Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 Verðum að komast -Og tryggja það að við missum ekki fram hjá okkur verðmætin, sagði sjávarútvegsráðherra á verið að jarða þá atvinnugrein sem ég hef stundað í 30 ár og ætlaði mér að stunda áfram. Þa s uppalinn í, sagði skipstjórinn á Alsey sem var heitt í hamsi Samantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Milli 50 og sextíu manns mættu á fund Einars Kr. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðheiTa, í Veslmanna- eyjum á mánudaginn. Þarna voru mættir m.a. útgerðarmenn, skip- stjórar og sjómenn og var skotið föstum skotum. Einn skipstjórinn sagði að verið væri að jarða loðnu- veiðar og presturinn væri Einar Kr. Guðfmnsson. Sú ákvörðun Hafró, að senda skip sín til hafnar um miðja síðustu viku, var harðlega gagnrýnd því hver dagur er dýr. Kom fram að bara í Vestmanna- eyjum er framleitt fyrir 60 til 100 milljónir króna á dag meðan á loðnuvertíð stendur. Verðmæti loðnuafurða var 3,3 milljarðar í Eyjum í síðasta ári það er því ekki lítið í húfi því heildarvelta í sjávar- útvegi í Eyjum var 13 til 14 millj- arðar á árinu. Einar svaraði fullum hálsi og sagði að miðin hefðu verið vöktuð allan tímann og aldrei hefði meiri peningum og tíma verið varið í lóðnuleit en einmitt í ár. Einnig var talsverður hiti í mönnum þegar rætt var um mismunandi niðurstöður fiskifræðinga og skipsljóra. A því sem kemur fram á mælitækjum er munurinn allt að tuttugufaldur. Snertir alla íbúa Vest- mannaeyja Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem stýrði fundinum, sagði að loðnu- brestur snerti alla íbúa í Vestmanna- eyjum, sem voru þann I. desember sl. 4044. Sagði Elliði að því mætti eiga von á hressilegum fundi. Varð honum að ósk sinni. Einar Kr. Guðfinnsson, landbún- aðarráðherra, sagðist því miður vera boðberi illra tíðinda en hann sagðist geta fullyrt að það væri fullur vilji stjórnmálamanna og vísindamanna að standa vel að verki. Benti hann m.a. á fjölgun leitardaga hjá rann- sóknaskipum Hafrannsóknastofn- unar. Einnig kom hann inn á að nú eru tveir reyndir loðnuskipstjórar, Guðmundur Sveinbjörnsson og Jón Eyfjörð, um borð í Árna Friðriks- syni sem leitar loðnu austur með Suðurlandi. „Það er okkar ásetning- ur að gera eins vel og hægt er í þess- um efnum. Hafrannsóknastofnum hefur átt nokkra samráðsfundi með hagsmunaaðilum til að fara yfir þessi mál. Síðast á föstudaginn þar sem gera átti upp þessa ákvörðun mína að stöðva loðnuveiðarnar sem tók gildi um hádegi á fimmtudag," sagði Einar. Hann kom inn á gagnrýni um að of nærri væri gengið loðnustofninum en 400 þúsund tonna reglan sem notast hefur við í áratugi hafi sannað sig og gefið af sér veiði upp á allt 700 þúsund til milljón tonn á ári. „Þessi regla er alveg óumdeild hvort sem þessi tala þarf að vera hærri eða lægri.“ Einar kvaðst vonast til þess að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu og vonandi fyndist meira magn þannig að hægt væri að gefa út meiri kvóta. „Ég geri mér fylli- lega grein fyrir mikilvægi loðnunnar fyrir Vestmannaeyjar og þýðingu hennar fyrir samfélagið í heild. Og ef við getum ekki fundið hana, veitt og nýtt núna verður hún ekki nýtt. Þetta er boðskapur minn núna en ég er ekki með neinn loðnukvóta í vasanum. Ég kem hingað með opinn hug til að ræða þessi mál því ég veit hvar eldurinn brennur heitast." HLUTI fundargesta á Kaffi Kró á mánudaginn. Einar: Geri mér fyllilega grcini fyrir mikilvægi loðnunnar fyrir Vestmannaeyjar og þýðingu hennar fyrir samfélagið í heild. Jarðarför þar sem prestur- inn er Einar Kr. Ólafi Einarssyni, skipstjóra á Álsey VE, var heitt í hamsi þegar hann tók til máls. Sagði hann nauðsynlegt fyrir Einar að kynnast því hvernig því fólki líður sem hefur afkomu sína af loðnunni. Byrjaði hann á að nefna veiðar Norðmanna sem hann sagði að Einar hefði framlengt um einn sólarhring og fjölgað skipum þeirra úr 25 í 40. Það hefði gefið Norðmönnum um 14.000 tonn en ráðherra greip inn í og sagði það hefðu verið tæp 6000 tonn. Ólafur ítrekaði að melduð hefðu verið 14.000 tonn eftir þennan sólarhring. „Helminginn af þessum afla, um 7000 tonn, hafa skip með einkennis- stafina VE borið af loðnu til Vest- mannaeyja það sem af er vertíð- inni,“ sagði Ólafur sem næst beindi orðum sínum beint til Einars. „Einar, mér fannst þú með lítið hjarta þegar þú fórst að fullu eftir ráðleggingum Hafró um niðurskurð á þorskinum en nú virðist það hafa Ólafur: Þegar við erum reittir til reiði hér í Eyjum eigum við það til að svara að