Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Qupperneq 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 13. mars 2008 Hlunkar og fleira gott fólk á árshátíð Hressó Árshátíð Hressó var haldin með miklum glæsibrag í Alþýðuhúsinu á laugardaginn. Margt var sér til skemmtunar gert og voru flest atriðin heimatilbúin. Ljúffengur matur var að hætti hússins og allir lögðust á eitt að skemmta sér og öðrum. Utkoman varð ógleyman- legt kvöld að hætti Hressó. Skemmtiatriðin samanstóðu af myndasýningu, dansi og söng. Mynda- og myndbandsssýningin, sem Heiðrún Jóhannsdóttir hafði útbúið, vakti mikla athygli en þar gaf að líta ýmis skot frá gömlum árshátíðum og úr starfinu. Var margt sem vakti mikla kátínu eins og gengur þegar gamalt myndefni er dregið fram í dagsljósið. Þemað í myndasýningunni voru fermingar- myndir og eldri myndir og svo myndir frá deginum. Var misjafnt hversu vel fólk fór út þeim saman- burði. Flestir höfðu þó náð að þroskast með bravör. Fólk nær misjöfnum árangri í líkamsræktinni og þau sem þóttu standa upp úr þetta árið voru Tómas Sveinsson og Gyða Amórsdóttir og fengu þau verðlaun fyrir mesta dugnaðinn, árangur og besta formið. Tveir drengir úr Þorlákshöfn, Daníel og Víkingur, sem kalla sig DV slógu í gegn með söng og gítarslætti og kæmi ekki á óvart þótt meira ætti eftir að heyrast í þeim í framtíðinni. Þá tekst þeim heiðurshjónum, Þresti Jóhannssyni og Rakel Björk Haraldsdóttir ævin- lega að snerta viðkvæmustu strengi í brjóstum fólks með söng sínum. Dansatriði eru fastur liður á árshátfðum og nú voru þau ekki færri en tvö. Dagmar Skúladóttir og Annika Vignisdóttur sömdu dans sem Dagmar, Gígja Sunneva, Margrét, Sveinbjörg, Erna Sif og Kristín dönsuðu af miklum glæsi- brag en þar kom í ljós að í dansinum skiptir aldur ekki máli. Hjólahópurinn á morgnana og í hádeginu sýndi að konumar í þeim hóp geta fleira en að hjóla. Þær vom Hafdís Kristjánsdóttir kennari, Regína Kristjánsdóttir kennari, Ester Ágústsdóttir, Unnur Sigmars- dóttir og Guðrún Ragnarsdóttir og tóku þær nokkur dansspor úr Grease af mikilli list. Það atriði sem kom einna mesta á óvart var söngur Hlunkanna, sem er hópur fullvaxinna karlmanna, sem stundar Hressó af sönnum eldmóði og helur náð ótrúlegum árangri. Þar var Gunnlaugur Olafsson fremstur meðal jafningja. Er ótrúlegt hvað víða leynast listamenn og hápunk- turinn var þegar þeir sungu: Eg er Hafdís í léttri Greasesveiflu frjáls með engan háls. Frábær endir á skemmtiatriðum sem lengi verða í minni höfð. Á eftir var stiginn dans þar sem Hörður Hafsteinsson þeytti skí- fumar og tókst honum að ná upp rífandi stemmningu. Myndir: Heiðrún Jóhannsdóttir. FRJÁLSIR Hlunkarnir slógu í gegn og hæst reis list þeirra í frábærri túlkun á hinu sígilda lagi, Ég er frjáls með engan háls. FLOTT Gyða þótti bera af öðrum konum á Hressó. í MINNINGU MEISTARA Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Guðni Agnar Hermansen hefði orðið áttræður föstudaginn 28. mars n.k. Guðna má án alls efa telja meðal þeirra meistara myndlistarinnar sem Vestmannaeyjar hafa alið. Ásamt því að leggja rækt við myndlistina lék Guðni á saxófón og var einn af frumherjum jazzins í Vestmannaeyjum. Á þessum tímamótum verður Guðna Hermansen minnst með myn- darlegum hætti. Opnuð verður vegleg yfirlitssýning á verkum Guðna í Akóges föstu- daginn 18. apríl n.k. ásamt því að haldnir verða jazztónleikar síðar um kvöldið þar sem Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara leikur ásamt því að söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram. Þá verður gefið út myndarlegt smárit og opnuð heimasíða þar sem sjá má Ijós- myndir af Guðna ásamt ýmsum upplýsingum um myndlistar- og tón- listarferil hans. Þeir sem kunna að eiga málverk eftir Guðna Hermansen og hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru sérstaklega beðnir um að hafa sambandi við Skapta Örn Ólafsson i síma 899-2200 eða með þvi að senda tölvupóst á netfangið skaptiorn@gmail.com Skrifstofustarf Þekkingarsetur Vestmannaeyja sem tekur til starfa I. maí nk. óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í 60% starf á skrifstofu ÞSV. Vinnutími frá kl. 13.00 til kl. 17.00-18.00 misjafnt eftir árstímum. