Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 Þemadagar Framhaldsskólans - Nauðsynlegir til að brjóta upp skólastarfið: Fyrirmyndarnemendur á stór- kostlegri árshátíð HARALDUR formaður, t.h. fer yfir dagskrána með Gunnari veislu- stjóra. DROTTNING OG KONGUR Framhaldsskólans, Ottar og Valur Smári. Samantekt Elíert Scíiévíiig Ellert® eyjafreítir.. is Framhaldsskólanemar fóru mikinn í síðustu viku á þemadögum skólans sem lauk með stórglæsilegri árs- hátíð skólans. Þemadögum er ætlað að brjóta upp kennslu og gefa nemendum tækifæri til sýna á sér hina skapandi hlið. Nemendur taka virkan þátt í dögunum en þeir velja sér vinnuhópa að sínu hæfi. I kvikmyndahóp voru gerðar bíómyndir sem sýndar voru á árshátíðinni, kaffihúsahópur undir- bjó kaffiboð fyrir nemendur og kennara, ljósmyndahópur lærði allt um myndatöku og forrit sem tengj- ast því, íþróttahópur fór í alls kyns íþróttir, árshátíðarhópur skreytti og undirbjó árshátíðina undir hand- leiðslu nemendaráðs og svo að lokum blaðahópur sem gefur út skólablað á léttu nótunum. Nemendur fást við aðra hluti Þemadagarnir tókust einstaklega yel og var almenn ánægja með þá. Ólafur H. Sigurjónsson skólameist- ari hafði þetta um daganna að segja. „Nemendur fá þarna að fást við aðra hluti en í kennslu og þetta er líka tækifæri fyrir þá til þess að undirbúa þessa árshátíð og blaðaút- gáfu." Ólafi fannst þemadagar takast þokkalega þrátt fyrir utanaðkom- andi truflun. „Þetta tókst ágætlega í aðalatriðum, það er verið að gera úttekt á því hversu margir tóku ekki þátt, auðvitað varð truflun af loðnu- vinnslu, en þetta gekk betur en á seinasta ári." Skólameistara er í fersku minni þegar þemadagar hófust. „Þema- dagar byrjuðu fljótlega eftir að skólinn varð til, byrjuðu á sínum tíma þegar haldin var umferðarvika, síðan þróaðist þetta yfir í svona þemaviku. Mig minnir að þetta hafi byrjað vorið 1986." Á öllum þessum árum telur Ólafur þó að nemendur hafí breyst virki- lega mikið en þemadagarnir ekki. „Já, nemendur hafa breyst mikið og viðhorf þeirra til þessarra daga, kannski vegna þess að núverandi nemendahópur hefur kynnst svona dögum í grunnskóla. Þess vegna var þetta kannski meiri tilbreyting þegar þetta byrjaði. Það mætti huga að því að breyta þessum dögum aðeins því þetta er eins frá ári til árs, það er í skoðun hjá okkur." Til að brjóta upp hið hefðbundna Haraldur Pálsson, formaður nem- endaráðs skólans, stóð í ströngu ásamt nemendaráðinu alla þema- dagana við að skipuleggja árs- hátíðina. „Þessir dagar eru til að brjóta upp hið venjubundna og staðfasta nám sem nemendur þurfa að sitja við SVAVAR kennari lét sig ekki vanta. alla daga. Þemadagamir skapa já- kvætt andrúmsloft og meiri sam- heldni milli nemenda, allir fá tæki- færi til að vinna saman að ákveðn- um verkefnum, einnig að vinna með fólki sem þeir hitta sjaldan. Þetta er góð tilbreyting fyrir nemendur til að gera eitthvað óvanalegt í skólanum." Haraldur segir einnig að árið hjá nemendaráðinu hafi verið mjög gott og starf þeirra jafnist á við stærstu skóla landsins. „Árið hefur gengið frábærlega vel. Við höfum haldið nokkrar stórar uppákomur og oft haldið skemmtanir fyrir nemendur og líka til að hressa upp á félags- lífið hér í Eyjum. I fyrra stóðum við fyrir sex skemmtunum sem telst mikið, borið saman við stærstu skólana á landinu sem standa sumir fyrir tveimur skemmtunum á önn og auglýsa sig með besta og mesta félagslífið." Haraldur hafði