Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Menningarfulltrúi Suðurlands: í heimsókn í Eyjum Menningarfulltrúi Suðurlands, Dorothee Lubecki, verður í Vest- mannaeyjum dagana 11. til 12. febrúar nk. Viðtalstímar vegna styrkveitingar 2008 í hús- næði Visku, Strandvegi 50, mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 16:00-17:30 Opin fundur um menn- ingarmál í Vestmanna- eyjum í húsnæði Visku, Strandvegi 50, mánudaginn 11. febrúar nk kl. 18:00, í sam- starfi við Kristínu Jóhannsdóttur. Fundur Matís, ffFS og fiskkaupcnda í Brctlandi: Ferskur fiskur - Frá veiðum til neytanda Fimmtudaginn 7. febrúar klukkan 16:30 verður haldin opinn fundur í Kaffí Kró um virðiskeðju gámafisks sem seldur er í Bretlandi. A fundinum verða fulltrúar Matís, Atlantic Fresh, Seafish og kaupenda í Bretlandi með framsögu, en á eftir verða almennar umræður. Matís ohf. (Matvælarannsóknir fslands), Seafish (The Sea Fish Industry Authority), Atlantic Fresh Ltd. (sem reka fiskmarkaðina í Hull og Grimsby), Samskip og Yorkshire and Humber Seafood Group eru í sameiningu að vinna að verkefni sem miðar að því að auka gæði, rekjanleika, upplýsingaflæði og verðmæti íslensks gámaftsks í Bretlandi. Fundur þessi er liður í því verkefni og er markmiðið með honum að kynna verkefnið og leita eftir samstarfí um framhald þess við útgerðir í Eyjum. FöH-ráð: Tjón í fárviðri Framkvæmda- og hafnar- ráðs Vestmannaeyja hélt fund á mánudag. Farið var yfir fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2008 og Olafur M. Kristinsson hafnarstjóri gerði grein fyrir heildartekjum Vestmannaeyjahafnar árið 2007 og fjallaði sérstaklega um tekjur af aflagjöldum. Fjallað var um tjón á ljósabú- naði sem er í tengslum við lýsingu á Heimakletti og fól ráðið rekstrarstjóra ÞMV að afla nánari upplýsinga um umfang og kostnað við endurnýjun á þeim ljósabúnaði sem skemmdist í fárviðri í síðasta mánuði. Hoffman með styrktartónleika fyrir Þorstein Þorsteinsson: Fór í sex aðgerðir fyrstu tvo sólarhringana Þorsteinn Þorsteinsson var í fullri vinnu við Alverið í Straumsvík og stundaði fjarnám við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri þegar hann veiktist hastarlcga. Rof varð á ósæðinni við hjarta hans með þeim afleiðingum að hann lá á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem honum var vart hugað líf og framhaldinu á hjarta- og æðadeild spítalans. Þorseinn er nú á í endurhæfingu á Grensás og í raun hafa fram- farirnar verið ótrúlega miklar undanfarnar vikur. Þorsteinn var þrítugur í janúar og býr með Hrefnu Haraldsdóttur og Kolfinnu dóttur þeirra í Hafnarfirði. Veikindi sem þessi hafa eðli- lega mikil áhrif á fjárhag og líf ungs fólks sem er að byrja búskap. Hljómsveitin Hoffman ætlar að standa fyrir styrktartónleikum fyrir Þorstein og fjölskyldu hans á Gauknum þann 13. febrúar. Brjóstholið var haft opið í nokkra daga „Ég er með ósæðasjúkdóm sem nefnist ósæðaflysjun á íslensku," segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í veikindin. „Ég var á fyrstu önn í fjamámi í sjávarút- vegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og var staddur fyrir norðan í verklegu námi þegar þetta kom upp þann 20. september sl. Ég veiktist um miðnætti en þá rofnaði ósæðin við hjartað og svo áleiðis niður æðina með þeim afleiðingum að blóðið hætti að flæða í vinstri löppina. Þessu fylgdu óbærilegar kvalir og fóturinn var lamaður fyrst á eftir.