Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 20. júlí 2007 11 |n1 deild karla: ÍBV-Akureyri 28:43 Nýrri lægð náð í handboltanum Eyjamenn steinlágu á heimavelli gegn Akureyri ÚTHALDSLAUSIR. Leikmenn ráða ráðum sínum í Ieiknum gegn Akur- eyri en það skilaði litlu og Eyjamenn virðast vera komnir í sumarfrí. Meistaraflokkslið karla í handbolta náði nýrri lægð þegar liðið mætti ferskum Akureyringum á laugar- daginn. Eyjamenn byrjuðu ágætlega og héldu í við Akureyringa alveg þangað til í stöðunni 8:8 en á fjög- urra mínútna kafla náðu Akureyr- ingar sex marka forystu og héldu henni allan leikinn sem endaði með fimmtán marka tapi Eyjamanna, 28:43. Eyjamenn búnir að gefa upp alla von? Það var eins og öll leikgleði væri dregin úr ÍBV í miðjum fyrri hálfleik og mikill pirringur skap- aðist meðal Eyjamanna. Markvarsla í leiknum var enginn, líklegast vegna þess að varnarleikur var enginn. Sóknarleikur liðsins var einnig í molum og nýttu Akureyr- ingar sér það til hins ýtrasta og leikurinn varð einskonar hraðaupp- hlaupsæftng fyrir gestina sem áttu í engum vandræðum með seina leik- menn ÍBV. Leiðinlegt var að sjá hversu fljótt Eyjamenn gáfust upp og einkenni ÍBV, baráttan, varð að engu í þessum leik kattarins að músinni. Úthaldsleysi er einnig mikið vandamál hjá IBV sem voru ávallt mjög seinir aftur. Lítið hefst upp úr því að laga það núna en þetta er vandamál sem hefði þurft að takast á við fyrir tímabil eða í lands- leikjahléinu í síðasta lagi. Er það virkilega svona sem Eyjamenn vilja enda lélegt tímabil í stað þess að reyna að rétta úr kútnum. Af þessum leik að dæma hafa Eyjamenn gefið upp alla von og hugsa eingöngu um næsta tímabil. Það er þó virkilega sárt að horfa upp á áhorfenda- fjöldann í þessum leik og kannski allt tímabilið. Þegar liði gengur illa þarf það á stuðningi að halda og þeir fáu sem létu sjá sig á leiknum eiga hrós skilið. Það voru Sigurður Bragason og Sergey Trotsenko sem stóðu upp úr í liði IBV og skoruðu saman meira en helming marka ÍBV. Hjá Akureyri var það hinsvegar liðsheildin sem vann þennan leik og gaman að sjá hversu margir heimamenn eru í liðinu. ÍBV vantar breidd Blaðamaður náði tali af Jónatani Magnússyni sem var að vonum kátur eftir leikinn. Ertu ánœgður með leikinn í dag? „Já, bara heilt yfir þá var þetta mjög gott.“ Þetta var nú bara eins og hraðaupp- hlaupsœfing hjá ykkur í dag? „Já, þeir voru mjög seinir aftur, en við erum einfaldlega í betra formi núna eftir áramót getum keyrt í sex- tíu mínútur á mörgum og það hefur verið að skila okkur stigum.“ Þið eruð með marga Akureyringa í liðinu, það er svolítið óvanalegt að lið út á landi sé með svona marga heimamenn liðinu ekki satt? „Já, en nokkrir af okkur eru komnir aftur heim en við erum svo auðvitað með unga góða stráka og við erum með ágætis breidd. Þannig að við höfum ekkert þurft að sækja neina útlendinga en árangurinn í vetur hefur ekki verið nógu góður en miðað við mannskap þá er þetta bara nokkuð gott.“ Hvað finnst þér um ÍBV liðið? Þetta er fyrst og fremst stemmnings- lið en þeir hafa ekki verið að ná sannfærandi úrslitum. Þeir eru með einstaklinga inn á milli sem eru góðir en það vantar bara breidd hjá þeim.“ Staðan Haukar 21 15 4 2 616:541 34 Fram 21 13 2 6 597:568 28 Valur 21 12 3 6 600:534 27 HK 21 12 2 7 586:536 26 Stjaman 21 11 2 8 626:579 24 Akureyri 21 6 4 11 591:593 16 Afturelding 21 3 3 15 519:577 9 ÍBV 21 2 0 19 539:746 4 Lengjubikarinn í knattspyrnu 2. deild karla í körfubolta Jafntefli og sigur IBV í úrslitakeppn- ina þrátt fyrir tap Eyjamenn léku tvo leiki í Lengju- bikamum um helgina, gegn Víking Ólafsvík og Selfoss. ÍBV hefur ekki byrjað vel í keppninni og tapað tveimur fyrstu leikjunum með miklum mun. Eyjamenn spiluðu fyrst gegn Víking Ólafsvík sem spilar í 1. deildinni með ÍBV á næsta tímabili. Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og mörg færi sköpuðust en það vom Eyjamenn sem náðu forystunni þegar Bjami Rúnar Einarsson skor- aði með skoti í fjærhornið eftir laglegt samspil. Ingi Rafn Ingi- bergsson bætti svo við öðru marki fyrir Eyjamenn með góðu skoti, einnig í fjærhomið. Víkingur náði þó að minnka muninn fyrir hálfleik með marki frá Alfreð E. Jóhannssyni. Staðan var 2:1 í hálfleik og leikur- inn hafði verið mjög opinn og bæði liðin áttu meira að segja stangarskot. Seinni hálfleikur var hins vegar ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri en tveimur mínútum fyrir leikslok náði Alfreð Elías að jafna metin fyrir Víking með skoti upp í þaknetið úr þröngu færi. Nokkrum mínútum áður hafði Bjami Rúnar fengið að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk þrátt fyrir að hann væri ekki einu sinni enn á vellinum en honum hafði verið skipt útaf fyrr í hálfleiknum. Markaleikur gegn Selfyss- ingum Seinni leikur helgarinnar var gegn Selfoss sem mun einnig spila í 1. deildinni með Eyjamönnum á næsta tímabili. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og oft voru ágætis taktar sýndir. Það vom Eyjamenn sem byrjuðu betur og áttu tvö ágætis færi á fyrstu mínútunum sem fóm forgörðum. Eftir það tóku Selfyss- BJARNI RÚNAR EINARSSON skoraði eitt mark og fékk rautt. ingar yftrhöndina í leiknum, en gegn gangi leiksins náðu Eyjamenn forystu með marki frá Brasilíu- manninum Alex. Það tók Selfyss- inga þó ekki langan tíma að jafna, en þar var að verki Einar Ottó Antonsson sem skoraði með glæsi- legum skalla og staðan 1-1 f hálf- leik. Seinni hálfleikur byrjaði vel hjá Eyjamönnum sem uppskám fljót- lega mark frá Alex sem skoraði úr vítaspyrnu. Við það vöknuðu Selfyssingar og komust yfir með mörkum frá Viðari Kjartanssyni og Einari Ottó. Eyjamenn voru þó sterkari á lokakaflanum og jöfnuðu metin með marki frá Atla Heimis- syni sem var þá nýkominn inn á. Það var svo Egill Jóhannsson sem rak smiðshöggið á fjömgan leik með marki úr góðu skoti í fjærhomið. Góður sigur hjá IBV sem situr nú í þriðja sæti riðilsins á eftir Breiðablik og Val sem deila topp- sætunum tveimur. Meistaraflokkslið ÍBV í körfubolta er komið í úrslitakeppni 2. deildar og eiga möuleika á að komast upp í 1. deild með sigri á Hrunamönnum. Eyjamenn hefðu getað tryggt sér heimaleik í undanúrslitum með sigri á Laugdælum á laugardaginn en sá leikur endaði með sigri Laugdæla 81:68. og Laugdælir þar með komnir í úrslit og þar með þurftu Eyjamenn að treysta á að Álftanes myndi vinna Mostra. Það er alltaf erfitt að þurfa að treysta á heppnina en lukkudísirnar vom á þeirra bandi á Mánudaginn þar sem Álftanes vann góðan sigur á Mostra og Eyjamenn komnir f úrslit. Ósáttir við leikinn gegn Laugdælum Blaðamaður náði tali af Birni Einarssyni, þjálfara liðsins á dögunum. Hvernig leið ykkur eftir leikinn gegn Laugdcelum? „Okkur leið vægast sagt ekki vel og vorum allir mjög ósáttir við okkar frammistöðu á vellinum. Við spiluðum ekki vel, hittum illa og vomm að gera ótrúleg klaufamistök trekk í trekk. En þegar að lið er ekki að æfa neitt saman eða bara alls ekki að æfa neitt að viti þá er ekki hægt að búast við einhverjm töfrum. Eg var mjög svekktur með úrslitin og sat í hálftíma eftir að leik lauk í sal- num og átti erfitt með að sætta mig við þetta. Þannig að við vomm þá komnir í þá stöðu að þurfa bíða í tvo daga og treysta á tap hjá Mostra á móti Álftanesi. Sem betur fer vann Álftanes góðan sigur og við inn í úrslitakeppnina. Þannig að við emm sáttir núna að fá þetta tækifæri. Hvernig meturðu ykkar möguleika á að komast upp? „Fyrst við erum komnir