Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 6
Fréttir/Fimmtudagur 13.mars2008 *Þ Lögreglan - Rólegheit: Ung á öldurhúsum Öllu rólegra var hjá lögreglunni í vikunni sem leið en undan- farnar vikur. Nokkur erill var þó fyrri hluta vikunnar vegna ófærðar þar sem ekki var búið að ryðja allar götur fyrr en líða tók á vikuna. Þrátt fyrir að þó nokkur fjöldi manns hafi verið á skemmtistöðum bæjarins um helgina var ekkert alvarlegt sem kom upp á. Lögreglan hafði reyndar afskipti af nokkrum ungmennum sem ekki höfðu aldur til að vera á vínveitingastöðum bæjarins og var þeim vísað út af þessum stöðum. Lögrcglan: Þrír stútar það sem af er árinu Af umferðarmálum er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og er þetta þriðji ökumaður ársins sem grunaður er um ölyun við akstur. A sama tíma í fyrra hafði einungis einn ökumaður verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur, en fimm árið 2006. Þá liggur fyrir ein kæra vegna hraðaksturs þar sem ökumaður var stöðvaður vegna hraðakstus á Strandvegi en hann mæld ist á 64 km/klst. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um minniháttar óhöpp var um að ræða í öllum tilvikum og engin slys á fólki. Lögrcglan: Stolið úr bifreið Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á kortaveski og GSM- síma úr bifreið sem stóð efst á Herjólfsgötu aðfaranótt 6. mars sl. Þar sem engar upplýsingar eru um hver þarna var að verki óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverja humynd hafa um, hver eða hverjir þarna áttu hlut að máli, hafi samband við lögreglu. OKKAR menn á Samfés, Guðmundur og Andri. Eyjakrakkar fjölmenntu á Samféshátíð 2008 - Tveir Eyjapeyjar tóku þátt í söngkeppninni: Mættu með frumsamið lag Samféshátíð 2008 og Söngkeppni Samfés fór fram um síðustu helgi. Tæplega sextíu krakkar frá Féló í Eyjum ásamt fimm starfsmönnum mættu á hátíðina og skemmtu sér vel. Tveir Eyjastrákar, þeir Andri Fannar Valgeirsson og Guðmundur Óskar Sigurmundsson, báðir í 10. bekk grunnskóla, tóku þátt í söng- keppninni og stóðu sig vel. Haraldur Ari Karlsson fylgdi hópnum eftir en krakkarnir fóru með fyrri ferð Herjólfs á föstu- deginum og komu til baka á sunnu- dag. „Það gekk allt vel hjá okkur og nóg um að vera. Við gistum í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæ og krakkarnir voru alveg til fyrir- myndar. Söngkeppnin fór fram á laugardeginum og Andri Fannar og Guðmundur Oskar kepptu þar fyrir hönd Féló. Þeir stóðu sig frábær- lega og voru með frumsamið lag og ólíkir öllum öðrum keppendum," sagði Haraldur Ari, ánægður með sína menn. „Þetta var rqsalega gaman," sagði Guðmundur Oskar þegar hann var spurður út í keppnina en um þrjátíu atriði komu fram í Söngkeppninni. „Andri Fannar samdi lagið og við sömdum textann saman. Þetta var mjög spennandi og við fengum góðar viðtökur. Við erum á fullu á músíkinni og þetta var góð reynsla því það voru um sex þúsund manns sem hlustuðu á okkur. Það var auðvitað svolítið stressandi en mjög gaman," sagði Guðmundur Óskar. Umhverfis- og framkvæmdasvið ræður nýjan stjóra: Kem til með að hafa yfir- umsjón með framkvæmdum -segir Ólafur Þór Snorrason sem tekur fljótlega við af Frosta Gíslasyni Ólafur Þór Snorrason verður fram- kvæmdastjóri umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar og tekur við af Frosta Gíslasyni sem hefur fljótlega störf hjá Nýsköp- unarmiðstöð íslands með aðsetur í Vestmannaeyjum. Sjö sóttu um starfið en það eru: Ólafur Þór Snorrason iðnrekstrar- fræðingur og vélstjóri II stigs. Hinir eru Hreinn Ómar Smárason, iðn- rekstrarfræðingur af markaðssviði, Ólafur Kristinn Tryggvason, BS í véla-/iðnaðarverkfræði, Hörður Baldvinsson, Diploma í markaðs-og útflutningsfræðum, og gerð við- skiptaáætlana og stjórnun, sem allir eru upprunnir frá Eyjum. Hregg- viður Ágústsson, byggingariðn- fræðingur