Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 14
14 Frcttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 STORMSKERIÐ brá sér á flygilinn og spilaði og söng, hafði reyndar sér betri söngvara til aðstoðar, sjálfan lögfræðinginn og formannn IBV, Jóhann Pétursson. ÞEIR Voru meðal gesta, Jóhann, Gunnar, Magnús og Kristján. Stormsker gerði stormandi lukku Handknattleiksmenn héldu sitt níunda herrakvöld um síðustu helgi. Fyrstu árin voru herrakvöldin haldin um borð í Herjólfi. En bæði var að salarkynni skipsins voru orðin helst til lítil fyrir hópinn sem sífellt stækkaði. Og það sem réði baggamuninn, að eftir að skipið fór að sigla tvær ferðir dag hvern, gekk dæmið ekki upp. Því var það flutt í Höllina og þar var það nú haldið í fjórða sinn. Öll þessi ár hefur eðalkokkurinn Kári Waagfjörð Vigfússon haft veg og vanda af matseldinni ásamt valinkunnum sælkerum. Og þeir brugðu ekki af vana sínum og reiddu fram sérlega vel heppnað hlaðborð af mat, sem samanstóð af margs konar fiskréttum, þar sem ýmsir velunnarar handboltans lögðu til hráefnið. Einnig nokkrum kjötréttum fyrir þá sem frekar kjósa kjöt af landdýrum. Undir þessum réttum öllum lék Þórir Ólafsson (Óskarssonar), nýtrúlofaður, létta tónlist á flygil hússins. Og eins og siður er á herrakvöldum var kynnir kvöldsins, Gunnlaugur Grettisson, með brand- ara á hraðbergi, sem flestir voru neðan beltisstaðar og féllu að sjálf- sögðu í frjóan jarðveg. Ungur Eyjapeyi, Davíð Agústsson (Einarssonar), tróð upp með söng og beat box atriði, dálítið magnað atriði. Þessi peyi er einnig ótrúlega göldróttur með spilastokkinn sinn. Konur langt að baki körlum Ræðumaður og helsti skemmti- kraftur kvöldsins var sá þjóðþekkti Sverrir Stormsker. Gerði hann að aðalumræðuefni sínu, hversu konur stæðu langt að baki körlum á flest- um sviðum. „Hafa ekki allir helstu hugsuðir heimsins verið karlar?" spurði hann og nefndi Einstein, Edison, Leonardo da Vinci o.s.frv. „Og hafa ekki öll helstu tónskáld heimsins verið karlar?" og nefndi Beethoven, Mozart, Stormskerið, o.s.frv. Og hann gerði íþróttir að umræðuefni, þar sem konur vildu ekki keppa á jafnréttisgrundvelli. „Iþróttagreinar einsog t.d. skák, bridge, snóker o.fl. íþróttagreinar eru deildarskiptar, sem sé í karla- og kvennadeildir. Finnst það hlálegt fyrir kvenna hönd. Lítilsvirðandi fyrir þær sjálfar. Hélt þær vildu keppa við karla á jafnréttisgrund- velli, þegar Ifkamskröftunum sleppti. Hversvegna berjast ekki femín- istar fyrir jafnrétti á öllum sviðum? Lfka á sviðum andlegra íþrótta? Augljóst. Kemur þeim illa. Afsaka sig eflaust með því að segja að konur séu svo fáar á þessum sviðum rökhugsunar. En af hverju eru þær svona fáar á þessum sviðum? Svar: Áhuginn leiðir gáfurnar og öfugt." Og enn hélt Stormskerið áfram að ræða um konur, sem honum eru svo hugleiknar. Og hann sagði: „Hefur einhver kona barist fyrir aukinni hlutdeild kvenna í naglhreinsun eða byggingariðnaði eða öðrum lfkams- kraftlausum störfum? Nei. Þær nenna þessu ekki. Ekki nógu fínt. Of erfitt og leiðinlegt þó þetta séu í raun kvenmannsverk ekki síður en karlmannsverk. Þær vilja stjórn- unarstöður, Valdastöður, hafa , jafn- réttið" sín megin, vilja kynjakvóta, „jákvæða mismunun" - en samt ,jafnrétti"." Karlarnir í salnum vissu vart hvort við hæfí væri að hlæja og litu undirleitir til þeirra fáu kvenna, sem í salnum voru, þ.e. þeirra sem sáu um að þjónusta barinn. Þá brá Stormskerið sér á flygílinn og spilaði og söng, hafði reyndar sér betri söngvara til aðstoðar, sjálfan lögfræðinginn og formannn IBV, Jóhann Pétursson. Var það álit manna að Jóhann hefði frekar átt að læra til söngs, en þess náms, sem hann valdi sér, - slfk var frammi- staða hans. Ætlaði salurinn að „rifna" þegar þeir félagar tóku hið þekkta lag