Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 Lögregla, Björgunarfélag og bazjarstarfsmenn: Höfðu í nógu að snúast í snjónum Tryggvi Kr.: Gefum fuglunum Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi, sendi okkur þessa mynd sem hann tók út um stofuglugg- ann hjá sér. Þar voru mætt- ir snjótittlingar sem rifu í sig fuglafóðrið sem hann hafði hent út um gluggann. Vill Tryggvi minna fólk á smáfuglana nú þegar snjórinn hylur hverja einustu þúfu og hvergi strá að fmna fyrir þessa vini okkar. Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og um helgina við að koma fólki á milli staða vegna þess óveðurs og ofankomu sem gekk yfir eyjarnar um helgina. Alls bárust lögreglu á milli 70 og 80 beiðnir frá fólki um að komast á milli staða, af þeim voru á milli 40 og 50 beiðnir um að komasl í Herjólf á sunnudagsmorgun. Mikil ófærð var á götum bæjarins á sunnu- dagsmorgun og naut lögreglan aðstoðar Björgunarfélags Vestmannaeyja við að koma fólki á milli staða. Auk Björgunarfélagsins voru menn á vel búnum jeppabifreiðum fólki til aðstoðar við að komast leiðar sinnar. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar reyndu eftir fremsta megni að halda götum bæjarins opnum á sunnudagsmorgun en gekk það erfiðlega sökum ofankomu og fannfergis. Þrír ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið og var í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis en ökumenn höfðu lagt öfugt miðað við akstursstefnu. Möfnin: Olafur til vinnu á ný Ólafur Kristins- son, sem verið hefur í veikinda- leyfi undanfarna mánuði, tók formlega aftur við sem hafnarstjóri frá 1. mars sl. Þetta kom fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Sveinn Rúnar Valgeirsson, sem gegnt hefur starfi hafnarstjóra undanfarna mánuði, mun þó áfram annast markaðssetningu Vestmanna- eyjahafnar og verkstjórn hafnarvarða sam- hliða skipstjóm á Lóðsinum o.fl. Ráðið staðfesti ofangreinda breytingu á verklagi á yfirstjórn og bauð Ólaf velkominn til starfa á ný. HÓPURINN á fundi. Þorsteinn Þorsteinsson, Friðrik Stefánsson, Alma Eðvaldsdóttir, Hilniar Kristjánsson, Skapti Örn Ólafsson, Daníel Reynisson og Bjartmar Sigurgeir Sigurðsson. Kraftur í kringum ísland á tveimur tuðrum: Ævintýraferð til styrktar góðu málefni -mikilvægt að hitta aðra sem hafa verið í svipuðum sporum, segir fulltrúi félagsins Næsta sumar ætlar tíu manna hópur frá Vestmannaeyjum í hringferð í kring um landið á tveimur slöngu- bátum og styðja gott málefni í leiðinni. Ferðinni er ætlað að vekja athygli á Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Slöngubátarnir koma við á tólf áfangastöðum á landinu og á ferðin örugglega eftir að vekja verðskuldaða athygli. „Þessi hugmynd kom upp og við leitum nú að styrktaraðilum og erum að skipuleggja og undirbúa ferðina," sagði Alma Eðvaldsdóttir, einn talsmanna hópsins „Það er meiningin að sami hópur fari alla leið, ferðin hefst 16. júní og við komum til Eyja 4. júlí í tengslum við goslokin. Við erum tíu sem stöndum að ferðinni, tveir keyra á milli staða á bíl og átta manns ferðast þessa leið á tveimur bátum. Þetta er í raun ævintýraferð til styrktar góðu málefni." Daníel Reynisson, félagi í Krafti, segir megintilganginn með verkefn- inu vera að vekja athygli á félaginu og það sé gott fyrir félagið að fá umfjöllun og kynningu í fjöl- miðlum. „Félagið sem var stofnað 1999 er í raun samskiptabrú milli okkar sem erum í félaginu og þeina sem eru að greinast. Við erum fyrst og síðast til staðar fyrir þá og aðstand- endur þeirra. Við reynum að finna einhvern úr okkar röðum sem hefur gengið í gengum meðferð á sam- svarandi meini og einstaklingur sem er að hefja meðferð því það skiptir svo miklu máli að hitta ein- hvem með svipaða reynslu. Þegar ég greindist fékk ég samband við einn stofnfélagann í Krafti en hann hafði greinst með eitlafrumu- krabbamein rétt eins og ég hafði greinst með. Það skipti miklu fyrir mig að hitta hann í Perlunni með fallega fjölskyldu og allt í góðu lagi. Það er svo mikilvægt að sjá aðra sem hafa verið í svipuðum sporum," segir Daníel og leggur áherslu á orð sín. Daníel segir Kraft vera með góða aðstöðu í Skógarhlíð 8 þar sem félagsmenn geta talað saman en það sé allur gangur á því hvar félagsmenn hittist. „Við bjóðumst til að kíkja á fólk þar sem því liður best að hitta á okkur, hvort heldur á kaffihúsi eða í heimahúsi, leyfum einstaklingum svolítið að stýra þessu. Við reynum að benda á leiðir t.d. með tryggingar en ungt fólk hefur oft tekið á sig tniklar skuld- bindingar og hefur þar af leiðandi fjárhagsáhyggjur. Við bendum á leiðir eins og stéttarfélög og sjúkra- sjóði og ég minni á að við höfum gefið út bókina Lífs-kraftur sem við gefum og stendur til boða á öllum sjúkrahúsum. Krabbameinsfélagið er með félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðing á sínum snærum og þær eru til- búnar að leiðbeina fólki og við erum í samstarfi við sálfræðing um að byggja upp Stuðningsnetið okkar þannig að við leggjum okkur fram um að leiðbeina þeim sem á þurfa að halda," sagði Daníel. Tæplega 1300 manns greinast á hverju ári með krabbamein og hluti þeirra er ungt fólk sem Kraftur vill ná til og styðja. Framkvazmda- og hafnarröð: Möguleikar á stórskipahöfn Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri og Sigurður Smári Benónýsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi, greindu frá fyrirliggjandi upplýsingum um mögulegt grjótnám í Eyjum og væntanlegri endurskoðun á Aðal- skipulagi Vestmannaeyja 2002- 2014. Ráðið samþykkir að fela hafnar- stjóra að gera samning við Siglingastofnun um athugun á grjót- námi í Vestmannaeyjum sem nýtist við gerð brimvarnargarðs. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar: Þakið seig undan snjóþunganum Þakið á Fiskimjöls- verksmiðju Vinnslu- stöðvarinnar fór að síga undan snjó- þunganum á mánu- dag. Sigurður Frið- björnsson, verk- smiðjustjóri segir starfsmenn hafa mokað mesta snjónum af en að þakið hafi sigið um eina 20 sentimetra þar sem mest er. Eyjafrettir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.