Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 12
12 Frcttif / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Spennandi margmiðlunarsýning sem rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar frá því hún reis úr ægi 1963 fram til okkar daga. Spáð er fyrir um mótun eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Sýningin skýrir þá sérstöðu eyjarinnar sem liggur að baki ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO. GENESIS ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ SURTSEY - JÖRÐ ÚR ÆGI. SÝNING í ÞjÓÐIVlENNINGARHÚSINU. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu 15,101 Reykjavík Sími 5451400 www.thjodmenning.is Opið daglega kt. 11-17. Leiðsögn um sýningar. Aðrar sýningar: Handritin - saga handrita um aldir Ferðalok - Jónas Hallgrímsson Handan um höf- Helgi Hálfdanarson Þjóðin og náttúran - Páll Steingrímsson Sýningar lifna á safnanótt 8. febrúar. Ókeypis aðgangur- opið kl. 19-01. Allir velkomnir. Námskeið í matreiðslu grænmetisrétta Haldið verður námskeið í matreiðslu grænmetisrétta. Verkleg kennsla. Fullt af nýjum uppskriftum. Námskeiðið endar á því að við borðum saman. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 9. febrúar kl. 18-21 í heimilisfræðistofu Barnaskólans. Skráning til fimmtudagsins 7. febrúar hjá Onnu Margréti' síma 483-1844/898-1843. Námskeiðsgjald er 5000 kr. Kennarar á námskeiðinu verða Anna Margrét Þorbjarnardóttir og Melanie Davidsdóttir. Nýstofnað Þekkingarsetur Vestmannaeyja óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. • Starfið felur m.a. í sér ábyrgð á daglegum rekstri,fjármálum og áætlanagerð. • Frumkvæði í uppbyggingu og þróun og fylgja eftir ákvörðunum stjórnar. • Gerð er krafa um háskólamenntun og reynslu í menntamálum og stjórnun. • Reynsla og þekking í rekstri, hæfni í samskiptum og stjórnunarhæfileikar. Umsóknir berist til: Þekkingarseturs Vestmannaeyja Pósthólf88 - 902 Vestmannaeyjum eða í töivupósti á netfangið thekkinaarsetur@vestmannaeyiar.is fyrir 18. febrúar 2008. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elliði Vignisson, formaður stjórnar í síma 488-2000. Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja ses. Þekkingarsetur Vestmannaeyja var stofnað 23. janúar sl. Stofnaðilar eru 36, en tilgangurinn með stofnun og starfsemi ÞSV er að stórefla rannsókna- og háskólastarfsemi í Vestmannaeyjum. Þekkingarsetrið mun yfirtaka húsnæói Rannsókna- og fræðaseturs Vm. Hafmn er undirbuningur að nýju og mun stærra húsnæði fyrir Þekkingarsetrið sem mun hýsa núverandi starfsemi ásamt nýjun stofnunum og fyrirtækjum sem þá munu bætast i hópinn. VILTU HJÁLPA OKKUR í GAMBÍU! Gambía, sem er eitt af fátækustu löndum heims, er minns- ta land Afríku og þar búa um1,7 milljónir manna. Vinadeild okkar er á svæði í miðju landinu og þar búa flestir íbúanna við afar kröpp kjör. í þorpum í dreifbýlinu búa flestir í kofum þar sem lítil þægindi er að finna. En þrátt fyrir fátækt er fólk jákvætt og gleðst yfir litlu. Stuðningur okkar mun því koma sér mjög vel. Fatapakkar fyrir ungabörn verða útbúnir og verður dreift til ungra mæðra. Óskum sérstaklega eftir ungbarnafatnaði s.s barnatep- pum, baðhandklæðum,peysum og samfellum. Léttur sumarfatnaður og skór Vantar allskonar léttan sumarfatnað s.s. bómullarboli. skyrtur, buxur, jakka og þess háttar. Skólavörur Við höfum einnig áhuga á því að safna alls konar skólavörum s.s. blíöntum, litum, stílabókum, töskum og fleira Reiðhjól Ef einhver á gamalt reiðhjól í góðu lagi er það líka vel þegið Um næstu mánaðarmót munum við ásamt fleiri deildum á Suðurlandi og Suðurnesjum senda 40 feta gám með ýmsum varningi og er lokaátakið í þessu verkefni í hámar- ki núna. Við tökum á móti fatnaði og öðrum varningi í þetta verkefni alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 16,00 til kl. 18,00 og Laugardaginn 9. febrúar n.k verður opið hús í Arnardrangi við Hilmisgötu og þar getur fólk séð hvað deildin hér í Eyjum er að vinna og þá verður einnig tekið á móti fatnaði og öðrum varningi Með þökk fyrir góðart stuðning á liðnum árum. Rauði kross íslands Vestmannaeyjadeild

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.