Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Qupperneq 4
I Bloggneimar Álsey VE: Smá bras og leiðindi Komnir inn til Helguvíkur með rifna nót. Vorum að skríða inn á Helguvík um kl tvö. Vorum með ansi myndarlegt kast í leiðinda veðri þegar við rifum nótina þar sem hún vafðist aðeins utan um blýteininn. Smá bras og leiðindi fylgdu þessu. Fengum þó sennilega um 4-500 tonn úr þessu og erum því komnir með 6-700 tonn. Þeir komu hingað frá Veiðarfæra- gerðinni Krosshúsum í Grindavík til að gera við. Veðrið gengur vonandi niður á meðan við klárum. Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 Magnús Bragason: Sveitaróman- tík í hríðinni Það er varla hægt að fara út úr húsi og höfum við haft það kósý í dag. Manni líður eins og maður sé upp í sveit og hefur bóndakonan í Helli verið dugleg í bakstri og mat- seld. Þetta er eins og á stórhátíðum. Vorum með tvo peyja í gistingu og hafa þeir og Friðrik verið duglegir að leika sér í sköflunum seinnipart dagsins. Maður verður að fara snemma að sofa. Verð sennilega að byrja að moka upp bílinn klukkan sjö. Það þýðir að maður verður að vera sofnaður um tíuleytið. Hvenær ætli bændur byrji að mjólka á morgnana? Tómas Sveinsson: Dýpstu neðan- sjávargöng í heimi Jæja þá er búið að opna ný neðan- sjávargöng í Noregi og er kostnaður langt undir því sem Vegagerðin hefur verið að tala um að kostnaður yrði við gangagerð til Eyja, en nálægt því sem Árni Johnsen hefur talað um. Það er því spurning hvort stjórn- völd ættu ekki frekar að ræða við Norðmenn, eða þeirra vegagerð til þess að losna við bæði spennu og kergju sem virðist vera á sumum bæjum í þessu máli. Kirkjur bazjarins: landa- kirkja Fimmtudagur 6. mars Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Pálínuboð. Kl. 20.00. Kaffihúsamessa í Safnaðarheimili Landakirkju. Kaffihúsakór Landakirkju syngur undir stjóm Ósvalds Freys Guðjónssonar. Föstudagur 7. mars Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 9. mars Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta með miklum söng og gleði sem bama- fræðarar og prestar Landakirkju sjá um. Kl. 13.00. NTT-9-10áraí Safnaðarheimili Landakirkju Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall í Safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Kl. 16.00. ETT-11-12 áraí KFUM&K-húsinu. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 10. mars Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Þriðjudagur 11. mars Kl. 14.20. og 15.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Miðvikudagur 12. mars Kl. 13.40. og 14.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 6. mars Kl. 20:30 Biblíulestur Laugardagur 8. mars Kl. 20:30 Bænastund Sunnudagur 9. mars Kl.13 Samkoma. Bamastarf á sama tíma Allir hjartanlega velkomnir Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkirkian Laugardagur 8. mars Við bjóðum þér til að rannsaka með okkur Ritninguna kl. 10:30 og njóta guðþjónustu kl.l 1:30. Eric Guð- mundsson, prestur okkar, mun stjóma umræðum og prédika. Sjáumst! Eigðu góðan dag. Eyjamaður vikunnar: Matgozðingur vikunnar: Mangókjúklingur og litla syndin góða Mango-kjúklingur 5-6 bringur salt/pipar 4 rif hvítlaukur 1 peli rjómi ló krukka Mangochutney 1 msk. karrí Kjúklingurinn skorinn niður í litla bita, kryddaður með salti og pipar, steiktur á pönnu. Þegar kjúkling- urinn er alveg að verða steiktur er lauknum og öllu dótinu hellt út á og hrært saman. Látið malla í svona 15 mín. Borið fram með með hrísgrjónum og brauði. Eftirréttur: Litla syndin ljúfa Uppskrift fyrir sex. 140 gr smjör 140 gr 70% súkkulaði 2egg 3 eggjarauður 140 gr flórsykur 60 gr hveiti Smjör og súkkulaði brætt saman Egg og eggjarauður þeytt saman, bætt í flórsykri og þeytt áfram, súkkulaðiblöndu hrært saman við Matgœðingurinn er Ragnar Grétarsson. (má ekki vera heitt) og hveiti í lok- in. Deigið geymist í 2-3 daga í ísskáp. Notið álform, setjið í formin, má ekki fylla alveg, bakið í 9 mín við 220° , sett í heitan ofn, ekki blástur. Þarf að standa í þrjár mín. Áður en hvolft er úr mótunum þarf að renna hnífsblaði hringinn áður en hvolft er yfir diskinn. Eg þakka Heiðari fyrir áskorunina og skora á Ágúst Guðmundsson, Sóleyjargötu 8 að gefa næstu upp- skrift. