Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 8
Fréttir / Fimmtudagur 20. mars 2008 Fulltrúar Eyjamanna í Ungfrú Suðurland: Anna Ester, Berglind og Lilja Dröfn Þrjár Eyjastúlkur taka þátt í keppn- inni Ungfrú Suðurland sem fer fram á Hótel Selfossi föstudaginn 28. mars. Æfíngar hafa staðið yfir síðustu vikur en aðeins ein af stelp- unum þremur er búsett í Vest- mannaeyjum en það er Anna Ester Óttarsdóttir. Hinar tvær Eyjastúlk- urnar eru Berglind Benediktsdóttir og Lilja Dröfn Kristinsdóttir. Ákvað að kýla á þetta Anna Ester er dóttir Óttars Gunn- laugssonar og Nönnu Drafnar Sigurbjörnsdóttur en Anna sagði í samtali við Fréttir að það hefði ekki tekið hana langan tíma að ákveða að taka þátt í keppninni. „Það var búið að minnast á þetta við mig áður en Anna Svala Jóhannsdóttir, umsjónarmaður keppninnar hringdi í mig í janúar. Eg tók mér reyndar smá umhugsunarfrest en ákvað svo að kýla á þetta," sagði Anna hress. Anna er ekki ókunn þátttöku í fegurðarkeppnum en hún tók þátt í Sumarstúlkukeppninni 2007. „Það var ekki síst þess vegna sem ég ákvað að taka þátt í ungfrú Suður- land því Sumarstúlkukeppnin var svo skemmtileg og góð lífsreynsla. Við erum búnar að vera á æfingum allar helgar undanfarið þannig að það hefur ekkert hindrað mig að vera búsett í Vestmannaeyjum. Við höfum verið að æfa göngulagið og atriðin sem við tökum þátt í um kvöldið. Svo hafa stelpurnar í Hressó stutt mjög vel við bakið á mér og ég vil þakka þeim kærlega fyrir hjálpina." Er stefnan sett á sigur? „Tekur maður ekki þátt í keppnum til að vinna þær?," spyr Anna Ester á móti. „Eg held að það vilji allar stelpurnar vinna en þetta snýst ekki bara um það. Ég þekkti þrjár stelpur í hópnum en kynnist núna mun fleiri og auk þess öðlast maður mikla reynslu í framkomu með þátttökunni. En ég vil nota tæki- færið og minna á netkosninguna á www.sudurland.net en þar er hægt að kjósa einu sinni á sólarhring til 28. mars," sagði Anna Ester. Tækifæri sem býðst bara einu sinni Berglind er dóttir Benedikts Guð- mundssonar og Þuríðar Matthías- dóttur en sjálf býr Berglind í Reykjavík þar sem hún vinnur og stundar fjarnám. Berglind segir það skemmtilega reynslu að taka þátt í ungfrú Suðurland. „Mér leist bara mjög vel á að taka þátt í þess- ari keppni og tók mér bara sólar- hring í að hugsa mig um. Þetta er auðvitað frábær lífsreynsla, maður kynnist nýju fólki og svona tæki- færi býðst örugglega bara einu sinni. Eg hef allavega ekki tekið þátt í svona keppni áður," sagði Berglind. Hún segist hafa keyrt nánast allar Vestmannaeyjabær STARFSKRAFTUR OSKAST Starfskraftur óskast til afleysinga í eldhús Hraunbúða. Um er að ræða vaktavinnu. Reyklaus vinnustaður Upplýsingar hjá forstöðumanni eldhúss á staðnum. Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 090269-01 59, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyiar.is Augnlæknir Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni 31 mars til 2 apríl. tímabókanir verða föstudaginn 28 mars kl 9 -12 í síma 4811588 og mánudaginn 31 mars kl 10 -15 í síma 481-1955. # Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Sendibílaakstur Vilhjálmur Bergsteinsson % 481-2943 % 897-1178 Anna Ester. helgar undanfarið til Selfoss þar sem æfingarnar fara fram. „Við erum fjórar í bænum sem keyrum saman austur eftir þannig að þetta er ekkert mál. En við höfum verið að æfa mikið og sýndum á tísku- sýningu á konukvöldi um síðustu helgi. Það var góð æfing og ég hlakka til að taka þátt í keppninni sjálfri." Ferðu í keppnina til að vinna hana? „Auðvitað, en það kemur bara í ljós hvernig gengur." Ekkert verð fyrir að sjá okkur á sundfötum „Þetta er bara rosalega skemmtilegt og leggst mjög vel í mig," sagði Lilja Dröfn þegar Fréttir heyrðu í henni hljóðið. Lilja er dóttir Magneu Richardsdóttur og Ómars Þórhallssonar en hún segist aldrei hafa tekið þátt í svona keppni áður. „Ég hef bara fylgst með vinkonum mínum í svona keppnum og langaði sjálf að taka þátt. Það kom þess vegna aldrei annað til greina en að taka þátt þegar það bauðst." Eins og Berglind og Anna Ester stefnir Lilja Dröfn að sjálfsögðu á sigur í keppninni og segir að lokakvöldið eigi eftir að verða skemmtilegt. „Ég skora auðvitað á alla að koma og styðja okkur enda kostar ekki mikið, bara 5.900 Berglind. Lilja Dröfn. krónur. Inni í því er þriggja rétta máltíð og glæsileg keppni, þrjár tískusýningar og svo komum við fram í bikiníi og í kjólum. 5.900 kall fyrir að sjá okkur á bikiníi, það er ekkert verð!," sagði Lilja Dröfn að lokum. ÁRGANGUR 79 Hittumst á Café María á fímmtudag (Skírdag) kl. 21 vegna tilvonandi árgangsmóts. Nefndin ALLT FYRIR GÆLUDÝRIN HÓLAGDTU22 I S. 481-3153 TERT Landsins besta úrval af tertuskrauti fyrir öll tæklfæri. Allar í lottustu fígúrurnar. Smáar Ibúð óskast. Óska eftir að leigja 2-3 herbergja íbúð frá 1. júní. Bjarni, 861-2114. Lítill bátur eða trilla óskast Óska eftir að kaupa lítinn bát eða trillu. Upplýsingar í s. 481-2102 / 844-8915. Til sölu Mitsubishi - L 200. Skráður 09/2003. Ekinn 27000 km. Sjálfskiptur, með pallhúsi og drát- tarkrók. Vel með farinn. Engin skipti. Uppl. í síma. 892-0224. Húsnæði óskast íbúð eða hús óskast til leigu. Uppl. í s. 869-3474 ( Alli ) eða 845-7599 ( Ólöf). Kerruvagnar til sölu Til sölu vel með farin tvíbura-/ systkína kerruvagn með svuntu, skerm og plast, selst á kr. 20.000,- Einnig til sölu kerruvagn með burðarrúmi, kerrupoka og skiptitösku, kr. 15.000,- Nánari upplýsingar í s. 481-2099 eða 868-4773, María. Bráðvantar íbúð Einstæð móðir með 2 börn bráð- vantar íbúð. Uppl. í s. 866-4618. Bíll til sölu Nissan Almera, árg. '97. Uppl. í síma 895-5761. Vestmannaeyingar, JÞ bílar bjóða ykkur bílaleigubíla á verðisem hérsegir: Flokkur A: kr. 4.900 Flokkur B: kr. 5.900 Flokkur C: kr. 6.900 Verð miðast við einn sólarhríng og 200 km. Einnig sendibílar og flutn- ingabíll. Aldurstakmark 20 ár. Kreditkort áskilið. Sæki fólk á Selfossflugvöll. JÞ BÍLAR Eyravegi15/SELFOSSI s. 482-4040/ 892-9612 Eyjafréttir.is Fréttir milli Frétta Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 iiiííii. kl. 20.30 Sporafundur þri. kl. 18.00 mið. kl. 20.30 fim. kl. 20.30 fös.kl. 19.00 lau. kl. 20.30 Opinn fundur Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Atli. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.