Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Nýfozddir Eyjamenn Ásdís Halla Hjarðar fæddist 14.ágúst 2007 á Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum Foreldrar hennar eru Anna Rós Hallgrímsdóttir og Páll Þ. Hjarðar. Fjölskyldan býr í Vestmanna- eyjum. Með henni á myndinni er Almar Benedikt stóri bróðir. Haukur Leó Magnússon fæddist 15.11.2007 í Vestmannaeyjum. Hann var 3660 gr og 52 cm. Með honum á myndinni er stóri bróðir hans, Tómas Bent Magnússon. Foreldrar þeirra eru Harpa Hauksdóttir og Magnús Elíasson. Fjölskyldan er búsett í Eyjum. Bloggheimar Eyjamaðar vikunnar: Borðar ekki súrmatinn það var mikið um dýrðir á þorrablóti Austfirðinga á laugar- daginn þegar þeir fögnuðu því að í ár eru 50 ár frá stofnun Aust- firðingafélags. Vestmannaeyja. Hildur Sævalsdóttir er formaður félagsins og bar hitann og þungann af undirbúningi blótsins. Hildur er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Hildur Sævaldsdóttir Fæðingardagur: I3.apn7 1976. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldrar, tveir bræður, tvær mágkonur, einn bróðursonur og svo nokkrir sætir gæjar að auki. Draumabíllinn: Ég væri alveg til í að eiga bíl ef hann eyddi engu ben- síni, þrifi sig sjálfur, færi sjálfur á verkstæði ef þess þyrfti og kostaði ekki krónu. Uppáhaldsmatur: Nautasteik með bakaðri kartöflu og bemaisesósu. Versti matur: Lambalifur - það er alveg á hreinu! Svo er bjór ódrekk- andi drykkur. Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is og wulifmorgenthaler.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Þessa dagana er það Kim er Eyjamaður vikunnar. Larsen sem gleður mig, svo er þægilegur jazz alltaf kósý. Aðaláhugamál: Að láta mér líða vel með fjölskyldu og vinum, ferðalög, tónlist, matur og matar- gerð. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég væri mikið til í að hitta Elías afa minn aftur og spjalla við hann um daginn og veginn. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar á ágúst- kvöldi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Margrét Lára Viðars- dóttir og Manchester United (bara fyrir Júltus). Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: American Idol og Gettu betur. Borðar þú þorramat: Allt nema súrmatinn. Hvað er skemmtilegast við undirbúninginn: Spjallið við allt það góða fólk sem er í Austfirð- ingafélaginu. Var ekki fín stemmning: Stemmningin var hreint út sagt frábær og allir voru ákveðnir í að skemmta sér konunglega. Hæst bar auðvitað að fá að heiðra hjónin Elías Bjömsson og Hildi Magnús- dóttur fyrir óeigingjarnt og gott starf í þágu félagsins í áratugi. Matgazðingcir vikunnar: Spanjóla kjúklingaréttur Ég vil byrja á að þakka mínum kæra yfirmanni fyrir áskomnina. Ég ætla ekkert að hafa þetta of hollt enda gmnar mig að hollustan heilli Jón meira í orði en á borði. Spanjola kjúklingaréttur 4 til 6 kjúklingabringur brúnaðar á pönnu í olíu af sól- þurrkuðum tómötum úr glerkrukku. Bringunum er raðað í eldfast mót og kryddað með sítrónupipar. Síðan er saxaður niður I laukur, sveppir og gulrætur eftir smekk ásamt 6 sneiðum af sólþurrkuðum tómötum. Þetta er steikt á pönnu upp úr tómataolíu. Sósa er búin til úr 1 dós af rjóma- osti (lítil dós), 1 matreiðslurjóma, 1 teningi kjötkrafti og kryddað með timian. Sósunni hellt yfir kjúklinginn og grænmetið og eldað í ofni í ca. 40 mín. Matgœðingurinn er Sólrún Gunnarsdóttir. Einfaldur en skothcldur eftirréttur Jafnt hlutfall af ferskum jarðar- berjum og gráfíkjum skorið niður og sett í eldfast mót. Síðan er blandað saman í jöfnum hlutföllum Maple- sírópi og balsamic ediki og hellt yfir ávextina. Þetta er bakað í ofni við 200 gráður í 10 mínútur og borið fram heitt með vanilluís eða hrærðum