Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 20. mars 2008 Vissum að þetta var krefjandi verk -sem gæti snúist á móti okkur ef við stæðum okkur ekki. Aftur á móti hafa ýmsir rekstrarþættir komið okkur á óvart, s.s. ástand og slit á skipinu og búnaði þess, segir Guðmundur Pedersen, rekstrarstjóri Herjólfs hjá Eimskip í viðtali við Ómar Garðarsson HÓmar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Það er ekki auðvelt verkefni að þjóna Eyjamönnum þegar samgöngur eru annars vegar. Skýringin er einföld, þeir hafa aðeins um tvo kosti að velja til að komast til og frá Eyjum, að sigla eða fljúga. Þeir sem hafa þjónað Eyjamönnum á þessu sviði vita að þeir eru harðir húsbændur og með auknum kröfum um greiðari samgöngur hefur athyglin beinst enn frekar að Herjólfí. Þegar núverandi skip kom um mitt sumar 1992 þótti það hið glæsilegasta skip. Því verður ekki á móti mælt að Herjólfur hefur þjónað Eyjamönnum vel og með árunum hefur þjónustan batnað með fleiri ferðum. Frá árinu 1976 hefur ferðunum fjölgað úr 6 í 14 á viku allan ársins hring. En nú er mesti glansinn farinn af skipinu og að öllu eðlilegu hefði átt að vera komið nýtt skip fyrir þremur til fjórum árum. Breytingar á rekstrarformi urðu þegar rekst- urinn var boðinn út og Samskip hreppti hnossið en heimamenn, sem rekið höfðu Herjólf frá árinu 1976, sátu eftir með sárt ennið. Aftur var reksturinn boðinn út og nú var það Eimskip sem hafði betur í keppninni við Samskip. Tók félagið við rekstrinum um áramótin 2005/2006. Eimskip kom inn með glæsibrag og vildi skapa sér jákvætt viðhorf í Eyjum og tókst það. Til að fá reynslu Eimskips af rekstri Herjólfs og samskiptum þeirra við Eyjamenn ræddu Fréttir við Guðmund Pedersen rekstrarstjóra. Einnig er komið inn á útboð á smíði og rekstri ferju í Landeyjarhöfn en Eimskip er meðal þeirra sem boðið var að taka þátt í útboðinu. Meðal þess sem kemur fram er að Guðmundur segir ólíklegt að tímamörk standist en gert er ráð fyrir að siglingar með nýrri ferju hefjist um mitt ár 2010. Átti að vera góð kynning fyrir félagið Þegar Guðmundur er spurður að því hvaða hag Eimskip hafi séð í að bjóða í rekstur Herjólfs segir hann að það hafi fyrst og fremst verið tvær ástæður, rekstrarlegar og góð kynning fyrir félagið. Hefur það gengið eftir? „Ég tel að kynn- ingarlega þá hafi það gengið ágætlega eftir, en hvað varðar reksturinn, þá hafa markmið ekki gengið eftir og það eru nokkrir samverkandi þættir sem valda því,“ sagði Guðmundur. Þegar hann er spurður hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart segir hann að svo hafi ekki verið hvað varðar form rekstursins né annað í honum. „Við vissum að þetta var krefjandi verk sem gæti snúist á móti okkur ef við stæðum okkur ekki. Aftur á móti hafa ýmsir rekstrarþættir komið okkur á óvart, s.s. ástand og slit á skipinu og búnaði þess.“ Eruð þið réttu megin við strikið í rekstr- inum? „Nei, við erum ekki réttu megin, því miður. Ástæður þess eru m.a. eftirfarandi. Olíuverð hefur stigið verulega eins og öllum er kunnugt og þó svo að við fáum rekstrar- styrkinn verðbættan árlega ásamt farmiða- verði, m.a. eftir þróun olíuverðs, þá erum við ávallt ári á eftir hvað það varðar. Þetta er hlutur sem við reiknuðum að sjálfsögðu með en þegar breytingar eru eins „drastiskar" eins og verið hefur, þá er það verulega íþyngjandi fyrir reksturinn. Síðan hefur ástand skips og véla verið verra en við reiknuðum með. Einnig hefur það komið á óvart að árin áður en við tókum við rekstrinum hafði verið stígandi frá ári til árs í farþegafjölda og flutningum, eða um 5% á ári. Þessi þróun stöðvaðist 2006 og við erum frekar að sjá fækkun í dag.