Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 9 Nauðsynlegt að endurmennta sig -segir Sigrún Óskarsdóttir sem nýlokið hefur námi fyrir sjúkraliða í öldrunarhjúkrun SIGRÚN telur nauðsynlegt fyrir alla sem hafa unnið lengi á sama stað að breyta til og endurmennta sig. Sigrún Óskarsdóttir hafði starfað sem sjúkraliði á Hraunbúðum, dvalarheimili fyrir aldraða, í tíu ár þegar hún ákvað að leggja á sig enn frekara nám fyrir sjúkraliða í öldr- unarhjúkrun. Það var því spennandi að spyrja hana um námið og starfíð sem hún hefur ákveðið að helga starfskrafta sína. „Eg var búin að vinna í sex eða sjö ár á Hraunbúðum þegar ég dreif mig í sjúkraliðanám," segir Sigrún þegar hún var spurð út í námið og starfið. „Ég stundaði námið með vinnu við Framhaldsskólann og hafði unnið í tíu ár sem sjúkraliði þegar ég ákvað að fara í sémám fyrir sjúkraliða í öldmnarhjúkrun. Námið fer fram í Ármúlaskóla í Reykjavík og tekur eitt ár, ég byrj- aði í janúar 2007 og lauk náminu í desember. Þetta em 43 einingar og mest bóklegt og frekar strembið nám því þær fáu sem ætluðu að vinna með skólanum hættu því fljótlega og ein gafst upp á náminu. Nú er farið að kenna þetta í fjar- námi en þá tekur námið tvö ár. Nauðsynlegt að breyta til Hvernig datt þér í hug að fara í frekara nám? „Ég tel nauðsynlegt fyrir alla sem hafa unnið lengi á sama stað að breyta til og endurmennta sig. Ég sótti um launað leyfi í 60% starfs- hlutfalli, eins og ég átti rétt á að sækja um samkvæmt kjarasamningi SIFI. Ég fékk þau svör frá Vest- mannaeyjabæ að það væri ekki hægt að verða við því m.a. vegna fordæmis sem það skapaði. Við vorum 15 sem vomm í þessu námi og flestar frá höfuðborgarsvæðinu. Þær voru allar á launum nema ég og ein önnur sem vildi ekki skuld- binda sig til að vinna á sama vinnu- stað og sótti þar af leiðandi ekki um launað leyfi,“ segir Sigrún sem er komin aftur til starfa á Hraun- búðum. „Ég er byrjuð að vinna aftur en á eftir að fá svar um það hvort ég fæ aukna ábyrgð í starfi, þannig að námið nýtist. En það kemur fljót- lega í ljós, en í náminu fólst m.a. kennsla í stjórnun, hjúkrun og kennslufræði. Námið er mjög faglegt og byggt upp til að nýta sjúkraliða betur vegna þess að það vantar víða hjúkrunarfræðinga inn á öldmnardeildir. Námið kemur til með að nýtast mér í starfi en það er eins með allt sem maður lærir, maður þarf þjálf- un. Ég get alveg mælt með þessu námi og ég veit að nefnd hjá Land- læknisembættinu er að fara yfir þessi mál og vilji er til þess að fela sjúkraliðum aukna ábyrgð að sér- námi loknu. I framhaldinu verður svo boðið upp á nám í geðhjúkrun fyrir sjúkraliða og diplómanám við Háskóla íslands er á döfinni. Sjúkraliðanám er talsvert styttra á hinum Norðurlöndunum og þar bera sjúkraliðar meiri ábyrgð. Námið er metið ef fólk vill halda áfram og ef ég færi t.d. til Danmerkur þyrfti ég ekki nema eitt ár til að öðlast hjúkrunarfræðirétt- indi þar sem ég hef lokið sémámi og sjúkraliðanámi.“ Tungumálaerfiðleikar á Droplaugarstöðum Sigrún segir að starfið sé skemmti- legt ef vinnuálagið er ekki allt of mikið. „Það er mikilvægt að geta sinnt fólki á öldrunarstofnun vel, bæði líkamlega og andlega. Hjúkr- unarforstjóri Hraunbúða hefur alltaf lagt mikla áherslu á góða umönnun fyrir okkar skjólstæðinga og það er auðvitað það sem skiptir öllu máli.“ Er mikill munur á starfi sjúkraliða á sjúkrahúsi eða á öldrunarstofnun? „Já, það er talsvert öðruvísi að vinna á sjúkrahúsi því þar eru bráðainnlagnir og annars konar starfsemi. Aftur á móti fjölgar öldruðum mikið á sjúkrahúsum. Á öldrunarstofnunum þurfa flestir heimilismannanna hjúkrun en stofnunin er líka heimili þeirra," segir Sigrún og er spurð hvort starfsfólk myndi ekki mikil tengsl við vistmenn sem þeir sinna jafnvel árum saman. „Jú, ósjálfrátt fer manni að þykja vænt um fólkið enda sinnir maður mörgum þeirra árum saman. Það er líka ánægjulegt þegar fólkið fagnar manni hvort heldur er eftir stutta eða langa fjarveru. Maður gerir sitt besta og upp til hópa er gott starfsfólk sem vinnur aðhlynn- ingarstörf." Sigrún var í starfsnámi á Drop- laugarstöðum í fyrrasumar og segir það hafa verið sérstætt þar sem mikið sé um útlendinga