Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Page 9
Frcttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 9 Brugðið á leik með norskum hjúkrunarfræðingi. Þrátt fyrir allt er hann mjög ánægður með norska heil- brigðiskerfið: Maður var líka svo þakklátur fyrir allt sem fyrir mann var gert því mér fannst eins og ég væri hálfgerður aðskotahlutur þarna. Það var alltaf hlustað á allt sem ég sagði og ef ég kvartaði yfir ein- hverju var alltaf tekið hundrað prósent mark á öllu sem maður sagði. Allt tekið mjög alvarlega og það kannað. Öflugir stuðningsmenn, Þórína og Valgerður sem studdi sinn mann með ráð og dáð: Vala var með mér allan tímann sem var frábært því ég var í hálfgerðu rússi, í lagi annan daginn en úti að aka þann næsta. Hún tók að sér að fara í tryggingamál og annað sem gera þurfti. Gekk ótrúlega vel að koma því öllu í gang, Auk ferðatryggingarinnar í gegn- um VISA er Viktor slysatryggður hjá Sjóvá. „Siggi Braga, umboðs- maður þeirra í Eyjum, leiðbeindi okkur mjög vel. Vil ég þakka honum og Agli fyrir mjög góða þjónustu. Þeir stóðu sig eins og hetjur strákarnir." Aldrei ósáttur Þau koma heim fyrstu dagana í febrúar og hann er ekki enn byrj- aður að vinna. Hann segir þó að tíminn hafi verið fljótur að líða og sér hafi liðið vel. „Það gerðist bara eitthvað hjá mér, sem ég veit ekki hvað er. Eg tel mig ekki hafa verið óheppinn og var aldrei ósáttur við þetta. Mér fannst alveg fullkomlega eðlilegt að þetta kæmi fyrir mig en ekki einhvem annan.“ Það hefur aldrei skotið upp í hug- ann, af hverju var ég þarna akkúrat á þessu augnabliki? „Nei. Það gerðist aldrei. Það voru líka allir einhvem veginn tilbúnir að leggja hönd á plóg. Eftir að ég kom hef ég getað hringt í Jenna, Halla eða Tóta til að skutla mér. Þarf ekki nema eitt orð og þeir eru tilbúnir." Ekkert þunglyndi? „Nei, alls ekki. Reyndar hafði Vala fyrst þrjá krakka til að hugsa um en ég er aðeins farinn að braggast. Get eldað mat og einhvem veginn tók ég þann pólinn í hæðina að reyna að bjarga mér eins og ég gat. Það er ofboðslega mikilvægt og ég held að fólk gleymi því í endurhæfingunni. Það er svo gott að sitja og láta fólk hjálpa sér. Eg bý í þriggja hæða húsi sem flækir oft májið en ég hef komið mér upp kerfi. Eg er með flösku undir mjólk og poka fyrir annað dót þegar ég fer á milli hæða. Set brauðsneiðar í munninn þegar maður fer upp til að horfa á sjónvarpið. Það er ekki að fólk vilji ekki hjálpa til en maður hefur svo gott af því sjálfur að reyna að bjarga sér. “ Magga Braga er slyngur Það var handboltinn sem dró Viktor til Noregs en hvað með eigin íþróttaferil. „Eg var í íþróttum í yngri flokkunum en á engan meist- araflokksleik í handboltanum. Eg datt inn í starfið fyrir tíu árum síðan. Það var fyrsta árið hjá Þorbergi Aðalsteinssyni og við nýkomnir upp í fyrstu deild. Þá gekk okkur vel í knattspyrnunni og mikil stemmning í kringum hana. Við náðum titlum og þetta var of- boðslega skemmtilegur tími sem ég sakna í dag. Gunnar Berg, frændi minn, var í handboltanum og mér fannst þeir vera svolítið útundan. Eg datt í að fara á leiki og heillaðist af íþróttinni. Svo var ég að klippa Magga Braga og nefni að það gæti verið gaman að hjálpa til á leikjum. Maggi er slyngur þegar handboltinn er annars vegar og hann var ekki lengi að klófesta mig. Síðan hef ég verið viðloðandi handboltann, í stjórn í tíu ár, formaður um tíma og mun tengjast honum áfram.“ Afraksturinn var ekki svo slæmur á þessum tíma, einn íslandsmeist- aratitill hjá stelpunum 2006 og silf- ur hjá strákunum 2005. „í gegnum tíðina voru ungir strákar sem voru á byrjun ferilsins en náðu að þroskast og verða góðir leikmenn. Núna eru þrír þeirra t.d. í Haukaliðinu, Arnar Péturs, Gunnar Berg, Kári Kristjáns og um tíma Birkir Ivar Guðmunds- son. Vildir þú sjá einhverja breytingu á starfinu hér í Eyjum eða erum við á réttri leið? „Það er engin patent- lausn fyrir hendi. Eg held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki alltaf verið í toppbaráttunni. Við verðum að geta tekið því að liðið fari niður. Til að búa til gott lið í Vestmannaeyjum þarftu utanaðkomandi hjálp en þú verður líka að hafa sterkan grunn hér heima. Þannig tímabil koma og fara. Stundum eigum við góðan annan flokk til að byggja á og stundum ekki, það verður alltaf dýrara að vera með meistaraflokks- lið í Eyjum en í Reykjavík, að- stöðumunurinn er svo mikill. Til að mynda getum við verið með lið í fallbaráttu sem kostar álíka og lið í toppbaráttu í Reykjavík. