Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 8
Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 í minningu meistara -Skapti Orn Olafsson fer yfir feril myndlistar- og tónlistarmannsins Guðna Agnars Hermansen hefði orðið áttræður á morgun Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Guðni Agnar Hermansen hefði orðið áttræður á morgun, föstu- daginn 28. mars. Guðna má án alls efa telja meðal þeirra meistara myndlistarinnar hér á landi sem Vestmannaeyjar hafa alið. Nægir þar að nefna Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin Ástgeirsson, Engilbert Gíslason og Sverri Haraldsson. Þá var Guðni feiknagóður saxófón- leikari og lék með fjölmörgum danslaga- og djasshljómsveitum í Vestmannaeyjum. Hann unni heimaslóð Guðni Agnar Hermansen fæddist 28. mars árið 1928 að Ásbyrgi í Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Erlendsdóttur og Störker Hermansen sem var norsk- ur og hafði fluttst til Vestmannaeyja snemma á síðustu öld. Guðni kvæntist Diddu, Sigríði Kristins- dóttur, í maí árið 1950 og eignuðust þau tvö börn, þau Kristin Agnar og Jóhönnu. Guðni og Didda hófu sinn búskap að Herjólfsgötu 7 en bjuggu lengst- um á Birkihlíð 19 þar sem þau byggðu sér einbýlishús við hlið fæðingarheimilis Guðna, Ásbyrgis. Að afloknu eldgosi árið 1973 bjuggu Guðni og Didda á Smára- götunni en fluttu fljótlega aftur í sitt gamla hús í Birkihlíðinni. I gos- inu bjó fjólskyldan á Hellu eftir sutt stopp í Reykjavfk. Didda var stoð og stytta Guðna meðan hans naut við og hvatti hann áfram hvort sem var í mynd- eða tónlist. Segja má að þau hafi verið músíkalskt par, enda Didda mikil söngkona og segja þeir sem til þekkja að það hafi verið stórkost- legt á að hlusta er þau hafi tekið lagið; Guðni á píanóið og Didda með sinni fallegu söngrödd. Guðni lést í Vestmannaeyjum 21. september árið 1989, langt fyrir aldur fram, þá 61 árs að aldri. Vestmannaeyjar voru hans mótíf Guðni lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni málarameistara í Vest- mannaeyjum á árunum 1949-1953 og lauk prófi frá Iðnskóla Vest- mannaeyja og sveinsprófi árið 1953. Meistarabréf fékk Guðni árið 1956. Guðni starfaði við málaraiðn- ina þar til hann sneri sér alfarið að myndlistinni í kringum 1980. Fyrstu málverkasýningu sína hélt Guðni árið 1964 í Vestmannaeyj- um. Uppfrá því hélt hann margar myndlistarsýningar í Vestmannaeyj- um, Norræna húsinu, Listamanna- skálanum og Kjarvalsstöðum í Reykjavfk ásamt því að halda út fyrir landsteinana og sýna í Fær- eyjum og Grænlandi. Guðni sýndi oft og tíðum um páska í Akóges og síðasta málverkasýning hans var um páska árið 1988. Áhuga á málaralistinni fékk Guðni fyrst heima í Ásbyrgi í Vestmannaeyjum. í blaðaviðtali sagði Guðni eitt sinn frá því er hann, átta ára gamall, fann olíuliti uppi á háalofti sem móðir hans hafði átt og uppfrá því hafí pensil- inn aldrei verið langt undan. Móðir Guðna var mikill listamaður, var afar drátthög ásamt því að mála og má segja að Guðni hafi frá fyrstu tíð fengið listrænt uppeldi. Hefnd Helgafells Myndefni Guðna voru Vestmanna- eyjar í öllum sínum fjölbreytileika. Gáfu mótífin í Eyjum honum endah\usa möguleika, hvort sem um vflr að ræða fjöllin og hafið sem Tveir meistarar samankomnir. Guðni Hermansen á tenórsaxófón og Sigurður Flosason á altsaxófón. Ljósmyndin er tekin í Hallarlundi og ung- stirnið Sigurður hlustar á Guðna taka sóló. Ljósmynd: Torfi Haraldsson rímuðu við birtuna eða fantasíu sem hann sá í tunglinu og náttúr- unni í Eyjum. Guðni var mikill Eyjamaður og undi sér hvergi nema þar sem hann var samgróinn nátt- úru Vestmanneyja og hjartslætti lífsins eins og Asi í Bæ orðaði það í grein um Guðna, enda fáir sem mála eldgos áður en það hefst. Eitt af frægari málverkum Guðna kallast „Hefnd Helgafells" sem hann málaði árið 1972 og sýnir gos í Helgafelli og hraunflóð stefna á bæinn. í viðtali sem Morgunblaðið tók við Guðna í febrúar árið 1973 segir hann að rauðmalartaka