Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Side 1
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimimn Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 12. tbl. I Vestmannaeyjum 20. mars 2008 I Verð kr. 200 1 Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMU netáhamar VÉLA-OG BÍLAVERKSTÆÐI Mismæli hjá ráðherra Hanna Bima Jóhannsdóttir, vara- þingmaður Frjálslynda flokksins, tók sæti á þingi í febrúar og spurði samgönguráðherra m.a. um samgöngumál. Hanna Birna var í viðtali við Vaktina í síðustu viku og sagði það hafa vakið athygli hennar að í svari ráðherra kvaðst hann vonast til að höfnin yrði tilbúin í júlí árið 2011. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra situr í stýrihóp vegna undirbúnings hönnunar og framkvæmda við gerð Landeyja- hafnar. Hann var spurður út þessi ummæli og hvort seinkun yrði á því að höfnin yrði tilbúin. „Þetta eru mismæli hjá ráðherra," sagði Róbert og taldi ekkert í spilunum sem kæmi í veg fyrir að höfnin yrði tilbúin 2010. Hann sagði tilboð um smíði ferjunnar verða opnuð í byrjun apríl og þar væri lagt upp úr þjónustustigi, ferjunni sjálfri og afhendingunni. Stýrihópurinn færi yflr þessa þætti og þeir yrðu vegnir við mat á tilboðunum. í Páskahelli á páskadag Náttúrgripasafnið stendur fyrir fjölskyldugöngu í Páskahelli á páskadag eins og undanfarin ár. Kristján Egilsson, forstöðumaður safnsins leiðir gönguna en hún hefst klukkan 14.00 við útsýnis- pallinn neðan við Sorpu. „Við göngum frá útsýnispallinum að Páskahelli með viðkomu við Pompei norðursins þar sem Kristfn Jóhannsdóttir, menningar- fulltrúi fræðir göngufólkið um verkefnið. Göngunni lýkur við Krossinn þar sem Rut Zohlen hefur bakað eldfjallabrauð fyrir okkur og allir fá svaladrykk með í boði Heildverslunar Karls Kristmannssonar. Gangan tekur um klukkutíma og hentar flestum og litlir krakkar geta gengið þetta með fullorðnum. Hún hefur verið vel sótt undanfarin ár eða milli 50 til 60 manns að jafnaði á ári,“ sagði Kristján. Fermingarblað Með Fréttum í dag fylgir myndar- legt fermingarblað. Er það fjöl- breytt og skemmtilegt að efni en fyrsta fermingin verður 29. mars. Tíðindamaður Frétta hreifst með á frumsýningu Leikfélagsins á söngleiknum Hárinu. Segir hann þetta hafi verið skemmtilegt kvöld þar sem leikglcðin skein úr hverju andliti sem þarna steig á svið. Nánar á bls. 12. -Ekki tókst að stofna sameiginlegan hafnarsjóð í eigu Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings Eystra um Landeyjahöfn Samstaóa fyrir bí - Eyjamenn vilja annast reksturinn og gera samkomulag við samgönguráðuneytið um landshöfn í eigu ríkisins Ekki tókst að stofna sameiginlegan hafnarsjóð um Landeyjahöfn í eigu Vestmannaeyjabæjar og Rangár- þings Eystra en búið var að semja um að höfnin yrði opinbert hluta- félag. Þar sem samningar tókust ekki hefur framkvæmda- og hafnar- ráð lýst yfir fullum vilja Vest- mannaeyjahafnar til að annast rekst- ur Landeyjahafnar og gera sam- komulag við samgönguráðuneytið um Landeyjahöfn sem verður lands- höfn í eigu ríkisins. Arnar Sigurmundsson, formaður framkvæmda- og hafnarráðs sagði að samningaviðræður um stofnun sameiginlegs hafnarsjóðs hafi staðið með hléum í rúmt eitt ár. Ljóst hefði verið að samgönguyfirvöld myndu byggja öll hafnarmannvirki og halda þeim við en búið var að semja um að höfnin yrði opinbert hlutafélag þar sem hlutur Vestmannaeyjabæjar yrði 60% og Rangárþings Eystra 40%. Þrír fulltrúar af fimm í hafnarstjóm kæmu frá Vestmannaeyjabæ og tveir frá Rangárþingi Eystra. I fyrrahaust óskaði sveitarstjórn Rangárþings Eystra eftir því að málið yrði tekið upp aftur og eignarskipting yrði 50% hjá hvomm aðila og meirihluti stjómar víxlast á milli áðila. Reynt var fram í síðustu viku að lenda málinu þó þannig að Vestmannaeyjabær ætti 60% og Rangárþing Eystra 40% en að tveir stjómarmenn myndu koma frá hvorum aðila, sá fimmti t.d. frá Sigl- ingastofnun. Búið var að semja um að formennskan yrði í höndum Eyjamanna til 2011, en eftir það myndi hún færast á tveggja ára fresti á milli fulltrúa sveitarfélaganna. Til þess að gera skuldbindingar eða taka meiriháttar ákvarðanir hefði þurft samþykki meirihluta stjómar með fulltrúum beggja sveitarfé- laganna. Amar segir að fulltrúar Eyjamanna hafi verið tilbúnir að samþykkja slíka málamiðlun á fundi með samgönguráðherra og fjármála- ráðherra í síðustu viku. Þetta dugði ekki til og braut á því að fulltrúar Rangárþings Eystra töldu að með þessu væri ávallt neitunarvald hjá fulltrúum Vestmannaeyjabæjar og myndi slfkt geta komið í veg fyrir eðlilega upp- byggingu hafnarinnar til lengri tíma. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar sögðu að rekstur Landeyjahafnar væri samstarfsverkefni beggja sveit- arfélaganna og þyrfti að reka höfn- ina í góðri sátt. Landeyjahöfn er fyrst og fremst ætlað að vera ferju- höfn vegna samganga á sjó við Vestmannaeyjar og tekur uppbygg- ing hafnarinnar mið af þessari staðreynd. Eftir fundinn í samgönguráðuneytinu var ákveðið að leggja fram ríkisstjórnarfrumvarp um Landeyjahöfn sem kveður á um byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru, ásamt því að taka land eignamámi undir hafnarsvæði og grjótnám ásamt uppgræðslu á svæðinu. Nánar á bls. 2. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI ,'OTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.