleiðimar eru svo að sjálfsögðu í gegnum leikinn en þannig auka börnin færni sína og þekkingu. Undanfarin ár hefur verið unnið mikið með að brúa bilið milli leik- og grunnskóla og hefur það starf gengið vel hér í Eyjum. Má nefna gagnkvæmar heimsóknir kennara og nemenda. Þróunin í menntamálum kennara er einnig sú að skilin milli skóla- stiganna verða sífellt minni vegna þess að báðir hópamir fá grunn- menntun frá sömu skólum, sem em Kennaraháskóli íslands og Háskólinn á Akureyri. Þar fer fram samkennsla í mörgum fögum, samvinna í verkefnum og efnisvali til lokaritgerða. I Vestmannaeyjum eru nú starf- andi tveir leikskólar, Kirkjugerði og Sóli. Þar er unnið metnaðar- fullt starf af áhugasömum leik- skólakennurum og fólki sem vill hag leikskólans sem mestan. Fjölgun leikskólakennara hér í Eyjum hefur verið talsverð á undanförum árum og má þar þakka auknu framboði á fjamámi bæði frá Kennaraháskóla Islands og Háskólanum á Akureyri. Hægt er að fylgjast með starfi leikskólanna hér í Eyjum á heimasíðum þeirra : http://www.leikskolinn.is/soli/ og http://www.leikskolinn.is/kirkjug erdi/ Júlía Olafsdóttir Formaður leikskólakennara í Vestmannaeyjum Líf og fjör á öskudaginn á Fréttum ÍJtgefandi: Eyjasýn ehf. 480*278-054?) - Vestmannaeyjiun. Ritstjóri: Ómar tíaröarssoa Blaúamenn: tínðbjðig Sigurgeirsdóttir, Signrgeir .lónsson og Ellert Scheving. íþróttir: Ellert Seheving.Áhyrgðarmenn: Ómar tíardarsson & (iísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Veshnannaeyjmn. Aðsetnr ritetjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1800 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr frottir@cyjafrettir.is. Veffang: http/Anvw.eyjafrettir.is FRÉ'fTltí koma nt alla fimmtndaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig i lansasölu á Klotti, Tvistinnm, Toppnum, Vörnval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslnn 11-11 og Skýlinn i Friðarhöfn. FRÉTTER eru prentadar i 2(MK) eintöknm. FRÉTTTR ern aðilar að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóörituu, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.