mascarponeosti. Sem næsta matgæðing Frétta langar mig að skora á Palla kokk á Hugin VE (Pál S. Grétarsson). Það er víst lífstíðarverkefni að reyna að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í matargerð, en það væri nú gaman að geta gert það eins og einu sinni með uppskrift frá honum. Georg Eiðar Arnarsson: Vikulok í Eyjum Fór á sjó síðastlið- na nótt upp úr kl. I eftir miðnætti. Vindur var hægur, en snjókoman það þétt, að ég varð að treysta algjörlega á plotterinn. Frekar ieiðinlegt var í sjóinn, en þegar tíðin er búin að vera svona erftð verður maður að nota öll tækifæri. Ég var með 14 bala og lagði þá alla við Bjamareyna. Fiskin7ð var ágætt, eða 2,4 tonn og var ég kominn heim um hálf fjögur eftir hádegi. Það er mjög ánægjulegt að sjá að Eyjamenn séu aftur að taka við sjúkrafluginu fyrir Eyjamenn og vonandi batnar þjónustan við það. Ég sé að það er verið að kvarta yftr því á eyjavefjunum, að það taki viku að fá tíma hjá lækni hér á sjúkrahúsinu. Ég hef reyndar lent í því að bíða í tvær vikur svo von- andi verður sú staðreynd þegar þar að kemur, að það taki aðeins um einn til einn og hálfan klukkutíma að komast á annað sjúkrahús, þegar Bakkaferjan verði komin í gagnið. Ekki til þess að þjónusta heilsu- gæslunnar verði skert hér í Eyjum. Gamla myndin: MYNDIN úr safni Kjartans er að þessu sinni af Nikulási ívarssyni og konu hans Ólöfu Björnsdóttur. Börn þeirra eru með þeim á mynd en nöfn þeirra eru okkur ókunn. Þeir lesendur Frétta sem þekkja einstak- lingana á myndinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við okkur í síma 481 1184 eða koma við á Bókasafninu. Jafnframt er þakkað fyrir góðar upplýsingar varðandi síðustu mynd. Rétt er að taka fram fyrir áhugasama að í anddyri Bókasafnsins eru teknar saman allar heimildir sem okkur berast úr Fréttum og er þar unnt að sjá svörin við þeim spurningum er við höfum lagt fyrir lcsendur. Kirkjur bazjarins: landa- kirkja Fimmtudagur 7. febrúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kl. 20.00. Æftng hjá Kór Landakirkju. Kl. 20.00. Opið hús hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. Föstudagur 8. febrúar Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æftng hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 10. febrúar Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og gleði sem bama- fræðarar og prestur Landakirkju sjá um. Kl. 13.00. NTT-9-10áraí Safnaðarheimili Landakirkju Kl. 14.00. Messa, með altaris- göngu. Félagar úr Gídeonfélaginu kynna félagið og lesa ritningar- lestra. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Öm Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffi og spjall í Safn- aðarheimilinu að athöfn lokinni. Kl. 16.00. Fermingarböm leggja af stað með Heijólfi á fermingarmót í Vatnaskóg. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 11. febrúar Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegt ferðalag undir handleiðslu Vina í Bata. Þriðjudagur 12. febrúar Kl. 14.20 og 15.10. Fermingarfæðsla í fræðslustofunni. Miðvikudagur 13. febrúar Kl. 13.40 og 14.00. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 7. febrúar Kl. 20:30 Safnaðarfundur. Laugardagur 9. febrúar Kl. 20:30 Brauðsbrotning og bæn. Sunnudagur 10. febrúar Kl. 13:00 Samkoma. Bamastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aglowfundur í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikud. 6. febrúar. kl. 20.00. Kaffigjald 500 kr. Allar konur velkomnar. AðventkirKian Laugardagur 2. febrúar Við fáum góða gesti frá Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi í heimsókn á laugardaginn. Þau munu sjá um biblíurannsóknina kl. 10:30 og guðsþjónustuna kl. 11:30. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.