“ Þorsteinn segir að í fyrstu hafi verið talið að hann væri með brjósklos en fyrir nánast tilviljun hafi hann verið sendur í myndatöku og þá hafi komið í ljós að ósæðin var rifin. „Við slíkar aðstæður má alls ekki pumpa eða neitt slíkt og það var dælt í mig morfíni því ég var með verstu verki sem ég hef nokkurn tíma fundið og krampa um allan líkamann. Ég var sendur lágur, eiginlega var maður hálf meðvitundarlaus og ég hafði misst 26 kíló. En þetta er að koma og ég er orðinn 85 kíló en var 102 áður en ég veiktist. Ég geng með hækju og batinn hefur komið hratt því ég var í hjólastól um jólin." Þorsteinn segist gera sér grein fyrir því að það muni taka nokkur ár að ná fullum bata en segir mikil- vægt að vera jákvæður. Ég fer inn á Grensás klukkan níu á morgnanna og kem heim klukkan þrjú á dag- inn. Ég æfi tvisvar á dag og fæ rosalega verki ennþá en maður verður að vera jákvæður. Ég datt mjög langt niður andlega því þetta er auðvitað erfitt. Ég fékk kvíðalyf og það tókst að ná mér upp aftur og núna gengur þetta ótrúlega vel. Þetta breytir auðvitað miklu hjá okkur því við Hrefna vorum búin að plana að gifta okkur í desember og urðum að fresta því. Ég hef full- an hug á að halda áfram í námi en ég var á fyrstu önninni þannig að það er erfitt að lenda í þessu.“ Gott að eiga góða að Þorsteinn fær greitt úr sjúkrasjóði verkalýðsfélagsins Hlífar fram til júní en segist litið vita um fram- haldið. Það er spurning hversu mikill öryrki ég verð metinn en myndatökur hafa leitt í Ijós að þessi mein sem ég þjáist af munu ganga til baka. Ég er ennþá með fullt af lyfjum og trúlega verð ég alltaf með blóðþrýstingslyf." „Jú, það skiptir miklu máli,“ segir Þorsteinn þegr hann er spurður um hljómleikana. „Þetta kom mér svolítið á óvart og ég er afar stoltur af Ola og strákunum í Hoffman sem standa fyrir þessu. Það er gott að eiga góða að þegar svona stend- ur á. Ég er afar þakklátur fyrir styrktarsöfnunina í Eyjum sem kom sér vel og hjálpaði mikið. Veikindin hafa óneitanlega sett strik í öll okkar plön og eðlilega komið við fjárhag fjölskyldunnar. Við þurfum að skipta um bíl af því ég get ekki verið á beinskiptum bíl og auðvitað er óvissa með framhaldið. Annars verður maður að reyna að gera gott úr þessu úr því sem komið er,“ sagði Þorsteinn og bað fyrir kveðjur til allra sem hafa stutt hann og fjölskylduna í þessum hremm- ingum. ÞORSTEINN ásamt unnustu sinni Hrefnu Haraldsdóttur Við Hrefna vorum búin að plana að gifta okkur Þorsteini var haldið sofandi og var í nokkra daga að vakna eftir aðgerðirnar og man voða lítið eftir sér á gjörgæslunni en þar var hann í tæpar þrjár vikur. „Ég var síðan á hjarta- og æðadeild í aðrar þrjár vikur og man sömuleiðis lítið eftir mér þar því það var dælt í mig morfíni og ég náði aldrei að sofa Styrktartónleikar á Gauknum fyrir Þorstein og fjölskyldu - hlómsveitirnar Hoffman, Benny Crespos Gang, Cliff Clavin, Hookerswing og Æla spila. Hljómsveitin Hoffman ætlar að standa fyrir tónleikum á Gauknum miðvikudaginn 13. febrúar. Tónleikamir eru haldnir til styrktar Þorsteini Elíasi Þorsteinssyni og fjölskyldu en Þorsteinn veiktist alvarlega fyrir nokkrum mánuðum af sjúkdómi sem kallast ósæða- flysjun og er nú í endurhæfingu. í fréttatilkynningu frá Hoffman segir að til þess að reyna að gera fjölskyldunni auðveld- ara fyrir þá ætli hljómsveitimar Hoffman, Benny Crespos