Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 2
Fréttir / Fimmtudagur 6. mars 2008 Landeyjahöfn í eigu ríkisins -Samkomulag við Rangárþing Eystra um sameiginlegt forræði hélt ekki Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Frétta verður ekki gert ráð fyrir því að Vestmannaeyjabær og Rangárþing Eystra muni hafa sameiginlegt forræði yfir Landeyja- höfn. Þess í stað verður höfnin í eigu ríkisins og var frumvarp þess efnis lagt fyrir fund ríkisstjórnar á þriðjudag. Málið var rætt á bæjarstjórnar fundi sl. fimmtudag og einnig á fundi framkvæmda- og hafnarráðs en ráðið lýsir yfir fullum vilja Vestmannaeyjahafnar að annast rekstur Landeyjahafnar. Ráðið vill gera samkomulag við samgöngu- ráðuneytið í beinum tengslum við fyrirhugaða lagasetningu um að Landeyjahöfn verði í eigu ríkisins og er formanni ráðsins falið að koma þessari samþykkt á framfæri. Strandaði á framtíðarsýn hafnarinnar Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar, segir að málið hafi ekki strandað á eignarhlut milli sveitarfélaganna á fyrirhugaðri höfn. „Ég vil reyndar taka það fram að ég tók ekki þátt í sjálfum samningaviðræðunum en fylgdist auðvitað vel með þeim eins og aðrir bæjarfulltrúar. Málið strandaði á því hvernig menn sáu þróun hafnar- innar til framtíðar. Vilji Vestmannaeyjabæjar er skýr. Land- eyjahöfn er fyrst og fremst sam- göngubót við Vestmannaeyjar, allt annað er algjört aukaatriði í málinu og fólk verður að muna og skilja það." En er ekki sjálfsagt að nýta mann- virkið undir frekari atvinnustarfsemi en einungis undir ferjusiglingar? „Nei, það er langt í frá sjálfsagt í mínum huga. Það verður lfka að hafa það í huga að ef það væri ekki byggð í Eyjum, þá væri ekki verið að ráðast í hafnargerð í Bakkafjöru. Og ég veit það fyrir víst að þessi framkvæmd er það stór að sveitar- félag eins og Vestmannaeyjar eða Rangárþing Eystra gæti aldrei ráðið við það eitt að búa til þessa höfn þrátt fyrir rúmlega helmings þátt- töku ríkisins." Breytir ekki forgangsröðun um framtíðarsamgöngur Gunnlaugur segir að þrautalending- in verði sú að Landeyjahöfn verði í eigu ríkisins. „Höfnin mun þá heyra undir samgönguráðherra og ráðu- neyti hans. Eftir því sem ég hef -BÆJARSTJÓRN lagði áherslu á að lykilatriði varðandi Landeyjahöfn væri að ráðandi hlutur væri í hönd- um Eyjamanna. næst komist þá er ráðherra á sömu línu og við, hann lítur á höfnina sem samgöngubót við Vestmannaeyjar númer 1, 2 og 3. Hins vegar er það afar slæmt fyrir okkur að vera ekki með forræðið yfir höfhinni, ég neita því ekki. Mér finnst ekki ólíkleg að samgönguráðuneytið fái e-r til að reka höfnina í sínu umboði. Þar kemur Vestmannaeyjahöfn sterk inn enda gríðarleg reynsla þar í rekstri hafnarmannvirkja," sagði Gunn- laugur um bókun framkvæmda- og hafnarráðs. Bæjarstjórn lagði áherslu á að lykilatriði varðandi Landeyjahöfn væri að ráðandi hlutur væri í hönd- um Eyjamanna. Koma þessar mála- lyktir um eignarhaldið til með að breyta einhverju í forgangsröðun bæjarstjórnar um framtíðarsam- göngur við Vestmannaeyjar? „Það hefur ekki verið rætt opinber- lega innan bæjarstjórnarinnar enda teljum við samgönguráðherra sam- mála okkar málflutningi. En ég neita því ekki að það breytir talsverðu fyrir okkur að vera ekki með forræðið yfir höfninni og það er klárlega ekki sá kostur sem stefnt var að. Bæjarstjórn er hins vegar einstíga um að verja hlut Vest- mannaeyja f þessu máli en ég tel að höfn í Bakkafjöru sé enn næst besti kosturinn varðandi framtíðarsam- göngur við Vestmannaeyjar." 2010 eða 2011? Kristján L. Möller lét hafa eftir sér á Alþingi á dögunum að hann von- aðist til þess að Landeyjahöfn yrði tilbúin í júlí 2011. Til þessa hefur verið miðað við að höfnin yrði tilbúin 2010, jafnvel vorið 2010 en hvað hefur breyst? „Þetta eru auð- vitað ekki góð tíðindi ef satt reynist en bæjarstjórn hefur ekki tekið málið fyrir enda skilst mér að stutt sé síðan að ráðherra lét hafa þetta eftir sér. Ég get ekki séð að neinar meiriháttar tafir hafi orðið á verkinu heldur hefur það gengið áfram eins og gert var ráð fyrir. Það eru því engar ástæður fyrir þessum hugsan- legu töfum og í raun óþolandi að það sé eilíft verið að flakka með lokadagsetningu þessarar mikil- vægu framkvæmdar fyrir okkur Eyjafólk. Þar að auki er auðvitað dapurt að frétta þetta út í bæ. Bæjarstjórn er fulltrúi stærsta hagsmunaaðilans og við þurfum að fá að fylgjast náið með öllum framkvæmdinni. Við treystum áliti sérfræðinga sem sögðu að höfnin yrði tilbúin 2010 og á því er ekki hægt að gefa neinn afslátt nema fyrir honum séu gild rök," sagði Gunnlaugur. Frumvarp til laga um Land- eyjahöfn var lagt fyrir á rfkis- stjórnarfundi á þriðjudagsmorgun en þar er kveðið á um byggingu hafnarinnar sem ferjuhöfn í eigu rík- isins. I frumvarpinu er gert ráð fyrir eignarnámi lands undir höfnina og undir grjótnám vegna hafnargarða. Framkvæmda- og hafnarráð: Fjögurra ára sam- göngu- áætlun Framkvæmda- og hafnarráð fjall- aði um fjögurra ára samgöngu- áætlun 2009 til 2012 á fundi sínum á föstudag en það var framhaldsumræða frá síðasta ári. Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri fór yfir drög að þeim erindum sem liggja fyrir og varða styrk- hæfar framkvæmdir við hafnar- mannvirki, dýpkun og frumrann- sóknir Siglingastofnunar vegna möguleika á stórskipaaðstöðu norðan Eiðis. Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi upp- tökumannvirki Vestmannaeyja- hafnar. Ráðið samþykkti að fela hafnarstjóra að ganga frá erindi Vestmannaeyjahafnar vegna endurskoðunar á Samgönguáæflun 2009 til 2012 f samræmi við umsóknareyðublað sem lokið var við á fundinum. Neyðarhafnir og skipaafdrep A sama fundi fór Olafur hafn- arstjóri nánar yfir greinargerð Siglingastofnunar frá febrúar sl. og tillögur um neyðarhafnir og skipaafdrep á Islandi sem kynntar voru á síðasta fundi ráðsins. Hafnarstjóra var falið að senda inn athugasemdir framkvæmda- og hafnarráðs vegna málsins sem lagðar voru fram á fundinum. Snjóhreinsun og þurrdælustöð Guðmundur Þ.B. Ólafsson, rekstrarstjóri ÞMV gerði grein fyrir verkefnum Þjónustumið- stöðvar Vestmannaeyjar og út- gjöldum vegna snjóhreinsunar á vegum bæjarfélagsins á tímabil- inu 1. janúar til 14. mars og lagði fram samanburðartölur fyrir síðustu þrjú ár. Framkvæmda- og hafnarráð þakkaði starfsfólki Þjónustumið- stöðvar og öllum þeim aðilum sem unnu við snjóhreinsun í Vestmannaeyjum undarfarnar vikur oft við mjög erfiðar aðstæður. Glófaxafjölskyldan til liðs við Eyjatölvur Breytingar hafa orðið á eignarhlut í Eyja- tölvun ehf. en Glófaxafjölskylda hefur keypt helmingshlut í fyrirtækinu á móti Guðbirni Guðmundssyni. Jóhann Guð- mundsson hafði áður selt sinn hlut í fyrir- tækinu en Eyjatölvur hafa sinnt verslunar- og tölvuþjónustu og munu gera það áfram. Haraldur Bergvinsson kemur til með að hefja störf hjá Eyjatölvun fljótlega en hann er nú að vinna að lokaritgerð í sjávar- útvegsfræði við Háskólann á Akureyri. „Sjávarútvegsfræðingar eru að vinna við viuis störf og ekki nema um helmingur þeirra vinnur við sjávarútveg," sagði Haraldur þegar hann var spurður um fyrirætlanir sínar hjá fyrirtækinu. „Við höfðum hug á að flytja til Eyja og þá er ekkert annað að gera en að finna sér eitt- hvað að gera," sagði Haraldur. Þegar Guðbjörn og Haraldur voru spurðir hvort vænta mætti breytinga hjá fyrirtækinu sögðu þeir að með nýjum mönnum kæmu alltaf nýjar áherslur en fyrirtækið verði rekið með svipuðu sniði. „Það verða engar róttækar breytingar og við aðlögum okkur að markaðnum og fylgjumst með því sem er að gerast. Það verða engar umbyltingar, en þetta er spennandi og ég vonast til að Vestmannaeyingar taki okkur vel " sagði I laraldur en á miðvikudag voru Eyjatölvur með ýmis tilboð og bæjarbúum gafst kostur á að snúa lukkuhjóli þar sem ýmsir vinningar voru í boði. BERGVIN Oddsson, útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri með Guðbirni þegar samningurinn var handsalaður. ÍJigefandi: Eyjasýn ehf. 480378-0549 - Vestiniuiuaeyjuni. Ritetjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: (Juðbjiirg Sigur^cirsdóttír, Signrgeir Jónsson og Hllert Schcving. íþróttir: Ellert Scbeving.Ábyrg5annenn: Ómar (Sarðarsson & (iísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaoyjuiii. Aðsetur ritetjórnar: Strandvegi 47. Símar. 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. NetfangAafpóstar. l'rcttii@cyjai'rcttir.is. Veffang: http//www.eyjafrfittir.is ERETTTR konia út alla fimiiitndiiga. Blaðið cr sclt í askrift og einnig í lausasiilu á Kletti, Tvistiiiiiin, Toppmim, Vöruval, Herjóll'i, Klugliafnarvorsluninni, Krónunni, ísjakanuni, vorslun 11-11 og Skýlinu i Fridaiholn.. FRÉTTffi cru prentaðar í 3000 cintökuni. ERÉTEER cru aðilar ad Saintökuin bæjar- og héraðsfréttabláða El'tirprentun, bljódritun, notkiin ljósinynda og annað cr ólicimilt ncma hcimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.