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt , hafi góða tölvukunnáttu og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 4. apríl nk. Umsóknir sendist á netfangið amfrost@eyjar.is Nánari upplýsingar um starfið veittar í s. 822-0351. Þekkingarsetur Vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Starfslaun bæjarlistamanns Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2008. í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.: - Sækja skal um starfslaun til Menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum. - Listamaður skal í umsókn sinni gera grein fyrir því, sem hann hyg- gst vinna. Hann skal einnig gera grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkinu. - Umsóknarfrestur er til 07.april 2008. Menningar og tómstundaráð velur úr framkomnum umsóknum og úthlutar á Sumardaginn fyrsta að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar. Umsókn skal skila til Menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeybæjar fyrir 07.april nk. Og skulu þær vera í samræ- mi við framangreindar reglur. Reglurnar í heild er hægt að fá afhentar á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu eða lesa á www.vestmannaeyjar.is Nánari upplýsingar veita Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi og Rut Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri stjómsýs- lusviðs í síma 4882000. Menningar og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar Róðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is Aðalfundur ÍBV íbronafélags verður haldinn fimmtudagínn 27. mars nk.KI. 19.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kirkjcir bazjarins: Landa- kirkja Skírdagur, flmmtud. 20. mars Kl. 20.00. Kvöldmessa með altaris- göngu. Stutt prédikun undir svefninn. Altarið verður afskrýtt í messulok, sveipað svörtu og á það lagðar fimm rósir til minningar um sár Krists á krossinum. Sóknamefndarfólk aðstoðar við afskrýðinguna. Föstudagurinn langi, 21. mars Kl. 11.00. Guðsþjónusta til minn- ingar um pínu og dauða Jesú Krists. Hann gerði það allt fyrir okkur! Mikil tónlist og kórverk. Félagar úr Leikfélagi Vestmanna- eyja lesa úr píslasögunni, en auk þess síðustu orð Drottins á kross- inum. Guðsþjónustunni lýkur með tignun krossins. Athugið að kirkjuklukkum er ekki hringt. Páskadagur, sunnud. 23. mars Kl. 8.00 árdegis. Hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum og fagnaðarríkum sálmasöng. Upprisa Jesú Krists. Morgunverður í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu í boði sóknar- nefndar. Kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Annar dagur páska, 24. mars Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng. Litlir lærisveinar syngja og Páskaunginn “litli” kemur í heimsókn, en hann reynist stærri en margur heldur. Kl. 14.30. Guðsþjónusta á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Litlir lærisveinar syngja. Þriðjudagur 25. mars Kl. 17.30. Æfing fyrir fermingar- börn laugardagsins 29. mars og fundur með foreldrum. Kl. 18.30. Æfing fyrir fermingar- börn sunnudagsins 30. mars og fundur með foreldrum. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur. Laugardagur Kl. 20:30 Bænastund. Sunnudagur Kl.13 Samkoma. Bamastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur Við bjóðum þig velkomin(n) til að eiga með okkur góða stund í kirkjunni okkar að Brekastíg 17. Samvemstundin hefst klukkan 10:30, biblíurannsókn og umræða. Sjáumst! skátaskeytin á fermíngardaginn Skátafélagíð Faxi Faxastíg 38 s.4812915 skffaxi@simnet.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.