í úrslita- keppnina þá met ég líkumar okkar góðar. Þetta er bara einn leikur í undanúrslitum og með sigri emm við komnir í 1 .deildina. Við þurfum hins vegar að mæta með toppstykkið í lagi og vonandi sleppum við við meiðsli og veikindi. Leikmenn þurfa líka að fara hreyfa á sér rass- gatið og mæta á allar æftngar og gott þetur en það hvort sem það er í Eyjum eða í Reykjavík. Það er ekki langt í þennan leik en við ættum að geta undirbúið okkur aðeins betur ef menn taka þetta meira alvarlega og eru tilbúnir að spila fyrir ÍB V. Eg vil sjá meira IBV hjarta í næsta leik það er alveg á hreinu.“ Flottir peyjar í minniboltanum Nú hefur Körfuboltanum gengið mjög vel í vetur, þegar þú lítur yfir tímabilið hvað er það sem stendur upp úr? „Það er erfitt að svara þessari spumingu núna þar sem tímabilið er ekki búið. 10. flokkur og Minni- boltinn eiga eftir að keppa eina túmeringu og meistaraflokkurinn á 1-2 leiki eftir. Annars er tímabilið búið að ganga mjög vel þó svo að ég hefði viljað sjá 9. flokk og 10. flokk fara alla leið í úrslit, eins og meistaraflokku og minniboltinn eru búin að gera en ég tel að minni- boltinn sé sá flokkur sem á eftir að gera mikinn usla á lokamótinu. Þannig að það sem gæti staðið upp úr eftir tímabilið gæti verið minni- boltinn og þeirra afrek. Bara flottir peyjar þar á ferð,“ sagði Björn að lokum. íþróttir Heiða valin í lokahópinn Heiða Ingólfsdóttir, handknat- tleiksmarkvörður hefur verið valin í lokahóp fslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri en Heiða er aðeins 16 ára gömul. Liðið leikur í forkeppni Heimsmeistaramótið en riðill Islands verður leikinn í Digranesi í Kópavogi 19. til 23. mars. Island leikur í riðli með Ungverjalandi, Serbíu, Búlgaríu og Irlandi. Eyjastúlkan Ester Oskarsdóttir er einnig í leikman- nahópi Islands en Ester leikur með Akureyri. KFS dæmdur sigur KFS hefur verið dæmdur 3:0 sigur gegn Gróttu í leik liðanna í B- deild Lengjubikars karla. Leikur- inn fór fram fyrir tveimur vikum og fóru Gróttumenn með 3:0 sigur af hólmi. Lið þeirra var hins vegar með ólöglega leikmenn í sínu liði, Sindri Tryggvason var enn skráður í Stjörnuna og Einar Óli Þorvarðarson var skráður í Aftureldingu þegar leikurinn fór fram. Tveir Eyjamenn í hópnum Þeir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa báðir verið valdnir af Ólafi Jóhannessyni til að taka þátt í leik gegn Slóvakíu í næstu viku. Það má geta þess að Hermann Hreiðarsson er leikjahæstur þeirra sem munu taka þátt í þessum leik. Gunnará skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leikur með norska úrvalsdeildar- liðinu Válerenga, var á skot- skónum þegar liðið lagði Moss í æfingaleik á La Manga. Gunnar átti fínan leik og var stöðugt ógnandi í sókninni. Hann kláraði svo góðan leik með því að skora úr vítaspymu á 50. mínútu. 3. flokkur þakkar fyrir sig Þriðji flokkur kvenna í knattspyr- nu er nú í æfingaferð á Spáni en ferðin stendur frá 18. mars til 26. mars. Stelpurnar höfðu safnað fyrir ferðinni og vildu þakka eftirtöldun fyrir stuðninginn. Sparisjóður Vestmannaeyja, Samskip, Bergvin (Beddi) Odds- son, X-prent, Hárlist, Vöraval, Vélaverkstæðið Þór, Verslunin Framtíð, Eyjatölvur, Lyf og heil- sa, Kubbzi, H. Stefánsson, Kráin, Huginn, Hótel Þórshamar, Deloitte, Pacta, Steingrímur Benediktsson, Café Maria, Líf- eyrissjóður Vestmannaeyja, Stakkó, Dótakistan, Heimaey, Smart, íslandspóstur, Callas, Fréttir, Hitaveita Suðumesja, Bragginn, Eyjabúð, Bflaverk- stæði Muggs, Geisli, G. Stefáns- son, Prentsmiðjan Eyrún, Net- hamar, Isfélag, Vilberg, Miðbær, Tískuverslunin Jazz, Tvisturinn, Godhaab í Nöf, Klettur, Miðstöðin, Grétar Þórarinsson, Vinnslustöðin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.