“ Skiljum afstöðu fólks Nú er Herjólfur kominn til ára sinna og fólk orðið gagnrýnið á aðstöðu um borð. Finnið þið fyrir því? „Vissulega gerum við það og við skiljum það vel. Það eru hlutir þarna um borð sem ætti að vera búið að endurnýja. En svo fólk skilji hlutverk okkar sem rekstrar- aðila, þá er það okkar að halda skipi og búnaði í lagi að frádregnu því sliti sem verður á rekstrartímanum. Við eigum til dæmis ekki að endurnýja stóla af því að áklæði er orðið ljótt. Ég tel okkur hafa staðið okkur ágætlega í því. T.d. fórum við strax í að skipta út öllum rúmdýnum sem voru ekki boðlegar og setja utan um þær áklæði eins og sjúkrahúsin nota og hleypa ekki vökva inn í dýnuna, ásamt ýmsum smærri hlutum. En ég vona að það verði hægt að gera eitthvað meira þarna á næstunni. 1 samvinnu við Vegagerðina og bæjarstjóm Vestmannaeyja höfum nýverðið farið yfir þau mál til að sjá hvað hægt sé að gera.“ Ekki gamlir bíóstólar Hver ákvað að setja gamla bíóstóla í sjón- varpssalinn? „Ákvörðun um að skipta út stólunum í sjón- varpssölunum var Vegagerðarinnar og á kostnað hennar. Þetta munu samt ekki vera bíóstólar því samskonar stólar eru notaðir í ferjum erlendis og í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Þetta eru að vísu ekki stólar sem hægt er að halla eins og þeir sem voru fyrir í skipinu. Til gamans má geta þess, að Iág- gjaldaflugfélög eru farin að setja fasta stóla í nýjustu flugvélar sínar. Ég vil bæta því við, að umgengni farþega um skipið mætti vera betri. Sem dæmi þá hafa verið unnin skemmdarverk í klefum og á sætum eins og átti hefur sér stað í sjónvarps- salnum. Áhöfnin hefur oft minnst á slæma umgengni og þá sérstaklega barna og ung- menna sem eru í hópferðum, sem er miður. Við höfum m.a. tekið það mál upp við íþróttafélögin. Guðmundur segir að ýmislegt hafi verið gert til að flikka upp á innréttingar í skipinu en meira verður gert í þeim efnum. „Það eru helst gólfefni og áklæði sem þarf að sinna. Búið er að skipta um gólfdúka á efra dekki og stiga, búið að endumýja áklæði stóla í efri sal og vonandi sjáum við eitthvað gerast á veitingahæðinni fljótlega." Baráttan við fiskilyktina Margir kvarta yfir fiskilykt í skipinu. Er ein- hver leið að koma í veg fyrir hana? „Þetta er mál sem við hefðum átt að vera búnir að Iaga fyrr, en það er ekki svo einfalt. Það eru tvær leiðir að því markmiði. Sú fyrri er að skylda alla sem senda fisk í körum að hafa þau þétt. Það er í raun þannig í reglum Matvælastofnunar, áður Fiskistofu, að öll kör skulu vera þétt og halda vatni. Ef menn færu eftir því, þá mundi þetta líta öðruvísi út. En af einhverjum ástæðum þá er eitthvað í ferli þessarar vinnslu sem veldur því að tapparnir hverfa. Þegar ég haf rætt þetta mál við sendendur, þá er því borið við að þegar körin fara til vissra verkenda sem eru í annarri vinnslu, þá taki þeir tappana úr og þeir hverfi. Við höfum verið að reyna að þétta vagnana og setja á þá affallslögn sem hægt er að tengja við niðurfall í skipinu, en það eru ann- markar á því. Nú er verið að smíða fyrir okkur nýja vagna í Finnlandi og sá fyrsti er væntanlegur fljótlega. Þeir eru þéttir og með eigin safntank fyrir affallsvatn auk þess að vera með frystikerfi, hillubúnað og eru sérstaklega styrktir til ferjufiutninga á N- Atlantshafi. Ég held að Samskip sé að gera ágæta hluti í þessu líka. Vonandi fer