Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Björgunarfélagið hefur haft í mörg horn að líta: Stór útköll um helgina -og nokkur minni - Öflugur hópur sem alltaf er reiðubúinn ADOLF segir Björgunarfélagið eiga öflugan kjarna sem ailtaf er til þjónustu reiðubúinn. „Þetta væri ekki framkvæmanlegt nema eiga þetta góða fólk sem alltaf er tilbúið. Þegar veður gerast vond er rúmlega 20 manna hópur í Björgunarfélagi Vestmannaeyja til þjónustu reiðu- búinn til að aðstoða borgarana. A þetta reyndi um síðustu helgi þegar félagið sinnti sex stórum og nokkrum minni verkefnum. Er þetta í áttunda eða níunda skiptið í haust og vetur sem félagið er kallað út og er það óvenju mikið. Þarf að leita allt aftur til ársins 1990 til að fmna jafn mörg útköll. „Þegar mest var að gera um helg- ina síðustu vorum við 22 og við höfum fjóra bfla til umráða. Þetta er fólk út öllum stigum samfélagsins," sagði Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, þegar rætt var við hann um tömina um síðustu helgi og starfsemi félagsins. „Ætli þetta hafi ekki verið í áttunda eða níunda skiptið sem við erum kölluð út í haust og vetur sem er mjög mikið. Ég man ekki eftir svona mörgum útköllum lengi, ekki síðan áámnum íkringum 1990. Algengast er að við emm kölluð út einu sinni á hausti þannig að þetta er óvenju- legt.“ Björgunarfélagsfólk fékk að ftnna til tevatnsins á föstudagskvöldið, aðfaranótt laugardagsins og á laug- ardaginn. „Við lentum í einum sex stærri verkefnum þar sem þök höfðu losnað og þakplötur og klæðningar vom að fjúka. Það þýðir ekki annað en að bregðast við þegar járnplötur ógna bæjarbúum. Við erum þjálfuð til að takast á við svona verkefni og hjá okkur hefur líka safnast upp reynsla þannig að við vitum yfirleitt hvað við erum að gera.“ Hvað með hættuna? „Það koma upp nokkur atvik sem við teljum ekki hættandi á að fara í. Hús of há Á þriðjudag undirrituðu Þjóðskjala- safn Islands og Vestmannaeyja- kaupstaður samkomulag um starfs- stöð við Héraðsskjalasafnið í Vest- mannaeyjum. Verkefnið tengist sértækum aðgerðum í atvinnu- málum vegna niðurskurðar í þorsk- kvóta en ríkisstjómin ákvað að veita 240 milljónum til ársloka 2009 til verkefna á vegum Þjóðskjalasafns. Um 40% fjár til verkefnisins verður varið til að búa til rafræna gerð manntala sem varðveitt er í Þjóð- skjalasafni. Stefnt er að því að 10 manntöl frá 19. og 20 öld verði sleg- in inn og gerð aðgengileg á vefnum. Verkið hefst í Vestmannaeyjum en samningar standa yfir við Héraðs- skjalasafn Skagftrðinga á Sauðár- króki og Héraðsskjalasafn Austfirð- inga þar sem fyrirhugað er að setja upp starfsstöðvar. Sex starfsmenn hafa verið ráðnir til verkefnisins í 50% starfshlutfall í Vestmanna- eyjum og þeir hafa þegar hafist handa við að skrá manntalið frá 1870. Áður höfðu þeir setið námskeið þar sem þeim var kennt að vinna innslátt á manntölum íslendinga sem síðar verða birt á netinu. Jóna Guðmunds- dóttir, héraðsskjalavörður hefur umsjón með verkefninu í Vest- mannaeyjum. Olafur Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, lýsti yfir sérstakri ánægju með samstarfið en starfsstöðin frá Þjóðskjalasafni Islands er sú fyrsta á eða ekki þessi virði að vera að fóma lífi og limum fyrir nokkrar járnplöt- ur. En þetta kemur ekki oft fyrir." Adolf segir Björgunarfélagið eiga öflugan kjarna sem alltaf er til landsbyggðinni og tengist vinnu við manntöl. í máli hans kom fram að manntöl eru afar mikilsverðar heim- ildir og nýtast mörgum fræði- greinum og ættfræðirannsóknuin. Sagnfræði, félagsfræði, Iandafræði, mannanafnafræði eru meðal greina þjónustu reiðubúinn. „Þetta væri ekki framkvæmanlegt nema eiga þetta góða fólk