Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 6
6 Frcttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 Sundlaag - útivistarsvazði: Áhyggjur af drætti Dráttur hefur orc útisvæðinu við sundlaugina hafi verið skilað og ljóst að þær muni ekki liggja fyrir fyrr en í mars. Menningar- og tómstundaráð lýsir áhyggjum sínum af drætt- inum og því hvenær framkvæmdin geti hafist. Ráðið beinir því til framkvæmdasviðs að áhersla verði lögð á að verkinu verði fram haldið í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar. Menningar- og tómstundaráð: Styttri vinnudagur hjá grunnskólabörnum Menningar- og tómstundaráð hefur unnið að því með skólamálaráði að koma skipulagi skólaleikfimi og íþróttaæfmga í betra horf með það fyrir augum að stytta skóladag yngstu barnanna. Skólamálaráð hefur beint því til skólastjórnenda Grunnskóla Vm að fyrir skólaárið 2008 til 2009 verði skólaleik- fimi lokið fyrir kl. 13 alla daga og verður raðað inn í stundatöflur samkvæmt því. MTV mun boða til fundar með forsvars- mönnum íþróttafélaganna með það fyrir augum að íþróttaæfmgum yngstu barnanna verði lokið fyrir kl. 17.00 á daginn. Ráðið leggur ennfremur mikla áherslu á að mis- munandi æftngar hjá sama aldurshópi stangist ekki á svo börn neyðist ekki á unga aldri til þess að gera upp á milli íþróttagreina og geti æft allar þær greinar sem í boði eru í Vest- mannaeyjum ef áhugi þeirra stendur til þess. Menningar- og tómstundaráð telur að breyt- ingin geti átt stóran þátt í að gera Vestmanna- eyjar að því gæðasamfélagi sem við viljum byggja og fagnar því að þetta skref haft verið stigið. MTV: Kaffi í Landlyst Menningarfull- trúi upplýsti menningar og tómstundaráð um að húsafriðunar- nefnd hafi sam- þykkt fyrir sitt leyti að kaffisala verði í Landlyst í sumar. Menningarfulltrúa er falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að vera með léttar veitingar í húsinu og hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands á Selfossi. A sama fundi var upplýst að rekstur tjaldsvæðis verður áfram í höndum Skáta- félagsins Faxa en unnið er að gerð samnings við þá. Launatap á vöktum jafngildir hálfs árs launum miðað við dagvinnu -segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda, sem vill fá tapið bætt Amar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, segir að gerð verði krafa um að launafólki verði bætt það tekjutap sem það verður fyrir vegna loðnuveiðibannsins. Hann telur tekjutap hjá landverkafólki nema jafnvirði hálfs árs dagvinnu- launa ef engin loðnuvertíð verður. Arnar segir fyrirtækin ætfð hafa greitt tryggingagjald af öllum launum verkafólks og því hljóti að koma bætur frá opinberum sjóðum við svona áföll. Sjávarútvegsráð- herra hafi lofað, eftir fund með hágsmunaaðilum í sjávarútvegi á mánudag, að rætt yrði við fulltrúa launafólks um bætur vegna fyrir- sjáanlegs tekjumissis. Arnar talaði við Valmund Val- mundsson, formann sjómannafé- lagsins Jötuns, í vikunni og þeir fóru yfir stöðuna sem upp er komin í loðnuveiðum og fyrirsjáanlegt tekjutap félagsmanna Drífanda og Jötuns. „Umræðan hefur eingöngu snúist um hversu miklu fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin tapi, en minna farið fyrir umræðunni um tap verkafólks og sjómanna. Við vorum sammála um að vinna saman að því að fara fram á bætur fyrir launatap sem er fyrirsjáanlegt með loðnu- veiðibanninu. Fyrirtæki borga tryggingagjald af öllum launum landverkafólks og sjómanna, þar með talið af vertíðar- launum undanfarinna ára. Þegar svona áfall kemur upp, hljótum við að gera þá kröfu að launþegar fái bætur út á þessar tryggingar. Tekjutapið er gríðarlegt og mis- munur á launum fiskverkafólks sem vinnur 40 tíma vinnuviku eða á vöktum í vikutíma er um 124.000 krónur auk bónuss sem er hærri í loðnu en bolfiski. Loðnuvertíð stendur í u.