Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Page 7
Fréttif / Fimmtudagur 13. mars 2008 7 VIKTOR á sjúkrahúsi heilags Ólafs: Liðböndin voru slitin, ökklinn úr lið og sperrileggurinn brotinn. Það er brot sem á að vera mjög auðvelt að eiga við og slitin liðbönd eru ekki stórmál í dag. Eg var ekkert að finna að þessum úrskurði enda í höndum fagmanna. Draumaferðin endaði með martröð: Sex sinnum á skurðar- borðið á sjö dögum -Viktor Ragnarsson átti sér þann draum að fylgja landsliðinu í handbolta á stórmót - Hann lét þann draum rætast þegar hann fylgdi sínum mönnum á EM til Noregs - Viktor slasaðist illa í ferðinni en dvöl á sjúkrahúsi, sem átti að verða tveir dagar, endaði í tveimur vikum og áður en yfir lauk voru gerðar á honum sex aðgerðir - Frá þessu segir hann í viðtali við Ómar Garðarsson ásamt því að koma inn á áhugamálin sem eru tónlist og starfið hjá ÍBV Viðtöl J Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Viktor Ragnarsson, rakari, er maður sem alltaf sér björtu hliðamar á tilverunni og á auðvelt með að hnfa fólk með sér í bjartsýninni. Hann er líka skemmtilegur, með skoðanir á flestu, hnyttinn í tilsvömm og vill láta gott af sér leiða. Viktor hefur lagt handboltanum lið hjá IBV undanfarin ár og hefur mikla ást á íþróttinni. Lengi hafði hann átt sér þann draum að fylgja handbolta- landsliðinu á stórmót og í vetur Iét hann verða að því. Fylgdi sínum mönnum til Noregs þar sem þeir tóku þátt í Evrópumeistaramótinu. Slysin gera ekki boð á undan sér og því fékk Viktor að kynnast. Það kostaði sjúkrahúsvist sem átti að verða tveir dagar en varð tvær vikur og aðgerðirnar urðu sex á sjö dögum. Þessu öllu hefur Viktor tekið með jafnaðargeði og eðlis- lægri bjartsýni og bíður spenntur eftir að geta farið að vinna. í góðra vina hópi Riðillinn, sem Island var í, var leikinn í Þrándheimi og var Viktor mættur þar með eiginkonunni, Valgerði Jónsdóttur og nokkmm vinum sem ætluðu að eyða þama nokkmm dögum þar sem megintil- gangurinn var að styðja okkar menn í handboltanum. Með þeim voru Þórarinn Ólason, Alda Gunn- arsdóttir, Júlía Ólafsdóttir, Hjálmar Baldursson, matreiðslumeistari sem þekkir vel til í Noregi og Þórína Baldursdóttir. „Við héldum hóp- inn,“ segir Viktor en þama var að rætast margra ára draumur um að fylgja landsliðinu í handbolta á stórmóti. „Eftir að ég hafði starfað fyrir handboltann hjá IBV í tíu ár var ég kosinn í landsliðsnefnd HSÍ og það hafði lengi verið draumurinn að komast á stórmót með landsliðinu og þama var hann orðinn að veru- leika. Við flugum út á þriðjudegi, 16. janúar og vomm á góðu hóteli. Það er mjög fallegt þama og var m.a. ógleymanlegt að skoða Dóm- kirkjuna í Niðarósi. Það var lítill snjór og skiptist á með frosti og þíðu og gat orðið mjög hált,“ sagði Viktor. í algjörum sérflokki „Það var mikið af íslendingum þama og vomm við í algjörum sér- flokki sem stuðningsmenn. Kom mér á óvart hvað Þjóðverjamir, Svíamir og Frakkarnir voru fá- mennir. Stuðningurinn við Island var aftur á móti ótrúlegur og gaman að upplifa allt að því múgsefjun sem einkenndi okkur. Ég held að þama hafi verið 400 til 500 Islendingar og t.d. kom vél frá Glitni út fyrsta kvöldið og fór aftur heim daginn eftir. Hann sagði að íþróttahöllin, þar sem spilað var, í hafi verið á mörk- unum að vera boðleg fyrir mót af þessari stærðargráðu en Norðmenn hafi tekið þeim vel. „Við vomm búin að sjá tvo leiki, fsland Svíþjóð sem okkar menn töpuðu og svo sá ég sem betur fer ísland - Slóvakía sem var æðislegur leikur en að kvöldi þess 20. gerist þetta,“ sagði Viktor og á þá við slysið sem breytti skemmtilegri ferð í martröð. Viktor segist aðeins hafa komið að því að starfa fyrir landsliðið þama úti þar sem okkar maður, Hlynur Sigmarsson, var framarlega í flokki. „Ég var líka í sambandi við Einar Þorvarðar, framkvæmdastjóra HSÍ en maður passaði sig á að vera ekki að tmfla strákana í liðinu. Hlynur var aðallega í að skapa stemmningu og við lögðum undir okkur skemmtistaðinn Monte Cristo. Hlynur vildi að við kæmum á laggimar hljómsveit. Það er ekki hægt að segja nei við Hlyn og átt- um við Tóti og Eiríkur Hauksson að spila. En ég komst ekki af skilj- anlegum ástæðum," segir Viktor og hlær sínum smitandi hlátri. „En svo tóku þeir lagið daginn eftir en þá var ég á sjúkrahúsi.“ Sá sólann utanfótar Hvað var það sem gerðist þann 20. janúar? „Við fómm út að borða eftir leikinn gegn Slóvakíu. A eftir fómm við á Monte Cristo en vomm á Ieiðinn á hótelið þegar slysið varð. Við Hjálmar og norskur vinur hans vorunt að leita að leigubíl. Ég skokkaði yfir götuna en þegar ég er kominn yfir er rennislétt gangstétt. A henni missi égjafnvægið, renn til í glerungi og skórinn festist í rifu. Þama missi ég fótanna og fer svona,“ segir Viktor sem stendur upp og leikur af innlifun hvemig hann lyppaðist niður og löppin bögglaðist undir honum. „Þá gefur ökklinn sig og skórinn var svona,“ bætir Viktor við en náði ekki að sýna hvemig skórinn var því þama horfði hann sólann á skónum, utanfótar. Leit ekki svo illa út „Sem betur var Hjálmar með mér, reyndur björgunarmaður og altal- andi á norsku. Við vorum líka svo heppnir að lögreglan sá atvikið og mér var sagt að við hefðum beðið í tuttugu mínútur eftir sjúkrabíl sem flutti mig á Sjúkrahús heilags Ólafs í Þrándheimi." Viktor segir að í fyrstu haft þetta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.