og Friðrik Björgvinsson meistari í vélvirkjun og diploma í véliðnfræði, búa báðir í Eyjum og loks er það Sigurður S. Jónsson sem á ólokið námi í tæknifræði. Formlega verður gengið frá ráðn- ingu Olafs Þórs á bæjarstjórnar- fundi á fímmtudag. „Eg hef starfað sem þjónustustjóri útgerðar hjá Isfélagi Vestmannaeyja frá því í júní á síðasta ári og mér hefur lfkað mjög vel. Hins vegar er þetta mjög spennandi starf hjá bænum og ekki hægt að sleppa þessu tækifæri. Starfið felur í sér umsjón með verklegum fram- kvæmdum á vegum bæjarins og málaflokkarnir eru margir, svo sem byggingarmál, gatnagerð og skipu- lagsmál Ég hef yfirumsjón með framkvæmdum bæjarins ásamt daglegum rekstri." Olafur sagði ekki alveg ákveðið hvenær hann byrjar í nýja starfmu enda verið að klára loðnuvertíðina ÓLAFUR var einn sjö umsækjenda um stöðuna. hjá ísfélaginu. „Allir sem ég hef hitt og rætt við hafa verið mjög jákvæðir fyrir þessu nýja verkefni sem ég ætla að takast á við. Það á líka við um mína yfirmenn hjá Isfélaginu og það skiptir mig miklu máli," sagði Ólafur. Dæmdur í fjögurra ára fangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi pólskan karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun í Vest- mannaeyjum í september sl. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga konu á víðavangi eftir dansleik og dæmdur til að greiða henni tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn er með þyngstu dómum í nauðgunarmálum sem fallið hafa hérlendis. Konan komst illa til reika á lög- reglustöð og hófst þá rannsókn sem leiddi til ákæru ríkissaksókn- ara. Akærði neitaði sök en læknar sem rannsökuðu konuna töldu hana bera áverka kynferðisof- beldis. Lögreglumennirnir, sem tóku á móti konunni á lögreglu- stöðinni, kváðu hana hafa verið í mikilli geðshræringu en hún mundi sjálf lítið eftir atvikinu. Héraðsdómur mat árásina hrottafengna og að hún hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir konuna. Héraðsdómararnir Hjörtur O. Aðalsteinsson, Ástríður Gríms- dóttir og Þorgerður Erlendsdóttir dæmdu manninn í fjögurra ára fangelsi og honum var gert að greiða konunni tvær milljónir í bætur. ÞroskaPjálfar áhyggjufullir vcgna Þjónustusamnings: Atli Gísla spyr ráðherra um stöðu málsins í janúar ályktuðu þroskaþjálfar í Vestmannaeyjum þar sem þau lýstu yfir þungum áhyggjum vegna þeirra áhrifa sem ólokinn þjónustusamningur milli ríkis og Vestmannaeyjabæjar er farinn að hafa á starfsemi í málefnum fatlaðra Kom fram að á annað ár er liðið frá því þjónustusamningurinn rann út. Af þessu tilefni lagði Atli Gíslason, þingmaður Vinsti grænna, fram eftirfarandi fyrirspurnir fyrir félags- og tryggingamálaráðherra um þjónustusamninga um málefni fatlaðra. 1. Hvað veldur því að þjónustusamningur milli rfkisins og Vestmannaeyjabæjar um málefni fatlaðra, sem rann út árið 2006, hefur ekki enn verið endurnýjaður? Hver er staða viðræðna um endurnýjun samningsins? 2. Hversu margir þjónustusamningar rfkis við sveitarfélög um málefni fatlaðra bíða endurnýjunar og við hvaða sveitarfélög? Frcttir frá Bókasafninu: Bækur tengdar páskunum Nú fer í hönd stærsta hátíð kristinna manna. Af því tilefni munum við taka niður sýninguna Eldgos í Heimaey og taka í þess stað fram bækur um efni tengt páskum. Við viljum jafnframt nefna að búið er að taka saman og setja á einn stað á safninu ljósrit úr blöðum, tímaritum og af Vefnum þar sem misvitrir gagngrýnendur fjalla um jólabækumar 2007 ásamt því að Bókatíðindi liggja frammi þar sem merkt hefur verið við þær bækur sem hér eru til. Það er því upplagt að líta við á Bókasafninu í aðdraganda páskahelgarinnar, skoða bókadómana og velja sér nokkrar bækur af þeim rösklega 900 sem gefnar vom út fyrir síðustu jól. Rétt er að minna á að ársskírteini kostar aðeins 1300. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.