Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 2
Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 Unnið að stofnun Sjávarrannsóknamiðstöðvar í Eyjum Ætlað að styðja vísindastarf allt frá leikskóla upp í háskóla -Auk þess að þjónusta ferðmenn, segir Elliði Vignisson, formaður stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja i Samantekt Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Þekkingarsetur Vestmannaeyja var stofnað í janúar sl. og er stofnun þess liður í endurskipulagningu rannsókna- og háskólastarfsemi í Vestmannaeyjum. Páll Marvin Jóns- son hefur verið ráðinn forstöðu- maður Þekkingarsetursins sem yfirtekur starfsemi Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja. Starf- semin verður þó umfangsmeiri þar sem mikil vinna hefur farið í þarfa- greiningu vegna framtíðarhúsnæðis og undirbúningsvinnu að stofnun Sjávarrannsóknamiðstöðvar í Eyj- um sem mun starfa í nánum tengslum við Þekkingarsetur Vest- mannaeyja. Ný hugmyndafræði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, er for- maður stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja og þegar hann var spurður hvaða breytinga mætti vænta með stofnun setursins og nýráðnum forstöðumanni, svaraði hann því að með stofnun nýs þekkingarseturs væri verið að horfa til nýrrar hugmyndafræði sem bygg- ir á því góða starfi sem hingað til hefur verið unnið innan Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja. „Stærsta breytingin er sú að litið er á þekkingarsetrið sem klasasamstarf þekkingareininga sem samnýta að- stöðu og mannafla til að efla starf- semi sína. Þannig hafa til að mynda bæði Hafró, HÍ, Matís og fleiri hug á að fjölga starfsmönnum sínum enda hvergi meiri möguleikar fyrir slfka starfsemi en í Vestmanna- eyjum." Enn fremur sagði Elliði að Vest- mannaeyjabær hefði mikinn hug á að tengja starfsemi Náttúrugripa- safns nánari bóndum við fræðastarf og vísaði hann í því samhengi á minnisblað þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum um stofnun sjáv- arrannsóknamiðstöðvar sem áætlað er að verði einn af kjölfestum Þekk- ingarsetursins. Þarf hentugt húsnæði I minnisblaðinu kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi fullan hug á að beita sér fyrir stofnun sjávarrann- sóknamiðstöðvar í Vestmannaeyjum í samstarfi við sjálfstætt starfandi vísindamenn, útgerðir í Vestmanna- eyjum, ríkið og fleiri. Enn fremur kemur þar fram að hugmyndin sé að sjávarrannsóknamiðstöðin komi til með að innihalda þrjú svið innan sinna vébanda; grunnfræðslusvið sem annast skal fræðslu til grunn- og framhaldsskóla, þekkingarsvið sem annast skal rannsóknir og fræðastarf á háskólastigi og safna- svið sem annast skal upplýsingagjöf og afþreyingu tengda náttúru Vest- mannaeyja fyrir ferðamenn. Finna þarf slíkri stofnun hentugt húsnæði og er það meðal fyrstu verkefna Vestmannaeyjabæjar og að sjálfsögðu er stefnt að því að sjávar- -MANNAUÐUR er lykilatriði í samkeppnishæfni, hagþróun og bættum lífskjörum, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri og formaður stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja. rannsóknamiðstöð samnýti húsnæði með öðrum stofnunum sem falla undir þekkingarsetur Vestmanna- eyja. Grunnfræðslusvið Þar sem fjallað er um grunnfræðslu- sviðið segir að grettistaki þurfi að lyfta í náttúruvísindum á grunn- og framhaldsskólasviði. „Stefna okkar sem vinnum að sjávarrannsókna- miðstöð er að eitt af grunnsviðunum veiti slíkan