Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 15 Iþróttir Unglinga- flokkur Um helgina lék Unglingaflokkur kvenna þrjá leiki í sinni deild. Leikimir vom allir á móti FH sem bauðst til að koma til Eyja og klára alla leikina þrjá því í deildinni er þreföld umferð. Unglingaflokkur hefur staðið sig mjög vel í vetur og spilað yfír væntingum og situr nú í fjórða sæti 1. deildarinnar. ÍBV vann fyrsta leikinn 23-22 en í þeim leik sýndu Eyjastelpur ekki sitt rétta andlit og leikurinn frekar slakur af þeirra hálfu. Annar leikurinn var miklu betri hjá IBV sem vann þó aðeins með einu marki 28-27 þrátt fyrir að hafa leitt í hálfleik með sex mörkum. Þriðji leikurinn einkenndist af þreytu beggja liða og ekki var mikið um tilþrif en IBV náði að kreista fram sigur að lokum með einu marki 19-18. Unglingaflokkur styrkti sem sagt stöðu sína um helgina með þrem- ur sigrum. Markaskorarar ÍBV um helgina voru Anna María 15, Sædís 14, Elísa, Eva María og Aníta allar með 10, Kristrún 8 og þær Bylgja og Lovísa með 2. Unnur Sigmarsdóttir var að vonum ánægð með sigrana. „Þetta var ansi mikil törn að spila þrjá leiki á innan við sólarhring en maður er sáttur fyrst allir leikirnir unnust.“ 3.flokkur karla 3. flokkur átti heimaleik um helgina gegn Haukum 2 í 2. deildinni. 3. flokkur situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar og á gott tækifæri að gera betur. Brynjar Karl Óskarsson, hin efni- lega stórskytta og leikmaður 3. flokks, sagði að leikurinn hefði farið fjörlega af stað. „Við byrj- uðum mjög vel, komumst í 4-1 svo ná þeir að jafna og eru yfir mest allan fyrri hálfleikinn og leiða þó bara með tveimur mörkum í hálfleik." Seinni hálfleikur var aðeins tvísýnni og liðin skiptust á að taka forystuna en leikurinn endaði svo með jafn- tefli 26-26. Brynjar er samt ánægður með leiktímabilið hing- að til. „Það hefur bara gengið vel svona miðað við það að við erum ekki nema fjórir til fimm í þess- um flokki og höfum þurft að fá markmann og nokkra leikmenn úr 4. flokki til að ná í lið en þeir eiga marga góða svo það er ekki vandamál." Brynjar er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að 3. flokkur hafi að geyma nokkra framtíðarleikmenn. „Við erum komnir í 8-Iiða úrslit í bikamum og mætum þar Val á sunnudaginn í bænum og von- andi tökum við það og endum svo bara sem efst í deildinni. Við höfum alla burði í það að vera 1. deildar lið og í hópnum eru nokkrir framtíðarmenn." Eyjafrettir.is -fréttir milli Frétta Handbolti: ÍBV - Fram | 20 - 31 Vonbrigði á móti Fram ZILVINAS grieze sloppinn í gegn og björgvin Páll Gústafsson kemur engum vörnum við. Laugardaginn seinasta tók ÍBV á móti Fram í N1 deild karla. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og var staðan jöfn 7-7 þegar fyrri hállleikur var tæplega hálfnaður. Það virðist þó sem Eyjamenn geti aldrei fylgt eftir góðri byrjun í leik, Framarar komust í ll-l9 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Fram tók síðan öll völd á vellinum og var níu marka sigur þeirra, 20-31, aldrei í hættu. Það var erfitt að sjá á leik Eyja- manna að þeir muni með nokkru móti eiga sæti í efstu deild í lok tímabils. Eyjamenn komu nokkuð vel stefndir til leiks og ákveðnir að hefna ófaranna fyrir áramót með baráttusigri gegn Fram. Leikurinn spilaðist nokkuð jafnt til að byrja með og á tímabili var IBV yfir. I stöðunni 7-7 gerist eitthvað sem