Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 20. mars 2008 STOLT MAMMA Sigríður Bjarnadóttir var ánægð með soninn, Harald Ara sem stóð sig frábærlega í sýningunni EKKI SÍÐUR STOLTIR FORELDRAR Páll Guðmundsson og Rut Haraidsdóttir með soninn og senuþjófínn Kristinn sem átti eftirminnilegan leik í Hárinu. Hárið, frábært kvöld í Bæjarleikhúsinu Litið í leikhúsið Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.. is Það er ekki í lítið ráðist hjá litlu leikfélagi að setja upp söngleikinn Hárið. Hann útheimtir marga söngvara og að fólk geti dansað. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi Hárið á föstudagskvöldið og var það hin besta skemmtun. Leikgleð- in skein úr hverju andliti á sviðinu sem skilaði sér til áhorfenda þannig að úr varð skemmtilegt kvöld í Bæjarleikhúsinu. Með góðri samvisku er hægt að mæla með ferð í Bæjarleikhúsið. Það verður enginn svikinn af því. Hárið gerist í kringum 1970 þegar hippamir með sínar frjálsu ástir og friðarboðskap voru hvað fyrirferða- mestir. Nýir straumar komu fram í tónlist, ungt fólk reis upp gegn kerfmu og kastaði fyrir róða skoð- unum foreldranna til lífsins og til- verunnar. Skuggahliðin var óhófleg fíkni- efnaneysla sem hjó stór skörð í raðir hippanna og var mjög áber- andi hjá tónlistarfólki sem fór margt yfír móðuna miklu svífandi á skýi eiturlyfja. Hippamir í sínum skrautlegu mussum runnu sitt skeið, urðu hluti af kerfinu þar sem þeir hafa margir komið sér vel fyrir. Hárið var fmmsýnt í New York árið 1967 og vakti þá ekki mikla athygli en eftir endurbætur á texta og tónlist var það frumsýnt aftur þann 29. apríl árið 1968. Þá loks náði það sér á strik og hefur síðan verið sýnt um allan heim. Tónlistin úr Hárinu fór eins og eldur í sinu um heiminn og hér á landi var það fyrst sýnt árið 1971. Milos Forman gerði mynd eftir leikritinu 1979 og leikgerðin sem LV sýnir er eftir Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson sem þeir unnu upp úr upphaflega leikritinu og mynd Formans. Hippatímabilið er baðað miklum ljóma í hugum margra og örugg- lega eiga þeir sem upplifðu þennan tíma góðar minningar og reyna hvað þeir geta til að halda lífí í boðskapnum. Uppfærslan LV er svolítill prófsteinn á það hvemig til hefur tekist því enginn sem kemur að sýningunni var fæddur þegar hippamir voru upp á sitt besta. Og það verður að segjast eins og er að tekist hefur að halda loga í kyndli- num milli kynslóðanna. Utkoman er skemmtileg, lífleg og skrautleg sýning þar sem leikgleðin skín af hverju andliti. Þó þarna komi fram ákveðin fortfðarhyggja er líka gert létt grín að hippunum og skoðunum þeirra, eitthvað sem vantaði alveg í mynd Formans sem eldist illa og verður hálf leiðinleg þegar fram í sækir. Af tæplega 20 leikurum þurfti um helmingurinn að spreyta sig á ein- söng. Eðlilega tókst þeim misvel upp en í hópnum eru nokkrir sem oft hafa sungið opinberlega og tókst vel upp. Það eina sem má finna að er að textinn komst illa til skila í of mörgum laganna. Var ágæt hljómsveit of hátt stillt, eitthvað sem auðvelt er að laga. Búningar og sviðsmynd voru mjög skemmtileg og búningar voru í sterkum litum, allt í anda hipp- anna. Verkið var keyrt áfram af miklum krafti allan tímann sem eitt og sér er talsvert afrek. Það er ekki síður afrek hjá leikstjóra að ná að virkja gleðina sem er aðalstyrkur sýningarinnar. Hún skilaði sér til áhorfenda sem fylltu Bæjarleik- húsið á frumsýningunni og skemmtu sér vel. ÁNÆGÐAR Arndís Ósk og Dorthy Lísa slappa af eftir frumsýningu. LEIKSTJÓRINN Laufey Brá Jónsdóttir getur verið ánægð með árangurinn. SÖNGFUGL Silja Elsabet náði að setja mark sitt á sýninguna með flottum söng. En öllu gríni fylgir alvara og í Hárinu er það Víetnamstríðið sem hékk eins og refsivöndur yfír bandarísku þjóðinni á sjöunda og áttunda áratug sfðustu aldar. Það er baksviðið í Hárinu og heggur í raðir persónanna áður en yfír lýkur. Haraldur Ari Karlsson sem Berger slær tóninn á upphafsmínútunum með bráðskemmtilegum og hressi- legum leik. Haraldur er líka reynd- ur söngvari sem nýttist vel í sýningunni. Sigurhans Guðmunds- son sem Hud skilar sínu með ágæt- um en stjarna sýningarinnar er tvímælalaust Kristinn Pálsson sem leikur sveitastrákinn Claude. Hann kemur beint frá Oklahoma tilbúinn að berjast fyrir land og þjóð og er eins saklaus og lummó eins og sveitadrengir geta best orðið. Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Arndís Ósk Atladóttir eru söng- konur sem standa undir nafni og aðrir sem nefna má eru Ása Jenný Gunnarsdóttir, Dorthy Lfsa Wood- land og Ingi Þór Þórarinsson. Það er hægt að mæla með Hárinu í meðförum Leikfélags Vestmanna- eyja. Leikendur hafa svo óskaplega gaman að því sem þeir eru að gera og það skilar sér út í salinn. Umgjörð er öll til fyrirmyndar og leikstjóranum tekst að sýna spaugi- legu hliðina á hippunum sem tóku sjálfa sig yfírleitt alltof hátíðlega. Hljómsveitina skipa Birkir Ingason trommur, Högni Hilmisson bassi, Ólafur Rúnar Sigurmundsson píanó og Hjálmar Ragnar Agnarsson gítar. Þeir skila sínu með ágætum en spuming um draga aðeins niður í þeim til að yfirgnæfa ekki sönginn. Texti: Omar Garðarsson. Myndir: Omar Garðarsson og Oskar Pétur. í REYKJARKÓFI í LOK SÝNINGAR Leikendum var klappað lof í lófa í lokin og var það að sönnu verðskuldað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.