Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 UNDARLEG RÁÐSTÖFUN Það vakti mikla reiði hjá sjómönnum og útgerðarmönnum þegar hafrannsóknaskipin héldu til hafnar í Reykjavík og fóru ekki til leitar fyrr en á sunnu- daginn. Mynd: Sísí. Engu máli skipt að veiða þessi 80 þúsund tonn -segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE sem finnst jákvætt að reyndir loðnuskipstjórar eru nú um borð í Árna Friðrikssyni. Þar geta þeir spjallað og rökrætt við fiskifræðinga um það sem kemur fram á tækjunum ~Æm viðtöi ^ J Ómar Garðarsson itó- /n omar@eyjafrettir..is Sjávarútvegsráðherra ákvað að stöðva loðnuveiðar þann 21. febr- úar. Þessi ákvörðun er í samræmi við reglu um að að skilja eftir a.m.k. 400.000 tonn af loðnu í hrygningargöngu til að viðhalda loðnustofninum. Mælingar standa yfir en loðnusjómenn eru ósammála fiskifræðingum um það sem kemur fram á mælitækjum. Telja mun meiri loðnu á ferðinni. Hagsmunir eru miklir því allt að þriðjungur árstekna fólks í loðnu, bæði sjó- manna og landvinnslufólks, er í húfi og Isfélag og Vinnslustöð eru að missa 30% til 40% af tekjum sínum. Fréttir ræddu við þrjá loðnuskip- stjóra um ástandið á miðunum og hvernig staðan lítur út frá þeirra sjónarhól. Skipstjórarnir eru Guðmundur Huginn Guðmundsson, Eyjólfur Guðjónsson og Olafur Olafur Ágúst Einarsson sem allir eiga að baki áratuga reynslu af loðnuveiðum. „Við vorum ekkert að flýta okkur að byrja veiðar, ætluðum að fá sem mest verðmæti og taka loðnuna þegar hrognafylling er í hámarki," sagði Huginn þegar hann var spurður um vertíðina og ákvörðun sjávarútvegsráðherra að stöðva veiðarnar síðasta fímmtudag. „Þegar við byrjuðum voru ekki nema um 80 þúsund tonn eftir af kvóta íslendinga og hefði inanni ekki þótt mikið þó þá hefðu verið eftir 100 þúsund tonn. Það hefði ekki skipt nokkru máli að veiða þessi 80 þúsund tonn. Það hefði deyft höggið en við vorum að bíða eftir að gefrnn yrði út viðbótarkvóti en nú getum við ekkert gert nema vonað.“ Norðmenn fengu sitt Huginn segir að mikil reiði sé meðal íslenskra sjómanna vegna veiða Norðmanna sem fengu að klára sinn 35.000 tonna kvóta. „Þeir áttu að hætta þann 14. en Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra ákvað að gefa þeim kost á að veiða einn sólar- hring til viðbótar og fjölga skip- unum úr 25 í 40. Á þessum tíma tókst þeim að klára sinn kvóta en við sitjum eftir með sárt ennið.“ Huginn segir að grænlenski kvót- inn sé að nafninu til í eigu Græn- lendinga en skipið er í eigu fyrir- tækis sem íslendingar eiga. „Fyrst máttu þeir ekki veiða nema á ákveðnum svæðum fyrir austan en nú má skipið veiða hvar sem er við landið. Þarna hefur ekki verið gætt hagsmuna íslendinga og auðvitað átti það sama að gilda um okkur og Norðmennina, að fá að klára kvót- ann sem búið var að gefa út. Og það sama á aðgilda um Græn- lendinga og aðra útlendinga sem mega ekki veiða við Suðurland." Samkeppni við hvalinn En það eru fleiri sem vilja sína sneið af loðnunni, bæði er það hvalurinn sem álitið er að éti eina til tvær milljónir tonna á ári af loðnu og svo þorskurinn. Þeir sem starfa við loðnuveiðar og vinnslu óttast vaxandi andúð við loðnu- veiðar því þeir sem starfa við botn- fisk segja loðnuna mikilvægan hlekk í fæðukeðju þorsks. Huginn segist kannast við þetta sjónarmið og auðvitað sé rétt að þorskurinn étur loðnu. „Ef við hugsum okkur Breiðafjörðinn sem mikið hefur verið rætt um í þessu sambandi þá er rétt að loðnan gengur þar inn og á meðan étur þorskurinn loðnuna. Það er ekki