Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Hópurinn samanstóð af fólki á öllum aldri. Allir skemmtu sér hið besta og það var mikið ævintýri að heimsækja Mörkina á þessum árstíma, ekki síst fyrir þá sem voru að koma þarna í fyrsta skipti að vetri til. Þrjú dásamleg tilbrigði við Þórsmörk -sem verður innan seilingar hjá Eyjamönnum með tilkomu Landeyjahafnar Tjj-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------.ul1 :<. 'iíU SKÁLINN í Básum, sem margir Eyjamenn þekkja. Það var mikil upplifun að koma í Þórsmörk eftir göngu um Fimm- vörðuháls á Jónsmessu síðasta sumar. Mörkin skartaði sínu feg- ursta í morgunsólinni og fyrir undirritaðan, sem var að koma í þarna í fyrsta skipti, var þetta ógleymanleg stund. Við blasti umhverfi sem óvíða er fegurra og hafi almættið einhvern tíma verið í góðu skapi, er það daginn sem hann fann Þórsmörkinni stað þarna í skjóli jöklanna. Já, mig skortir orð til að lýsa fegurðinni og það sama gildir örugglega um flesta sem þangað koma. Undantekningin eru skáldin sem svo auðveldlega geta teiknað fyrir okkur það sem fyrir augu þeirra ber með orðum. En þessi perla á sér aðra hlið og ekki síður fallega sem er Þórsmörk í vetrarböndum. Og enn vantar orð nema ef vera skyldi sú fullyrðing að enn hafi ekki verið búið til það jólakort sem nær með nokkru móti að lýsa því sem fyrir augu ber þegar komið er inn eftir. Hvít mjöllin liggur yftr öllu og er eins og ekki hafi hreyft vind í margar vikur. Undirritaður átti þess að kost á rúmlega hálfu ári að kynnast báðum þessum hliðum á Þórsmörk. Seinna skiptið var um miðjan janúar sl. sem mátti rekja til þess að Þorsteinn nokkur Olafsson, dýralæknir á Selfossi, sagði frá því á göngunni yfir Fimmvörðuháls, að hann ásamt vinahópi sínum hefði í mörg ár haldið þorrablót í Þórs- mörk. Mér varð að orði að það hlyti að vera bæði skemmtilegt og athyglisvert og þegar Þorsteinn bauð mér á fyrstu dögum nýs árs að koma með var ekki hægt að segja nei. Þrjá tíma að komast 30 km Heppnin var með okkur því þessa helgi var veður með besta móti þó um tíma væri ekki alveg víst að við Helga Hallbergs, fjarbúðarkona Þorsteins, kæmumst upp á land. Allt bjargaðist, Þorsteinn náði í okkur á Bakka og ævintýrið var haftð. Leiðin inn í Þórsmörk liggur meðfram Seljalandsfossi og þangað eru ekki nema 30 km samkvæmt því sem stóð á vegvísi Vegagerðar- innar. Á hefðbundnum þjóðvegi GREINARHÖFUNDUR kunni vel við sig í snjónum, sem var eins og snjór á að vera. hefði ferðin tekið 20 mínútur eða svo en það liðu um þrír klukku- tímar áður en komið var í ákvörðunarstað. Var þó ekki áð nema einu sinni í ferðinni. Fararskjótarnir voru jeppar, allir mikið breyttir og hjólbarðar allir mun stærri en á litla bílnum mínum. Ein undantekning var þó, par á Land Rover sem lét ekkert stöðva sig en það sögðu kunnugir að þar færi frábær bílstjóri. Alls voru jeppamir um tíu og leiðin inn eftir var ekki beinn og breiður vegur. Fylgt var slóð sem álfka stór hópur hafði skilið eftir sig fyrr um daginn. Hvergi var snjór til mikils trafala. Helstu farartálmamir vora ársprænur og lækir en á einhvern ótrúlegan hátt tókst jeppunum að klóra sig upp á bakkann sem oft var ein klaka- brynja. Þetta var mikið ævintýri fyrir mig en hinum, sem öll eru vant fjallafólk og margir með reynslu af starfi í björgunarsveitum, fannst