Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 13 Notalegt að fara í nudd -og slaka aðeins á -segir Erla Gísladóttir nuddari PrJS VIÐTOL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is I síðustu Fréttum var sagt frá því hvað hreyfing og léttar Iíkamsæf- ingar skipta miklu máli fyrir þá sem glíma við bakverki og ýmis vandamál í stoðkerfi líkamans. Þeir eiga kost á að fara í bakskóla og stunda vatnsleikfimi undir umsjón sjúkraþjálfara og margir fá mikla bót og komast til heilsu á ný. Margir glíma við vöðvabólgu sem virðist fylgifískur kyrrsetuvinnu auk þess sem stress og álag hefur mikil áhrif og veldur óþægindum í herðum og hálsi. Nudd er eitt besta ráðið við vöðvabólgu og hefur hjálpað mörgum enda er nudd alda- gömul lækningaaðferð. Fyrir fólk á öllum aldri Erla Gísladóttir útskrifaðist frá Nuddskóla íslands 1999 og rekur Nuddstofu Erlu við Faxastíg. Hún hefur nóg að gera því til hennar leitar fólk sem þjáist af vöðva- bólgu en henni fylgja ýmis óþæg- indi eins og höfuðverkur og vöðva- verkir. „Það kemur alls konar fólk til mín og þetta er fólk á öllum aldri," segir Erla þegar hún er spurð hverj- ir leiti helst til hennar. „I 99,9 % tilfella kemur fólk til mín vegna þess að það er með vöðvabólgu og viðskiptavinir biðja miklu sjaldnar um slökunarnudd. Það er nánast alltaf axlir, háls og mjóbak sem er að þjaka fólk. I rauninni er nuddið það eina sem dugar gagnvart vöðvabólgu og alls kyns vöðva- teygjur. Svo er bara rosalega ERLA: Ég fæ til mín fólk sem er jafnvel hætt að sofa fyrir verkjum og það er auðvitað hræðilega erfitt. Bestu meðmælin sem ég fæ er þegar þetta sama fólk kemur og segir að sér líði betur eftir fyrsta skiptið og svo kemur það brosandi og er farið að sofa alla nóttina. notalegt að fara í nudd og slaka aðeins á," segir Erla og bætir því við að í rauninni sé slökun helm- ingurinn af nuddinu. Erla segir að fólk fái ekki endi- lega vöðvabólgu vegna þess að það vinni svo mikið heldur sé mikill hraði og álag í nútímasamfélagi. „Ég hef fengið fólk til mín sem finnur ekki hvað það er stressað og telur sig vera afslappað og í góðu jafnvægi. Maður fattar þetta ekki sjálfur og verður oft samdauna ástandinu. Tölvuvinna fer oft rosa- lega illa með fólk og þeir sem vinna við tölvur ættu að standa reglulega upp og teygja úr sér. Það er ágætt að labba inn á kaffistofu, fá sér vatnsglas eða bara standa upp og hreyfa sig aðeins. Fólk virðist stífna upp við tölvuna þó það sé með góð borð og ágætis vinnu- aðstöðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hreyfa sig reglulega og vera ekki alltaf í sömu stellingunni því það er ávísun á vöðvabólgu." Aldagamalt hjálpar- meðal Erla bendir á nudd sé aldagamalt og að samkvæmt austurlandaspeki skipti slökun og teygjur verulegu máli. „Eg fæ til mín fólk sem er jafnvel hætt að sofa fyrir verkjum og það er auðvitað hræðilega erfitt. Bestu meðmælin sem ég fæ er þegar þetta sama fólk kemur og segir að sér líði betur eftir fyrsta skiptið og svo kemur það brosandi og er farið að sofa alla nóttina. Það eru auðvitað mikil meðmæli með nuddi og sýnir að það skiptir verulegu máli. Ég held líka að snerting skipti miklu máli í þessu sambandi, sérstaklega í þessum hraða og stressi sem fylgir nú- tímalífi. Við þurfum að vera dugleg að faðma börnin okkar því snert- ingu fylgir hlýja og notalegheit." Þegar Erla er spurð hvort fólk komi reglulega í nudd segist hún vera með viðskiptavini sem komi alltaf einu sinni f viku. „Þetta fólk velur að fara í nudd frekar en að eyða í