stuðning með þvf m.a. að setja upp tilraunaaðstöðu fyrir almenning og skólahópa. Slíka tilraunaaðstöðu er að finna víða í söfnum erlendis, líkt og Explora- torium í San Fransisco, og Experi- mentarium, í Kaupmannahöfn. Aðstaðan, sem yrði sett upp hér, yrði með sérstakri áherslu á stuðn- ing við jrunnskólanemendur og kennara. I tilraunahúsinu yrði rekið vísindasafn eins og í fyrirmynd- unum, þar sem gestir „læra með því að framkvæma" og áhersla er lögð á að gera vísindin ljóslifandi með hugvitssamlegum tilraunauppstill- ingum. Margir möguleikar Skipulagðar yrðu ferðir skólahópa sem fengju leiðbeiningar frá kenn- urum sínum, með fulltingi starfs- manna tilraunaaðstöðunnar. Annar, ekki veigaminni hluti, yrði endur- menntun raungreinakennara og stoðkerfi fyrir þá til þess að auð- velda uppbyggingu kennslunnar í skóiunum. Að síðustu myndi starfs- fólk tilraunahússins vera til ráð- gjafar við útgáfu námsefnis og kaup kennslutækja auk þess að hýsa raun- vísinda- og tækniklúbba barna og aðstoða við þátttöku í vísindakeppn- um. Starfsemi tilraunahússins gerði raungreinakennurum í framhalds- og grunnskólum mögulegt að um- bylta kennsluháttum sínum." Þekkingarsvið I minnisblaðinu segir að þekk- ingarsvið miðstöðvarinnar hefði það hlutverk að styðja við menntun- og rannsóknir á háskólastigi, veita aðstöðu til búratilrauna á atferli og lífeðlisfræði fiska og annarra sjáv- ardýra og veita aðgang að full- komnum rannsóknarbúnaði fyrir haf- og fiskirannsóknir. Ennfremur segir að ef hugmyndir nái fram að ganga hefjist viðamiklar atferlis-, far- og búsvæðarannsóknir á þorski sumarið 2008. „Um er að ræða rannsóknaverkefni þar sem mark- miðið er m.a. að afla mikilvægra upplýsinga um far og atferli þorsksins á hrygningarsvæðum út af Suðurlandi. Vestmannaeyjabær telur ástæðu til að fullnýta þau sóknarfæri sem með þessu kunna að skapast og samtvinna fræðastörfin við safna- starf á sviði náttúruvísinda. Nái hugmyndin fram að ganga verður byggð upp aðstaða sem er ekki fyrir hendi á Islandi og þó víðar væri leitað. Lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og byggja upp þekkingu á þessu sviði sem er ein- stök á heimsvísu. Ef vel tekst til mun aðstaða miðstöðvarinnar í raun valda byltingu í haf- og fiski- rannsóknum hvað varðar getu til að rannsaka far og atferli fiska og annarra sjávardýra. Þessa þekkingu hefur skort en aukin þekking á fari fiska á milli hafsvæða sem og á milli hrygningar- og fæðusvæða og út- breiðslusvæða mismunandi stofn- brota mun styrkja þann gagnagrunn sem ráðgjöf um nýtingu auðlind- arinnar byggir á. Yrði einstök á alþjóðlegan mælikvarða Rannsóknaraðstaða við sjávarrann- sóknamiðstöðina í Vestmannaeyjum yrði einstök á alþjóðlegan mæli- kvarða og byði þannig erlendum og innlendum vísindamönnum upp á sérhæfða og einstaka rannsókna- aðstöðu sem fyrirfinnst ekki annars staðar við Norður-Atlantshaf. Þannig skapast sóknarfæri til að taka á móti tugum og jafnvel hundr- uðum erlendra nemenda og vísinda- manna sem þar með leggja sitt af mörkum til söfnunar þekkingar á náttúru Vestmannaeyja og haf- svæðinu hér í kring." Safnasvið Að lokum er fjallað um Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja og fellur undir safnasvið. Þar kemur m.a. fram að sýning Fiska- og nátt- úrugripasafnsins samanstandi í dag af þremur mismunandi viðfangs- efnum - steinasafni, fuglasafni og fiskasafni. „I viðbót við þessa þætti er fyrir- hugað að gera jarðvísindum hátt undir