Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 15 Iþróttir Fótboltinn - Meistaraflokkur: Tap og sigur Meistaraflokkur karla spilaði tvo æfingaleiki um helgina gegn U- 19 ára landsliði fslands og Sel- fossi. Fyrri leikurinn var gegn U-19. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og aðeins eftir nokkurra mínúlna leik fékk Brasilíumaðurinn Alex dauðafæri sem á einhvem ótrú- legan hátt fór forgörðum. Eftir það tók U-19 öll völd á vellinum og skoraði tvö mörk. Eyjamenn sáu aldrei til sólar í leiknum og leikurinn endaði með tveggja marka sigri U-19 2-0. Seinni leikur Eyjamanna var á móti Selfyssingum sem spila með ÍBV í 1. deildinni. Þess vegna var gaman að sjá hvemig þessi leikur myndi fara. Hann byrjaði vel fyrir Eyja- menn sem komust yfir með marki frá Brasilíumanninum Alex. Selfyssingar komu þá til baka og gamla kempan Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk á stuttum tíma. ÍBV spýtti þá í lófana og kláraði leikinn með tveimur mörkum frá Brasilíu- manninum Junior og einu frá Gauta Þorvarðarsyni. Leikurinn endaði því með tveggja marka sigri Eyjamanna. Guðný í landsliðið Hin stórefnilega Guðný Ósk Ómarsdóttir hefur verið valin til að leika með landsliði íslands, skipuðu stúlkum yngri en sextán ára, á fimmtudaginn gegn Noregi. Ljóst er að Guðný er mikið knattspyrnuefni sem gaman verður að fylgjast með í náinni framtíð. Arnór og Þór- arinn á lands- liðsæfingar Um seinustu helgi fóru Amór Eyvar Ólafsson og Þórarinn Valdimarsson á æfingar hjá U-19 landsliði íslands. Að sögn strákanna gekk þeim báðum mjög vel og voru ánægðir með sína frammistöðu. Gaman verður að sjá hvort þeir komist lengra. Hermann í liði vikunnar Eyjamaðurinn Hermann Hreið- arsson, sem leikur með liði Ports- mouth í ensku úrvalsdeildinni, var valinn í lið vikunnar af fréttamönnum SKY-News eftir sigurleik liðsins á móti Bolton. Hermann spilaði mjög vel í vöminni og átti stóran þátt í sigrinum þegar hann bjargaði á línu frá Gary Cahill. Handbolti: Haukar 32 - ÍBV 28 Sigurður fór á kostum Eyjamenn mættu Haukum á Ásvöll- um sfðasta sunnudag. Margir höfðu spáð Haukum auðveldum sigri en raunin varð önnur. Eyjamenn mættu ákveðnir til leiks og Ieiddu 1:4 eftir nokkrar mínútur. Haukarnir komust reyndar fljótt aftur á bragðið, leiddu í hálfleik 15:10 og héldu forystunni allan leikinn. Eyjamenn náðu þó aðeins að klóra í bakkann í lokin en leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Hauka 32:28. Sigurður Bragason átti frábæran leik og skor- aði helming marka ÍBV. Þrátt fyrir tap var margt jákvætt í leiknum þá sérstaklega vörn og markvarsla. Kolbeinn Aron átti mjög góðan leik í markinu og varði vel. Það var hins vegar slæm skot- nýting sem kostaði Eyjamenn sig- urinn. Fjöldinn allur af dauðafærum fór forgörðum og nýting skyttunnar Trotsenko er óásættanleg, þetta er annar leikurinn í röð þar sem hann spilar langt undir getu. Sigurður Bragason hélt sóknarleiknum alger- lega á floti með vaskri framgöngu sinni. Það var virkilega gaman að sjá hvernig fyrirliðinn steig upp í leiknum og fór fyrir sínum mönn- um. Úthaldsleysi hrjárir liðið Blaðamaður náði tali af honum eftir leik og var Sigurður nokkuð sáttur við leikinn. „Já, ég er ánægður með leikinn. Við sýndum greinileg batamerki, vörnin small saman, Kolli varði vel og með smá heppni hefðum við getað unnið þennan leik.“ Sigurður fór á kostum í leiknum og skoraði 14 mörk eða helming marka IBV í leiknum. „Eg er líka ánægður með sjálfan mig, mér fannst ég spila vel og alltaf gaman að skora svona mikið.“ Sigurður telur að liðið sé að spila ZILVINAS grieze sloppinn í gegn og björgvin Páll Gústafsson kemur engum vörnum við. undir getu en það sé að miklu leyti lélegu formi að kenna. „Ég veit að það býr meira í liðinu en menn þurfa líka að fara að axla meiri ábyrgð og koma sér í form. Það er ekki venju- legt þegar menn þurfa að fara út af eftir fimmtán mínútur, alveg búnir á því. Engu að síður tel ég að liðið geti spilað enn betur og unnið leiki." Þórarinn til reynslu hjá KV Mechelen í Belgíu Ætla að æfa eins og brjálæðingur Einn af okkar ungu knattspymu- mönnum, Þórarinn Ingi Valdi- marsson, fór á dögunum til Belgíu á reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu KV Mechelen. Þórarinn hefur lengi verið einn af okkar efnilegu leikmönnum og