Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Vidgerdir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 8. tbl. I Vestmannaeyjum 21. febrúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is t^mt Beðið eftir loðnunni. Það var létt í strákunum í mjölinu í FES |)ó ekki líti vel út með loðnuveiði á ]>essari vertíð. Frá vinstri, Viktor ^^^ Hjartarson, Viðar Einarsson og Grétar Eyþórsson. 2 Loðnustopp dýrkeypt ¦¦ -Hellingur af loðnu austan við Ingólfshöfða Þegar Fréttir fóru í prentun leit allt út fyrir að loðnuveiðar yrðu stöðv- aðar. Lítið hefur fundist af loðnu en þó segir skipstjórinn á Hugin VE að loðnan sé fyrst núna að koma í Ijós. Ekki þarf að tíunda fyrir Eyja- mönnum það gífurlega tjón ef ekki verður meira veitt af loðnu í vetur. Eyjamenn ráða yfir um þriðjungi loðnukvótans og veltan á venjulegri vertíð í Eyjum er liðlega 3 millj- arðar. Það er því mikið í húfi fyrir útgerð, sjómenn, vinnsluna í landi, landverkafólk og bæjarfélagið allt. „Þetta lítur illa út, ég reikna með að niðurstaðan verði að loðnuveiðar verði bannaðar í dag," sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmda- stjóri ísfélagsins. „Það þýðir gríðar- legt tekjutap en um 33% af tekjum félagsins á síðasta ári liggja í loðnu. Við erum að tala um veruleg fjárhagsleg áhrif á afkomu fé- lagsins" Framlegð minnkar um 40% Ægir Páll sagði Isfélagið yrði að bregðast við þessum aðstæðum. „Það liggur fyrir að við verðum að bregðast við þegar framlegð fyrir- tækisins minnkar um 40%, miðað við árið 2007. Það er eitthvað sem við verðum að fara yfir á næstu dögum." Loðnuskipin hafa verið að fá loðnu síðasta sólarhring? „Það var ágætis veiði í nótt en Hafró hefur ekki tekist að mæla upp kvótann. Sjómenn og aðrir starfs- menn okkar verða fyrir gríðarlegum tekjumissi og ég myndi telja að tekjumissir fyrirtækjanna í Vest- mannaeyjum sé 3,3 til 3,5 milljarðar miðað við vertíðina í fyrra. Hvað heldur þú að þetta komi við marga starfsmenn hjá ísfélaginu? „Við vorum með um 90 sjómenn og 160 starfsmenn í Vestmanna- eyjum og á Þórshöfn á síðustu vertíð sem var lítil í magni talið, þannig að þetta kemur við marga," sagði Ægir Páll. Mikil loðna við Ingólfshöfða „Eg er fimm til tíu mflur austan við Ingólfshöfða og það er hellingur að sjá núna. Loðnan hefur verið dreifð fram að þessu en er að safnast og þjappast saman og þá verður hún sýnileg," sagði Huginn Guðmunds- son, skipstjóri á Hugin VE 55 um hádegisbil í gær, miðvikudag. Þegar hann var spurður hvort hún væri ekki seint á ferðinni, sagði hann þetta ekki alveg nýtt því grunnnóta- veiðar hefðu byrjað 23. febrúar fyrir nokkrum árum. „Það hefur verið allur gangur á þessu þau þrjátíu ár sem ég hef verið á loðnu. Eg er að sigla yfir þetta núna og þetta er miklu meira magn en flotinn var á þegar sfldin veiddist á Grundarfirði sl. haust. Loðnan er á 8 til 9 metra dýpi og nær frá 30 föðmum og upp í fjöru. Þetta er að breytast því það var lítið um að vera í gær og þegar ég fór yfir þetta í fyrradag var ekkert að sjá. Mér skilst það sé búið að taka ákvórðum um að stoppa en rannsóknarskipið er hér rétt fyrir framan mig núna. Það hafa fáir bátar verið við veiðar fram að þessu og svo hefur vont veður spilað inn í. Náttúran er síbreytileg og stundum snjóar í Eyjum og stundum ekki og það er eins í hafinu. Þetta