Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 13. tbl. I Vestmannaeyjum 27. mars 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Á þriðjudagsmorgun þegar skólabörn mættu til starfa á ný eftir páskafríið, voru umferðarljós tekin í notkun á gatnamótum Heiðarvegar og ¦^ Bessastígs. En þau eru fyrsl og fremst hugsuð sem aukið öryggi barna á leið lil on frá skóla o<; íþróttahúsi. Þessir krakkar voru viðstaddir. "™ Opinbert hlutafélag kom ekki til greina um Landeyjahöfn: I Vilja uppbyggingu og verk- I efni tengd ferðaþjónustu -Ásamt möguleika á því að geta á ný stundað siglingar frá Landeyjasandi - Hlökkum við Rangæingar mikið til að ná betri tengingu við okkar ágætu nágranna í Vestmannaeyjum, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra „Samningar hafa ekki tekist við Vestmannaeyjabæ um rekstur hafn- arinnar vegna ólíkra sjónarmiða um framtíðaruppbyggingu svæðisins," segir m.a. í ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra, eftir að ljóst var að ekki tækist að stofna sameigin- legan hafnarsjóð í eigu Vestmanna- eyjabæjar og Rangárþings eystra um væntanlega Landeyjahöfn. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, sagði þegar hún var spurð út í málið að í upphafi hafi verið rætt um að höfnin yrði opinbert hlutafélag. I haust hafi verið ljóst að það rekstrarform gengi ekki upp. „Það að ekki var hægt að reka hafnarsjóð í formi opinbers hlutafélags breytti miklu um okkar afstöðu gagnvart því að taka við rekstrinum. I opinberu hlutfélagi er ábyrgð eigenda takmörkuð en ekki um ótakmarkaða ábyrgð á skuld- bindingum að ræða líkt og hug- myndin var á síðari stigum málsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra mat það svo að það væri einfaldlega ekki réttlætanlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að sveitarstjórn bæri fjárhagslega ábyrgð á rekstri hafnarinnar, en rétt er að taka fram að sveitarfélagið veltir aðeins u.þ.b. 900 milljónum kr. á ári." Viðræður hófust fyrir alvöru seinni hluta síðasta árs og stóðu fram í janúar en Arnar Sigurmundsson og Óskar Magnússon voru fulltrúar sveitarfélaganna við samningagerð- ina. „Við vildum hafa jafnræði í stjórninni og í raun höfum við ekki fullmótuð plön um framtíðarupp- byggingu hafnarinnar aðrar en þær að íbúar sveitarfélagsins hafa séð fyrir sér uppbyggingu og aukin verkefni tengd ferðaþjónustu og möguleikann á því að geta á ný stundað siglingar frá Landeyjasandi. Rangæingar hafa við undirbúning málsins fengið þá kynningu á verkefninu að hægt verði að koma upp aðstöðu fyrir skemmti- og smábáta í höfninni. Við viljum nýta þau tækifæri sem upp koma en það stóð ekki sérstaklega til af okkar hálfu að útbúa fiskihöfn þarna. Við erum að fá höfn í okkar sveitarfélag og við viljum ekki hafna góðum hugmyndum fyrirfram og ekki loka á neinar leiðir," sagði Unnur Brá og tók fram að það hefði ekki verið neitt eitt atriði sem strandaði á eins og eignarhlutfall, fjöldi fulltrúa í stjórn eða framtíðarplön varðandi höfnina, horfa þurfi á heildarmynd- ina. „Við höfum reynslu af því að vinna að samstarfsverkefnum og þá verða að liggja fyrir í upphafi sameigin- legar hugmyndir um hvert verkefnið skuli stefna. I kvöld ætla fulltrúar Siglingastofnunar og Vegagerðar að kynna niðurstöður frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Landeyjahafnar, Landeyjahafnarvegar og grjótnáms á Seljalandsheiði fyrir íbúum okkar sveitarfélags. Mestu skiptir að Vest- mannaeyingar eru að fá mikla samgöngubót með nýju höfninni og með henni ættu að opnast ýmis tækifæri til að byggja upp til framtíðar, sérstaklega varðandi ferðaþjónustu á svæðinu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu varðandi rekstrar- form hafnarinnar hlökkum við Rangæingar mikið til að ná betri tengingu við okkar ágætu nágranna í Vestmannaeyjum. Úrslitaleikur í körfunni Á sunnudaginn leikur meistara- flokkur ÍBV í körfuknattleik úrslitaleik við UMFH um sæti í 1. deildinni. Birni Einarssyni, þjálfara og leikmanni liðsins, líst vel á leikinn. „Hann leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til. Maður er búinn að æfa vel undanfarið og við förum í leikinn til að vinna. Við komum ekki heim með neitt annað en sigur í farteskinu. Eg sætti mig ekki við neitt annað." Eyjamenn hafa staðið sig mjög vel í vetur og lentu í öðru sæti í B- riðli sem gaf rétt á að spila við efsta liðið úr A-riðli. Það reyndust vera Hrunamenn en þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur og eru verðugir andstæðingar. Björn hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur. „En menn þurfa að leggja sig alla fram, skutla sér í alla bolta, hafa gaman að þessu og taka almennilega á því. Við þurf- um að spila mun betur en í síðasta leik. Svo einfalt er það. Körfuboltinn í Vestmanneyjum hefur verið á stöðugri uppleið í vetur en hvaða þýðingu hefur það fyrir körfuna í Eyjum að komast upp um deild. „Þá verðum við komnir á allt annað styrkleikastig. Þá kannski vaknar fólk og sér að við erum alvöru og ekki slæmt að vera í sömu deild og handboltinn og fótboltinn á sama tíma en ég held að það hafi aldrei gerst áður hér í Vestmannaeyjum. Áfram ÍBV." Tæpar 4 milljónir úr ferðasjóði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Ólafur Rafnsson, forseti ISI, undirrituðu í síðustu viku samning um Ferða- sjóð íþróttafélaga sem lengi hefur verið baráttumál Vestmannaey- inga. Samningurinn kemur í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar í mars 2007 að koma á fót ferða- sjóði íþróttafélaga innan vébanda ISÍ til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnastarf, í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Framlag ríkisins er alls 180 milljónir króna á árunum 2007 til 2009, 30 milljónir fyrir árið 2007, 60 milljónir fyrir árið 2008 og 90 milljónir fyrir árið 2009. ÍBA, fþróttabandalag Akureyrar, fær langhæsta styrkinn, 8.191.050 krónur og fþróttabandalag Vest- mannaeyja er í öðru sæti með 3.761.735 krónur. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐIUTOYOTA í EYJUM ne . amar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.