Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 7
* Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 degi lengur en ætlað var, því við þurfum að bíða eftir vegabréfsárituninni okkar til Víetnam en þangað förum við með flugi á morgun." Hótelið er geggjað Þann 12. mars hafa stelpurnar verið í Víetnam í viku og í færslu þeirra kemur fram að það gekk á ýmsu áður en þær komust á hótelið sem þær höfðu pantað. „Taxabílstjórarnir í Víetnam eru nefnilega annaðhvort í tengslum við mafíuna eða þeir eru með samning við einhver hótel um að reyna að koma farþegunum til þeirra. Við lentum í báðum aðilum en þar sem við erum svo rosalega skynsamar stelpur þá létum við ekki blekkjast og komumst loks a leiðarenda! Hótelið er geggjað, Ástralir sem reka það og hér er alltaf fullt af fólki og allt voða heim- ilislegt og vinó. Fyrsta deginum eyddum við í að skoða Hanoi ... Næsta morgun sigldum við frá Halong city og áleiðis til Halong bay, svo tóku eyjarnar á móti okkur í tugatali, rosalega fallegt allt saman. Stoppuðum svo í einni eyjunni og skoðuðum magnaða hella og fórum svo á kajak og vorum orðnar algjörir fagmenn í kajakróðri eftir daginn..... Daginn eftir pöntuðum við okkur lestarferð til Sapa sem er bær lengst uppi í fjöllum og þar búa ættbálkar í litlum þorpum. Mjög fall- egt svæði og mjög flott að sjá hvernig fólkið hefur mótað landið undir hrísgrjónarækt. Alls staðar á leiðinni mættum við konum í búningunum sínum og voru voða vinalegar og töluðu ensku og allt saman og auðvitað reyndu þær að selja okkur hina ýmsu hluti. Hversu löng brjóst ætli þær séu með? Karen og Viktoría voru svo ánægðar með ferðina að þær bókuðu sig í ennþá lengri skoðunarferð daginn eftir. „Við keyptum okkur stígvél, því við áttum víst eftir að labba í einhverri drullu, og lögðum svo í 'ann með leiðsögumanninum okkar og þremur víetnömskum stelpum. Og við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum og nokkrar ættbálka- konur slógust í hópinn og var voða spjall á þeim. Stoppuðum svo nokkrum sinnum á leiðinni til að bíða eftír víetnómsku stelpunum sem voru bara alveg að gefa upp öndina og bara spurðu hvað við værum eigin- lega að borða, þeim fannst við labba svo hratt, hehe. Leiðsögumaðurinn fræddi okkur um ýmislegt á leiðinni eins og að þegar fólk úr ættbálknum deyr þá er lfkið látið standa uppi í þrjá daga og svo grafið í trékistu. En eftir þrjú ár er það grafið upp og lfkið hreinsað þangað til beinin eru bara eftir og þeim er svo komið fyrir í lítilli kistu og lfkið svo grafið aftur. Fólk i þessum ættbálkum verður að meðaltali 65 ára gamalt og miðað við hvernig það býr, í litlum kofum eins og íslendingar til forna og borðar bara hrísgrjón og svolítið grænmeti, þá fannst okkur það bara ansi hár aldur. Svo er gaman að segja frá því að konurnar bera alltaf börnin sín á bakinu i eins konar pokum þangað til þau eru tveggja til þriggja ára og þegar þær gefa þeim að borða þá slengja þær brjóstunum yfir öxlina og láta börnin súpa! Hversu löng brjóst ætli þær séu með!?!... Eftir að hafa labbað í um 5 tíma í leðju og kósýheitum þá fengum við far til baka. Það var brjáluð þoka eins og er alltaf þarna uppfrá og okkur stóð nú ekki alveg á sama þegar bíl- stjórinn var að taka fram úr á þessum mjóa vegi en við lifðum það af og erum núna komnar aftur til Hanoi. Lestarferðin til baka var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, vorum í enn verri rúmum en á leiðinni uppeftir og lítið sofið. Lögðum okkur þvf þegar við komum á hótelið í Hanoi og erum nú að bíða eftir að verða sóttar til að fara í 24 tíma ferðalag til Laos. Úff, ja við bara elskum að ferðast, hehe." Rútuferð dauðans Þann 14. mars fjalla stelpurnar um ferðalagið frá Hanoi í Víetnam yfir til Vientiane í Laos sem þær kalla rútuferð dauðans. „Við áttum fyrir höndum 24 tíma rútuferð eða 30, vorum ekki alveg vissar en nokkrir tímar til eða frá skiptu svo sem ekki miklu, við þessar aðstæður. Okkur til