Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN sf. Flötum 20 Vlðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 9. tbl. I Vestmannaeyjum 27. febrúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Reglugerð um loðnuveiðibann afturkölluð: Langt síðan það hefur sést svona mikið af loðnu -sagði skipstjórinn á Sighvati Bjarnasyni VE - Huginn VE sprengdi nótina - Eru á veiðum rétt austan við Eyjar - Tæp 16.000 eftir af 27.000 tonna kvóta Eyjamanna Mikil spenna hefur ríkt í Vest- mannaeyjum síðan sjávarútvegs- ráðherra ákvað að stöðva loðnu- veiðar síðasta miðvikudag. Það var því mikill léttir þegar regiugerð um bann við loðnuveiðum var afturköll- uð síðdegis í gær, miðvikudag. Þegar veiðar voru stöðvaðar voru um 80.000 tonn eftir af útgefnum kvóta sem var 200.000 tonn. Þegar blaðið fór í prentun var ekki ljóst hvort meiri kvóti verður gefrnn út. Mikið er í húfx hér því Eyjamenn ráða yfir þriðjungi loðnukvótans og verðmæti loðnuafurða í Vestmanna- eyjum var 3,3 milljarðar á síðasta ári. Hver dagur skiptir máli og nú verður lögð áhersla á að ná sem mestum verðmætum úr þeirri loðnu sem eftir er. Eftir að veiðar voru stöðvaðar gaus upp mikill ágreiningur sjómanna og fiskifræðinga um mælingar á loðnu. Halda sjómenn því fram að miklu meira magn sé á ferðinni en kemur fram í niðurstöðum Hafró. Einnig greip mikil reiði um sig þegar í Ijós kom að hafrannsókna- skipunum var siglt til hafnar um leið og veiðar voru stöðvaðar. Þau fóru út á sunnudaginn og um borð í Ama Friðrikssyni, sem leitaði við Suður- ströndina, voru tveir reyndir loðnu- skipstjórar. Auk þess vora alltaf ein- hver loðnuskip á miðunum. Nú gefst sjómönnum og vísindamönnum tækifæri á að bera saman bækur sínar og kemur þá í ljós hvort þeir síðamefndu er sammála sjómönnum um að meiri loðna sé á ferðinni nú en undanfarin ár. Þegar rætt var við Helga Valdi- marsson, skipstjóra á Sighvati VE, sagði hann fjögur skip vera að kasta rétt fyrir austan Eyjar. Öll á sömu torfuna. „Þetta kom vel út og við erum búnir að dæla 600 tonnum úr nótinni og töluvert eftir enn. Þannig að þetta lítur vel út og mikið af loðnu á svæðinu. Það er samdóma álit skipstjóra að það sé langt síðan það hefur sést svona mikið af loðnu þrátt fyrir lélegar mælingar. Þetta vekur vonir um að við fáum að veiða meira,“ sagði Helgi. Huginn VE var á leið í land vegna þess að nótin rifnaði rétt efir að þeir voru farnir að dæla. „Nótin rifnaði því miður og við erum á leið í land að gera við og förum svo strax út aftur. Þetta var hellingskast og skipin fengu öll góð köst,“ sagði Huginn Guðmundsson skipstjóri. Héldu að sér höndum Bæði Isfélag og Vinnslustöð hafa farið sér hægt í loðnuveiðarnar til að geta gert úr henni sem mest verð- mæti sem ræðst af hrognafyllingu. Þegar hún hefur náð ákveðinni prósentu er hún fryst á Japansmarkað og síðar eru hrognin nýtt. Er góður markaður fyrir þau í Japan og víðar. Samanlagður kvóti þeirra var 37.000 tonn og eiga þau eftir um 26.000 tonn. „Ég vona að þeir hafi mælt meira en hingað til en ég hef ekkert fyrir mér í því,“ Stefán Friðriksson, að- stoðarframkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar þegar rætt var við hann gærmorgun. Skip Vinnslustöðvarinnar höfðu þá veitt 2000 tonn af þeim 12.000 tonn- um sem sem Vinnslustöðin fékk úthlutað upphaflega. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Isfélasins, sagði að þar biðu menn eftir niðurstöðu mælinga þegar rætt var við hann í gærmorgun. „Við erum búnir að veiða 9.200 tonn og vorum með um 25.000 tonna upphafskvóta. Guðmundur er að landa,“ sagði Eyþór sem auðvitað vonast til að úr rætist og mælingar verði hagstæðar. Sjá nánar inni í blaðinu. Sjávarút- vegurinn og Landakirkja Núna á sunnudag verður guðs- þjónusta í Landakirkju þar sem Íagt verður út frá kraftaverka- sögunni þegar Jesú mettaði fimm þúsund manns með byggbrauðum og tveimur fiskum. Aherslan verður lögð á þessa tvo fiska, kraftaverk Jesú, vonina og siðferðilega umræðu um sjáv- arútvegsmál á liðandi stundu í prédikun sr. Kristjáns Björns- sonar. Lofgjörðin verður í fyrir- rúmi og þakkir fyrir gjafmildi Guðs í gegnum tíðina, en hann mun örugglega vel fyrir sjá í framtíðinni líka ef fólkið hans lætur ekki af því að trúa og vona. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í helgihaldinu og sýna þann- ig í verki að við eigum mikið undir því að vel gangi við veiðar og vinnslu. Æskulýðsdagurinn í Landa- kirkju verður aðra helgi og þá einnig kaffihúsamessa og verður það auglýst nánar síðar. Frá Landakirkju. Guðný Bjarnadóttir ráðin djákni Landakirkja hefur í samstarfí við Vestmannaeyjabæ og Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja ráðið djákna til starfa en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Guðný Bjamdóttir hefur verið ráðin til starfsins en hún lauk djáknanámi sl. vor og sinnir starfi djákna í hálfu starfi samhliða ljósmóðurstarfi við Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja í hálfu starfi. Þjónusta djákna er í meginatriðum hugsuð við aldraða, börn, fatlaða og inn- flytjendur. LOÐNUSKIPIÐ Kap í höfn í sól og blíðu. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR <5^ ÞJÓNUSTUAÐIU fOYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI... FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.