Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 11 Stolin hugmynd fró Eyjamönncim? Fjarðabyggð vill hluta af Hafró Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti í síð- ustu viku ályktun þar sem skorað er á sjávar- útvegsráðherra að beita sér fyrir mótvægisaðgerðum í sveitarfélaginu, til að mæta áhrifum af kvótaniðurskurði og aflabresti í loðnu. Meðal þess sem bæjarstjómin leggur til er að uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar verði flutt til Neskaupstaðar. Þetta er ekki ólíkt tillögum bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem lengi hefur viljað fá hluta af starfseminni til Eyja og hefur bent á að hún eigi hvergi betur heima en hér. Fjölskyldciröð: Skerpt á reykingabanni Frá 1. febrúar 2008 hefur verið skerpt á banni við reykingum á Hraunbúðum, bæði innanhúss og á lóð heimilisins. Með þessu er verið að fylgja eftir reglugerð heil- brigðisráðherra um takmarkanir á tóbaks- reykingum frá 12. apríl 2007. Fjölskylduráð fagnar framtaki Hraunbúða og beinir því jafnframt til annarra stofnana í bænum að fylgja eftir umræddri reglugerð. Sérstaklega á þetta við um staði sem ætlaðir eru bömum og unglingum. Spurning vikunnar: Ætlar Hú í ferðalag um páskana? Sigurgeir Jónsson skrifar um disk Guðlaugar Ólafsdóttur, Gentle Rain: Er bæði opin og einlæg ÞESSI diskur, Gentle Rain, er því eins konar vorboði, og það hinn gleðilegasti vorboði, segir Sigurgeir. Fyrir síðustu jól ætlaði söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir að gefa út sinn fyrsta geisladisk. Hans hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem þetta var eins konar lokahnykkur á tónlistamámi hennar við Konunglega listahá- skólann í Haag í Hollandi. Vegna mistaka í vinnslu var allt upplag disksins gallað og því varð ekkert af útgáfunni fyrir jól. Mér liggur við að segja, sem betur fer, því að þessi diskur hefði ekki átt skilið að týnast í jóladiskaflóðinu. Nú er diskurinn kominn, rétt í sama mund og fyrstu farfuglamir em að fara að undirbúa komu sína til íslands. Þessi diskur, Gentle Rain, er þvf eins konar vorboði, og það hinn gleðilegasti vorboði. Þarna er jazztónlist á ferðinni, ellefu lög sem Guðlaug og fleiri henni tengdir hafa útsett. Mörg þessara laga eru gamlir kunningjar, hér í ögn nýstárlegum og forvitni- legum búningi. Það var líka gaman að sjá þá Lennon og McCartney þarna, sem og Joni Mitchell, sem alltaf hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Það uppáhald hefur ekki minnkað eftir þessa nýjustu útgáfu á Both Sides Now. Einhvem tíma var ég spurður álits á plötu sem Eyjamaður nokkur gaf út. Ég svaraði þvf til að þar væri að finna bæði góða hluti og ekki eins góða. Góðu hlutirnir væru þeir að þama kæmu úrvals hljóð- færaleikarar við sögu og þeirra hlutur væri hnökralaus. Veika hlið plötunnar væri hins vegar söng- urinn. Ef ég man rétt, fékk ég heldur bágt í hattinn fyrir þessa umsögn. Fyrri hluti þessarar lýs- ingar á einnig við um diskinn hennar Guðlaugar. Þama er frábært lið músíkanta á ferð og hvergi feil- nóta slegin. Og söngkonan sjálf er af sama kalíber. Hún hefur greini- lega ekki slegið slöku við í náminu í Hollandi, öðlast þroska og öryggi auk alls hins. Guðlaug Dröfn var einn vetur nemandi minn í Barnaskólanum þegar við vorum bæði nokkuð yngri að ámm, mig minnir að hún hafi verið átta eða níu ára. Ég minnist þess ekki að hún hafi skemmt okkur með sönglist á þeim tíma, nema með hinum þegar lagið var tekið í bekknum. En ég man hvað hún var afskaplega opin og einlæg. Þegar ég hlustaði á diskinn hennar, fannst mér að það hefði ekkert breyst. Og það gladdi mig hvað mest. Sigurgeir Jónsson Minning: Þorsteinn Þorsteinsson - Doddi í olíunni Langri og erfiðri baráttu vinar míns, Dodda í olíunni, Iauk með sigri dauðans. Doddi þráði þá hvíld. Þrátt fyrir skemmtilegheit þar sem Doddi blés oft í seglin voru að- stæður hans afar erfiðar mörg síð- ustu árin. Ég vil þakka þessum góða vini skemmtilega samferð í lífinu sem verður mér ógleymanleg og ég held aftur af mér við ritun þessara kveðjuorða og hristist af hlátri yfir minningunum um aldraðan vin. Kynni okkar voru afar skemmtileg, báðir ófeimnir að láta allt vaða og ekki var það allt mjög kristilegt. Doddi gat verið mjög óheflaður í orðfæri og hafði mjög sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum þar sem menn voru annað hvort hafnir til skýjanna eða hann sendi þá til andskotans, hann gat verið afar