Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 VIKTOR er enn á hækjum: Einhvern veginn tók ég þann pólinn í hæðina að reyna að þjarga mér eins og ég gat. Það er ofboðslega mikilvægt og ég held að fólk gleymi því í endurhæfingunni.. ekki litið svo illa út. „Liðböndin voru slitin, ökklinn úr lið og sperri- leggurinn brotinn. Það er brot sem á að vera mjög auðvelt að eiga við og slitin liðbönd eru ekki stórmál í dag. Ég var ekkert að finna að þessum úrskurði enda í höndum fagmanna." Hélt að ekki væri til svona mikill sársauki Þegar löppin var mynduð um morguninn kom í Ijós að brotið hafði gengið til og þar með byrjaði ballið fyrst fyrir alvöru. „Þá komu saman tíu eða tólf læknar. Þeir voru ekki sammála um hvað átti að gera en það var ákveðið að setja brotið saman með plötu í stað skrúfu áður. Til þess þurfti að skera 25 sm skurð í kálfann utanverðan Ég fór í tveggja og hálfs tíma aðgerð og var ég staðdeyfður eða mænudeyfður. Fann ég ekkert fyrir fótunum fjóra eða fimm klukkutíma á eftir en þegar deyfingin fer að fara úr byrjar seyðingur í þessu. Ég taldi það alveg eðlilegt. Ég fékk verkja- lyf til að slá á sársaukann en hann jókst með hverjum klukkutímanum og um nóttina varð hann alveg óbærilegur. Ég vissi ekki að það væri til svona mikill sársauki. Hjúkrunarfræðingarnir voru að stumra yfir mér en þeim hætti að lítast á ástandið þegar ég ældi yfir þær. Þá kom læknir upp og reif allar umbúðir af. Hann tók ákvörð- un um að opna skurðinn því það var komin blæðing inn í vöðvann. Blóðið komst ekkert í burtu og var þetta eins og blaðra sem tútnaði út. Við það stöðvaðist öll blóðrás niður í fótinn og þeir urðu hræddir um að það færi að myndast drep. Þá varð til þessi misskilningur hér heima að það væri verið að taka fótinn af. Það var stutt í að drep myndaðist en þeir voru bara svo fljótir að átta sig á að blóðrásin var ekki eðlileg. Þegar búið var að opna sárið fór mér að líða betur. í framhaldi af því var verið að loka skurðinum örlítið hvern einasta dag. Það þýddi aðgerð í hvert skipti, svæftngu eða deyfingu og ég var fastandi meira og minna allan tímann. Það sem tók á þrekið voru allar þessar svæfingar og deyftngar og þetta urðu samtals sex aðgerðir á sjö dögum.“ Hvað varstu lengi á sjúkrahús- inu? „Ferðin út átti að taka fimm daga. Þegar búið var að gera fyrstu aðgerðina af sjö héldu þeir að ég losnaði eftir tvo daga en þeir urðu að tveimur vikum þannig að það teygðist vel úr þessu. Vala var með mér allan tímann sem var frábært því ég var í hálfgerðu rússi, í lagi annan daginn en úti að aka þann næsta. Hún tók að sér að fara í tryggingamál og annað sem gera þurfti. Gekk ótrúlega vel að koma því öllu í gang,“ segir Viktor en meira um það sfðar. Varð hræddur Komu akirei upp augnablik þar sem þú varst hræddur? „Jú, ég get ekki neitað því. Sérstaklega þegar vöðvinn var opnaður. Þá var hálf- gert stress í gangi, hlaupið með rúmið niður og ég var ekki alveg klár á hvað var að gerast. Þau töluðu norskuna svo hratt að ég skildi ekkert og sagði Völu að tala bara við lækni. Þetta var eina skiptið sem ég var hræddur. Þá hélt ég að ætti að taka einhverjar rót- tækar ákvarðanir. Mér fannst and- rúmsloftið breytast, það var ekki eins afslappað. Eftir aðgerðina var maður mjög þakklátur, leið eins og á bleiku skýi. Ég neita því ekki að þarna leitaði maður mikið í al- mættið. Ég get alveg sagt það og ég trúi því að almættið hafi vakað yfir mér. Það var líka ótrúlega mikill styrkur í öllum þessum skilaboðum og kveðjum sem maður fékk. Ég fann bara fyrir orkunni héðan úr Eyjum. Það var svolítið sérstakt og ég mun aldrei gleyma því. Það sama fann ég hjá fólkinu sem var með mér þarna úti. Ég fékk margar heimsóknir. Hlynur var duglegur að koma, Jóhann Om Friðsteinsson, sem er þarna í framhaldsnámi í jarðfræði, leit við, Gísli hennar Þuru í Borgarhól og Siggi Gunn komu og svo fékk ég áritaða treyju frá landsliðinu. Já, ég fann strax að fólki var ekki sama og mér fannst það gera ntikið fyrir mig á jákvæð- an hátt.