Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Side 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 Bldggheimar Eyjamaður vikunnar: Kirkjur bazjarins: Þorkell Sigurjónsson: Horngrýtis kjaftæði Á netmiðlinum eyjar.net kemur fram að Árni Johnsen alþingis- maður talar um, að nú sé nóg komið af hvim- leiðri umræðu um krónu og evru. Nær væri fyrir bloggaranna í umhverfi okkar sem eru að blaðra út og suður (Bjarni Harðar og Samfylkingarfólk?), og hætti þessu homgrýtis kjaftæði. Snúi sér heldur að málefnum sem máli skipta í þessu þjóðfélagi og kannski er þetta einnig sneið til ríkisstjórnarinnar því hún hefur verið frekar treg í taumi, þegar komið hefur að umræðu um mótvægis aðgerðir. Það er ekki að ástæðulausu að Ámi Johnsen hafur áhyggjur þar sem forsætis- og fjármálaráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast engar áhyggjur hafa af framvindu mála á landsbyggðinni. Huginn VE: Skyttuvaktin Jæja þá koma myndir af gömlu köllunum, en það var sett í þeirra hendur að taka mynd- ir af vaktinni og þetta er það sem var hægt að nota, þeir eru hörku duglegir kallar og rosa sætir en góðir myndasmiðir eru þeir ekki, svo gleymdu þeir að taka mynd af Viðari og verður hann örugglega rosa sár, en það verður bara sett mynd af honum næst. En af okkur er það að frétta að við fómm til Eyja og léttum á okkur, drifum okkur svo á sjó og náðum okkur í afla í dag og erum bara í vinnslu núna og gengur vel, erum að verða komnir með eitt lag í lest- ina. Þetta er farið að verða soldið lokalegt á þessu hérna, lítið að sjá en samt hægt að hitta í hana og eru einn og einn að fá góð köst, og auðvitað þar á meðal við, við klikkum ekki á Hugin. En Japsinn er rosalega ánægður með hrognin okkar, alltaf að gefa okkur þumalinn upp og segir að þetta sé það besta sem hann hefur séð og erum við mjög stoltir af því, við ætlum því að koma með myndir af honum á morgun og jú auðvitað Viðari, svo kynnum við jafnvel nýjan vélstjóra til sögunnar. þá er ekki meira í bili kv. Hugins- menn. Guðmundur VE: Með afla á ný Jæja þá erum við komnir með afla á ný. Við náðum á miðin í tíma og vorum þar um átta eytið í gær- kvöldi. Það var ekki mikið mokið á miðunum enda loðnan byrjuð að dreifa sér og erfitt að ná góðum köstum. Nema hvað okkur tókst að snara hana og fengum við mjög gott í kastinu eða um 400 tonn. Það er eiginlega meira en við gerðum okkur vonir um svo að það var bara fínt. Við fylltum á alla vinnslutanka og steisinn svo að við eigum nóg í vinnsluna. Loðnan var stödd um 8.5 sml. norðvestur af Garðskaga og á hún ekki langt eftir í hrygningu. Ætlum að tefla á Heimakletti Grunnskóli Vestmannaeyja varð Islandsmeistari bamaskólasveita í skák annað árið í röð um síðustu helgi og sigraði, með 30 vinninga. Sveit Islandsmeistaranna skipuðu þeir Kristófer Gautason á fyrsta borði, Daði Steinn Jónsson á öðru borði, Ólafur Freyr Ólafsson á þriðja borði og Valur Marvin Páls- son á fjórða borði. Drengirnir eiga þess nú kost að fara á Norðurlanda- mótið í sveitakeppni barnaskóla, sem haldið er í Finnlandi í byrjun september nk. Kristófer Gautason er yngstur í sveit Islandsmeistar- anna og hann er Eyjamaður vik- unnar að þessu sinni. Nafn: Kristófer Gautason Fæðingardagur: 29. janúar 1997 Fæðingarstaður: Reykjavík Fjölskylda: Pabbi Karl Gauti, Mamma Sigurlaug og bróðir minn Alexander. Draumabíllinn: Land Cruiser! Uppáhaldsmatur: Tacco, ýsa með tómatsósu og reyktur lundi. Versti matur: Bollur og súrmatur Uppáhalds vefsíða: www.skak.is og www.skak.eyjar.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Popp. Kristófer Gautason er Eyjamaður vikunnar. Aðaláhugamál: Skák, fótbolti og fjölskyldan. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Guð! Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar og Örsundsbro í Svíþjóð þar sem NM var í haust. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag. Hermann Hreiðars- son, ÍBV og EVERTON Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta og skák. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simpson og Prison Break. Var mótið erfitt: Já, þetta var mjög stressandi. Kom eitthvað á óvart: Að við skyldum vinna, ég bjóst alls ekki við því þar sem við erum svo ungir. Er munur á því að tefla við stelpu eða strák: Já, smá, maður verður stressaðri móti stelpunum. Hvað er næst á dagskránni: Páskafrí í skólanum en það verður teflt um páskana. Og svo ætlum við að tefla uppi á Heimakletti þegar það verður orðið gott veður. Og ég mæli með því að sem flestir kíki inn um dyr í Skákfélaginu. Eitthvað að lokum: Já ég vil þakka þeim sem voru með mér í sveitinni fyrir skemmtilega ferð, þeim Daða Steini, Óla Frey, Val Marvin og svo vil ég líka þakka Birni Ivari og Sverri fyrir að kenna okkur. Matgazðingur vikunnar: Indverskt gúllas og smákökur Matgæðingur vikunnar, Ágúst Guðmundsson býður upp á gúllas- rétt og smákökur. Indverskur gúllasréttur fyrir fjóra 600 gr nautagúllas 4 msk. olía 2 laukar 2 hvítlauksgeirar 2 msk. karrý Vi tsk. engifer Vi tsk. kanill salt og pipar eftir smekk 1 'Æ msk. hveiti 5 dl vatn 2 tsk. kjötkraftur I msk. creamed cocoanut I msk. sítrónusafi 1 msk. púðursykur 2 msk. tómatmauk Brúnið gúllasið á djúpri pönnu. Takið svo af og færið upp á disk. Steikið laukinn á sömu pönnu þar til hann verður Ijósgulur. Blandið saman karrýi, engifer, kanil, hveiti, salti og pipar og setjið saman við laukinn. Steikið við vægan hita í litla stund og bætið þá kjötinu út í með vatni og kjötkrafti. Sjóðið í u.þ.b. hálfan annan tíma eða þar til kjötið veður meyrt. Gætið þess að vatnið gufi ekki allt upp og ágætt Matgœðingurinn er Agúst Guðmundsson. að bæta vatni einstaka sinnum út í réttinn og hræra í. Nú er bætt við creamed cocoanut sem er leyst upp í heitu vatni, sítrónusafanum, púðursykrinum og tómatmaukinu, hrært vel og látið malla í 5-10 mínútur. Indversk hrísgrjón eru nauðsynlegt meðlæti og mango chutney mauk. Einnig er gott að bera fram ferska ávexti t.d. mangóávöxt eða banana. Sumum finnst nan-brauð vera ómissandi með indverskum mat en einnig er gott að hafa smurða brauðsneið eða snittubrauð með. Hafið nóg af svaladrykk með matnum. Smákökur Þar sem það eru páskar framundan þá gefum við góða uppskrift af kökum sem Ása bakar. 600 gr hveiti 300 gr sykur 250 gr púðursykur 300 gr smjörhíd 100 -150 gr saxað súkkulaði 100 gr kókosmjöl, ristað á pönnu 2egg 1 tsk. natron 1 tsk. salt ( sléttfull) 2 msk. kakó 1-2 msk. volgt vatn vanilludropar Allt hnoðað saman í lengjur. Kælt yfir nótt, skorið í kökur og bakað við smákökuhita. Eg þakka Ragnari fyrir áskorunina og skora á Ingólf Grétarsson (torf- kofaœtu) sem nœsta matgœðing. Gamla myndin: MYNDIN að þessu sinni er af Runólfi Jóhannssyni skipasmíðameistara (1898-1969) og konu hans, Kristínu Skaptadóttur (1906-1992), til heimilis í Olafsvík við Hilmisgötu. Með þeim eru á myndinni börn þeirra þrjú sem okkur vantar enn nöfnin á. Við höfum sama hátt og venjulega að biðja glögga lesendur Frétta að koma við á bókasafninu eða hringja í síma 481 1184. landa- kirkia Fimmtudagur 13. mars Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Föstudagur 14. mars Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Laugardagur 15. mars Kl. 14.00. Utför Þorsteins Þorsteins- sonar (Dodda). Sunnudagur 16. mars. Pálma- sunnudagur Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og gleði. Litlu lærisveinarnir koma og syngja undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur og Árna Óla. Barnafræðarar og prestar Landakirkju. Kl. 13.00. NTT - 9-10 ára í Saf'naðarheimili Landakirkju Kl. 14.00. Messa með altarisgöngu. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Öm Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall í Safnaðarheimilinu að athöfn lok- inni. Kl. 16.00. ETT -11-12 ára í KFUM&K-húsinu. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 17. mars Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Þriðjudagur 18. mars Kl. 20.00. Aukaæfmg hjá Kór Landakirkju. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli Il.OOog 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20:30 Bænastund Sunnudagur Kl.13 Samkoma. Bamastarf á sama tíma Allir hjartanlega velkomnir Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur 15. mars Við bjóðum þig velkomin(n) til að eiga með okkur góða stund í kirkjunni okkar að Brekastíg 17. Samverustundin hefst klukkan 10:30, biblíurannsókn og umræða. Sjáumst! Eigðu góðan dag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.