höfði og þá sérstaklega það er tengist jarðhræringum á Heimaey og í Surtsey. I Fiska- og náttúru- gripasafninu er stærsta safn landsins af lifandi sjávardýrum og fullyrða má að það sé sérlega vel viðeigandi í Vestmannaeyjum, einum mesta útgerðarstað landsins. I fiskasafninu eru 12 ker eða búr með lifandi fiskum. I búrunum eru nokkrar tegundir helstu nytjafiska sem veiðast við fsland, auk krabba, krossfiska og annarra sjávarhrygg- leysingja. Nú er hins vegar kominn tími til gagngerra breytinga á rekstri þessa merkilega safns og er fyrir- hugað að verja allt að 200 millj- ónum í uppbygginguna og tryggja þar með stöðu safnsins á landsvísu. Markmiðið með endurnýjun safnsins er m.a. að gera sýningar á hinu nýja sviði allt í senn skemmti- legar, fróðlegar og gagnvirkar. Þær þurfa að höfða bæði til barna og fullorðinna og gestir þurfa að fá að snerta og prófa, ekki bara að skoða myndir og lesa texta uppi á vegg. Margmiðlun sögunnar, vísinda- krókur og barnahorn eru ómissandi þættir í góðri sýningu. Nýir tímar útheimta fjör á sýningum og söfnum sem ætla að miðla þekkingu þannig að eftir verði tekið. Stefnt er að því að gera gestum kleift að „upplifa" sýningar sem sterkast, finna til- finningar eins og spenning, gleði, sorg og reiði. Með því að sameina safnið og aðstöðuna í sjávarrannsóknamið- stöðinni næst einnig fram hag- ræðing í uppsetningu á ýmsum búnaði og tækjum og á sama tíma færum við rannsóknirnar nær almenningi og gerum þær aðgengi- legar og spennandi." Lykilatriði búsetuþróunar Elliði sagði að lokum að uppbyg- ging á Þekkingarsetri og Sjávar- rannsóknamiðstöð væru í raun skref á þeirri vegferð að þróa samfélagið í Vestmannaeyjum enn nær þekk- ingarsamfélagi en áður hefur verið. „Eitt af lykilatriðum búsetuþróunar er sá kraftur og frumkvæði sem fylgir háskólasamfélagi. Hér í Eyjum eigum við gríðarlega möguleika á sviði háskólastarfs, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu. Við hjá Vestmannaeyjabæ, sem og þeir aðilar sem standa að Þekkingarsetrinu, ætlum að fylgja fast eftir hugmyndum um uppbygg- ingu háskólasamfélags hér í Vestmannaeyjum. Landsvæði hér á landi, eins og svo víða erlendis, eru í óða önn að þróast í átt til þekkingarhagkerfa og í því ætlum við að taka þátt. Við teljum að mannauður sé lykil- atriði í samkeppnishæfni, hagþróun og bættum lífskjörum. Það er alveg ljóst í okkar huga að hér í Eyjum er mikill mannauður og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem í honum felast ekkert síður en fiskinn í sjónum. Framtíðarsýn okkar felur í sér að hér rísi öflugt háskólasam- félag sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu, tengdri okkar einstöku náttúru og sérstæða mannlífi." ÍJlgefandi: Eyjasýn eM. 480278-0549 - Vestmannaeyjuin. Bitetjóri: Óniar Garðarsson. Blaðamonn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Scheving. Iþróttir: Ellert Scheving.ÁDyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna; Kyjasýn/ Eyjaprent. Vestinaniiaeyjiim. Aðsetnr ritetjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. fretör@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is KRK'ITIK koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í laiisasölu á Kletti, TYistinum, Toppnum, Vönival, Herjólfi, Flugliafharversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIK eru aðilar að Saintökum bæjar- og héraösfrétfablaða. Eftírprentun, hljóðritun, notkuii ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.