Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I ll.tbl. I Vestmannaeyjum 13. mars 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 1 www.eyjafrettir.is ALSEY VE á miðunum. Sigurður Olafsson stýrimaður, fyrir miðju, stjórnar sínum mönnum af myndugleik og ^^ Halli Óskar fylgist með. ™ Loðnuvertíðinni fer senn að ljúka : Bjargast fyrir horn m -Menn eru að nýta þennan litla kvóta, sem þeir fengu, mjög vel ¦i og hann fer að langstærstum hluta í hrognatöku Það blés ekki byrlega þegar loðnuveiðar voru stöðvaðar 20. febrúar sl. en þær voru leyfðar aftur viku seinna þegar loðna mældist í stórum torfum rétt fyrir austan Eyjar. Vertíðin virðist ætla að bjargast fyrir horn því stór hluti aflans hefur verið nýttur í hrognatóku og þannig tekist að skapa sem mest verðmæti úr út- hlutuðum kvóta sem var um helmingi minni í ár en undanfarin ár. Það bjargar líka miklu að úr loðnunni fást úrvals hrogn sem fara að lang- stærstum hluta á Japansmarkað. Vertíðinni er senn lokið og eru sum skipin nú í sínum síðustu túrum. Menn lifa þó enn í voninni um vestan- göngu sem stundum hefur gefið vel. ísfélagið með helmingi minni kvóta Isfélag Vestmannaeyja á eftir um 2.500 tonn af úthlutuðum loðnukvóta og reiknað er með að skip félasins ljúki veiðum fyrir helgi. Eyþór Harðar- son, útgerðarstjóri, sagði að af þeim tæplega 30 þúsund tonnum sem væru komin í hús hefðu hátt í 20 þúsund tonn farið í hrognavinnslu og hitt til manneldis. „Þessi vertíð bjargast fyrir horn þó svo að kvótinn hafi ekki verið svona lítill síðan 1982. ísfélagið mátti veiða 31.500 tonn á ver- tíðinni á móti 60.000 tonnum í fyrra þannig að þetta er helmingi lægri úthlutun. Kvótinn er svo lítill að við gátum ekki sinnt vinnslunni á Þórshöfn og mun minna var fryst á Japan og Rússland. Þá var mun minna brætt en í meðalári. Staðan er samt allt önnur en þegar loðnuveiðar voru stöðvaðar." Kaupendur ánægðir Vinnslustöðin var með 16.000 tonna kvóta á loðnuverðíðinni og geymdi 13.000 tonn þar til hrognavinnsla hófst og eiga nú eftir 3000 tonn. Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri, sagði að í frystihúsinu hefðu verið fryst 2400 tonn af loðnu og svo hefðu menn einbeitt sér að hrognavinnslu. „Staðan er fín, veðrið gott og við teljum að hægt verði að klára þetta um og yfir helgi. Eg reikna með að við verðum búnir að frysta í byrjun næstu viku," sagði Sigurjón Gísli og var því næst spurður út í gæði vörunnar. „Þetta eru úrvals hrogn. kaupendur hafa verið að taka þau út hjá okkur og eru yfir sig ánægðir. Menn eru að nýta þennan litla kvóta, sem þeir fengu, mjög vel og hann fer að langstærstum hluta í hrognatöku á Japansmarkað. Við fögnuðum því í dag að vera búnir að framleiða yfir 1000 tonn af hrognum," sagði Sigurjón Gísli þegar spjallað var við hann í gær, miðvikudag. Ágætis kropp ísleifur VE var norðnorðvestur af Garðskaga um miðjan dag í gær, miðvikudag. Gísli Garðarsson, skipstjóri, sagði heldur rólegt yfir veiðunum og loðnan farin að liggja mikið niðri á botni. „Við erum með lítið, um 400 tonn en það var ágætis kropp hjá bátunum í gær. Við verðum að vona að við náum því sem eftir er af kvótanum en það er meira af hæng en hrygnu í þessu núna," sagði Gísli og átti von á að þeir héldu af stað í land um kvöldið enda eingöngu dagyeiði núna. Tíu skip voru á svipuðum slóðum og Isleifur. Sparisjóðurinn: Stofnbréf byrjuð að seljast -Verðið á bréf í kringum 20 milljónir Tillaga um að auka stofnfé um allt að milljarð var samþykkt á stofn- fjárfundi Sparisjóðs Vestmanna- eyja í október á síðasta ári. Sjötíu stofnfjáreigendur áttu forkaups- rétt að stofnfjáraukningunni en samkvæmt samþykktum Spari- sjóðsins takmarkast eignarhlutur einstaks stofnfjáreiganda við 5% hámark af heildarstofnfé. Útboði á 350 milljón króna aukningu stofnfjár lauk 5. desem- ber og allir stofnfjáreigendur not- færðu sér forkaupsrétt til að kaupa 5 milljóna króna stofnfjárhlut hver um sig. Sú breyting varð einnig á þessum fundi að nú gæti stofnfjáreigandi framselt hluta af sínu stofnfé. Stofnfjáreigendur þurfa því ekki að eiga jafna hluti og gæti þeim fjólgað ef núverandi eigendur framseldu einum eða fleiri aðilum hluta af sínu stofnfé. Þór Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður, var spurður í vikunni hvort einhver stofnfjáreigandi hafi óskað eftir framsali á sínum stofn- fjárhlut en stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja þarf að samþykkja framsal áður en af því getur orðið. „Það hafa orðið nokkur framsöl en það er ekki í stórum stíl. Nokkrir stofnfjáreigendur hafa framselt sína stofnfjáreign til annarra og það er ekki í neinu til- felli framsal á sama nafn þannig að stofnfjáreigendur eru enn 70 talsins. Við vitum ekkert um sölu- verðmæti þessara stofnfjárhluta enda kemur það ekki inn á borð hjá okkur og það sem við þurfum meðal annars að fylgjast með er að enginn stofnfjáreigandi ráði yfir stærri hlut en nemur 5% af heildarstofnfé auk fleiri þátta." sagði Þór. Fréttum er kunnugt um tvo sem keypt hafa stofnbréf og er verðið um 20 milljónir á bréf eftir því sem næst verður komist. Ekki er búist við mikilli sölu á meðan núverandi óvissa ríkir á mörk- uðum. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM SMURSTÖÐOGALHUÐABÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. ne%4iamar \/ÉI A- nr- Ríl A\/FRk,c;TÆFll VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.