einnig gríðarlegan metnað fyrir því að gera árshátíðina sem glæsilegasta og hann segir að vel hafi tekist til. „Árshátíðin tókst alveg rosalega vel, enda fór gífur- lega mikil vinna í hana dagana á undan. Við vorum bókstaflega á milljón að klára, ekkert mátti gleymast og þetta átti að verða sem fullkomnast. Dagskránni var vel raðað upp og tókst hún mjög vel. Einar Björn, Gunnar á X- inu og Land & synir Að vera með mat frá Einari Birni var náttúrulega algjör snilld eins og flestir þekkja sem hafa bragðað matinn hans. Veislustjórinn, Gunnar útvarpsmaður á X-inu, fór alveg hreint á kostum og voru flestir mjög ánægðir með það sem hann hafði upp á að bjóða á milli atriða. Að lokum endaði árshátíðin með dansleik þar sem engir aðrir en Land & Synir spiluðu. Allt saman fór þetta mjög vel fram og ekki annað hægt að segja en að þetta sé ein stærsta og flottasta árshátíð sem hefur verið haldin í skólanum fyrr og síðar. Við erum allavegana mjög ánægð með hvernig tókst upp," sagði Haraldur. Frábær árshátíð Það er ljóst að þemadagar færa nemendur skólans nær hver öðrum og gefur þeim tækifæri á að kynn- ast betur undir skemmtilegum kringumstæðum. Arshátíðin var haldinn í Týs- heimilinu á föstudaginn. Mikil eftirvænting var fyrir hátíðinni enda dagskráin hreint framúrskarandi og líklega sú allra glæsilegasta á land- inu. Það var svo sannarlega amer- ískt andrúmsloft í glæsilega skreytt- um salnum en þema hátíðarinnar var amerískt skólaball með öllu tilheyrandi. Árshátíðarhópur, sem vann baki brotnu við að skreyta salinn, átti mikið hrós skilið enda salurinn glæsilegur. Hátíðin hófst á ræðu Haralds Pálssonar, formanns NFFIV, sem kynnti dagskrána og hélt smátölu um starf ráðsins á liðnu ári. Af matnum varð enginn svikinn en það var Einar Björn sem matreiddi fyrir nemendur og kennara af sinni miklu snilld. Eftir að nemendur höfðu borðað og komið sér vel fyrir tók veislustjórinn Gunnar við en hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþættinum alkunna, Strákarnir. Gunnar steig ekki feilspor allt kvöldið og fólk veltist oft um af hlátri þegar hann fór með gamanmál. Silja Elsabet stóð upp úr Skemmtiatriði voru hefðbundin, minni kvenna og karla, kvikmyndir frá þemadögum, atriði frá Leikfé- laginu en það var tónlistaratriði kvöldsins sem stóð upp úr. Silja Elsabet, sigurvegari söngkeppni Framhaldsskólans flutti frábært söngatriði sem lét engan ósnortinn. Þegar frábærum skemmtiatriðum var lokið þá tók við verðlaunaaf- hending þar sem veitt voru verð- laun eins og ljóska skólans, par skólans, kennarasleikja skólans og þess háttar. Aðalverðlaun kvöldsins voru Kóngur og Drottning skólans en þau hlutu Valur Smári Heimis- son sem varð kóngurinn og Óttar Steingrímsson sem var valinn drottning skólans, merkilegt nokk. Hin stórgóða sveit Land & Synir lék svo á dansleiknum fram á rauða nótt. Allir sem komu að árshátíðinni eru á því máli að hún hafi farið vel fram og nemendur skólans verið til fyrirmyndar. Nemar í Framhalds- skólanum hafa alltaf verið til fyrir- myndar í ár. Verið góðir fulltrúar Vestmannaeyja alls staðar sem þeir hafa verið á vegum skólans. Það er líka gaman að sjá að nemendaráð og nemendur skólans hafa enga minnimáttarkennd gagnvart stærri og fjölmennari skólum á fastaland- inu, reyna heldur gera meira úr litlu og það yfirleitt sjálf. Framtíðin er björt hjá ungu fólki í Vestmannaeyjum. EUert@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.