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar, íslenska Gámafélagsins og Gröfu- þjónustu Brinks hafa haft nóg að gera við snjómokstur undanfama daga. Ekki hefur snjóað eins mikið í Eyjum í heil fjörutíu ár og bærinn nánast á kafi í snjó á sunnudags- morgun. Þar af leiðandi var tölu- verður handleggur að koma götum í það horf að hægt væri að ganga um þær hvað þá aka. Starfsmennirnir eru allir Eyjamenn vikunnar að þessu sinni. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, forstöðumaður Þjónustu- miðstöðvar, lagði ríka áherslu á að hann kæmi fram sem fulltrúi þeirra sem hafa unnið við snjómokstur bæði hjá Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja sem og Islenska Gámafélaginu og Gröfuþjónustu Brinks. Nafn: Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafsson. Fæðingardagur: 27. nóvember 1947. Fæðingarstaður: Reykjavík, uppalinn vestast í vesturbænum á Bræðraborgarstíg 10. Fjölskylda: Eiginkona mín er Þuríður Kristín Kristleifsdóttir og eigum við fjögur böm, Jónu Sig- ríði, Kristleif, Sigþóru og Ólaf Kristján. Bamabömin em ellefu. Draumabíllinn: Mercedes Benz Uppáhaldsmatur: Nánast allur matur, naut, humar, ítalskur matur svo eitthvað sé nefnt, einhver ítali í mér. Versti matur: Selskjöt. Uppáhalds vefsíða: Þær eru margar, helst fréttasíður, fer oft á dag inn á Eyjasíðurnar eyjafrettir.is og eyjar.net. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bítlarnir em efstir á blaði, en tónlist almennt höfðar mikið til mín og spannar sú flóra nokkuð vítt svið. Aðaláhugamál: Það er fjölskyldan, og svo auðvitað íþróttimar. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Frelsarann Jesú Krist, vonandi gerist það samt ekki á næstunni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er Heimaey, kom í heimsókn 1965 og hef nánast ekki farið síðan. Féll bæði fyrir konunni og eyjunum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Þeir eru margir, þar á Guðmundur Þ.B. Ólafsson er Eyjamaður vikunnar meðal vinur minn Palli Almars og svo auðvitað öll barnabörnin sem stunda íþróttir. ÍBV er mitt félag og svo auðvitað Wolverhampton Wanderers. Meðan þeir eru ekki í efstu deild læt ég Liverpool hrella mig með mjög misjöfnum leikjum. Ertu hjátrúarfullur: Það örlar á því. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei, en ég tek einn og einn leik í snóker. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spennumyndir, fréttir, fræðslu- myndir og íþróttir. Hefur ekki verið brjálað að gera við mokstur: Jú, allur mannskap- urinn á fullu og öll tæki bæjarins notuð Hvernig hefur vinnufyrirkomu- lagið verið: Við reynum að halda stofnleiðum opnum og vinnum okkur svo inn í íbúðarhverfin. Hvað hefur verið erfiðast: Fyrir uta allan þennan snjó, þá hefur það ekki hjálpað okkur hversu margir reyna að vera á ferðinni á bílum sínum í þessari ófærð. Svo hefur álagið á mannskapnum verið mikið og stundum lítinn svefn að hafa. Er mikið hringt í ykkur/ kvartað: Það er mikið hringt í okkur, sumir kvarta, aðrir biðja um upplýsingar um hvenær rutt verði hjá þeim og svo þau símtöl sem okkur þykir vænst um, þeir sem hrósa okkur, og þeir hafa verið nokkrir. Það er líka ágætt að fá upplýsingar um hvað við getum gert betur, en það tekur mikinn tíma þegar sömu aðilar hringja margoft inn, eiga að vita að við erum bara að gera okkar besta. Vil minna á upplýsingar um snjómokstur á vefsíðu bæjarins vestmannaeyjar.is Hvernig bregðist þið við þegar hlánar: Við erum að hreinsa neðst í bænum þar sem við búumst við mesta álaginu og fylgjumst með þar sem opna þarf fyrir niðurföll. Annars vil ég hvetja fólk til að gæta vel að niðurföllum við hús sín og vera á varðbergi á hverjum tíma þegar von er á asahláku. Einhver skilaboð að lokum: Allir starfsmenn, bæði frá Þjónustu- miðstöð Vestmannaeyja, Islenska Gámafélaginu og Gröfuþjónustu Brinks, sem komið hafa að snjó- ruðningunum, bæði þeir sem vinna á tækjum sem og þeir sem eru í handmokstrinum, eiga miklar þakkir skilið fyrir fórnfúst starf, þar sem þeir hafa lagt sig alla fram. Þeir eru menn vikunnar. Því miður er starf þeirra stundum vanmetið. Eg vil benda bæjarbúum á að sýna okkur þolinmæði og gera sér grein fyrir því að ástandið hefur ekki verið eðlilegt. Bendi á að heimurinn ferst ekki þó svo að við þessar aðstæður haldi þeir sig heima sem það geta og í það minnsta að skilja vanbúinn bílinn eftir heima. Ey|a- fréttirJs -fréttir millí Frctta Skiljum vanbúna bíla eftir heima

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.