eitthvað annað. Við höfum alltaf val og áherslurnar eru auð- vitað misjafnar. Nudd getur verið lífstíll og í sjálfu sér fyrirbyggjandi og slökunin sem fylgir er afskap- lega góð og mikilvæg öllum sem vilja láta sér líða vel. Það getur því styrkt fólk andlega og líkamlega," sagði Erla. Með öndunaræfingum komum við lífsorkunni af stað -segir Hafdís Kristjánsdóttir jógaleiðbeinandi Hafdís Kristjánsdóttir, leiðbeinandi hefur ekki aðeins leiðbeint fólki í gegnum ýmsar styrktar- og þolæf- ingar í líkamsrækt heldur leggur hún áherslu á að fólk læri að hlusta á lfkamann og styðst þá við jóga- fræðin. Hafdís hefur verið með jóganámskeið í vetur og nú hafa sextíu manns lokið byrjendanám- skeiði. Eitt framhaldsnámskeið er í gangi núna þar sem ákveðinn kjarni hittist tvisvar í viku og stundar jógaæfingar. Auk þess er Hafdís með Body balance í hádeginu á föstudögum sem byggist á svipuðum grunni. Að hlusta á líkamann „Mestu máli skiptir er að maður lærir að hlusta á líkamann í jóga. Við lítum inn á við, hlustum á lík- amann og gerum ekki meira en það sem hann ræður við," segir Hafdís þegar hún er spurð hvað sé svona sérstakt við jóga. „Maður á aldrei að fara yfir sársaukamörkin og það er mikilvægt að hver og einn þekki sín takmörk. Tónlistin sem við notum er róleg og nemendum mínum gefst kostur á að koma 15 mínútum fyrir tímann þannig að það má segja að þeir séu komnir í ró og lentir þegar tíminn byrjar." Hafdís segir að hægt sé að ná góðu jafnvægi með því að stunda jóga reglulega þó dagsformið sé misjafnt. „Sama æfing virkar mjög misjafnlega eftir tímum. Maður fer Hafdís: Það er tvennt ólíkt að slaka á við kertaljós eða yfir sjónvarpi. kemur svífandi út. Slökunin er punkturinn yfir i-ið. að stúdera líkamann og með æfing- um erum við að virkja sogæðakerfi, styrkleika og meltingarstarfsemi. Jóga byggir á fimm þúsund ára gömlum fræðum og er talið hafa lækningamátt. Öndunaræfingar eru lykill að jóganu auk þess sem það byggist mikið upp á teygjum og styrkleikaæfingum. Með öndunar- æfingum fáum við lífsorkuna af í slökun ert þú að hlaða batteríin og stað og í jógafræðunum er sagt að við fæðumst ekki með ákveðinn árafjölda heldur með visst marga andardrætti. Við þurfum þess vegna að dýpka andardráttinn því þá lengjum við líf okkar. I nútíma- þjóðfélagi er mikið stress og erill og því fylgir stuttur andardráttur og staðreynd að sjúkdómar koma í kjölfarið. Ahrif jóga skila sér inn í daglega lífið því fólk verður miklu meðvitaðra um sitt líkamlega og andlega ástand." Líkamsrækt nauðsynleg Hafdís segist sjálf vera mikill orkubolti og hún hafi aldrei getað ímyndað séð hvað jógaæfingarnar geri henni gott. „Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir likama og sál en jóga leggur upp úr því að þú lítir inn á við og ræktir sjálfan þig. Þess vegna má segja að það sé mikil sjálfsstyrking í jóga sem geri okkur að sterkari og jákvæðari einstak- lingum. Teygjur skipta miklu máli því við erum að lengja vöðva og verðum ekki eins stirðbusaleg. Þú verður ekki stirður við það að vera gamall en gamall við það að vera stirður. Vellíðan fylgir teygjum og það skiptir miklu að láta andar- dráttinn vinna með sér. Síðan er slökun í lokin og hún er alveg í fimmtán mínútur og gefur okkur ofsalega mikið. Það er svo sjaldan sem fólk leyfir sér að slaka á. Það er tvennt ólíkt að slaka á við kertaljós eða yfir sjónvarpi. í slökun ert þú að hlaða batteríin og kemur svífandi út. Slökunin er punkturinn yfir i-ið."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.