Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 1
Mynd: Oskar Friðrik Pétursson FRÉTTIR \ y Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI.J Il€ it^hamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ 0G ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / 6£> ÞJÓNUSTUAÐILIT0Y0TA í EYJUM FLATIR 21 / S.48M216 / GSM. 864-4616 35. árg. I 7. tbl. I Vestmannaeyjum 14. febrúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is MIKIÐ gekk á í veðrinu á föstudagskvöldið og höfðu lögreglumenn og Björgunarfélagsmenn í nógu að snúast. Hér eru Björgunarfélagsmenn að reyna að ná tökum á stórri járnplötu sem var að fjúka af húsinu númer 53 við Heiðarveg. Víðar varð tjón í bænum en ekki urðu slys á fólki. Nánar á bls. 2. Ennþá lítið sést af loðnunni - Hefur gerst áður: Spurning um verðmæti Lítið er að frétta af loðnu og bíða menn nú í ofvæni eftir því að hún láti sjá sig og eiginleg vertíð hefjist. Sighvatur Bjarnason VE var á leiðinni á miðin á miðvikudag og var eina Eyjaskipið á slóðum loð- nunnar. Skip Isfélagsins hafa hætt veiðum í bili og vilja ná betri loðnu í frystingu og hrognatöku. Þó lítið hafi sést af loðnu ennþá eru menn ekki úrkula vonar því þetta hefur gerst áður. Bjami Harðarson, alþingismaður spurði Steinunni Valdísi Oskars- dóttur, formann samgöngunefndar, um stefnu stjórnarflokkanna í sam- göngumálum Vestmannaeyinga í fyrirspumatíma til alþingismanna á þriðjudag. „Eg vildi vita hvort einhverra breytinga væri að vænta vegna nýlegrar yfirlýsingar fjármálaráð- Mikið er í húfi fyrir Eyjamenn því þeir hafa yfir að ráða um fjórðungi aflaheimilda Islendinga í loðnu. Þrátt fyrir að tiltölulega lítili kvóti hafi verið gefinn út undanfarin tvö ár náðu bæði Vinnslustöð og ísfélag að skapa mikil verðmæti úr tak- mörkuðum afla. Náðist að frysta mikið magn og hrognataka gekk vel. Nutu Eyjamenn þess að loðnan er best til manneldis þá daga sem hún gengur hér fram hjá. herra á fundi í Vestmannaeyjum um að ljúka þyrfti rannsóknum vegna jarðgangagerðar. I framhaldinu mættu fulltrúar Ægisdyra á fund samgöngunefndar þar sem þeir kynntu sín sjónarmið og ég vildi vita hvar málið stæði. Steinunn sagði að ekkert væri á borði samgöngunefndar um að ljúka þessum rannsóknum þannig Guðni Ingvar Ingvarsson, útgerð- arstjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þar á bæ vildu menn ná í loðnu til að keyra í gegnum frystinguna í frystihúsinu og sjá hvort allt virkaði og væri í lagi. Það sé merki um að menn séu ekki búnir að gefa upp vonina um að loðnan finnist og Guðni Ingvar sagði loðnuna koma sífellt á óvart og erfitt að reikna hana út. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem loðna hefur ekki verið farin að að þetta hefur ekkert verið rætt milli stjómarflokkanna. I um- ræðunum kom fram að menn ætluðu að halda ótrauðir áfram með Bakkafjöruhöfn og stjómarliðar telja mikilvægt að framkvæmdum þar ljúki á áætluðum tíma,“ sagði Bjami þegar hann var spurður út í málið. veiðast á þessum tíma. Hins vegar snúast verðmætin fyrst og fremst um frystingu á loðnu og loðnu- hrognum og í því liggur pening- urinn,“ sagði Guðni Ingvar, hinn rólegasti. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Isfélagsins, sagði að þar biðu menn átekta meðan ekki veiddist meira af loðnu. Þegar fréttir um að norsk skip hefðu fundið loðnu við Reyðar- fjarðardýpi á miðvikudagsmorgun voru bornar undir hann sagði hann um 25 norsk skip vera á miðunum fyrir austan. „Þeir mega vera á miðunum til 15. febrúar og eru að reyna við þetta. Eg held þetta sé samt ekki í meira magni en verið hefur undanfama daga því við emm sjálfir búnir að ná í 6.000 tonn. Við höfum hins vegar stoppað veiðarnar í bili því við höfum takmarkaðan kvóta og viljum ná í betri loðnu til frystingar og hrognatöku. Vonandi fínnst meiri loðna og mælist í meira magni sem gefur tilefni til kvóta- aukningar," sagði Eyþór. Bjarni Harðarson, alþingismaður: Ekkert um gangarannsóknir á borði samgöngunefndar Óskar Sigurðsson í Stórhöfða segir óveð- urskaflann búinn að vera óvenju langan: Minnir á árin í kringum 1990 -Mesta vindhviðan 50,3 metrar Mesti meðalvindhraði á Stór- höfða í tíu mínútur var 41 metri á sekúndu á föstudags- kvöldið sem jafnaði mesta meðalvindinn í vetur. Mesta vindhviðan var 50,3 metrar á sekúndu en sú mesta sem mælst hefur í vetur var 51,5 metrar. Þetta kom fram hjá Óskari Sigurðssyni í Stórhöfða sem sagði að fara yrði aftur til ársins 2004 til að finna jafn mikinn vind. „Annars hafa undanfarin ár verið veðurlítil og hlý. Veturinn núna minnir frekar á hvernig þetta var fyrir 20 til 30 árum. Þá var meiri snjór, hvassviðri og Ieiðindi,“ sagði Óskar. Hann sagði að mikil átök fylgi svona veðrum, ekki síst í suð- vestan áttinni en þá fylgir mikið brim. „Ölduduflið við Surtsey er bilað en það voru upp í 14 metrar á dufli við Grindavík sem er mjög mikið.“ Þegar Óskar er spurður hvort honum íinnist veturinn að ein- hverju leyti óvenjulegur, segir hann það helst vera hvað óveð- urskaflinn hefur staðið lengi. „Það hafa oft komið svona kaflar en þessi hefur staðið nokkuð lengi.“ Mikið frost gerði 1. febrúar og komst frostið mest í 11,2 gráður á Stórhöfða. „Ég hef ekki athugað hvað langt er síðan svona mikið frost hefur komið hérna. Það hefur gerst áður en allan þennan dag var frostið yfir tíu gráður.“ Þegar Óskar var spurður hvort hann sjái breytingar á veðrinu framundan sagði hann að það eigi að mildast seinni part vikunnar. „Það gæti verið upphafið að nýjum og betri kafla. Annars hefur ekki verið mikið um rok af háaustri í vetur sem getur verið mjög slæmt hér við Suðurströndina. Það kemst ekki oft í fjölmiðla en í sunnan og suðvestan áttum skellur veðrið af meiri þunga á höfuðborgarsvæðið og þá er það orðið fréttnæmt,“ sagði Óskar að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.