sannaði það í sumar að hann er ekki lengur efnilegur, hann er orðinn góður. Hann hefur spilað með ung- lingalandsliðum og átti næstum fast sæti í meistaraflokksliði ÍBV í sumar. Það var því bara tíma- spursmál hvenær hann myndi vekja athygli erlendra liða. Þórarinn segir þó að þetta hafí verið að mestu fyrir tilstilli eins manns. „Hann Reinaldo minntist á mig við vin sinn, Jelle van Kamp umboðsmann, og það var hann sem kom þessu af stað,“ sagði Þórarinn. KV Mechelen er í fallbaráttu í belgísku deildinni og hefur ekki staðið undir væntingum. „Þeim hefur ekki gengið mjög vel en það ÞÓRARINN segist mjög sáttur við sína frammistöðu í Belgíu en veit þó ekki hvort hann heyrir frá KV Mechelen aftur. sér fram á bjartari tíma hjá þeim. Aðstaða og allt sem tengist klúbbn- um er frábært. Það er allt til alls og góð unglingaaðstaða." Belgía hóf mikla uppbyggingu yngri leikmanna fyrir nokkrum árum. Þessi uppbygging skilaði sér á Evrópumóti U-17 ára landsliða þar sem Belgar náðu frábærum árangri. Þórarinn segir þó belgíska leikmenn ekki standa íslenskum leikmönnum mikið framar. „Það er ekki mikill munur á okkur, hann felst aðallega í tækni og hraða. Þeir spila mjög hraðan bolta enda æfa þeir við góðar aðstæður allan ársins hring.“ Þórarinn segist hins vegar vera mjög sáttur við sína frammistöðu í Belgíu en veit þó ekki hvort hann heyrir frá KV Mechelen aftur. „Ég er mjög sáttur við sjálfan mig og ég veit að ég stóð mig vel. Framtíðin ber svo_ í skauti sér hvort ég heyri í þeim. Ég ætla bara að æfa eins og brjálæðingur og reyna að standa mig sem best.“ 3 Framtíðarfólk - Þorgeír Elmar Mæta vel, sýna dugnað og áhuga Þorgeir Elmar er einn af okkar efni- legri handboltamön- num í dag, hann spilar undir stjóm Bjöms Elíassonar í 4. flokki. Þorgeir er línumaður, ekki ósvipaður Svavari Vignissyni. Þorgeir þykir hafa gott auga fyrir spili og er einnig alger baráttuhundur. Nafn: Þorgeir Elmar Ágústsson Aldur: 16 ára Hvaða íþrótt/ir stundarðu: Handbolta. Uppáhalds íþróttanraður: Guðjón Valur Sigurðsson. Uppáhalds íþróttafélag: ÍBV að sjálfsögðu. Uppáhalds tóniist: Rokk og Metall. Uppáhalds kvikmynd: Á mér ekki uppáhalds kvikmynd. Uppáhalds sjónvarpsefni: Dexter. Uppáhalds matur: Svið. Uppáhalds drykkur: Kók. Eftirminnilegasta atvik: Eitt sinn var ég að spila og missti mig svolítið í æsingnum. Hélt að við væmm að vinna með 6 mörkum en þá vomm við reyndar að tapa með 6 mörkum. Áttu eitthvert gott ráð handa ungum íþróttamönnum: Að vera dugleg að mæta og sýna vilja. Iþróttir Hlakka til að mæta Stjörnunni Næsti leikur ÍBV í handboltanum verður á móti sterku liði Stjörn- unnar sem tóku Eyjamenn í kennslustund í seinasta leik lið- anna. Hann fór 44:18 fyrir Stjörnunni og er versta tap ÍBV á leiktíðinni. Sigurður Bragason, fyrirliði, hlakkar þó til leiksins. „Ég hlakka mjög til, sérstaklega vegna þess hvemig hlutirnir gengu í seinasta leik. Ég vona bara að við höldum sama takti, spilum sömu vöm og seinast og náum góðri sókn.“ Olafur Víðir, miðjumaður Stjömunnar, sem lék með ÍBV á árum áður, hefur átt gott tímabil en ætlar Sigurður að taka vel á móti honum. „Óli er góður dreng- ur og nýbakaður faðir en ég tek ekkert öðruvísi á honum en ein- hverjum öðmm.“ Þriðji flokkur í undanúrslit Þriðji flokkur karla í handbolta spilaði um helgina í 8-liða úrslit- um í bikar gegn Val. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Eyjamenn sem lentu strax undir og eltu allan leikinn. Liðið spýtti hins vegar í lófana í seinni hálf- leik en elti þó alltaf. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Éyjamenn náðu forystunni og náðu að vinna leikinn með einu marki 30:29. Þetta var mikill baráttusigur og strákarnir komnir í undanúrslit. Framundan Föstudaginn 15. febrúar KI 19:00 ÍBV-Stjarnan, unglinga- flokkur kvenna Laugardaginn 16. febrúar Kl. 13:00 ÍBV-Stjaman Meistara- flokkur karla. Laugardaginn 16. febrúar Kl. 16:00 IBV-Stjarnan, unglinga- flokkur kvenna Laugardaginn 16. febrúar Kl. 15:00 IBV-Stjarnan 2. flokkur karla. Laugardaginn 16. febrúar Kl. 17:00 IBV-Selfoss 4. flokkur karla. Laugardaginn 16. febrúar Kl. 17:00 ÍBV-FH 4. flokkur kvenna. Sunnudaginn 17. febrúar Kl. 12:00 ÍBV-FH 4.flokkur kvenna. Sunnudaginn 17. febrúar Kl. 14:00 ÍBV-Afturelding 3. flokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.