þ.b. sex til sjö vikur og sjö vikna launatap á vöktum jafngildir hálfs árs launum miðað við dagvinnu. Mjög algengt er að báðar fyrirvinnur heimilis hafi beinar tekjur af loðnuvertíð þ.e. í frystingu, bræðslu eða á sjó. Tekjutapið getur því samsvarað árs dagvinnulaunum á heimili. Hvaða heimili þolir slíkt áfall?“ Rætt verður við fulltrúa launafólks Arnar spurði Einar Kristin Guð- fmnsson, sjávarútvegsráðherra á fundi á mánudag hvort ríkisstjómin hefði uppi einhver áform eða væri tilbúin að ræða við hagsmunaaðila launafólks til að ræða um bætur. „Ráherra svaraði mér ekki á fund- inum en baðst afsökunar á því þegar ég innti hann eftir svörum eftir fundinn. Hann lofaði mér því jafn- framt að rætt yrði við fulltrúa launafólks um bætur vegna loðnu- veiðibannsins, færum við fram á það. Ég hef einnig rætt við Starfs- greinasambandið og þeir eru tilbúnir til að aðstoða okkur og koma að málinu." Hækkun á gjaldskrá Herj- ólfs mitt í niðurskurði Arnar sagðist vonast til þess að viðbótarkvóti verði gefinn út, en síðustu daga hafi þegar tapast hálfur milljarður. „Mitt í þessum niður- skurði kom hækkun á fargjöldum launafólks og farmgjöldum fyrir- tækja á Herjólfi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega þar sem á sama tíma er verið að lækka gjald í önnur samgöngumannvirki um allt að 20% á sama tíma. Sveitarfélög norðan Hvalfjarðar hafa hvað eftir annað ályktað um að gjöld í gegnum Hvalfjarðargöng standi íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu fyrir þrif- um. Gjald í göngin eftir lækkun er frá 460 krónum upp í fullt gjald 1.600 krónur t.d. fyrir bíl með fjóra farþega. Ef við förum með Herjólfi þá kostar það minnst 13.125 krónur á móti 460 krónum fyrir íbúa Vesturlands fyrir bíl og fjóra far- þega. Fullt verð er 21.600 krónur fyrir okkur á móti 1600 krónum fyrir þá. Ef þetta lága gjald sem er í göngin stendur atvinnuuppbyggingu norðan Hvalfjarðar fyrir þrifum, hver eru þá áhrifin hér af far- og farmgjöldum Herjólfs? Því tek ég heils hugar undir ályktun bæjar- stjórnar um verðlagningu á Herjólft en við þurfum reyndar að ganga mun lengra en hún gerir,“ sagði Arnar. ÞEIR standa vaktina í FES. Bragi, Þröstur og Stefán. Umræðan hefur eingöngu snúist um hversu miklu fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin tapi, en minna farið fyrir umræðunni um tap verkafólks og sjómanna. Við vorum sammála um að vinna saman að því að fara fram á bætur fyrir launatap sem er fyrirsjáanlegt með loðnuveiðibanninu, segir Arnar.. Lögreglan: Faldi sig inni í Féló og stal ferðasjóðnum Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en unt var að ræða þjófnað á peningum úr ferðasjóði félagsheimilisins Rauða- gerðis að kvöldi 18. febrúar sl. Er talið að sá sem þarna var að verki hafi falið sig inni í húsinu og síðan látið til skarar skríða eftir að starfs- fólkið var farið. Ekki er vitað hver þama var að verki en þeir sem ein- hverjar upplýsingar hafa um það eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Um var að ræða ferðasjóð krakk- anna sem stunda Féló. Ekki stór- mannlegt það. Yfirlýsing frá Starfsmannafálagi bazjarins: Mótmælir harðlega hækkun á Herjólfí Stjórn Starfsmanna- félags Vestmannaeyja- bæjar mótmælir harð- lega þeim hækkunum sem orðið hafa á far- gjöldum með Herjólft, yfirlýstum þjóðvegi milli lands og Eyja. Stjóm Starfsmanna- félagsins skorar á samgönguráðherra og þingmenn Suðurlands að draga til baka þær óréttmætu hækkanir sem orðið hafa á far- gjöldum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.