Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 13 ÞÉTTSETINN salur af prúðbúnum gestum. Það var svo sannarlega amerískt andrúmsloft í glæsilega skreyttum salnum en þema hátíðarinnar var amerískt skólaball með öllu Hippastemmning í Bæjarleikhúsinu - Hárið frumsýn um helgina Boðskapurinn friður, ást og kæríeikur Söngleikurinn Hárið verður frum- sýndur í Bæjarleikhúsinu næsta föstudag. Leikfélag Vestmannaeyja stendur að uppfærslunni í samvinnu við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum en félagið hefur sett upp sýningu með nemendum skólans undanfarin ár. Laufey Brá Jónsdóttir leikstýrir verkinu en hún leikstýrði einnig Nunnulífi í Bæjarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Asta Steinunn Astþórsdóttir, for- maður Leikfélagsins, sagði að um þrjátíu manns kæmu að uppfærsl- unni, leikarar, hljómsveit og fólk sem ynni ýmis verk á bak við tjöldin. „Æfingar hafa gengið ótrúlega vel og allt að smella saman. Það er skemmtilegt að við skyldum ná að safna í fjögurra manna hljómsveit sem leikur á sviðinu en tónlist skipar veiga- mikinn þátt í sýningunni. Högni Hilmisson, sem leikur á bassa, er mesti reynsluboltinn en þetta er í þriðja skipti sem hann spilar í leikhúsinu. Birkir Ingason leikur á trommur og Olafur Sigurmundsson leikur á píanó en þeir hafa báðir verið með í einni sýningu hjá okkur og Hjálmar Agnarsson gítarleikari er með okkur í fyrsta skipti.“ Asta Steinunn segir að hippagengi sé á sviðinu nær allan tímann. Þar eru Haraldur Ari Karlsson, Asa Jenný Gunnarsdóttir, Dorthy Lísa Woodland, Viktor Rittmuller, Sigurhans Guðmundsson og Kristinn Pálsson í aðalhlutverkum. Ásta Steinunn er í miklu sönghlut- verki en hún syngur í átta lögum í sýningunni. „Það syngja allir eitt- hvað, hvort sem það er einsöngur eða með kórnum. Það eru mörg stór hlutverk og svo eru minni en jafnmikilvæg hlutverk." Leikhópurinn byrjaði að æfa 12. janúar en þá var haldið námskeið og skipað í hlutverk í framhaldinu. „Við höfum æft í tvo mánuði og myndast frábær stemmning og skemmtilegur, hippalegur mórall. Boðskapurinn í verkinu er friður, ást og kærleikur. Við hvetjum bæjarbúa til að koma í leikhúsið en verkið hentar breiðum aldurshóp, unglingum sem fullorðnum. Þetta hentar kannski síður yngstu kyn- slóðinni en við vonum að aðrir aldurshópar láti sjá sig því við getum ekki haldið úti leiksýningum nema bæjarbúar mæti til okkar. Frumsýningin verður á föstudag og önnur sýning á laugardag og nánast uppselt á frumsýninguna þannig að við hvetjum fólk til að panta miða sem fyrst hvort sem það vill fara á frumsýninguna eða sýninguna á laugardag. Frá æfingu á Hárinu. -Við höfum æft í tvo mánuði og myndast frábær stcmnming og skemmtilegur, hippale- gur mórall. Boðskapurinn í verkinu er friður, ást og kærleikur, segir Ásta Steinunn. Ægisdagur á laugardaginn Það er gaman að segja frá því að í mars í fyrra hélt Iþróttafélagið Ægir sinn fyrsta Ægisdag. Það var aðalmarkmið félagsins með deginum að kynna íþróttina boccia ásamt því að safna í ferðasjóð fyrir hið árlega Islandsmót. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel og ætlar félagið því að leggja upp með annan slíkan nk. laugardag, 15. mars frá 15.30 - 17 í Týsheimilinu. Við heyrðum í Kristínu Ósk, formanni félagsins, og spurðum hana hvað stæði til á laugardaginn. „Ægisdagurinn í fyrra heppnaðist mjög vel og var félagið ákveðið í að þetta yrði gert að árlegum viðburði. Við hugsum þetta lfka að sjálfsögðu sem fjáröflun fyrir komandi Islandsmeistaramót. Þetta árið keppum við í tveimur greinum, sem er í fyrsta skipti í langan tíma. Það keppa þrír einstaklingar frá okkur í sundi helgina 28. til 30. mars og svo fara þrjú lið frá okkur helgina 4. til 7. apríl til að keppa í boccia, þannig að það er nóg framundan. Á laugardaginn verðum við með glæsilegan kökubasar, seljum Ægispenna ásamt aðalatriðinu, að kynna bocciað. Einnig verðum við með smá sjoppu á staðnum. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur í fyrra og þökkum jafnframt fyrir allan stuðn- ing og þá styrki sem félagið hefur hlotið. Þetta er ástæðan fyrir því að starfið gengur svona vel hjá okkur,“ sagði Kristín sem hvetur alla bæjarbúa til að kíkja í Týsheimilið og sjá þetta blómstrandi starf sem fer fram hjá Iþróttafélaginu Ægi. MYNDARLEGUR hópur félaga í Ægi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.