þetta að heyra sögunni til,“ sagði Guðmundur. Öryggi í fyrirrúmi „Já, vissulega," segir Guðmundur þegar hann er spurður að því hvort þeir fái mikið af kvörtunum þegar ferðir falla niður vegna veðurs. „En sem betur fer er meira um að okkur sé hælt fyrir að fara ekki í verstu veðrum. Það er alltaf þannig, að kvartanir um slíkt tengjast því að einhver hefur ekki getað komist þegar mikið liggur við, sem er jú vel skiljanlegt. En þetta eru ákvarðanir sem skipstjóri tekur og öryggi farþega, áhafn- ar og skips eru einu atriðin sem á og er farið eftir við slíkar ákvarðanir. Þetta er erfið siglingaleið, það vita Eyjamenn manna best en við erum með einhverja vönustu og færustu skipstjóra og sjómenn sem finnast á Islandi í þessum störfum i dag. En mat á aðstæðum er ólíkt eftir því hver á í hlut. Til þessa hefur ekki verið felld niður ferð sem færa má rök fyrir að hefði átt að fara, það er allavega mitt mat.“ Minna skammaðir núna Þegar kvartað er yfir hækkunum á gjaldskrá, hvem á þá að skamma? „Við fengum að finna fyrir því aðeins í fyrra en minna núna. Sumir hafa ekki áttað sig á að hækkun fargjalda er hluti af samningi okkar við Vegagerðina. Hækkunarstuðullinn er eins upp byggður og rekstrarstyrkurinn. Þetta var ekki þannig áður en verkkaupi breytti þessu í síðasta útboði. Þetta er því föst árleg hækkun eða lækkun eftir atvikum í samningi okkar, bundið ákveðnum vísitölum, olíuverði og hafnargjöldum." Fenguð þið viðbrögð vegna breytinga á stöðum yfirmanna á Herjólfi? „Ekki svo mikið. Við lítum á skipverja á Herjólfi sem hlula af okkar stafsmönnum hjá Eimskip og til jafns við aðra. Þar af leiðandi koma upp aðstæður sem færa þarf menn til í starfi, oft er það tímabundið. Hafsteinn Hafsteinsson skipstjóri kemur nú til starfa sem þriðji skipstjóri. Væntanlega verður það tímabundið. Við höfum einnig boðið nokkrum skipverjum á Herjólfi að fara í afleysingar á millilandaskipum okkar, sem einhverjir hafa þegið. Hafsteinn er með yfir 40 ára starfsreynslu hjá Eimskip." Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur hlutverk í samningi ykkar, hvemig hefur það gengip? „Ég hef bara gott eitt um það að segja. Ég hef átt mjög góð samskipti og samráð við þessa aðila, sérstaklega bæjarstjóra. Það á líka við um fyrri bæjarstjóra. Állar ákvarðanir um áætlun og breytingu á henni þarf m.a. að bera undir bæjarstjórn í Vestmannaeyjum. Ólíklegt að tímamörk standist Eimskip er í hópi fjögurra aðila sem valdir voru til að taka þátt í útboði um smíði og rekstur ferju sem ganga á í Landeyjahöfn. Hvemig lýst ykkur á ferjuhöfn í Landeyja- sandi? „Ég vil á þessu stigi sem minnst um það segja. Ef vel til tekst og forsendur stand- ast, þá á þessi breyting að auðvelda samgöng- ur, þó er spurning um vetrartímann.“ En er raunhæft að reikna með að nýtt skip verði tilbúið um mitt ár 2010? „Allnokkur tími er þar til tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og pöntun á smíði getur átt sér stað. Mér vitrari menn um þessa hluti telja að það sé afar ólíklegt að þessi tímamörk sem sett hafa verið geti staðist." Er eitthvað til í því að þið séuð að hugleiða að draga ykkur út úr tilboðum í reksturinn í Landeyjahöfn? „Get ekki tjáð mig um það.“ Hvaða möguleika sjáið þið með tilkomu Landeyjahafnar, munið þið beina flutningi frá Evrópu um Vestmannaeyjar og láta flytja vörur sjó- og landleiðina til Reykjavíkur? „Þetta eru hlutir sem ekki er farið að hugleiða hjá okkur,“ sagði Guðmundur að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.