Stormskersins, Þórð. Kvöldinu lauk svo með bingó- spili, sem Magnús Bragason og Eyþór Harðarson stjómuðu af skörungsskap og voru vinningarnir ætlaðir eiginkonum vinningshafa, ef það mætti verða til að mýkja þessar elskur, þegar karlarnir kæmu heim, - seinna en þeir ætluðu sér og kannski sumir reikulir í spori. Herrakvöldin eru í senn, skemmt- un og til að þjappa mönnum saman í kringum starf IBV, en ekki hvað síst fjáröflun fyrir starfsemina. Tilkynnti Magnús Bragason, sem hefur verið potturinn og pannan í herrakvöldunum frá upphafi, að þetta væri best heppnaða herra- kvöldið til þessa og sem hefði gefið mestu tekjurnar. Sagði hann í glettnum tón að nú, þegar hann hefði látið af formennskunni og afhent Viktori Ragnarssyni völdin á herrakvöldinu, væru öll met slegin, sem segði sína sögu, en sjálfur liggur Viktor rakari fót- brotinn heima, órakur. Formlegri dagskrá herrakvöldsins lauk upp úr miðnættinu og héldu þá um 140 karlar heim á leið, - eða flestir. Grunnskóli Vm íslandsmeistari barnaskólasveita í skák: Liðsheild til fyrirmyndar -segir formaður Taflfélagsins sem er ánægður með sitt fólk Grunnskóli Vestmannaeyja varð Islandsmeistari barna- skólasveita í skák annað árið í röð í Salaskóla í Kópa- vogi um síðustu helgi. íslandsmótið var haldið af Skáksambandi íslands og Grunnskóli Vestmanneyja sigraði með 30 vinninga. Mótið er haldið fyrir nem- endur sem eru 13 ára og yngri og sveitin sem Grunnskóli Vestmannaeyja sendi núna var skipuð yngri drengjum en sveitin sem sigraði mótið í fyrra, en þeir eru komnir í eldri flokk. I öðru sæti var A-sveit Rimaskóla, einnig með 30 vinninga og þurfti bráðabana til að skera úr um hvor skólinn yrði Islandsmeistari. I bráðabananum sigraði GV með 4,5 vinningum gegn 3,5. Þessir tveir skólar voru í nokkrum sérflokki þar sem sveit Salaskóla, sem lenti í þriðja sæti, var með 26,5 vinninga. Alls tóku 17 sveitir þátt í mótinu og komu t.d. 3 sveitir frá Vfk í Mýrdal og einnig kom sveit frá Akureyri. „Keppnin byrjaði vel fyrir okkar stráka og eftir fyrri keppnisdaginn voru þeir komnir með vinnings forskot á Rimaskóla. Voru þá búnir með bæði Rimaskóla A og Salaskóla A og áttu einungis eftir neðri sveitirnar," sagði Karl Gauti Hjaltason formaður TV „En það er erfitt að leiða svona mót og sunnudagurinn varð erfiður, því strax í fyrstu umferð töpuðum við tveimur skákum á móti B-sveit Rimaskóla og vorum þá komnir einum vinningi undir, því Rimaskóli fékk þá fjóra vinninga. Stuttu síðar töpuðu Rimaskólamenn vinningi og munaði mjóu að þeir töpuðu einnig á fjórða borði en björguðu á síðustu stundu og voru þá sveit- irnar jafnar og varð svo út daginn." Spennan var því mikil og þurfti bráðabana til að skera úr milli sveitanna. Tefldar voru tvær umferðir á öllum fjórum borðunum. „I fyrri umferðinni unnum við á öðru og þriðja borði og gerðum jafnt á því fyrsta og vorum því komnir með tvo og hálfan og þurftum nú einungis tvo vinninga í seinni umferðinni. Fljótlega sigraði Kristófer Dag Ragnarsson á fyrsta borði og staðan var orðin afar vænleg. Hinar skákirnar drógust á langinn. Daði Steinn náði peði á móti Hrund Hauks- dóttur og eftir það tefldi hann af miklu öryggi og sigraði. Staðan á þriðja borði var lengi jöfn en undir lokin gaf Ólafur Freyr eftir og hann og Valur, sem var kominn undir, gáfu báðir skákir sínar þegar sigurinn var í höfn. Glæsilegt hjá þessum strákum, sem allir eiga eitt ár eftir í flokknum og Kristófer reyndar tvö ár." Urslitin urðu því þessi: 1. GV 30 vinningar + 4,5 vinningar. 2. Rimaskóli A, 30 vinningar (+3,5 vinn.) 3. Salaskóli A 26,5 vinningar. MEISTARAR, Olafur Freyr Olafsson, á 3. borði Kristófer Gautason, á 1. borði, Daði Steinn Jónsson, á 2. borði, og Valur Marvin Pálsson á 4. borði. 41

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.