sjómannasið stækkað einhverja ögn því eins og þú veist, þegar við erum reittir til reiði hér í Eyjum eigum við það til að svara að sjómannasið," sagði Ólafur og kom næst inn á þá til- fmningu sína þegar hann daginn áður, sunnudag, var á heimleið með aðeins 400 tonna skammt af loðnu í sól og blíðu. „Rennisléttur sjór eins langt og augað eygði og ég mátti aðeins veiða skitin 400 tonn. Á leiðinni í land leið mér eins og ég væri að fara í jarðarför. Það var verið að jarða þá atvinnugrein sem ég hef stundað í 30 ár og ætlaði mér að stunda áfram. Það var verið að jarða þá atvinnu- grein sem er lífæð í því byggðarlagi sem ég er fæddur og uppalinn í. Og hver jarðsöng? Það var séra Einar Kristinn Guðfinnsson. Hann var einn í athöfninni því meðhjálparinn, Árni Friðriksson, sá sér ekki fært að mæta.“ Og áfram hélt Ólafur: „Ég ætla að taka mér í munn orð hins ágæta útgerðarstjóra Samherja, Kristins Vilhelmssonar þegar þetta var rætt á fundi: -Það er stórbruni í gangi, slökkviliðið í kaffi, þegar kaffið er búið ætla þeir að taka helgina í rauðvínið,“ sagði Ólafur og vísaði til þess að hafrannsóknaskipin fóru loks út um hádegi á sunnudag eftir að hafa legið í Reykjavík í fjóra daga. „Þeir eru loks komnir af stað til að slökkva í glæðunum. Við verðum að vona að þeir nái einhverjum tonnum áður en hann brælir en það er hart að ráðast ekki á eldinn þegar logar mest. Það væri búið að reka slökkviliðsstjórann en hann er hér og heitir Einar Kristinn Guðfinns- son. Við skulum átta okkur á því,“ sagði Ólafur að lokum. Virðulegur prestur og slökkviliðsstjóri „Það verður að teljast virðulegt að vera bæði slökkviliðsstjóri og prestur," sagði Einar og var greini- legt að honum var ekki skemmt þó hann slægi á létta strengi. „En það hefur verið full alvara hjá okkur, Ólafur, að leita að loðnunni. Það má eflaust gagnrýna ýmislegt en ekki það að það haft ekki verið fullur vilji af hálfu stjómvalda að sinna loðnu- leitinni. Ég hef lagt mig fram um það og fiskifræðingamir hafa fullan hug á að ftnna loðnuna og af hverju ættu þeir ekki að hafa áhuga á því ef hún er til staðar?“ Um Norðmennina sagði Einar að veiðum þeirra hefði átt að ljúka á miðnætti 14. febrúar. „Ég tók þá ákvörðun að leyfa þeim að veiða áfram í einn sólarhring vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þá voru ríkj- andi. Og veiðin þann 15. var 5800 tonn, ég fengið upplýsingar um það. Þessi viðbrögð sýna að við erum í kröppum dansi og ég get vel skilið að menn séu pirraðir vegna Norð- mannanna. Ákvörðun mín var ekki röng og ég iðrast þess ekki að hafa tekið hana. Þetta er ekki stóra málið heldur það að við erum að leita að loðnu og setjum allan okkar kraft í það.“ Einar sagði að nú hefði komið fram gagnrýni á mælingar Hafró og eftir því sem hann vissi best hefðu menn þar á bæ tekið þeim vel. „Ég hef alltaf litið svo á að það sé verkefni sjómanna, útgerðarmanna, vísinda- manna og stjórnmálamanna að komast að hinu sanna og tryggja það að við missum ekki fram hjá okkur verðmætin ef þau eru til staðar. Það getur ekki verið að nokkur í þessu þjóðfélagi vilji að við missum út úr höndunum tíu eða tólf milljarða ef möguleikar eru á að búa þá til. Það er okkar sameiginlega verkefni." Hagsmunaárekstur? Aftur var komið að þætti Ólafs Einarssonar sem vildi fá að vita hvort ráðherrann ætlaði að beita sér fyrir auknum síldarkvóta á næsta fiskveiðiári vegna stöðunnar í loðn- unni. „Og getur það verið að hvorki þú eða Hafró hafið þorað að leyfa veiðar á meira en 200 þúsund tonn- um vegna þrýstings frá þeim sem hafa hag af þorskveiðum?" spurði Ólafur. Einar kannaðist við að hafa fengið harða gagnrýni á loðnuveiðarnar, m.a. frá þeim sem veiða og verka þorsk en það hefði engin áhrif haft á sig. „Þið hljótið að hafa heyrt þau rök að skera hafi orðið niður þorsk- inn af því búið væri að veiða alltof mikið af loðnu. Ég hef haldið því fram að 400 þúsund tonna reglan hafi staðist og hef miðað við það.“ Um síldina sagði Einar að hann hefði farið fram úr tillögum fiski- fræðinga í síldinni síðasta haust. Þeir hafi lagt til 130 þúsund tonn en hann leyfði 150 þúsund tonn. „Sýni mælingar að hægt sé auka síldar- kvótann stendur ekki á mér að leyfa það.“ Bergur Páll Kristinsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, sagði að haustið 2004 hefði hann verið á fundi með Þorsteini Sigurðssyni, loðnusér- fræðingi sem hafði verið mánuð í loðnuleit án þess að finna nokkuð. „í janúar 2005 fannst engin loðna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.