Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 15 Handbolti: Afturelding 28 - ÍBV 25 - Verma botnsætið Komnir upp að vegg Á sunnudaginn hélt meistaraflokks- lið ÍBV í handknattleik í Mosfells- bæ og mætti Aftureldingu f botnslag deildarinnar. Búast mátti við hörkuleik eftir að Eyjamenn sýndu það og sönnuðu að þeir geta staðið í þeim bestu eftir glæsilegan sigur gegn sterku liði Stjörnunnar. Þrátt fyrir góðan vilja tókst það ekki og lauk leiknum með 28:25 sigri gest- gjafanna. I hálfleik varstaðan 18:14. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Eyjamenn. Afturelding tók fljótt yfirhöndina og náði forystu sem byggðist á öflugri vörn sem var grunnurinn að góðri markvörslu. Leiddu þeir því í hálfleik með fjór- um mörkum 18:14. Hálfleiksræða Gintaras þjálfara hafði góð áhrif, Eyjamenn komu vel stefndir til leiks og spiluðu góða vörn. I kjölfarið kom markvarsla. Eyjamenn náðu að minnka muninn í GRÉTAR: Framundan er HK aðra helgi. Það er leikur sem við teljum okkur eiga góðan möguleika að vinna. eitt mark 20:19 eftir tíu mfnútna leik í síðari hálfleik. Afturelding tók þá leikhlé sem hafði virkilega góð áhrif á þá, þeir náðu aftur fyrri forystu og lögðu grunninn að sigrinum. Á þessum kafla kom upp það sem hefur hrjáð Eyjamenn sárlega í vetur, slæm sóknarnýting á mikil- vægum köflum sem leiddi til þess að Afturelding sigldi fram úr Eyja- mönnum og vann leikinn með þrem- ur mörkum 28:25. Staðan er ekki góð fyrir Eyjamenn sem enn sitja í neðsta sæti Nl-deild- arinnar með fjögur stig en Aftur- elding er einu sæti fyrir ofan þá með níu stig. Ljóst er að róðurinn verður þungur fyrir Eyjamenn það sem eftir lifir tímabils. Blaðamaður náði tali af Grétari Eyþórsyni eftir leikinn. „Stemmningin var bara góð að sjálfsögðu, það var mikið í húfí en sú stemmning skilaði sér ekki inn á völinn í byrjum leiks,“ sagði Grétar. „Það var ekkert sérstakt sem lagt var upp með í leiknum. Bara það að spila agaðan sóknarleik og að vera fljótir aftur í vöm. Við fórum illa með góð færi. Burtséð frá því hvað við spiluðum illa í fyrri hálfleik þá er það hrikaleg sóknamýting sem fór með okkur.“ Hvað viltu segja um þessa slæmu kafla sem hafa kostað ykkur leiki? „Það er lítið hægt að segja um þá, þeim hefur farið fækkandi og vonandi að þeir haldi því áfram. Framundan er HK aðra helgi. Það er leikur sem við teljum okkur eiga góðan möguleika að vinna. Við erum komnir upp að vegg núna og þurfum að fara að hirða stig og vona að Afturelding fari ekki vinna fleiri leiki.“ Góð þátttaka í maraþonskák 1352 skákir Vel heppnað skákmaraþon fór fram hjá Taflfélaginu um síðustu helgi. Mikill fjöldi tók þátt í maraþoninu að þessu sinni eða 102 manns, 79 karlar og 23 konur. Alls vom tefld- ar 1352 skákir á þeim 24 tímum sem maraþonið stóð, en það hófst á hádegi á föstudag. Þátttakendur voru á öllum aldri, sá yngsti þriggja ára og sá elsti var kominn yfir áttrætt. Margir krakk- arnir tefldu stíft og sum hver fóru varla heim til sín á þessum sólar- hring. Um nóttina voru haldin hraðskákmót á tveggja tíma fresti og voru þátttakendur oftast á milli 10 og 20 talsins, og létu margir góðir gestir sjá sig, svo sem bæjar- stjórinn sem tók þátt í a.m.k. einu mótinu og lögreglan leit við og tóku lögreglumenn skák við krakkana. Þetta er í annað sinn sem slíkur atburður er haldinn og tilgangurinn fyrst og fremst að skemmta sér, en líka vekja athygli á starfsemi félagsins og safna peningum. NA J 1 ‘ 1 IrfrA-jjh Líka var teflt út á gangstétt. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu - Lengjubikarinn og æfingaleikur: Algjör magalending gegn frískum Völsurum Meistaraflokkslið ÍBV karla í knatt- spymu lék tvo leiki um helgina, einn í Lengjubikamum og einn æfínga- leik. Fyrri leikurinn var á móti Islandsmeisturum Vals í Lengju- bikarnum. Valur mætti með sitt sterkasta lið en nokkuð marga leik- menn vantaði í lið IBV. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá Eyjamönnum sem hefðu líklega átt að fá vítaspyrnu þegar Alex, einn af nýjum leikmönnum IBV, frá Brasilíu, komst einn í gegn og var felldur innan vítateigs. Þetta átti eftir að reynast ÍBV dýrkeypt enda fengu þeir á sig mark skömmu síðar eftir afskaplega klaufaleg varnar- mistök. Eftir fyrsta markið opnuðust flóðgáttirnar og skoruðu Valsmenn alls sex mörk gegnu engu marki ÍBV. Á spjallsíðu ÍBV segist Heimir Hallgrímsson, þjálfari Eyjamanna, ósáttur við sína menn. „Ég var ekki hress eftir þennan leik. Ekki að það sé skömm að tapa móti Val en 6:0 er of stórt og það sem verra var að tölurnar gefa algjörlega raunhæfa mynd af gangi leiksins. Úrslitin segja okkur það að við verðum að herða okkur í undirbúningnum. Næstu helgi leikum við móti Breiðabliki sem er ekki síður en Valur að leika vel um þessar mundir.“ Seinni leikurinn var æfmgaleikur gegn Reyni frá Sandgerði sem féll úr 1. deildinni seinasta sumar. Það var ekki að sjá í byrjun leiks því Reynir komst yfir snemma leiks. Þá spýttu Eyjamenn í lófana. Var það Ingi Rafn Ingibergsson sem fór fyrir liðinu og skoraði þrennu og Alex eitt mark, lokatölur því 4:1 Eyja- mönnum í vil. Það er greinilegt að einhver þreyta var í liðinu í byrjun leiks en því lengra sem leið á leikinn því meiri urðu yfirburðir IBV. Eyjamenn eiga leik við Breiðablik næstu helgi í Lengjubikarnum en Breiðablik vann virkilega sannfærandi sigur á sterku liði Grindavíkur 1-5. Það þýðir að Eyjamenn þurfa að koma vel stemmdir í þann leik. Framtíðarfólk - Róbert Emil Aronsson Stefni á að komast á AMI Nafn: Róbert Emil Aronsson. Aldur: Ég er ellefu að verða tólf. Fjölskylda: Mamma heitir Hulda Sumarliðadóttir, fósturfaðir minn heitir Viktor F. Guðnason og svo á ég þrjá bræður, þá Guðna, Halldór og Kristin. Hvaða íþrótt/ir stundarðu: Sund, golf á sumrin, svo er ég mikið á hjólabretti og snjóbretti á vetuma. Uppáhalds íþróttamaður: Örn Arnarson. Uppáhalds íþróttafélag: ÍBV og Manchester United. Uppáhalds tónlist: Hlusta voða- lega mikið á útvarp og bara ýmsa tónlist. Uppáhalds kvikmynd: James Bond myndirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppáhaids sjónvarpsefni: Top Gear. Uppáhalds matur: Hamborgari. Uppáhalds drykkur: Vatn Eftirminnilegasta atvik: Eitt sinn var ég að keppa í baksundi og var að synda á fullum hraða og skallaði bakkann á sundlauginni. Kom heim með risastóra kúlu Hvert er markmiðið: Markmið mitt er að komast á AMI, sem er Aldursmeistaramót Islands. Mig vantar tvær sekúndur í tveimur sundgreinum. Áttu eitthvert gott ráð: Halda áfram að synda og vera duglegur að mæta á æfingar. Eitthvað að lokum: Bjarnarey er best! íþróttir A lands- liðsæfingu Kristján Tómasson, hinn efnilegi körfuknattleiksmaður hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaks- æfingum hjá U-16 ára landsliðinu. Kristján hefur þótt sýna mikla hæfileika undanfarið og ljóst er að mikið efni er þar á ferð. Þá hafa Alexander Jarl Þorsteinsson og Jóhann Rafn Rafnsson verið valdir til að taka þátt í úrtaks- æfingum hjá U-15 ára landsliðinu. Þetta er enn ein rós í hnappagatið hjá frábæru unglingastarfí körfu- boltans í Vestmannaeyjum. Þeir Amór Eyvar Olafsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson hafa aftur verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá eldri og yngri hóp U-19 ára landsliðsins í knattspyrnu. Gaman verður að fylgjast með framvindu mála ef þeir ná alla leið Sigur í þremur Fjórði flokkur karla í handbolta spilaði þrjá leiki um helgina og vann sigur í þeim öllum. Leikirnir voru gegn Fjölni en sá fór 15:23. Næsti var gegn Víkingum og hann vannst sannfærandi 19:27. Seinasti leikurinn var gegn Fylki en hann fór 17:20. Fjórði flokkur hefur staðið sig vel í vetur og stendur vel að vígi í 2. deildinni. Þeir sitja í fjórða sæti, aðeins fjórum stigum á eftir toppliðinu Gróttu. Að snúa tapi í sigurleiki KFS hafði sigur á Knattspymu- félagi Vesturbæjar 3:4 á KR-vell- inum eftir að hafa lent 0:3 undir í fyrri hálfleik. Mörk KFS skoruðu Sæþór Jóhannesson 2, Egill Jóhannsson og Hjalti Einarsson. Þetta er í þriðja skiptið sem Eyjamönnum tekst að snúa töpuðum leikjum í sigur og er Hjalti ánægður með sína menn. Framundan Föstudagur 29. febrúar Kl. 20.00 Afturelding-ÍBV 2. flokkur karla Laugardagur 1. mars Kl. 12.00 Afturelding-ÍBV 2. flokkur karla Kl. 17.00 ÍBV-KA 4. flokkur kvenna Kl. 18.00 Akureyri-ÍBV Ung- lingaflokkur kvenna Kl. 18.00 KA-ÍBV 4. flokkur kvenna Sunnudagur 2. mars Kl. 11.00 ÍBV-KA 4. flokkur kvenna Kl. 11.00 ÍBV-Akureyri Ung- lingaflokkur kvenna Kl. 12.00 KA-ÍBV 4. flokkur kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.