hefur hrjáð lið ÍBV allt tímabilið. Þeir komast í sókn, skjóta ótíma- bæru skoti, fá hraðaupphlaup í bakið og missa Fram 3 mörkum fram úr sér. Þegar það gerist er eins og leikurinn hafi verið flautaður af hjá Eyjamönnum og einhver sunnu- dagsæfmg sé byrjuð. Framarar nýttu sér þennan kafla til hins ýtrasta, sóttu hratt í bakið á Eyjamönnum með mörgum hraðaupphlaupum eftir sóknarmistök ÍBV sem kom engum vörnum við. Framarar leiddu því afgerandi í hálfleik. Seinni hálfleikur var þó nokkuð betri hjá Eyjamönnum, vörnin varð aðeins þéttari og markvarslan fór í gang á tímabili. Það dugði þó ekki til því einbeitingarleysið í sókninni var þvfiíkt og fjöldinn allur af hraða- upphlaupum, vítaköstum og dauðafærum sem fóru í súginn. Þegar um stundarfjórðungur var eftir gat Fram leyft sér að hvfia nokkra lykilmenn og setti inn á yngri og óreyndari leikmenn. A þessum stundarfjórðung skoraði Fram aðeins tvö mörk, þökk sé ágætri vörn og markvörslu en það virðist sem ekkert geti hjálpað Eyjamönnum því IBV skoraði ein- ungis tjögur mörk á þessum stund- arfjórðungi. Blaðamaður náði tali af Grétari Eyþórssyni, einum af lykilleik- mönnum liðsins eftir leikinn og spurði hann hvað hfi gerst á þessum kafla. „Það sem gerist er það að við missum einbeitingu og klárum ekki sóknimar okkar eins og við ættum að gera, fáum þá í bakið á okkur og lendum undir.“ Grétar segir hins vegar að liðið geti spilað góðan sóknarleik ef viljinn er fyrir hendi. „Við spilum ágætis sóknarleik en þegar menn skjóta bara að vild, þá fáum við ekkert flot á boltann og sköpum okkur því engin alvöru færi.“ Grétar segir liðið ekki vera mikið að hugsa um hvort það falli eða ekki heldur um það að fara að spila betri handbolta. „Aðalmark- miðið er að fara að spila betri bolta, við vitum að við erum með veikasta liðið en við getum farið ósköp langt á baráttunni." Grétari líst því bara vel á framhaldið en næsti leikur er á móti Haukum á Asvöllum en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu. „Já, mér líst vel á þennann leik, það er alltaf gaman að spila á móti Haukum. Þó svo að seinasti leikur okkar við þá hafi nú ekki verið upp á marga fiska þá er gaman að mæta svona mörgum Eyjamönnum. Þetta er líka auðvitað sjónvarpsleikur þannig að við ætlum að sýna fólki það að við kunnum að spila handbolta." Mörk IBV: Siguröur Bragason 5, Nikolai Kulikov 4, Sergey Trotsenko 4, Sindri Haraldsson 3, Zilvinas Grieze 2, Leifur Jóhannesson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2. Varin skot: Friðrik Þór Sigmarsson II, Kolbeinn A. Arnarson 4. Körfuboltinn: KFF Þórir - ÍBV | 79-95 Möguleiki að komast í úrslit Meistaraflokkslið ÍBV í körfubolta gerði sér góða ferð á fastalandið og mætti KKF Þóri í deildinni. ÍBV á möguleika á því að komast í úrslita- keppnina og því var þessi leikur mikilvægur. KKF Þórir byrjaði betur í fyrsta leikhluta en ÍBV náði að komast yfir í lok fyrri hálfleiks. Leikurinn varð svo aftur jafn í þriðja leikhluta en ÍBV tók öll völd í þeim fjórða og rúllaði yfir KFF Þóri og vann leikinn með sextán stigum 79-95 Björn Einarsson ræddi við blaða- mann um leikinn. „Eg var bara með síðustu 12 mínútumar en ég kom beint í leikinn frá ísafirði þar semlO. flokkur var að keppa um helgina. En það sem mér skilst af strákunum þá byrjuðu KKF Þórismenn leikinn betur á meðan við vomm að spila illa. En við komumst svo yfir í öðmm leikhluta og vorum yfir í hálfleik með 6 stigum. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta en í síðasta leikhlutanum stungum við heimamenn algjörlega af og var stemningin góð í okkar herbúðum.11 Björn var mjög ánægður með leikinn, einnig með nýjan leikmann. ,Já, það sem ég sá af leiknum var ég ánægður með. Menn að berjast og hitta vel og eins og áður sagði þá var stemmningin góð í lokin. Sigurjón og Baldvin vom öflugir og munar um að hafa þessa skápa með. Einnig var gott að fá Gunna Lalla í liðið á ný ásamt því að Sverrir Kári, nýi leikmaðurinn okkar, á eftir að smellpassa í hópinn. Dómararnir eyðilögðu leikinn reyndar aðeins og vom fáránlega flautuglaðir þennan daginn. Eitt- hvað þunnir eftir laugardaginn blessaðir.“ IBV á gott tækifæri á að komast í úrslit og er Bjöm mjög bjartsýnn á framhaldið. „Ég hlakka mjög til að mæta í þessa 3 leiki sem eftir em í deildinni. Við verðum að vinna alla þessa leiki og miðað við mannskapinn sem ég hef í hönd- unum, þ.e.a.s. ef allir geta spilað, þá eigum við að klára þessi verkefni. Ætlum okkur upp í 1. deildina en þar eigum við heima. Þetta er bara í okkar höndum og við verðum núna að standa undir nafni." ARNSTEINN Ingi Jóhannesson hefur leikið vel með ÍBV í vetur íþróttir Tap en margt jákvætt Um helgina spilaði meistara- flokkur karla í knattspyrnu æfingaleik við IA í glæsiiegri nýrri innanhús knattspyrnuhöll þeirra á Skaganum. Leikurinn byrjaði vel og Eyjamenn náðu forystu í byrjun leiks með góðu marki frá Arnóri Eyvari Olafssyni. Það dugði þó skammt því Skagamenn spýttu í lófana og skoruðu þrjú mörk. IBV náði þó að laga stöðuna tneð marki frá Brasilíumanninum Alex. Góður árangur hjá 1 □. flokki 10. flokkur ÍBV í körfubolta gerði sér ferð til ísafjarðar um helgina og lék þar fjóra leiki. Flokkurinn mætti Grindvíkingum í fyrsta leik en hann tapaðisl 58-62. Leikurinn var í eigu Grindavíkur allt fram í 4. leikhluta þegar Eyjapeyjar náðu að komast yfir með miklu harð- fylgi. Þrátt fyrir tnikla baráttu og góða spilamennsku náði Grinda- vík þó að stela sigrinum. Vafasamt ritaraborð átti lfka einhvern hlut að máli. Næst mætti flokkurinn Skallagrími í leik sem liðið vill helst gleyma sem fyrst. Leikurinn endaði 43-69 Skallagrími í vil, dómgæsla í þeirn leik var fyrir neðan allar hellur og úrslitin gefa ekki rétta ntynd af leiknum. Morguninn eflir mætti fiokkurinn Kefivíkingum, liðið mætti gríðar- lega vel stemmt í leikinn og rúll- aði algerlega yfir hálfsofandi and- stæðinga sína. Eftir fyrsta leik- hluta var staðan 22-3 ÍBV í vil og Eyjamenn héldu góðri forystu allan leikinn og fóru með sigur af hólmi 57-46. ÍBV mælti svo gest- gjöfunum KFI í seinasta leiknum, Éyjamenn spiluðu glimrandi bolta og endaði leikurinn með 25 stiga sigri Eyjapeyja 75-50. Framtíðin er því sannarlega björt í körfu- boltanum í Eyjum. 4. flokkur karla og kvenna Bæði 4. Ilokkur karla og kvenna spiluðu um helgina í deildum sínum. Strákarnir áttu leik við Þrótt á laugardaginn og fóru með sigur af hólmi. Stelpurnar spiluðu þrjá leiki. Framundan Mfl. kk. Haukar- ÍBV sunnudag I0. feb. klukkan 16:00 6. 11. kk. og kvk. Báðir flokkar að fara að spila uppi á landi 2. fl. kk. FH - ÍBV laugardaginn 9. feb. klukkan 15:30 2. fl. kk. Selfoss - ÍBV Sunnudaginn 10. feb. klukkan 14:00 3. fl. kk. Valur - ÍBV sunnu- daginn 10. feb. klukkan 13:00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.