er alltaf breyti- legt" Huginn sagði hrikalegt tjón fyrir stað eins og Vestmannaeyjar ef loðnuvertíð færi í vaskinn. „Við veiddum fyrir 300 milljónir í fyrra en erum með minni kvóta núna. Við verðum auðvitað að snúa okkur að öðru en sjómennirnir fá laun miðað við aflaverðmæti og aðaluppgripin hafa verðið á loðnu. Þetta kemur illa við sjávarplássin." Kemur víða við Af þeim 3,6 milljörðum sem Vest- mannaeyjar verða af fer einn millj- arður í íaun og af þeirri upphæð er hlutur bæjarins um 130 milfjónir. Stór hluti framhaldsskólanema hefur einhvern tíma unnið í loðnu og margir þeirra fara alltaf á loðnu- vertíð, það gæti hins vegar breyst þetta árið þegar lítur út fyrir að það verði engin vertíð. Þetta gæti gert það að verkum að stór hluti fram- haldsskólanema missi þar sína aðal- tekjulind. Venjulegur nemi, sem tekur þátt í vertíð, gæti verið að hafa 100-150 þúsund krónur úr vertíðinni sem verður að teljast nokkuð gott fyrir námsmann. Bjórverksmiðjan: I nýtt hús við Græðis- braut? Fyrirhugað er að reisa bjórverk- miðju í Vestmannaeyjum sem áætlanir gera ráð fyrir að geti framleitt 320 þúsund lítra á ári. Bjórinn hefur þegar fengið nafnið Volcano bjór og gert var ráð fyrir að fyrsti bjórinn yrði tilbúinn í Dyrjun sumars á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa eitað að heppilegu húsnæði fyrir itarfsemina og nú virðist kominn ikriður á málið. „Það er áhugi fyrir því að Djórverksmiðjan fari í nýtt hús- læði sem verður væntanlega jyggt á lóðinni við gómlu smur- itöðina við Græðisbraut," sagði Björgvin Þór Rúnarsson, annar ;igenda 2B Company. „Þetta er tostur sem við erum að skoða. Við komum til með að leigja hús- læðið af Guðmundi Richardssyni, kki hefur verið gengið frá leinum samningum erinþá en áhuginn er klárlega fyrir hendi hjá báðum aðilum. Eg held að það sé ilveg ljóst að við náum þessu ekki fyrir þann tíma sem við áætl- uðum. Þar spilar ýmislegt inn í, tafir úti í Austurríki þar sem verksmiðjan er smíðuð og að- itæður í þjóðfélaginu í dag vinna jkki með okkur. En eitt er alveg dárt að verksmiðjan mun rísa í Eyjum en það mun eitthvað teygj- ast á opnun hjá okkur. Hversu lengi get ég ekki sagt um en það ir allt klárt af okkar hendi og við löfum lagt mikinn tíma og pen- ínga í að vinna þetta mál á sem ikynsamlegastan hátt. Ef við þurf- um að fresta þessu um einhverja mánuði þá gerum við það í stað jess að æða út í einhverja vit- eysu," sagði Björgvin þegar hann var spurður út í málið. Hippaballið í lok maí Hin árlega hippahátíð hefur fest iig í sessi sem skemmtilegur við- jurður í vestmanneyskri menn- ingu. Fréttum lék forvitni á að vita ivort Hippaballið yrði, því stór iluti Hippabandsins er fluttur í Bítlabæinn, Keflavík. Helga lónsdóttir, yfirhippi, segir að Hippahátíðin sé ekki að fara neitt. Það er búið að festa daga. Hátíðin verður haldin 23. og 24. maí og verður alveg mögnuð." Helga varðist reyndar allra frétta en gaf þó upp að einhver ávæntur atburður gæti átt sér stað. Skipulagning er komin á gott ikrið og tónlistarmenn farnir að DÓka sig en meiru vil ég ekki egja frá." VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐOGALHLIÐABÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA I EYJUM netáhamar vf i a- nc ríi avfrk<;tæoi FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.