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Eg sé hana bara ágæta en við verðum að læra af því sem búið er að gera. Fara varlega og við byggjum ekki mikið upp til langs tíma hér en verðum að grípa tæki- færið þegar það gefst.“ Draumur um heims- frægð Það er ekki hægt að sleppa Viktori án þess að minnast á tónlistina en í spjalli á undan sagðist hann hafa átt sér þann draum að verða heims- frægur bassaleikari. Hefur hann lengst af verið í hljómsveitinni Dans á rósum og er kominn með bassann í hendur þó hann sé á annarri löppinni. „Það gekk ekki eftir með heimsfrægðina," segir hann og hlær. „Eg var bara tólf ára þegar þetta byrjaði og sá eini í tón- Íist sem maður þekkti var Hebbi frændi. (Guðmundsson). Eg var aldrei settur í tónlistarskóla eða að tónlist væri haldið að mér. Mig langaði í hljómsveit og ætlaði að spila á trommur eins og alla stráka dreymir um.“ Ekki rættist draumurinn um að verða trommuleikari en Viktor fór á kaf í tónlistina með Magnúsi Viktorssyni sem var á gítar, Gísli Gíslason sló trommur og þá var bara bassinn eftir fyrir Viktor. „Það var æskuvinur minn, Hersir Sigur- geirsson, sem var menntaður í tón- list og lék á hljómborð sem kom inn í þetta með okkur. Hann gellaði sér fyrir synthesiser sem varð alveg frægt. Það var eiginlega hann sem bjó mig til sem bassaleikara. Hann gat leitað til pabba síns sem var bassaleikari í Qmen 7 og við sátum heima hjá honum. Hann var mjög þolinmóður og veitti ekki af.“ Eftir ábendingu Kötu, móður Hersis, var ákveðið að fá Hermann Inga Hermannsson yngri sem söng- vara. „Úr varð hljómsveitin Ekta og átti ég eftir að starfa með Hermanni Inga og Hersi í ein tíu ár, með hléum, en hinir duttu út með tímanum." Dans á rósum Dans á rósum var stofnuð 1991 en það var 1994 sem Viktor gekk til liðs við sveitina ásamt Eyvindi Steinarssyni en fyrir var Þórarinn Ólason, söngvari. Þeir þrír hafa haldið hópinn og hafa náð fótfestu á ballmarkaðnum uppi á landi. „Það sem hélt okkur saman í upphafi var að þá voru haldnar poppmessur í Landakirkju einu sinni í mánuði. Þannig að við fengum mjög kristilegt uppeldi í byrjun. Við vorum farnir að spila um hverja helgi uppi á landi en erum að reyna að skera það niður í tvær. Við erum langt frá því að vera einhverjar poppstjörnur en málið er að okkur finnst þetta svo gaman. Er hljómsveitin eins og örlítill sauma- klúbbur hjá okkur. Við höfum gefið út eitt lag á ári undanfarið og það hefur gengið vel en nú ætlum við að gefa út disk. Okkur er alveg sama hvernig gagnrýni við fáum.“ A laugardaginn spiluðu þeir ásamt Logunum á Vestmanna- eyjaballi á Players í Kópavogi. Þar mættu um 700 manns en í fyrra voru gestir um 900 sem var met. Var Viktor ánægður með viðtökumar en er ekki erfitt að gera út frá Vestmannaeyjum? „Auðvitað en við búum hérna og maður stillir sig inn á það. Það þýðir ekkert að væla yfir því. Við tökum Herjólf og notum hann sem hvíldarstað. Ég er nýbyrjaður aftur, móður minni til mikillar armæðu en þeir passa vel upp á mig.“ Viktor lærði rakaraiðn hjá föður sínum, Ragnari Guðmundssyni, Ragga rakara og hafa þeir staðið vaktina saman síðan. Raggi er að hætta enda orðinn löggiltur ellilíf- eyrisþegi og keypti Viktor stofuna af honum í byrjun árs. „Þetta vesen á mér varð til þess að hann frestaði því að hætta. Ég veit ekki hvenær ég get byrjað en fer að mæta í kaffi á næstunni. Ég hlakka líka til að komast á Hressó þar sem ég byrjaði að æfa í haust. Það held ég að hafi hjálpað mér mikið að takast á við slysið og afleiðingar þess. Þar er líka svo skemmtilegur andi og frábært spjall. Svo má ekki gleyma foreldrum okkar beggja og vinum fyrir alla hjálpina með börnin okkar hér heima, meðan við vorum úti. sagði Viktor að lokum. Viktor: þeir voru bara svo fljótir að átta sig á að blóðrásin var ekki eðlileg. Þegar búið var að opna sárið fór mér að líða betrur. í framhaldi af því var verið að loka skurðinum örlítið hvern einasta dag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.