örugglega lítið til um. Og uppeldið í fjallamennskunni byrjar snemma því yngstu ferðalangarnir voru rétt eins árs. UM KVÖLDIÐ var varðeldur og örugglega voru álfar ekki langt undan þessa nótt. Vandamál til skemmtunar Þegar komið var inn í Þórsmörk var Krossá, sem oft er viðsjárverð, stóra spumingin og líka þurfti að finna leið að henni því hún rennur um aura þar sem geta verið djúpir álar. Þeir vom faldir undir hvítri ábreiðu en ofurhugarnir héldu ótrauðir af stað og einhverjir stung- ust á endann í vatnsagann og ein- hverja þurfti að draga upp. En það gerði hlutina bara enn skemmtilegri að mati jeppakarlanna. Eftir krókaleiðum komumst við að Krossá sem reyndist með rólegra móti og allir komust klakklaust yftr og að skálanum í Langadal sem var ákvörðunarstaðurinn. Fegurðin var ólýsanleg, jafnfallinn snjór yftr öllu og það eina sem rauf kyrrðina var léttur niðurinn frá ánni. Aðeins snjóaði og degi tekið að halla. Þama kynntist ég fyrsta tilbrigðinu í vetrarkaflanum í þeirri sinfóníu sem Þórsmörk er. Næst var að koma þorraföngum í skálann sem var kaldur í gegn enda frost um tíu gráður en þama var fólk sem kunni til verka. Smám saman tókst að koma yl í skálann og nóg var plássið því þar geta gist allt að 80 manns. Veislan var undirbúin og á meðan konumar stilltu upp í salnum stóðu karlamir yftr pottunum. Hvar annars staðar, því þar var mesti hitinn. Sjálft þorrablótið fór fram með hefðbundnum hætti en það hófst með því að forseti hópsins, Gunnar Eydal, bauð fólk velkomið. Jón Backmann bauð upp á íslenskt brennivín sem er hinn eini sanni þorrablótsdrykkur, ekki síst í óbyggðum um miðjan vetur þar sem besta rauðvín smakkast hálf hjákátlega. Kvöldið leið í góðum félagsskap þar sem undirritaður var látinn vita að þarna væri hann meðal stór- komma. Kommar eða ekki komm- ar, þetta er skemmtilegur hópur sem varð til af áhuga á fjallaferðum og bflum, fyrst og fremst. Að nokkm leyti em svona ferðir eins og hestaat til foma þar sem reið- skjótamir, sem í dag em á fjóram hjólum en ekki fjórum jafnfljótum, eru reyndir til hins ýtrasta. Og rígur milli jeppategunda er hluti af leiknum en allt í mestu vinsemd. Um nóttina gilti að troða sér eins djúpt í svefnpokann og kostur var því hitinn fór ekki mikið yftr frost- markið í skálanum. Um miðja nótt fór undirritaður út og þá blasti við sjón sem aldrei gleymist. Nær fullt tungl lýsti upp Mörkina og kyrrðin algjör. Þetta var tilbrigði númer tvö. Þegar dagur reis sleikti sólin tinda og jökla og eins og áður magnaði hvítur snjórinn upp birtuna. Enn og aftur skorti orð en þarna var komið þriðja tilbrigðið við meistaraverkið Þórsmörk. Það var þvf með hálf- gerðum söknuði að maður sneri bakinu í Mörkina. Ferðin niður eftir gekk að óskum og var að því leyti ánægjulegri en ferðin inn eftir að útsýni var betra. Þá er ekkert eftir annað en að þakka fyrir sig. Ekki síst jeppa- félögunum Þorsteini og Helgu og Sigurði, rithöfundi og skáldi, sem varð svo tímalaus þama í auðninni, eins og fulltrúi allra alda. Margir hafa komið í Þórsmörk en ég er kominn í hóp útvalinna sem hafa kynnst henni um miðjan vetur. Fyrir það verð ég að eilífu þakk- látur. Ómar Garðarsson. E.s. Verði Landeyjahöfh að veru- leika verða margar náttúruperlur á Suðurlandi innan seilingar hjá Eyjamönnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.