beittur. Doddi bjó í fjölda mörg ár við erfiðan sjúkdóm, hann gekk lengi við staf, örlítið hokinn, haltur og tók stutt skref þar sem hann dró aðeins fætuma. Doddi var flottur kall sem setti mark sitt á umhverfið, gott ef hann var ekki svolítið líkur Ronald Reagan þegar hann rölti Vestur- veginn, nema hvað hann var miklu frægari en hann í Eyjum. Hann tók í nefið og fannst gott að fá sér brjóst- birtu, aðeins í tappa, það linaði þjáningamar um stund. Doddi gat verið kostulegur á köflum, stríðinn og skemmtilegur. Hann hafði einu sinni beðið mig um skötu í soðið og ég sagði honum að sækja skötuna niður í vinnu. Þegar ég kom þangað sagði starfsmaður mér að gamall kall hefði komið og stolið allri skötunni. Þá birtist Doddi og peyinn sagðk „Þarna kemur skötuþjófurinn.” Ég held ég hafi aldrei kallað hann annað en skötu- þjófinn eftir þetta í okkar samtölum og fjölmargar kveðjur sem Elías bróðir flutti mér af sjúkrahúsinu voru alltaf eins. „Skötuþjófurinn biður að heilsa". Doddi hafði þennan húmor fyrir sjálfum sér og ég sleppti ekki tæki- færi að heimsækja hann á sjúkra- húsið þegar ég kom til Eyja og heilsa upp á vininn og þá sem þar dvöldu. Þá var allt látið vaða og ekki stóð á kallinum, brúkaði kjaft og grobbaði um sjálfan sig. Doddi var mikill sjálfstæðismaður og nánast leit niður á aðra stjómmálaflokka. Einu sinni þegar ég kom í heim- sókn var verið að gefa Dodda blóð og ég segi strax. „Þeir segja að þú fáir blóð úr Stalín." Doddi brást illur við og sagði: „Haltu kjafti, ég fæ blóð úr Davíð Oddssyni og hunskastu út, hjúkk- unni líst það vel á mig að hún gæti misst lystina á mér, bara með því að því að sjá framan í þig“. Hann þóttist oft hafa gert þeim gott hjúkkunum. I síðustu heimsókn Kollu dóttur hans og Sverris var sá gamli mjög veikur. Kolla bauð upp á smá koníak til að linna þjáningamar, sem hann þáði án þess að opna augun. Kolla spurði hvort Sverrir mætti fá sér smá tappa líka en sá gamli harðneitaði því. Hann var að stríða tengdasyni sínum, það síðasta sem hann gerði í lífinu. Doddi kvaddi með stæl, átti síðasta orðið. Asmundur Friðriksson Vinur. firnór Helgason: Magnþrúngið hljóðrit úr Landakirkju Ymsir hafa komið að máli við mig og óskað eftir því að ég rifji eitthvað upp úr gömlum eyjapistlum, en ég er með fasta pistla í þættinum Vítt og Breitt um kl. 13:45 á rás 1 á fimmtudögum. Fimmtudaginn 13. þessa mánaðar, í dag, birti ég uphaf Eyjapistils frá 22. mars 1973 með tilkynningum og afmæliskveðjum. Þá er vikið að hraunflóðinu sem brast á þá um kvöldið og fluttar frásagnir þeirra Áma Gunnarssonar sem útarpað var daginn eftir og Páls Zophoníassonar, fyrrum bæjartæknifræðings, frá árinu 1983. Áð lokum verður flutt magnþmngið hljóðrit úr Landakirkju að kvöldi 22. mars þar sem sunginn var sálmurinn, Á hendur fel þú honum. Glöggt heyrast andvörp manna ef grannt er eftir hlustað. Eyjapistlamir, sem Arnþór og Gísli Helgasynir önnuðust frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974 urðu alls 260. Einungis eru til um 60 þættir og þar af nokkrir úr einkasöfnum. páskana. Fríðbjörn Valtýsson Það er þá bara innanbæjar, úl í Höfða eða inn á Eiði. Annars ætla ég að njóta þess að vera heima í Eyjum. Sigurjón Þorkelsson Nei, ég verð heima, ég verð í vinnu. Anna Ólafsdóttir Ég ætla að vera heima um páskana. Hitta skemmtilegt fólk og hafa það notalegt heima. Ehrar Páll Sævarsson Ég verð heima ef ég verð ekki á sjó. Ég er á Huginn VE en reikna frekar með að ég verði í landi um Auglýst eftir félagsráðgjafa f 24 stundum í gær er auglýst eftir félagsráðgjafa af fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmanna- eyjabæjar. Um er að ræða fulla stöðu. Fyrir á skrifstofu sviðsins eru félagsráðgjafar, sálfræðingar, þroskaþjálfar, fræðslufulltrúi og leikskólafulltrúi. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem stefnan er að samþætta þjónustu félags-, fræðslu-, íþrótta- og æskulýðs- mála. Leitað er fyrst og fremst eftir menntuðum einstaklingi í félagsráðgjöf. Að öðrum kosti er leitað eftir einstaklingi með men- ntun á hliðstæðu sviði og með reynslu af störfum innan félagsþjónustu. Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs á jonp@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000. Umsóknir og meðfylgjandi upplýsingar skulu berast Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum í pósti eða tölvupósti fyrir 1. apríl 2008.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.