Gang, Cliff Clavin, Hookerswing og Æla að troða upp á Gauknum 13. febrúar næstkomandi og mun kosta 1000 krónur inn og einnig verða frjáls framlög vel þegin. Gaukurinn mun opna klukkan 20.00 og mun fyrsta hljómsveit stíga á svið kl 21.00. Þeim sem búa í Eyjum og sjá sér því ekki fært að láta sjá sig er bent á að búið er að stofna reikning fyrir fjölskylduna og em öll framlög vel þegin, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Reikningsnúmerið er 0582-14-101575 og kennitalan 140178-4629. Sýnum nú samhug í verki og rokkum fyrir gott málefni. Kveðja Hoffman. suður um nóttina með flugi og ég veit að læknar fyrir norðan fengu nákvæmar leiðbeiningar frá sér- fræðingum fyrir sunnan um það hvernig ætti að flytja mig því þrýstingur í flugi og flutningur getur haft mikil áhrif. Ég fór í 6 aðgerðir fyrstu tvo sólarhringana á Landspítalanum og var haldið sofandi í tíu daga. Brjóstholið var haft opið í nokkra daga og mikið óvissuástand fyrstu 5 til 6 dagana og viss hætta á að það myndi blæða upp til heilans. Þá vissu menn ekki hvernig ég kæmi út úr þessu eða hvort ég hefði orðið fyrir heilaskaða 1 svona ástandi ráða æðarnar ekki við blóðflæðið, mér var að blæða út og ég fékk 45 einingar af blóði en ég held það séu 400 ml í hverri einingu," segir Þorsteinn og bætir því við að fólk hafi verið kallað út til að gefa blóð á þessum tíma. meira en eina klukkustund í einu því ég var með svo mikla tauga- verki í löppinni. Þá fékk ég mænu- rótardeyfingu og var á henni í eina viku. Þann 30. október fór ég inn á Grensás en þá var ég svo slappur að ég gat varla staðið, blóðþrýst- ingurinn féll niður og var mjög Dans á rásum í útrás: Spiluðu á þorrablóti í Briissel Hljómsveitin Dans á rósum lék á þorrablóti íslendinga í Brússel um helgina. Þorrablótið þótti einstak- lega vel lukkað, sem var ekki síst þakkað þessari frábæru hljómsveit frá Eyjum, sem hélt uppi fjörinu eins lengi og lögreglan á staðnum leyfði. Hljómsveitin spilaði í bolum, merktum „Pompei norðursins - frumkvöðull Icelandair 2007”, sem vakti mikla athygli og var fín auglýs- ing á verkefninu og Vestmanna- eyjum.. Á myndinni með hljómsveitarmeðlimum er Eyjamaðurinn Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra íslands í Briissel og Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sem var heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins. fiðventsöfnuðurinn: Námskeið í grænmetisréttum Aðventsöfnuðurinn stendur fyrir matreiðs- lunámskeiði í grænmetisréttum næsta laugardag þar sem farið verður yfir fullt af nýjum uppskriftum. „Við munum kenna fólki meðhöndlun á ýmsum tegundum af baunum og nota tófú sem unnið er úr sojabaunum, sagði Anna Margrét Þorbjamardóttir og bætti því við að það væri t.d. hægt að búa til ís úr tófú. „Það verður í boði kaka sem er búin til úr carob sem kemur í staðin fyrir súkkulaði og kakó. Carob innheldur engin vanabindandi efni eins og kakó og er mjög ríkt af A vítamínum." Anna Margrét sagði að hún hafi verið með nokkur námskeið í Eyjum þar sem hún kenndi matreiðslu á grænmeti. „Við erum með nýjar uppskriftir núna en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nú er verkleg kennsla og námskeiði lýkur með því að allir borða saman og það er alltaf virkilega skemmtilegt., “ sagði Anna Margrét og áhugasamir geta skráð sig í síma 4831844 og 8981843.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.