Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 12
(FRÉTTIRJI /sun Ak invescmencs S.L FASTEIGNASALA A SPANI LINDA RÓS Frétta- og ouglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com w%vw.suninvestmentsl.com plús “ mSm “'»»» UiVJSOÐÍE'yJUM AíöÆjriirJiJj' AirjUiiijílyiJjrj ^■\-y\66J^\-uáá Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 ^fPH#pS RAUSNARLEGAR Kvenfélagið Líkn gaf á föstudag DVD upptökutæki sem tekur upp á diska þegar fóstur eru skoðuð í sónar. Tækið kemur sér mjög vel t.d. fyrir foreldra sem vilja eiga myndir af barni sínu í móðurkvið og einnig ef senda þarf myndir af því til Reykjavíkur, þá eru til stafrænar myndir sem hægt er að senda með rafrænum pósti. Við afhendinguna var haft á orði að nú aðeins sjónvarpsskjá sem staðsettur væri fyrir framan móðurina svo hún geti fylgst með hvað er að gerast í móðurkvið. Drífa Kristjánsdóttir hjá Líkn, afhenti Drífu Björnsdóttur ljósmóður, gjafabréf með gjöfinni. Meirihluti bæjarráðs samþykkja tækifærisleyfl fyrir Höllina: Stenst ekki lög og á skjön við úrskurð umhverfisráðuneytis Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lá fyrir umsókn Helga Bragasonar vegna tækifærisleyfis fyrir Höllina þar sem SSSól á leika fyrir dansi aðfaranótt laugardagsins. Meirihluti bæjarráðs samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti en fulltrúi minni- hlutins lét bóka að veiting tæki- færisleyfis stæðist ekki lög. Tillagan var samþykkt með þeim fyrirvara að aðrir sem fjölluðu um málið gerðu það einnig. Vísað var í það hlutverk sveitarstjórna sam- kvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald að veita umsagnir um afgreiðslutíma og staðsetningu staða. „Meirihluti bæjarráðs sér ekki ástæðu til að veita neikvæða um- sögn þar sem þau ágreiningsmál sem standa um húsnæðið heyra undir aðra umsagnaraðila," segir í fundargerð en fulltrúar meirihlutans voru Páley Borgþórsdóttir og Páll Marvin Jónsson. Páll Scheving, fulltrúi minnihlut- Loðnan búin Sighvatur Bjarnason VE fékk á mánudaginn 400 tonn af loðnu norður af Öndverðamesi á Snæ- fellsnesi. Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Sighvati sagði loðn- una eiga einhverja daga eftir í hrygningu og hrognafylling væri góð. Um helgina voru loðnuskipin við Vestmannaeyjar en höfðu ekki erindi sem erfiði. Aflinn var sáralítill og loðnan hrygnd. Það vakti því vonir um vestangöngu þegar fréttist af veiðinni hjá Sighvati en ekki fannst meira fyrir vestan og virðist sem loðnu- vertíðinni sé lokið þetta. Vinnslustöðin átti rúmlega 1000 tonn eftir og ísfélagið um 700 tonn. ísfélagið bætir sér upp lítinn loðnukvóta með kolmunna sem það kaupir af erlendum skipum. Fékk það 5000 tonn á mánudag og þriðjudag. ans sagðist ekki geta stutt umsókn- ina þar sem fyrir lægju gögn sem bendi á að veiting þessa tækifæris- leyfis samræmist ekki lögum. „Það er hlutverk bæjarfulltrúa að verja bæjarbúa, hvort sem brotið er á einum eða öllum,“ sagði Páll í bókun sinni. Gögnin sem Páll vísar til eru lög um tækifærisleyfi en samkvæmt þeim þarf að sækja um leyfi fyrir einstakar skemmtanir og atburði sem fram fara utan veitinga- og gis- tistaða í atvinnuskyni og geta valdið ónæði, svo sem vegna hávaða. Undir þetta geta fallið t.d. útihátíðir, útitónleikar, skóladansleikir og tjaldsamkomur. Páll sagði í samtali við Fréttir að ekkert af þessum atriðum eigi við Höllina. Hún sé skemmtistaður sem misst hafi leyfi vegna þess að húsið stenst ekki kröfur um hávaðameng- un. „Rétt fyrir áramótin síðustu fengu eigendur Hallarinnar, Glitnir banki ísfélag Vestmanneyja hefur selt frystiskipið Snorra Sturluson VE 28 til Rússlands og verður skipið afhent 15. maí nk. Eyþór Harð- arson, útgerðarstjóri Isfélagsins sagði að félagið ætlaði að líta eftir tækifærum í framtíðinni og athuga með ísfiskskip með landvinnsluna í huga. „Snorri er orðin gamall og salan er liður í endurnýjun flotans," sagði Eyþór. Ahöfninni á Snorra hefur verið sagt upp störfum og Eyþór sagði að leitast yrði við að hjálpa mönnum við að fá pláss á skipum félagsins. og Sparisjóður Vestmannaeyja undanþágu hjá umhverfisráðuneyt- inu til að halda tvo dansleiki í janúar og febrúar. Hún gilti til 1. mars og var veitt til að framkvæma mælingar sem nýst gætu eigendum til að vinna að úrbótum til að hávaði frá húsinu verði í samræmi við reglu- gerðir. Hávaðinn reyndist of mikill og það kemur skýrt fram hjá ráðuneytinu að frekari undanþágur verði ekki veitt- ar fyrr en búið er að kippa þessu í liðinn. Ekkert hefur verið gert til að ráða bót á þessu og nú á að nota bæjarstjóm til að brjóta á borgu- runum og gegn samþykkt ráðu- neytisins. Þetta er mál eigenda Hallarinnar sem eiga að sjá sóma sinn í að koma húsinu í rekstrarhæft form. Þá verður hægt að dansa og skemmta sér í Höllinni hvenær sem er án þess að troðið sé á rétti ná- grannanna og lög brotin," sagði Páll að endingu. „Þeir sem vilja vera á frystitogara leita annað en það er misjafnt hvaða sjómennsku menn vilja stunda. Eg held að sjómenn þurfi ekki að vera hræddir um að fá ekki vinnu í dag,“ sagði Eyþór. Snorri Sturluson VE var smíðaður á Spáni 1973. Honum var breytt í frystitogara árið 1986 og lengdur 1996. Salan á Snorra liður í endurnýjun flotans -Áhöfninni hjálpað við að fá pláss á öðrum skipum félagsins VIKUTILB0Ð 19. - 26. mars — SS Bayonnie skinnka verá nú kr/kg 1298,- verá óáur kr/kg 1698,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.