nema einn mánuð á ári en undan- farin ár hefur Grundarfjörður verið fullur af síld og hún verið víðar í Breiðafnði. Síld er líka mikilvægt æti fyrir þorskinn ásamt kolmunna, spærlingi, rækju og fleiru. Þorsk- urinn er með sporð og hann leitar ætið uppi hvar sem það er að fmna,“ sagði Huginn sem telur samt að standa þurfi vörð gegn einhliða áróðri gegn loðnuveiðum. „Þetta er mjög massívur áróður þar sem menn eins og Arthúr Bogason og Grétar Mar eru framar- lega í flokki. Þetta sér maður líka á bloggsíðum þar sem skórinn er níddur af okkur sem stundum þessar veiðar og vinnslu." Meira af loðnu nú en undanfarin ár Þegar talið berst að loðnunni í dag segist Huginn óhikað getað sagt að ástand hennar núna sé betra en undanfarin þrjú til fjögur ár. „Það er þó sannarlega minna af loðnu núna en var hér fyrir nokkrum árum þegar við vorum að veiða þetta 700 þúsund til eina milljón tonna á vertíð. Við sjáum meira núna og ég væri ekki að halda þessu fram ef ég væri ekki búinn að tala við aðra skipstjóra sem eru sama sinnis.“ Hugmyndin um jafnstöðuafla í loðnu sem menn gætu gengið að vísum á hverju ári er athyglisverð að mati Hugins. „Fyrir nokkrum árum voru menn að tala um fastan kvóta upp á 500 þúsund tonn en núna var gefinn út 200 þúsund tonna kvóti fyrir vertíðina. Það er í fyrsta skipti sem það er gert í ein fjögur ár. Ástæðan var að árgang- urinn sem bera átti uppi veiðina fannst ekki á haustin en hann skil- aði sér svo þegar kom fram á ver- tfðina. I sumar fannst árgangurinn sem átti að standa undir veiðinni í ár og mældist 700 þúsund tonn í sumar. Hvar er þessi loðna núna?“ Hefði engu skipt að klára kvótann I ljósi þessa segir Huginn að engu hefði skipt þó Islendingar hefðu fengið að kiára þennan kvóta sem gefinn var út. „Þá hefðum við bara reynt að gera úr henni sem mest verðmæti. Eins og við höfum reyndar gert undanfarin tvö eða þrjú ár þegar allt hefur verið gert til að nýta sem best takmarkaðan kvóta.“ Hvað með framtíðina í þessum veiðiskap? „Ég er sammála því að fara eigi varlega en hugmyndin um jafnstöðukvóta finnst mér athyglis- verð. Þar er Hafró okkur ekki sam- mála því þeir vilja ekki gefa út kvóta fyrr en þeir finna einhverja loðnu. Það þarf meiri rannsóknir og dugar ekki að hafa eitt skip við loðnuleit. Fyrir nokkrum árum fórum við ásamt nokkrum skipum í loðnuleiðangur með Hafró og gafst það vel. Mér finnst jákvætt að reyndir loðnuskipstjórar eru nú um borð í Árna Friðrikssyni. Þar geta þeir spjallað og rökrætt við fiski- fræðinga um það sem kemur fram á tækjunum. Ég bíð spenntur eftir að heyra hvað kemur út úr því spjalli.“ Óttast þú að við séum að horfa upp á endalok loðnuveiða? „Nei. Ég er búinn að vera í þessu síðan ég var 18 ára, eða í 30 ár, og séð ýmislegt. Megum ekki níða skóinn hver af öðrum Menn eru sammála um að loðnu- stoppið 1983 hafi verið mistök því í ljós kom að það var nóg af loðnu. „Svo held ég að það hafi verið 1990 sem voru leyfðar mjög tak- markaðar veiðar. Aðeins í frystingu en við fórum ekkert á loðnu það árið, skiptum á henni og bolfiski við Isfélagið." Hefur þú áhyggjur af hvalnum? „Á meðan hann er ekki veiddur skapast ákveðið ójafnvægi. Þar sem er loðna þar er hvalur og er hnúfu- bakurinn mest áberandi. En það sem fer kannski mest í taugarnar á mér er þegar hagsmunahópar innan sjávarútvegs eru að níða skóinn hver af öðrum. Það er erfitt og leiðinlegt og við sem stundum loðnuveiðar fáum að finna fyrir því í dag,“ sagði Huginn að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.