Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 1
Myndin Sæþór Vidó 35. árg. I 10. tbl. I Vestmannaeyjum 6. mars 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Öll dýrin í skóginum urðu vinir Þegar hafrannsóknaskipið Arni Friðriksson hélt úr höfn í miðju loðnustoppinu voru tveir reyndir loðnuskipstjórar um borð, Guð- mundur Sveinbjörnsson á Krossa- nesi SF frá Hornafirði og Jón Eyfjörð á Sighvati Bjarnasyni VE. Báðir eru ánægðir með þetta tæki- færi og telja að bæði þeir og fiskifræðingar hafi haft gott af því að bera saman bækur sínar með þessum hætti. Himinn og haf hefur verið á milli skoðana sjó- manna og fiskifræðinga á því hvað mikil loðna er á ferðinni. Þegar Fréttir ræddu við Guð- mund á Krossey var hann á Sel- vogsbanka á leið á miðin út af Herdísarvík. Hann sagði að þeir hefðu verið um borð í Árna í fjóra eða fimm daga. Hefði það verið mjög lærdómsríkt og leiðangurinn hafi gengið nokkuð vel. „Við höf- um deilt um það við fiskifræðinga hvað margar loðnur eru í hverjum rúmmetra af sjó. Þar hefur mikið borið á milli,“ sagði Guðmundur. „Við leituðum austur með Suðurströndinni og náðum að mæla nokkuð af loðnu áður en brældi fyrsta daginn. Næsta dag náðum við að mæla en aftur brældi og þá vorum við komnir austur að Ingólfshöfða. Þá settum við út myndavél sem góður Eyjamaður, Erlendur Bogason kafari, stjórnaði. Hún sýndi mjög þéttar torfur en nota þurfti ljós sem loðnan forðast.“ Svo var komið að þriðjudeginum stóra þegar Árni leitaði í vestur frá Ingólfshöfða og Huginn VE og þrjú önnur loðnuskip komu á móti. „Það mældist mjög vel en fiskifræðingarnir helltu yfir okkur formúlum sem við skildum ekkerl í. Loðnuskipin köstuðu og fiski- fræðingarskilduekkertíþví hvað mikið fékkst úr lóðningum sem virkuðu litlar.“ Guðmundur segir að fískifræð- ingarnir hafi þrátt fyrir það viljað hafa allan varann á en skipstjórinn á Árna, Erlendur og veiðar- færasérfræðingur, sem var um borð, hafi verið á bandi þeirra Jóns. „Ég held að bæði við skip- stjórarnir og fiskifræðingarnir höfum haft gott af þvf að vinna svona hlið við hlið. Öll dýrin í skóginum voru orðnir vinir og þeir töluðu um að þetta þyrfti að gera aftur.“ Guðmundur sagði að eftir að fiskifræðingarnir um borð hafi sent upplýsingar um loðnuleitina til Hafró, hafi þær verið lagðar fyrir nefnd innan stofnunarinnar sem síðan leggur tillögur fyrir ráðherra. „f nefndinni sitja tómir þorskhausar sem vilja friða loðnu,“ sagði Guðmundur en niðurstaðan var að gefinn var út 100 þúsund tonna kvóti miðviku- daginn 27. febrúar. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM nelÉhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐi SiyiURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM A MÓTI STRAUMU FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.