í um- önnunarstörfum. „Þarna var indælt og duglegt starfsfólk en tungumála- erfiðleikar voru miklir. Við verðum að vera í góðu sambandi við skjól- stæðinga á öldrunarstofnunum, þeir heyra oft illa og sumum gengur illa að tjá sig. Það er því mjög slæmt þegar aldraðir skilja ekki starfsfólk- ið og það ekki skjólstæðingana. Vinnan lendir þá meira á íslend- ingunum inni á deildum en því miður er flótti úr sjúkraliðastéttinni og þar skipta launin og vinnuálagið miklu og þar af leiðandi eru margir komnir í önnur störf. Sem betur fer höfum við ekki glímt við tungu- málaerfiðleika svipaða þessum hér í Vestmannaeyjum og við erum með góða öldrunarþjónustu, “ sagði Sigrún og bætti þvf við að auðvitað mæti alltaf gera betur. Kaffisopi og spjall oft dýr- mætara og mikilvægara en blóðþrýstingsmæling -segir Hjördís Kristinsdóttir, sem m.a. sinnir heimahjúkrun Hjördís Kristinsdóttir hefur starfað sem sjúkraliði í 28 ár eða frá því hún útskrifaðist frá Sjúkraliðaskóla íslands,l. febrúar 1980. Hún hefur bæði starfað sem sjúkraliði inni á deildum sjúkrahússins og á heilsu- gæslunni en síðast ekki síst hefur hún unnið við heimahjúkrun úti í bæ. Það er því forvitnilegt að vita um hennar viðhorf til starfsins en hún fluttist hingað sumarið eftir að hún útskrifaðist sem sjúkraliði og hefur starfað nær linnulaust við Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja síðan. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt starf og mér hefur alltaf þótt gaman í vinnunni. Starfið byggist mikið á samskiptum við annað fólk og maður lærir svo mikið," segir Hjör- dís en hún er nú í 100% starfi við Heilsugæslustöð Vestmannaeyja. „Heimahjúkrunin er mjög áhuga- verður starfsvettvangur. Þjónustan nær til allra aldurshópa þótt megin- þorri skjólstæðinga sé kominn af léttasta skeiði. í heimsóknum okkar til eldri borgaranna, fer maður oft inn í gamla tímann þar sem sögur og sagnir um löngu liðna merki- lega atburði eru rifjaðar upp.Þá er ekki síður fróðlegt að heyra af aflögðum búskaparháttum og almennu atlæti fólks fyrr á tímum. Við sem erum við heimahjúkrun erum í rauninni að sinna félagsráð- gjöf og sálgæslu því það er afar mikilvægt að sinna andlega þætt- inum rétt eins og hinum líkamlega. Kaffisopi og spjall er oft dýrmætara og mikilvægara en blóðþrýstings- mæling. Það eru dæmi um að við erum í sumum tilfellum eina fólkið sem kemur inn á heimili skjólstæðinga okkar. Við erum komin með heimahjúkrun alla daga vikunnar þótt enn sé ekki komið á vakta- kerfi, en búast má við að því verði komið á í framtíðinni. Hjördís segir að tveir sjúkraliðar starfi við heimahjúkrun en þær vinna líka báðar inni á heilsu- gæslunni. „Ég er að vinna á skipti- stofunni þar sem við erum að taka hjartalínurit, sinna sáraskiptum, heymarmælingum og spírómetríu. Heimahjúkrunin er samt minn heimavöllur og hefur gefið mér svo mikið og þroskað mig,“ segir Hjördís og það leynir sér ekki að hún ber hag skjólstæðinga sinna fyrir brjósti. „Ég sé fyrir mér heimahjúkrunar- teymi sem starfar saman við hjúkr- un og aðhlynningu. Heimahjúkrun á eftir að aukast þar sem aldraðir kjósa að búa heima eins lengi og kostur er. Það þýðir spamað fyrir ríkið og þetta er það sem koma skal. Við erum ekki undirskilin þvf í Vestmannaeyjum. Öldruðum er að fjölga og á eftir að fjölga í okkar samfélagi og við þurfum að skoða þetta í heildrænni mynd. Það þyrfti að vera meiri samvinna milli bæjar og ríkis. Heimilaþjónustan, föndrið, baðið og heimilishjálpin hjá bænum og heimahjúkrun hjá ríkinu, ég vildi sjá þessa pakka saman. Það er auðvitað spurning hver á að borga þessa samræmingu en ég vildi sjá miðstöð heimahjúkrunar og aðhlynningar, “ segir Hjördís og bætir því við að það sé hægt að gera mjög margt skemmtilegt í HJÖRDÍS: Þetta eru peningar og pólitík. Hins vegar gerast góðir hlut- ir hægt en takmarkið hlýtur að vera fyrirhyggja og að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. þessum geira. „Þetta eru peningar vera fyrirhyggja og að búa og pólitík. Hins vegar gerast góðir öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ hlutir hægt en takmarkið hlýtur að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.