mikillar gleði voru fjórír strákar með okkur. Þegar við komum á rútu- stöðina blasti við okkur hræ!! Við settumst inn og ég (Karen) gat ekki setið bein í sætinu því að lappirnar á mér hreinlega pössuðu ekki, Viktoría rétt smellpassaði. Ó guð, við eigum eftir að vera hér í heilan sólarhring var það fyrsta sem við öll hugs- uðum. Jæja, við lögðum af stað og tókum upp nokkra Víetnama á leiðinni, við vorum öll búin að planta okkur í tvö sæti svo enginn komst hjá okkur, sem betur fer!! Á leiðinni var tekinn upp hinn og þessi varningur og því sko troðið hvar sem hægt var í þessa blessuðu rútu. Einn gaurinn lagðist því bara ofan á eitt og svaf þar. Við reyndum eftir okkar bestu getu að reyna að leggja okkur eitthvað í þessum þrengslum, en það gekk misvel eða kannski bara ekki vel. Um kl. fjögur vorum við komin að landa- mærunum og stoppuðum þar til kl. 6.00 eða þangað til þau opnuðu. Það var þá fyrst sem ég náði eitthvað að sofa, eða i tæplega 2 tíma. Viktoría tók svefntöflu kl. 2 og náði því að sofa í 4 tíma. Ekki með næga peninga til þess að borga vísað Við landamærin tók við 2 tíma VESEN!!! Fyrst þurfti að skoða vegabréfm okkar á ein- hverjum stað og þessi bévítans Víetnamar eru ekkert nema frekjur og tróðu sér fram fyrir okkur, þótt við værum í „röð" sem stóð „Foreigners passports," það skipti ekki miklu máli. En eftir það röltum við í svona fimm mínútur að næsta húsi þar sem við þurftum að fá vegabréfsáritun. Það gekk mjög brösuglega og við ekki með næga peninga til þess að borga vísað, sjitt!!! Við brösuðumst við það að spyrja strákana sem voru með okkur hvort við gætum fengið lánaðan pening og við þekktum þá ekki neitt, það var frekar vandræðalega og leiðinlegt. Það reddaðist svo loksins, keyrðum við svo í ca. klukkutíma og stoppuðum á einhverjum stað í Laos og Víetnamarnir fengu sér að borða, við auðvitað alveg blankar, bara með kort eftir landamærin, svo að við sátum bara og góndum út í Ioftið. Svo stoppuðum við, og við við dauðans dyr. Eftir máltíðina þurftum við að labba í rútuna og við vissum ekki baun hvert við værum að fara eða hvort við værum yfir höfuð að fara í rétta átt, en við og strákarnir fjórír eltum bara Víetnamana. Loks komum við að rútunni eftir ca. 15 mínútna labb, af hverju rútan beið ekki fyrir utan vitum við ekki frekar en margt annað í þessari blessuðu ferð. Upp í rútu og klukkan um 9.00 til 10.00 tók við dauði bók- staflega!! Rútan var ekki með neina loft- ræstingu, hún troðin af fólki og varningi og brjálaður hiti og sól. Og ekki nóg með það þá var REYKT inn í rútunni og það var eins og ekkert væri eðlilegra. Við héldum bókstaflega að við myndum láta lífið, hef aldrei í mínu Íífi svitnað svona mikið á stuttum tíma (nice to know, ég veit). Við gátum varla andað og vorum ekki með mikið vatn við höndina. Svo kl. 16.00 stoppuðum við, og við við dauðans dyr, hugsuðum af hverju við héldum ekki áfram. Aldrei hef ég verið jafn glöð þegar sagt var að við værum komin á áfangastað og eftir 21 tíma, aðeins. Vientiane er sögð ein rólegasta höfuðborg í heimi og ég skil það mjög vel. Það er bara eins og við séum staddar í róleg- heitunum í Eyjum. Ekki mikil traffík, hrein- legt (það er allt hreinlegt miðað við Hanoi, sá rottu þar á stærð við svona lítinn rottu- hund, ojbara). Við sofnuðum lfka kl 22.30 í gær og vöknuðum kl.l 1.30 enda þreyttar á líkama og sál. I dag erum við búnar að skoða okkur aðeins um í Vientiane og okkur líst mjög vel á Laos, verst að við getum ekki verið hér lengur. Tökum 12 tíma lest til Bangkok á morgun og þaðan liggur leiðin til Koh Tao þar sem stefnt er á að fara á köfun- arnámskeið." Og þangað fóru stelpurnar og dvöldu á eyjunni Koh Tao. Þær fóru á námskeið í köfun og nutu lífsins í góðu yfirlæti. Framhaldsskólinn - Aukið alþjóðlegt samstarf: Hjá arabískri og króatískri fjölskyldu í Svíþjóð -Ekki mikill munur á okkur og sænskum krökkum segja Eva og Lovísa Frétt Júlíus G. Ingason Julius @ eyjafrettir. is í síðustu viku fór hópur nemenda úr Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum til Eskilstuna í Sví- þjóð en ferðin er hluti af alþjóðlegu verkefni framhaldsskóla þar sem nánari tengslum og alþjóðlegri samvinnu er komið á milli nem- enda. Með ferðinni voru Eyjakrakkarnir að endurgjalda heimsókn sænsku krakkanna til Vestmannaeyja á síðustu vorönn. Alls fóru þrettán nemendur frá FIV og þeim til halds og trausts voru þeir Ragnar Óskars- son og Gunnar Friðfmnsson. Gunnar sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði verið vel heppnuð. „Við vorum að endurgjalda heim- sókn frá því á síðustu vorönn frá þessum skóla, Rekarnegymnasiet í Eskilstuna. Þetta er norrænt verk- efni þar sem nemendur bera saman menningu landanna, hvað er líkt með þeim og ólíkt. Verkefnið miðar einnig að því að koma á alþjóðleg- um samskiptum á milli ungs fólks. Ferðin tók sex daga og heppnaðist mjög vel." Gunnar bætti því við að fleiri alþjóðleg verkefni væru í gangi í Framhaldsskólanum, m.a. væri von á hópi nemenda og kennara frá nokkrum löndum Evrópu. „Þar erum við að vinna í verkefni sem heitir EYE-blog eða European Youth Experience on blog sem snýst um bloggfærslur nemenda hvaðanæva úr heiminum. Við erum að fara að taka á móti hópi frá ítalíu, Frakklandi, Póllandi og Tyrklandi en við Ragnar fórum með tvo nemendur til ítalíu í desember í tengslum við þetta verkefni." Kennararnir áhugasamir í söngtímanum Þær Eva Káradóttir og Lovísa Jóhannesdóttir voru meðal þeirra sem fóru til Eskilstuna. Þær segja það hafi verið skemmtilegt að fara í ferðina. „Hún er það fyrsta sem við gerum í þessu verkefni en það hefur verið í gangi eitthvað lengur. Það komu hingað sænskir krakkar í heimsókn fyrir tveimur árum, held ég," sagði Lovísa. „Ferðin var skemmtileg en við gistum hjá heimafólki og það var bara mjög fínt. Svo skoðuðum við lfka álverksmiðju þar sem verið er að búa til varahluti í bíla. Annars vorum við alltaf fyrir hádegi í skólanum." Stelpurnar segja að sænski skólinn sé talsvert frábrugðinn Framhalds- skólanum hér. „Við fórum í hag- fræði og ýmsa aðra tíma sem voru á sænsku og við skildum því ekki mikið. En svo fórum við líka í sóngtíma og það var mjög gaman. Þar var sungið á ensku, meira að segja lag úr Hárinu sem núna er verið að sýna í leikhúsinu," sagði Lovísa. „Kennararnir Gunnar og Raggi voru mjög áhugasamir í söngtímanum. Raggi sló alveg í gegn," bætir Eva við. Hjá arabískri og króatískri fjölskyldu Þær segjast báðar halda sambandi við sænsku krakkana í gegnum internetið, msn og netpóst en báðar segja þær það hafa verið góða reynslu að hafa kynnst lifnaðar- háttum í öðru landi. „Eg var t.d. hjá arabafólki. Þetta er mjög gott fólk sem hugsar mikið um fjöl- skylduna. Svo spila þau mikið á banjó. Þetta var ífka svolítið skrítið og allt öðruvísi en maður þekkir hér heima," segir Eva og Lovísa kynntist Ifka öðruvísi heimilishaldi. „Eg var hjá króatískri fjölskyldu sem talaði ekki stakt orð í ensku. Ég gat bara tjáð mig í gegnum stelpuna sem var á sama aldri og ég. Þau töluðu svo bara sænsku við mig en mér lfkaði þetta samt mjög vel. Þau hugsuðu vel um mig og gáfu mér góðan mat að borða," segir Lovísa og glottir. Sáuð þið einhvern mun á sænska skólanum og skólanum hér? HOPURINN sem fór til Svíþjóðar. „Já, þau fengu að vera á skónum inni en ekki við," segir Eva og hlær. „Það er lfka meira verklegt í sænska skólanum. Inni í einum salnum var teikning og þar gátu þau teiknað það sem þau vildu. Þarna voru heilu bílarnir inni í skólanum fyrir þá sem voru að læra bifvélavirkjun og svo var lfka verið að smíða hús þarna." Hvað með krakkana, einhver munur á sænskum og íslenskum unglingum? „Nei ekki mikill. Þau eru minna úti á kvöldin, koma kannski heim klukkan sjö um kvöldið og fara ekkert út eftir það. Þau eru líka kurteisari, við erum kannski stund- um svolítið dónaleg," segir Lovísa að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.