í Helgafellinu, sem þá hafði staðið yfir í langan tíma m.a. til að byggja flugvöll og götur í Eyjum, hafi farið illa í sig. Guðni var mikill náttúrunnandi og vildi stoppa þessa spillingu, enda hafi þá verið búið að stórspilla fellinu. I viðtalinu segist Guðni ekki vera forlagatrúar en þar sem Helgafell hafi staðið honum nærri hafi eldgos á Heimey orðið honum að myndefni - ári fyrir jarðhræringarnar miklu. í framlínunni á gullaldar- árum djassins í Eyjum Ásamt því að leggja rækt við myndlistina lék Guðni á saxófón og var einn af frumherjum djassins í Vestmannaeyjum. Á árunum eftir stríð og fram yfir 1960 er óhætt að fullyrða að djasslíf utan höfuðborg- arsvæðisins hafi hvergi verið blóm- legra en í Vestmannaeyjum. Fyrst með trompetleikarann Harald Guð- mundsson í broddi fylkingar og síðar með Guðna í framvarða- sveitinni á saxófóninn. Guðni var jafnvígur bæði á píanó og saxófón þó svo að fónninn hafi orðið fyrir- ferðarmeiri síðar meir. Guðni var liðsmaður margra danslagahljómsveita í Vestmanna- eyjum og meðal sveita sem hann lék með voru hljómsveit píanistans Guðjóns Pálssonar og HG sextett sem Haraldur Guðmundsson stjóm- aði. Síðar stofnaði Guðni eigin hljómsveit - GH sextett sem síðar breyttist í Rondó sextett með mannabreytingum. HG sextett var auk Haraldar skipaður Guðna á altósaxófón, Gísla Bryngeirssyni á klarinett, Alfreð Washington á píanó, Haraldi Baldurssyni á gítar og Sigurði Guðmundssyni á trommur. Þá lék Guðni með fjölmörgum snillingum í Eyjum á gullaldarárum djassins. Má þar nefna menn eins og tvíburana Valgeir og Hugin Sveinbjörnssyni á gítar og klarinett, Erling Agústsson sem lék á víbra- fón ásamt því að syngja, trommu- leikarana Sigurð Þórarinsson og Sigurjón Jónasson og bræðurna Pál og Jón Helga Steingrímssyni á gítar og píanó. Þá má nefna utanbæjar- menn eins og píanistann og básúnuleikarann Árna Elfar, Axel Kristjánsson og gítarsnillinginn Ólaf Gauk sem meðal annarra komu út í Eyjar og léku með Guðna. Minningu Guðna Hermansen haldið á lofti Minningu Guðna hefur verið haldið á lofti með reglubundnum hætti frá árinu 1992 er Dagar lita og tóna voru fyrst haldnir um hvítasunnu og þá fyrst og fremst til að heiðra minningu Guðna Hermansen. Listvinafélagið með Eyjólf heitinn Pálsson og Hermann Einarsson í broddi fylkingar stóð fyrir hátíðinni sem hefur upp frá því verið með myndarlegustu djasshátíðum á Islandi. Dagar lita og tóna fara fram í 17. sinn nú um hvítasunnuna og er dagskráin sem boðið verður upp á nú í apríl því góð viðbót við annars frábæra djasshátíð. Eins og fyrr segir í greininni hefði Guðni orðið áttræður á morgun, föstudaginn 28. mars. A þeim tímamótum verður Guðna Agnars Hermansen minnst, á hans heima- velli - Vestmannaeyjum, með Guðni Hermansen blæs í saxófóninn á vinnustofu sinni í Birkihlíð 19 umkringdur penslum. Ljósmynd: Torfi Haraldsson myndarlegum hætti nú í apríl. Haldnir verða veglegir jazztón- leikar sem fara fram föstudaginn 18. apríl nk. í Akóges þar sem Kvartettinn Q kemur fram, ásamt söngkonunni Ragnheiði Gröndal, og leikur m.a. tónlist eftir meistara tenórsaxófónsins - Sonny Rollins. Tónlist Sonny Rollins má segja að sé í anda þess jazz sem Guðni unni svo mjög og lék. Kvartettinn skipa þau Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Eyjólfur Þorleifsson, saxófón, Scott Mclemore, trommur og Ólafur Stolzenwald, kontrabassa. Þá verður haldin yfirlitssýning með verkum Guðna í Akóges og opnar sýningin sama dag og jazz- tónleikarnir fara fram. Sýningin verður opin fram til sunnudagsins 27. apríl. I tengslum við jazztón- leika og myndlistarsýningu verður einnig gefin út myndarleg sýningar- skrá til heiðurs Guðna ásamt því að heimasíða verður opnuð. I ritinu og á heimasíðu verður farið yfir feril Guðna hvað varðar myndlistina og tónlistina og reynt að varpa ljósi á þann mikla meistara sem Guðni Hermansen var. Eftir Skapta Örn Ólafsson Í3-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.