Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2008, Blaðsíða 10
10 FERMINGAR 2008 / Fimmtudagur 20. mars 2008 FERMINGARFRÆÐSLAN FÉKK MIG TIL AÐ HUGSA UM GUÐ :: SEGIR ARNÓR BAKARI SEM FERMDIST FYRIR 40 ÁRUM. Arnór Hermannsson, bakari, fermdist á hvítasunnudag árið 1968. Prestarnir Þorsteinn Lúther Jónsson og Jóhann Hlíðar sáu um fermingar- undirbúninginn og ferminguna. Fermingarbörnin voru um hundrað talsins, enda voru árgangarnir mun fjölmennari á þessum árum en nú til dags. Fermt var bæði á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu, tveir hópar hvorn dag og raðað eftir stafrófsröð. Þó var hægt að færa milli daga, t.d. ef frændfólk vildi vera með sameiginlega veislu. Arnór segist ekkert muna hvernig veðrið var þennan dag en af Ijós- myndum sem séu til frá þessum merkisdegi, sé ekki annað að sjá en að það hafi verið ágætt. Annars segir Arnór það nokkuð merkilegt að þessi dagur sé ekki mjög skýr í minningunni. „Þegar ég hugsa um þennan dag, þá var oft sagt við mig: „Nú ert þú kominn í fullorðinna manna tölu." En mér leið bara eins og ég væri venjulegur ungur drengur og vildi bara fá DBS hjól í fermingargjöf og sú varð raunin. Pabbi og mamma gáfu mér það. Sú er aðalminningin, mér fannst það aldrei passa við „fullorðinn". En svo fékk ég líka skrifborðsstól, flotta blekpenna og annað sem passaði betur við að verða fullorðinn." Veislan var haldin heima, á Vestmannabraut 22b, bak við Símstöðina. Arnór var næstyngstur fimm bræðra þannig að þetta var engin frumraun hjá fjölskyldunni, reynslan var til staðar. Arnór segir að það hafi verið margt í veislunni. „Reyndar þekkti ég ekki alla, þetta var fólk sem pabbi og mamma þekktu en ég man eftir Magnúsi og Mörtu og svo voru nú einhverjir fleiri sem ég kannaðist við," segir hann. „Mamma stóð í þessu öllu af fyllstu einlægni og pabbi auðvitað studdi hana í öllu, allt snerist þetta um mig en ég átti ekkert frum- kvæði að þessu. Þetta var bara eitthvað sem kom og gekk yfir. Ég reyndi að vera kristinn maður en fannst ég eiga eitthvað langt í land, það væri örugglega eitthvað miklu meira. Trúað fólk gerði almennt hluti sem ég ekki stundaði, svo sem að sækja kirkju, biðja og lesa Guðs orð. Ég man að ég gerði mér grein fyrir að ég færi ekki bara allt í einu að stunda slíkt," ssegir Arnór. „En fermingarfræðslan fékk mig til að hugsa um Guð og að trúa á hann. Og í dag, 40 árum síðar, er trúin á Jesú mín kjölfesta og tilgangur þess að lifa," sagði Arnór Hermannsson að lokum. FERMINGAR 2008:: ELÍSABET BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Elísabet Bára mun fermast þann 12. apríl næstkomandi. Hún segir að hennar undirbúningur fyrir ferminguna hafi verið ósköp hefðbundinn."Við mamma fórum til Reykjavíkurí verslunarferð og fengum þar allt til alls. Elísabet gefur í skyn að fermingin sé ekki jafn flókin athöfn og oft er sagt. Elísabet ber með sér rólyndisþokka og og fannst gaman í fermingar- fræðslunni."Mérfannst bara virki- lega gaman í fermingarfræðslunni og hlakkaði til." Elísabet kynntist starfi kirkjunnar á unga aldri þegar hún söng í kór." Ég var í kór þegar ég var lítil og náði þá að kynnast aðeins þessu starfi en ég hef svo sem ekkert fylgt því eftir á unglingsaldri" Þó Elísabet sé róleg fyrir fermingunni hefur hún þó ekki látið sitt eftir liggja í skreytingamálum."Ég ræð öllu, ég er svo mikil frekja, nei ég og mamma höfum skemmt okkur vel saman að skipuleggja veisluna." Þegar Elísabet er spurð að því hvaða þýðingu fermingin hafi fyrir hana skin af henni rólyndið."Ég kemst í fullorðinna manna tölu, staðfesti skírn mína, maður er bara einhvern veginn að fullorðnast. Ég fæ líka að lita á mér hárið,"segir hún að lokum og hlær. Borgaraleg ferming varaldrei inni í myndinni fyrir Elísabetu sem hefur ákveðnar skoðanir á þeirri aðferð."Þetta er auðvitað val hvers og eins en mér finnst að þetta ætti að vera kallað eitthvað annað en ferming þar sem þú ert ekki að staðfesta trú. Ég myndi aldrei kjósa þessa aðferð einfaldlega vegna þess að ég trúi á guð." FERMINGAR 2008:: JÓN BJARKI ODDFRÍÐARSON Jón Bjarki Oddfríðarson mun fermast 29. mars og segir að það yrði líklegast engin glæsileg ferming ef hann hefði ráðið skipu- laginu." Mamma sér um þetta allt hún kann á þessu lagið en ég fékk að ráða í hvaða fötum ég yrði. Það er bara betra að mamma ráði þessu hún hefur líka gaman af þessu." Jón Bjarka fannst fermingarfræðslan skemmtileg og segir að ferðalagið hafi staðið upp úr." Fermingarfræðslan var bara mjög fín en við fórum í ferð á fermingar- mót í Vatnaskógi og það var virki- lega gaman þó það væri fermin- garfræðsla allann tímann nánast." Hluti af fræðslunni er að sækja tíu messur, Jóni Bjarka fannst ekki mjög gaman í messunum." Þær voru nú svolítið þreytandi sérstak- lega þegar þær voru svona snem- ma. Ég beið bara yfirleitt eftir því að þær yrðu búnar." Jón segist ekki vera mjög kunnugur kirkjustarfinu en hafi kynnst því aðeins með því að vera í fermingarfræðslu. Jón Bjarki hefur ekki enn valið sér vers til að flytja í fermingunni en hefur auga á nokkrum."Ég er ekkert að flýta mér að velja vers, hef ekki íhugað þetta neitt mikið."Jóni Bjarka finnst stundum einblínt svolítið á þátt gjafanna í fermingum." Mikið af fólki heldur að við krakkarnir séum bara að þessu til þess að fá gjafir og peninga en það eru ekki allir svoleiðis. Ég ætla að fermast af því að ég trúi á guð og ég vil staðfesta skírn mína."Jón Bjarki hefur skoðanir á ýmsum hlutum og því tilvalið að spyrja hann hvað honum fyndist um borgaralega fermingu." Mér finnst hún alveg gjörsamlega tilgangslaus, þetta er aðeins gert til að fá einhverjar gjafir."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.