“ Norska heilbrigðiskerfið stóðst prófið Viktor segir að norska heilbrigðis- kerfið hall á allan hátt staðist og að starfsfólkið hafi reynst sér einstak- lega vel. „Þó að þetta hafi reynst verra en í fyrstu leit út, verður maður hálfklökkur þegar maður hugsar til þess hvað allir lögðu sig fram um að láta manni líða vel. Það var ótrúleg samvinna og góð- mennska sem maður upplifði þama. Læknar, hjúkrunarfólk og ræstinga- fólk lagðist allt á eitt að létta okkur lífið. Ég lá með átta níu manns þegar mest var en var í heila viku með sömu fjórum körlunum. Þarna myndaðist vinátta sem ég held að endist fyrir lífstíð. Við vorum allir á sinn hverjum aldrinum en það er ótrúlegt hvað menn verða nánir við þessar aðstæður. Maður var líka svo þakklátur fyrir allt sem fyrir mann var gert því mér fannst eins og ég væri hálfgerður aðskotahlutur þama. Það var alltaf hlustað á allt sem ég sagði og ef ég kvartaði yfir einhverju var alltaf tekið hundrað prósent mark á öllu sem maður sagði. Allt tekið mjög alvarlega og það kannað." Lífssýnin breyttist Hvemig tilfinning var það að liggja á sjúkrahúsi og geta ekki fylgst með okkar mönnum, sem gekk nú kannski ekki alltof vel? „Það gerðist eitthvað hjá mér. Lífssýnin breyttist ótrúlega mikið og allt í einu fannst mér það orðið svo lítið atriði í öllu þessu havaríi. Svo vissi ég að líkamlegt ástand á liðinu hafði oft verið betra. Menn voru að koma inn, ekki í hundrað prósent leikformi þannig að maður vissi að Iiðið var brothætt áður en við fórum í keppnina." Heimferðin gekk vel en tók á segir Viktor en hún var á ábyrgð sjúkrahússins. „Ég ætlaði að fara út á hækjununt en var skellt í hjóla- stól. Þegar ég ætlaði að panta leigubíl út á flugvöll kom það ekki til greina og varð að sætta mig við að fara í sjúkrabíl. Annars fékk ég ekki að útskrifast. Úti á flugvelli beið mín hjólastóll og mér var trillað inn í flugstöðina en ég varð að fara á hækjunum út í flugvél. Það var erfitt að brölta upp land- ganginn því þá var ég búinn að liggja í bælinu í hálfan mánuð. I flugvélinni voru sætin lögð niður þannig að mér leið ágætlega." Fyrsti viðkomustaður var Stokk- hólmur þaðan sem þau Ougu með Icelandair til Keflavíkur þar sem sjúkraflugvél beið þeirra og flutti þau til Vestmannaeyja. „Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar hér, sá um það og er ég honum mikið þakklátur fyrir það. Þegar heim var komið var ég algjörlega búinn líkamlega. Góðar tryggingar Hvað með tryggingar? „Við borg- uðum ferðina með VISA og þegar fólk gerir það fylgir ákveðin stöðluð trygging sem er mjög góð. Ég er með gullkort hjá Sparisjóði Vestmannaeyja og það er VIS sem tryggir fyrir þá kortið. Þeirra maður hér, Egill Arngrímsson, sagði þetta ekkert mál og var með alveg á hreinu hvað hann átti að borga og hvað ekki. Þetta var alls ekki ósanngjarnt og gekk allt mjög vel fyrir sig. SOS-VISA-skrifstofan í Danmörku sá um að panta flug og var hún í sambandi við spítalann. Það sama gilti þar, þetta var ekkert mál og rann í gegn. Einhvern veg- inn fer maður að hugsa við þessar aðstæður; þetta er svo mikið vesen en það varð aldrei.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.