Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 11 Fjármálamarkaðarinn: MK 12. stærsti í Landsbankanum Smáey ehf., eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur bæst í hóp stærstu hluthafa Landsbankans. Samkvæmt lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans í lok janúar er Smáey orðin 12. stærsti hluthafinn með 1,75% hlut. Verðmæti hlutarins er ríflega 5,6 milljarðar króna en gengi hlutabréfa Landsbankans hefur lækkað um 19% það sem af er ári. Morgunblaðið greindi frá. Gísli Hdgason - Eyjapistlar á stafraznt form: Á einhver pistla í fórum sínum? Eins og kom fram í Fréttum fyrir skömmu er Gísli Helgason að yfirfæra Eyjapistlana, sem hann og Arnþór bróðir hans stjómuðu í gos- inu 1973, yfir á stafrænt form. Gísli segist vera búinn að grafa upp alla þætti, sem til eru hjá Ríkisútvarpinu og í sínum fórum. Nú spyr hann hvort einhverjar líkur séu á að einhverjir lumi á gömlum böndum með ein- hverjum þáttum? Þeir geta haft samband við Gísla á slóðinni hljodbok@internet.is. Tímafrekt en skemmtilegt viðfangsefni -segir söguritarinn, Sigurgeir Jónsson - Hægt verður að kaupa bókina í Saga Golfklubbsins kemur út í júní áskrift á hagstæðu verði VIÐ lögðum upphaflega af stað með það að þetta yrði bók upp á 150 til 200 blaðsíður,“ segir Sigurgeir. „Auðvitað er búið að sprengja þann ramma og hún verður eitthvað á fjórða hundrað blaðsíður, ríkulega myndskreytt. í ár fagnar Golfklúbbur Vestmanna- eyja 70 ára afmæli sínu en klúbb- urinn var stofnaður 4. desember 1938 og er þriðji elsti golfklúbbur á Islandi. Fjölmargt verður á döfinni á árinu til að minnast þessara tíma- móta, m.a. verður fslandsmótið í höggleik haldið hér í sumar. En viðamesta verkefnið á þessu af- mælisári er útgáfa á sögu klúbbsins frá upphafi fram til okkar daga. Sigurgeir Jónsson, kennari og okkar maður á Fréttum, hefur unnið við það verk um nær tveggja ára skeið og nú sér fyrir endann á því, þar sem áætlað er að bókin verði tilbúin í júní og verði þá kynnt á sérstöku afmælismóti. Sigurgeir segir að stjóm klúbbsins hafi ámálgað við sig árið 2006 að taka saman sögu GV. Upphaflega hafi sér ekki litist nema rétt mátu- lega á það, þar sem svo virtist sem mikið af heimildum, á borð við fundargerðabækur og kappleikja- bækur, væri glatað. En svo hafi það fundist og þá hefði málið horft öðmvísi við. „Við lögðum upphaflega af stað með það að þetta yrði bók upp á 150 til 200 blaðsíður,“ segir Sigurgeir. „Auðvitað er búið að sprengja þann ramma og hún verður eitthvað á fjórða hundrað blaðsíður, ríkulega myndskreytt.“ Myndimar koma víða að, elstu myndimar eru í eigu klúbbsins og eins hafa félagar í GV og fleiri átt myndir frá gamalli tíð. En myndir frá seinni ámm eru aðallega úr safni Sigurgeirs Jónassonar sem og úr myndasafni Frétta. Mótahaldi klúbbsins á þessum 70 ámm em gerð góð skil, sem og öðm starfi, til að mynda framkvæmdum við völlinn og húsnæði klúbbsins. Þá er rætt við nokkra gamla félaga, þar á meðal eina stofnfélagann sem enn er á lífi, Gissur O. Erlingsson, sem er 99 ára og enn í fullu fjöri. Sögur af golfvellinum era einnig rifjaðar upp í bókinni. Bókin mun verða góð viðbót í sögu Eyjanna og efni hennar tengist mörgum fjölskyldum í Eyjum. Akveðið hefur verið að selja bók- ina í áskrift. Þeir sem vilja eignast hana á hagstæðu verði, geta pantað eintak í áskrift og fá þá nafn sitt skráð á heiðursnafnalista, er verður í bókinni. Sigurgeir segir að lokafrestur til þess sé til 10. mars nk. „Við erum að vinna í umbroti og lokafrágangi þessa dagana og áætlum að því verði lokið og allt klárt til prentunar þann 