Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 9 Ekki góð vísindi að vinna bara eftir dagatalinu -segir Ólafur Ágúst Einarsson, skipstjóri á Álsey VE sem er ósáttur við að loðnuveiðar skuli hafa verið stöðvaðar sem og að rannsóknaskipunum hafi verið siglt í land Viðtöl Sigurgeir Jónsson Sigurge @ intemet. is Ólafur Ágúst Einarsson, skipstjóri á Álsey VE, var með kast á síðunni þegar rætt var við hann um há- degisbilið á sunnudag. Líklega síðasta kastið á þessari loðnuvertíð ef allt fer eins og horfir. Álsey mátti fara og ná í 400 tonn og það gerðu þeir á sunnudag. Massífar lóðningar „Þetta er bara skelfilegt. Að vera hér í Meðallandsbugtinni í sól og blíðu, með massífa lóðningu niður í botn og þurfa svo að yfirgefa svæðið, líklega fyrir fullt og allt á þessari vertíð," sagði Ólafur. Hann sagði einnig að svo virtist sem mikil loðna væri á svæðinu. „Eg hef svo sem ekki legið í neinum rannsóknum en Gísli á Kap sagði mér að hann hefði keyrt u.þ.b. níu kílómetra í gegnum lóðningu án þess að hún slitnaði í sundur. Það er verulegt magn í slíkri lóðningu og maður á erfitt með að koma því heim og saman að nú skuli maður bara eiga að koma sér í land,“ sagði Ólafur. Ekki var neinum vandkvæðum bundið að ná í þessi 400 tonn, sem þeir áttu eftir á Álsey og þegar við ræddum við Ólaf voru þeir að dæla yfir í Guðmund VE, en Ólafur sagði að einungis frystiskip væru eftir á miðunum, hinir væru famir í land, búnir með sitt. Jú, það er vægt til orða tekið að ég sé ósáttur við þessa ákvörðun, ég fæ bara engan botn í hana. Um miðjan febrúar, heimilaði ráðherra HVAÐ verst þykir mér þó að blessaðir mennirnir skyldu gefast upp á þessum tíma og fara í land, segir Olafur. Norðmönnum að veiða sólarhring lengur en ákveðið hafði verið og að auki að fjölga skipum við veið- arnar, án samráðs við Hafró. Þann sama dag hélt Hafró fund með íslenskum hagsmunaaðilum og lagði til að hægja verulega á loðnu- veiðum og helst að stöðva þær. Eg á erfitt með að skilja að þetta tvennt skuli hafa gerst sama dag- inn,“ segir Ólafur. Verst að mennimir skyldu gefast upp „Hvað verst þykir mér þó að bless- aðir mennimir skyldu gefast upp á þessum tíma og fara í land,“ segir Ólafur og á þar við rannsókna- skipið. „Rétt í sama mund og hér var líf að kvikna og eitthvað hefði getað skýrst í þessum mælingum sem allt snýst reyndar um. Þetta er dýrmætur tími og með þessu líður allt of langur tími án þess að nokkrar athuganir séu gerðar." Og Ólafur hefur ákveðna skýringu á því hvers vegna sú ákvörðun var tekin að sigla rannsóknaskipinu í land á þessum krítiska tíma. „Ég held að eina ástæðan fyrir því hafi verið sú að þeir voru bara sjó- sprungnir, eins og það er kallað, búnir að vera það lengi úti og ákváðu að fara að vinna eftir dagatalinu en ekki náttúrunni. Það hefðu einhvem tíma ekki þótt góð vísindi í fiskveiðum að vinna eftir dagatalinu eingöngu," sagði Ólafur. „Þama em gífurlegir hagsmunir í húfi, þar sem hver dagur skiptir máli og svona vinnubrögð eru bara hreinn skandall." En er hann búinn að sætta sig við að endalok loðnuvertíöarinnar verði þessi? „Nei, við hreinlega neitum að trúa því að þetta verði ekki endurskoð- að. Þetta eru dýrmætir dagar og ég trúi ekki öðru en að þetta verði endurskoðað. Mér fannst þessi ákvörðun illa ígrunduð og ég er ekki einn um þá skoðun. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmynd- ar, sérstaklega þar sem afkoma fjölda manns og jafnvel heilla byggðarlaga er í húfi,“ sagði Ólafur og sagðist vona að fundur sem halda ætti með ráðherra á mánudag yrði til þess að hann endurskoðaði afstöðu sína og það sem fyrst. Hefði átt að leyfa veiðar áfram Eyjólfur Guðjónsson er marg- reyndur í loðnuveiðum, var skip- stjóri á Gullbergi VE um árabil en hætti á síðasta ári þegar útgerðin ákvað að snúa sér að bolfisk- veiðum. Fréttir ræddu við Eyjólf um þær aðgerðir að stöðva loðnu- veiðarnar og hvert hans álit væri á því. ívið seinna á ferðinni „Það er erfitt að segja um hvort þetta hafi verið réttmætt eða ekki. En mér finnst skrýtið að þetta skuli hafa gerst akkúrat á þessum tíma- punkti. Það er ekkert sem segir að þessi loðna sé ekki til. Það var búið að mæla þennan stofn upp á um 700 þús. tonn. Hrognafyllingin var ekki mikil hjá þeirri loðnu sem fannst, sem er eðliiegt, það er mun kaldara fyrir austan þessi mið og svo þegar hún var komin þangað í hlýrri sjó, þá var þetta í lagi, hún virtist bara vera ívið seinna á ferð- inni. En svo loksins, þegar er að verða stórstreymt og virkilega hægt að segja til um ástandið, þá loka þeir og sigla í land. Mér fannst þessi tímasetning furðuleg," segir Eyjólfur. „Það er líka annað sem ég hef aldrei skilið hjá fiskifræðingunum. Þeir segjast þekkja fiskinn, hafi þeir mælt hann og staðhæfa að það sé sami fiskur sem þeir fá síðan aftur inn á mæli. Ég stundaði veiðar í mörg ár en ég gat aldrei sagt til um það hvort fiskurinn, sem ég var að fá inn á dýptarmælinn, var sá sami og kom inn á hann daginn áður. Ég þekki ekki fiskinn þannig." Eyjólfur segir að sér hefði þótt eðlilegra að stöðva veiðarnar ekki alveg, heidur leyfa mönnum að veiða t.d. helming þess kvóta sem var úthlutað og meta svo stöðuna eftir það. „Menn voru búnir að halda að sér höndum í veiðunum, vildu bíða þess að loðnan yrði verðmætari, eins og eðlilegt er, en svo fá þeir algera stöðvun í kjölfar- ið sem ég held að fæstir hafi átt von á. Nú hef ég ekki verið á miðunum þannig að ég veit ekki af eigin raun hvernig ástandið er. En þeir skipstjórar sem ég hef talað við segja að það sé allt í lagi, það sé næg loðna þama.“ Enginn vill drepa síðasta kvikindið Nú man Eyjólfur eftir svipuðum atvikum frá liðinni tíð þegar veiðar voru stöðvaðar. Hvemig tóku menn því á þeim tíma? „Já, við vorum reknir heim og svo var ekki opnað fyrir veiðamar fyrr en á ákveðnum tíma. Eina vertíð- ina fengum við ekki að byrja fyrr en 20. febrúar. Auðvitað em veiði- menn aldrei sáttir við slíkar hömlur. En við verðum að horfast í augu við það að þetta er kerfi sem við EYJÓLFUR: Ólafur Karvel heldur því fram að loðnuveiðar gætu allt eins heyrt til undantekninga í framtíðinni, þar sem loðnan sé svo mik- ilvæg fyrir þorskinn að taka verði tillit til þess. höfum samþykkt að vinna eftir og enginn vill verða til þess að drepa síðasta kvikindið," segir Eyjólfur. Sú ákvörðun að hafa rannsókna- skipin í landi, einmitt á þessum tímapunkti, hefur verið mjög um- deild og Eyjólfur segir það vægast sagt furðulegt ráðslag. „En ég á alveg eins von á að þetta verði endurskoðað," segir hunn. „Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fór út á sunnudag og þar áttu Ioðnuskipstjórar að verða með í för. Ég held að menn hljóti að endur- skoða þessa ákvörðun, ekki síst miðað við þau viðbrögð sem hafa orðið við þessari stöðvun," segir Eyjólfur. „En svo var ég að lesa það sem Ólafur Karvel, fiskifræðingur, segir um loðnuveiðarnar. Hann heldur því fram að loðnuveiðar gætu allt eins heyrt til undantekninga í framtíðinni, þar sem loðnan sé svo mikilvæg fyrir þorskinn að taka verði tillit til þess. I gamla daga vorum við oft að fá fullt af þorski með loðnunni, hann var þá á kafi í henni en svo hin seinni ár kom það oftsinnis fyrir að þorskurinn hélt sig utan við loðnutorfurnar, jafnvel með tóman maga, eins og hann hefði ekki lyst á henni og spurning hvemig á því stóð. Það er margt sem vísindamennimir ekki vita og ekki við heldur,“ sagði Eyjólfur Guðjónsson að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.