sem alltaf er tilbúið. Það sama gildir um velviljaða at- vinnurekendur sem alltaf eru til- sem nýta sér manntöl til rannsókna. Nýir möguleikar til rannsókna verða til þegar manntölin verði tölvutæk. Elliði Vignisson, bæjarstjóri var einnig ánægður með samstarfið og var í raun hissa á að rikið ætlaði að færa verkefni út á landsbyggðina. búnir að sleppa fólki þegar kallið kemur. Án þeirra væri starfsemi félagsins illmöguleg," sagði Þór að lokum. Það hafi í raun komið á óvart þegar umsókn Vestmannaeyjabæjar var samþykkt enda hefði ekki gengið alltof vel að fá verkefni frá riki til Eyja. Vonaðist hann til að verkefnið ætti eftir að vaxa í framtíðinni. Lögreglan: Háifur inn um brotna rúðu -Á brókinni einni fata Nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og eins og undanfarnar vikur tengdust verkefnin aðstoð við borgarana sökum veðurs og ófærðar. Alls fékk lögreglan á annan tug tilkynninga um tjón sökum þess veðurs sem gekk yfir Eyjar sl. föstudagskvöld. Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu í vikunni sem leið en hann var handtekinn þegar hann var að reyna að komast inn í hús við Kirkjuveg aðfaranótt 7. febrúar sl. Má viðkomandi teljast heppinn að hafa ekki stórslasast við verknaðinn en hann hafði brotið rúðu í útidyrahurð og var kominn hálfur inn þegar lögreglan kom að. Maðurinn, sem var í nærbux- urn einum fata, lá með magann ofan á glerbrotum sem stóðu upp úr gluggafalsinu. Hann sakaði hins vegar ekki og einu áverkamir sem hann fékk var skurður á hendi. Maðurinn gat engar skýringar gefið á athæfi sínu og bar við minnisleysi sökum ölvunar. Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða tvær kærur vegna ólög- legarar lagningar og sfðan kæra vegna áreksturs og brottfarar af vettvangi auk þess sem við- komandi gat ekki sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi. VSVað kaupa Gull- berg VE? Samkvæmt heimildum Eyjafrétta stendur til að selja togarann Gullberg Ve 292 en það er útgerðarfyrirtækið Ufsaberg sem gerir skipið út. Fyrirtækið gerði áður út uppsjávarfiskiskip en seldi Vinnslustöðinni það og byrjaði í bolfiskveiðum á síðasta ári. Sömu heimildir segja að áhöfninni hafi verið tilkynnt um hugsanlega sölu í gær og að Vinnslustöðin sé líklegur kaup- andi. Þegar málið var borið undir Eyjólf Guðjónsson, útgerðar- mann Ufsabergs vildi hann ekkert tjá sig um málið. Sömu sögu var að segja þegar haft var samband við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar. ✓ Þjóðskjalasafn Islands með starfsstöð í Eyjum: Sex starfsmenn í 50% stöðu STARFSMENN, Haraldur Halldórsson, Ragnheiður Einarsdóttir og Jóna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Sk jalasafnsins sem hefur umsjón með verkinu. Útgefandi: Eyjiusýn chf. 480278-0549 - Vcstmannacyjuni. Bitetjóri: Ómar (ianiarsson. Blaðamenn: (iuðbjörg Sigurgcii'silðttir, Sigurgcir Jóusson og Ellert Scheving. íjiróttir Ellcrt Sclicviiig.Ábyrgðarmenn: Óniar Garðarssou & (lisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprcnt. Ycstmannacyjmn. Aðsetnr ritstjómar: Strandvcgi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur fivttir@cyjafrettir.is. Veffang: littp www.cvjalivttir.is FRÉTHR koma út alla fimmtudaga. Blaðið cr selt í áskrift og cinnig i lausasölu á Klctti, Tvistiimm, Toppnum, Vöruval, Hcrjólfí, Flugbafnarvcrshininiii, Krónunni, Isjakanum, vcrslnn 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. ÍRÉTTIR cru prcntaðar i 2000 cintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtiikum bœjar- og hóniðsfréttablaða. Eftirprentun, bljóðritun, notkun ljósmynda og annað cr óbcimilt ncma heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.