10. mars og þá þurfum við að vera búnir að fá nöfnin," segir Sigurgeir. Þetta áskriftarverð er 5000 kr. og hægt er að panta áskrift með því að senda tölvupóst á golf@eyjar.is eða hafa samband við framkvæmdastjóra klúbbsins í síma 481-2363 og 893- 1068. Sigurgeir segir að þetta starf haft verið mun tímafrekara en hann átti von á. „Menn hafa verið misjafn- lega duglegir að halda saman heim- ildum og sum árin er harla lítið skráð um starf klúbbsins. Ég þurfti t.d. að fletta í gegnum ansi marga árganga af Fréttum og öðrum ritum til að fá upplýsingar um sum árin,“ segir hann. „Engu að síður er þetta búið að vera skemmtilegt við- fangsefni og ég er orðinn margs vísari eftir þetta, bæði um klúbbinn og félaga hans,“ bætir hann við. Éins og áður segir, er áætlað að bókin verði tilbúin í júní og verður þá afhent þeim sem pantað hafa hana í áskrift. Sigurgeir vill hvetja fólk til að panta áskrift, enda verður bókin dýrari í almennri sölu. Spurning vikunnar: Horfðir Hú ð leik íBVog Haukaí Slðn- varpinu? Sveinbjörn Guðmundsson - Nei, nema að ég náði síðustu mín- útunum.. Harpa Björgvinsdóttir - Nei. Guðmundur Magnússon - Nei. Ágústa Hafsteinsdóttir -Nei, en ég heyrði að ÍBV hefði staðið sig mjög vel. Eyjafréttir.is - fréttir millí Frctta Attatíu ár frá frækilegu afreki Jóns í Holti VIÐ MINNISVARÐANN á Ofanleitishamri um þetta frækilega afrek Jóns í Holti. Afkomendur hans minnt- ust þess síðasta sumar að þá voru 100 ár frá fæðingu Jóns. í gær, 13. febrúar, vom liðin 80 ár frá því Jón Vigfússon frá Holti vann frækilegt björgunarafrek með því að klífa Ofanleitishamar og bjarga þannig sér og skipsfélögum sínum. Sl. sumar þ.e. 22. júlí fór fram athöfn við minnisvarðann við Ofanleitishamar en þann dag var 100 ára afmælisdagur Jóns sem lést árið 1999. „Bæjarstjóm Vestmannaeyja lét fyrir nokkmm ámm setja upp þennan minnisvarða og emm við í fjölskyldunni þakklát fyrir að þessu björgunarafreki hafi verið sýndur sá sómi,“ segir sonur Jóns, Sigurður, sveitarstjóri í Gnúpveijahreppi. í Morgunblaðinu 14. febrúar 1928 segir um þennan atburð: „Um miðnætti vom allir bátar komnir nema m.b. Sigríður og gaf Þór sig þá eingöngu til að leita að þessum báti. En snemma í morgun fréttist að þessi bátur hefði siglt á land undir Ofanleitishamri í byln- um og þegar brotnað í spón, en menn bjargast. Mennimir komust á sillu í bjarginu en þar er snarbratt upp og létu þeir fyrirberast þar. Einn bátsverja, Jón Vigfússon að nafni, ungur Vestmannaeyingur, kleif hamarinn, komst til bæja og sagði til félaga sinna. Þegar birti fóm sigmenn í böndum til mann- anna og fengu bjargað þeim upp á hamarinn. Það er talið frábært hreystiverk af Jóni að hann skyldi rennblautur klífa þritugan hamarinn.sleipan og þverhníptan." Þetta björgunarafrek mun ömgg- lega lifa í sögu Vestmannaeyja hér eftir sem hingað til. Dísel í stuði Stuðboltarnir í Dísel komu í fyrsta sinn til Eyja í stormasömu veðri þann 8. febrúar síðastliðinn. Með dúndrandi sjóriðu skutu þeir upp kollinum í Lundanum og léku fyrir gesti og gangandi bæði á föstudeginum 8. febrúar og einnig á laugardeginum 9. febrúar. Vegna mikilla vinsælda hafa þeir ákveðið að skella sér aftur til Éyja helgina 22. til 24. febrúar og spila á Lundanum Þeir mæla því sterklega með því að öll skip og bátar verði fast bundin við höfn og að enginn fái að fara neitt nema beinustu leið á Lundann þar sem músíkin verður í algleymingi og stuðið ekki langt undan. Láttu þig ekki vanta á þetta magnaða ball sem án alls vafa verður ekki það síðasta hjá Dísel í Vestmannaeyjum! Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.